Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1994, Page 3
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
25
tónli0t I
Eric Clapton blúsar á ný
- platan From the Cradle boðar afturhvarf til upphafs tónlistarferilsins
Eric Clapton hefur snúið sér að
blústónlistinni á ný, tæpum þrjátíu
árum eftir að hann yfirgaf popp-
grúppuna Yardbirds - sem hann
kallar svo - og fór að spila blús með
John Mayall’s Bluesbreakers. Og
hann segist allt eins vera aö hugsa
um að halda sig við blúsinn það sem
eftir er. Lofar þó engu.
„Sumir tóniistarmenn geta spilað
hvað sem er og fara létt með það. Ég
hef prófað ýmislegt; tónlist i þjóð-
lagastíl, kántrí og vestem - jafnvel
djass-ognáttúrlegafulltafpoppi. En
ég get ekki spilað neitt nema blús,“
segir hann. „Ég hef í raun og veru
alltaf verið með annan fótinn á
blússtígnum þótt menn hafl kannski
ekki tekið eftir því á stundum."
Clapton sendi í fyrradag frá sér
plötuna From the Cradle. Á henni em
sextán blúslög. Sum vel þekkt, önnur
síður, en öll í gamla góða andanum.
Enda segist listamaðurinn hafa lagt
allt kapp á að láta lögin halda sínum
upprunalegu einkennum. Meðal
laganna má nefna Hooche Coochie
Man, Motherless Child, Groaning the
Biues, Driftin’ og Reconsider Baby.
„Það var heilmikil yfirlega að ná
öllu rétt og ég þurfti að beita mig
hörðum aga til að geta sungið lögin
eins og á að gera það,“ segir Clapton.
„Ég hef að sjálfsögðu öðlast rétt til að
syngja þessi lög eftir allt sem yflr mig
hefur dunið á ævinni en ég verð
aldrei jafti góðu^ og svörtu strákamir
frá Mississippi. Það er erfiðast að
syngja lög eftir Muddy Waters. Ég hef
fengist við nokkur fyrr á ferlinum og
flest reyndar í óþekktari kantinum.
Að þessu sinni ákvað ég þó að takast
á við Hoochie Coochie Man og ég
hætti ekki fyrr en ég var orðinn
fullkomlega ánægður með lagið. Við
spiluðum það aftur og aftur. Lögin
voru nefhiiega hljóðrituð „lifandi".
Ailt var tekið upp í einu og ef einhver
gerði mistök var annaðhvort byrjað
upp á nýtt eða mistökunum leyft að
halda sér. Flest lögin runnu inn á
bandið í annarri tilraun en við höm-
uðumst við Hoochie Coochie Man þar
til við gátum ekki gert það betur.“
Unplugged breytti
öllu
Eric Clapton segist hafa lengi átt
sér þann draum að taka upp blúsplötu
en ekki þorað að láta verða af því fyrr
en nú.
„Viðtökur Unplugged-plötunnar
skiptu öllu máli fyrir mig,“ segir
hann. „Auknum aldri fylgir líka
meira sjálfsöryggi en ef Unplugged
hefði ekki fengið jafn frábærar við-
tökur og raun varð á hefði ég enn ekki
verið búinn að gera plötu eins og
From The Cradle. Mér komu vin-
nafn
vikunnar
I
I
»
sældimar og viðtökumar í heild gjör-
samlega á óvart. Á nýju plötunni er
ég samt enn meira ég sjálfur en á Un-
plugged. Héma er tónlistin sem mig
langar að fást við og kann að flytja.“
Platan Unplugged var unnin eftir
samnefndum sjónvarpsþætti sem
Eric Clapton tók þátt i fyrir MTV
sjónvarpsrásina. Fyrst í stað vildi
hann raunar ekki láta gefa lögin í
þættinum út á plötu en lét loks undan
nauðugur viljugur. Hann þurfti ekki
að sjá eftir því. Platan er sú lang-
vinsælasta sem hann hefur sent frá
sér til þessa og færði honum fjölmörg
Grammyverðlaun og aðrar vegtyllur
eftir að hún kom út.
„Mér flnnst ég núna vera kominn
þangað sem mig langar til að vera,“
segir hann. „Eg er að reyna að
endurgjalda gömlu blúsumnum það
sem þeir hafa kennt mér allt frá því
að ég fór að hafa áhuga á tónlist. Ég
man ennþá hrifninguna þegar ég
heyrði í Bo Diddley og Chuck Berry
í gamla daga. Og ekki minnkaði
ánægjan við að kynnast því sem að
baki þeirra bjó. Fyrst gaf maður
Muddy Waters gaum. Þá lá leiðin til
Roberts Johnsons og loks aftur til
upphafs aldarinnar, aftur i vinnu-
söngvana. Þetta var ómetanlegur
skóli.
Þegar ég hætti með Bluesbreakers
ætlaði ég að halda áfram að spila blús.
Enn betri blús. En það fór öðruvísi
en ætlað var,“ heldur hann áfram og
vísar þar til hljómsveitarinnar
Cream. „Núna vonast ég til að geta
haldiö mig við það sem mig langaði
alltaf til að gera - og gerði best.“
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikur inn fer þannig fram að í hverr i
viku eru birtar þrjár léttar spum-
ingar um tónlist.
Fimm vinningshafar, sem svara
öllum spurningum rétt, hljóta svo
geisladisk að launum frá fýr irtækinu
Japis. Að þessu sinni em verölaunin
nýútkominn diskur með með
Skagfirsku söngsveitinni og heitir
hann Kveðja heimanað
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað heitir nýjasti diskurinn
með hljómsveitinni Body
Count?
2. Nefnið 3 söngvara á nýútkomna
Hvað heftir nýr diskur með harmóníku-
leikaranum Braga Hlíðberg?
diskinum, Fagurt syngur svan-
urinn.
3. Hvað heitir nýr diskur með
harmóníkuleikaranum Braga
Hlíðberg?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
22. september og rétt svör verða birt
í tónlistarblaöinu 29. september.
Hér era svörin úr getrauninni sem
birtist 1. september:
1.1799 krónur.
2. 990 krónur.
3.199 krónur.
Eric Clapton: Platan Unpiugged ruddi brautina fyrir þeirri nýju.
Tónlistargetraun
DV og Japis