Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994 25 tónlOt I Bresk danshljómsveit - The Prodigy treður upp í Kaplakrika Löngum höfum viö íslendingar liðið fyrir smæð eyjunnar okkar og fólksfæð þegar innfLutningur á menn- ingu annarra þjóða hefur komið til tals. Þessi fyrrum staðreynd hefur svo sannarlega verið hrakin það sem af er þessu ári. Hvem tónlistarvið- burðinn á fætur öðrum hefur rekið á flörur okkar; Saint Etienne, Under- world, David Byme, Björk og nú The Prodigy. Framtakssemin er nú í höndum Kvikmyndafélags íslands hf. í sam- vinnu við Midi Management Ltd. og Concorde International Artistes. Viðburðurinn mun eiga sér stað í Kaplakrika laugardaginn 24. septem- ber nk. Upphitunarhljómsveitir verða Bubbleflies, T-World, Scope og POK. Upphafið Fyrsta smáskífa hljómsveitarinn- ar kom út í febrúar árið 1991. Hún bar titilinn „What Evil Lurks“ og mark- aði upphaf sveitarinnar á sinn hátt. Platan er orðin nokkurs konar þjóð- söngur „hardcore" tónlistarinnar og er enn í dag einn eftirsóttasti dans- „vinyllinn". Að baki tónlistinni stendur hinn tuttugu og tveggja ára gamli Liam Howlett þó sveitin samanstandi í raun af fjórum þegar hún kemur fram. Auk Liams eru það Leeroy Thornhill (dansari), Keith Flint (dansari) og Maxim Reality (Master of Ceremonies). Liam var eitt sinn plötusnúður fyrir rappsveitina Cut to Kill í London en tljótlega upp úr 1990 varð hann leiður á ofbeldisrappinu og sneri sér að hippaboðskapnum sem „rave“ tónlistin hefur upp á að bjóða. Liam er klassískt menntaður píanóleikari sem átti sér þann draum æðstan.....að taka upp nokkur lög og koma þeim út á plötu . . .“ í dag er hann einn eftirsóttasti maðurinn í dansbransanum, kominn á heims- mælikvarða. Fyrsta stóra platan . . . . . . kom út 28. september 1992 og ber hún nafnið „Thé Prodigy Experience". Platan innihélt nýtt efni auk laganna af þeim smáskífum sem áður höfðu komið út. Sögusagnir um að dansplötur seldust ekki voru fljótlega kæfðar. í fyrstu viku fór platan beint í ellefta sæti breska vinsældalistans og var á honum í 25 vikur samfleytt. Platan náði gulli. Lög eins og „Every- body in the Place“, „Fire“ og „Öut of Space" náðu gífurlegum vinsældum og innan árs hafði hljómsveitin ferðast um heiminn þveran og endi- langan aðdáendum sínum til mikillar ánægju. Liam hefur einnig verið eftirsóttur í endurhljóðblöndun fyrir hinar ýmsu hljómsveitir og er skemmst að minnast lagsins „Zeros and Ones“ (með hljómsveitinni Jesus Jones) en Prodigy endurhljóðblöndun þess lags náði feiknavinsældum um allan heim í fyrra. nafn vikunnar Music for the Jitted Generation er nýjasta afrek hljómsveitarinnar Prodigy á útgáfusviðinu. \ JL ,.Jf [ í : 'JZ- mi' f fc.\v .á Æ Heimsóknin „Music for the Jdted Generation" er nýjasta afrek sveitarinnar á út- gáfusviöinu. Diskurinn fór rakleiðis í fyrsta sæti breska sölulistans. Viku eftir útgáfuna fór lagið „No Good (Start the Dance)“ beint í fyrsta sæti breska vinsældalistans og er nú í fyrsta sæti í Belgíu, Hollandi, Þýska- landi, Danmörku og Svíþjóð. Nýi diskurinn hefur selst í 1500 eintökum á íslandi og má segja að hljómsveitin sé í miklu uppáhaldi hjá fólki á aldrinum 12-22 ára. Einnig má minnast á að Sjónvarpið mun í kvöld sýna 20 mínútna langan þátt um bljómsveitina og mun þátturinn án efa kynda vel undir þá spennu sem myndast hefm- fyrir tónleikana 24. september nk. GBG Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni eru verðlaunin diskurinn Musicfor the Jilted Generation með hljómsveitinni Prodigy sem mun heimsækja landann og halda hér hljómleika eftir 2 daga. Hér koma svo spumingarnar: 1. Hvernig tónlist spilar hljómsveitin Prodigy? 2. Hvað kostar diskurinn Music for The Jilted Generation hjá Japis? 3. Hvað kostar diskurinn Allh' heimsins morgnar hjá Japis? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 29. september og rétt svör verða birt í blaðinu 6. október. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 8. september: 1. Þrír. ?. Tveir. , j ,, . , | , . 3.1799 krónur. AH j u 'i /gí Að þessu sinni eru verðlaunin diskurinn Music for the Jilted Generation með hljómsvertinni Prodigy sem mun heimsækja landann og halda héi hljómleikaeftir2daga. srt/ífCT u tiiíi'í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.