Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Page 5
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 5 Fréttir Stjómarandstaðan og mál Guðmundar Áma: Málið mun verða rætt ítarlega á Alþingi - segir Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins „Með hvaða hætti mál Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráð- herra kemur fyrir Alþingi ætla ég ekki að fullyrða um. Það getur gerst með ýmsum hætti. Hitt er aftur á móti alveg víst aö það mun koma til kasta þingsins og verður rætt þar mjög ítarlega. Ef við notum íþrótta- mál má segja að síðari hálfleikur sé eftir og að hann fari fram á Al- þingi,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, varaformaður Alþýðubanda- lagsins, í samtali við DV. Hann sagði að hvort sem málalok yrðu þau að borið yrði fram van- traust á ráðherra eða ríkisstjórnina alla ellegar að lagt yrði til að skipa rannsóknarnefnd mundu mjög ítar- legar umræður um máhð fara fram á undan. „Við þurfum að fá upplýsingar um fjölmörg atriði sem tengjast þessu máh. Það eru margar spurningar sem brenna á vörum manna og for- sætisráðherra þarf að svara mörgum þeirra og kratarnir öðrum. Að um- ræðum loknum geta menn svo metið hvert framhaldiö verður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagði að þingflokkar stjórn- arandstöðuflokkanna hefðu ekki tek- ið neinar ákvarðanir um hvemig að þessu máli yrði staðiö. Þingflokks- fundir verða í dag og á morgun, fostudag, og þar verður þetta rætt. Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að á þingflokksfundi yrði tekin ákvörðun um með hvaða hætti mál Guðmund- ar Árna, sém í raun sé mál ríkis- stjórnarinnar allrar, yrði tekið fyrir á þinginu en öruggt sé að það komi 111 kasta þingsins. Sjálfstæðisflokkurinn: Framboðsf restur til próf kjörs að renna út Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík rennur út klukkan 17.00 á morgun, fostudag. Að sögn Ágústs Ragnarssonar, starfsmanns Sjálfstæðisflokksins, hafa engir sent inn formlegar til- kynningar um aö þeir ætli í prófkjör, en það þarf að gera fyrir klukkan 17.00 á morgun. Vitað er að allir þingmenn flokks- ins í Reykjavík, nema Ingi Björn Al- bertsson og Eyjólfur Konráð Jóns- son, hafa ákveðið að gefa kost á sér áfram. Þeir eru Davíð Oddsson, Frið- rik Sophusson, Björn Bjamason, Geir H. Haarde, Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Guð- mundur Hallvarðsson. Auk þeirra hafa þeir Pétur Blöndal trygginga- fræðingur, Ari Edvald, aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra, Katrín Fjeld- steð læknir og Markús Örn Antons- son, fyrrverandi borgarstjóri, sagst gefa kost á sér. Tahð er fullvíst að fleiri muni bætast í þennan hóp fyrir lokun á morgun. Jakki m/lausufóðriifr. 4.970 Buxurkr. 2.300 5% staðgreiðsíuafsláttur einnig af pöstkröfum greidöum innan ? dsga. zmúTiLínRZí GLÆSIBÆ ■ SÍMI 812922 Veiðijakkar og buxúr Það hefði getað farið illa ef þessi 8 mánaða gamli snáði hefði fengið gler- brotið upp í sig. Verið er að rannsaka hvernig það komst í jógurtdósina. Glerbrotið á innfelidu myndinni er 3 cm langt og um 1 mm á þykkt, ílangt og oddhvasst. DV-myndir S Dagmóðir sem var að mata ungbarn: Fann glerbrot íjógúrtdós Frystikisturnar frá Elcold eru löngu landskunnar fyrir öryggi og sparneytni. Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem allir ráða við. „Dagmamman mín var að mata átta mánaða gamlan son minn á jóg- úrt beint upp úr dósinni þegar hún sá allt í einu glerbrot í skeiðinni. Það var ílangt og mjög oddhvasst," sagði Hulda Guðný Valsdóttir í samtali við DV. Um er að ræða ávaxtajógúrt frá Mjólkurbúi Flóamanna sem Mjólk- ursamsalan er umboðsmaður fyrir. „Hann gæti hafa fengið upp í sig smáagnir af glerbroti og ég mun því fylgjast mjög vel með hægðunum hjá honum. Hann ber sig þó vel og ekki að sjá að honum hafi oröið meint af þessu," sagði Hulda Guðný. Hún sagðist hafa talað við mann hjá Mjólkursamsölunni sem bað um að fá glerbrotið th rannsóknar og sendi henni mjólkurvörur í skaðabætur. „Mér finnst að fólk eigi að fá að vita af svona löguðu th þess að það geti verið á varðbergi. Þarna hefði getað orðið hræðhegt slys. Ef tveggja ára gömul dóttir mín hefði t.d. verið að borða þessa jógúrt hefði hún hám- að hana í sig og sjálfsagt gleypt gler- brotið. Það hefði getað stórskaddað hana. Eftirþetta ráðleggég fólki ein- dregið að hella jógúrtinni fyrst í skál áður en það borðar hana,“ sagði Hulda Guðný. „Menn frá Mjólkursamsölunni fengu að skoða aðskotahlutinn og þeir staðfestu að um glerbrot væri að ræða. Það er um 3 cm langt og 1 mm á þykkt. Það sem hrelhr okkur mest er að við erum eftir sem áður jafn varnarlausir gagnvart þessu, við höfum enga skýringu á því hvemig glerbrot gat komist í jógúrtina. Það kemur hvergi gler við sögu í öllum framleiðsluferlinu hjá okkur og starfsfólki er stranglega bannað að koma með t.d. glerflöskur inn í sal- inn. Við framleiðum tæplega 9 millj- ónir dósa á ári og þetta hefur aldrei komið fyrir áður,“ sagði Guðmundur Geir Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann sagðist myndu hafa samband við framleiðanda ávaxtanna sem settir eru í jógúrtina en þeir eru flutt- ir inn frá Hollandi. Sá möguleiki væri fyrir hendi að glerbrotið hefði borist með þeim en það væri þó mjög ólíklegh--------------------------- Skiptiborö 41000, 641919 Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 Verslun, Breiddinni, Kópavogi ŒHEH Egtninminw Almenn afgreiðsla 54411, 52870 Almenn afgreiðsla 629400 Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt símanúmer BYKO Grænt númer 996410 ffl FÍcaldL í KR INGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.