Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 Neytendur Forstöðumaður Manneldisráðs ráðleggur um mataræði fyrir veturinn: Reglan um fjölbreytt fæði í fullu gildi - íslendingum hættir til að þyngjast á vetuma „Sykur og fita flokkast ekki undir eiturefni, þetta eru fæðuefni, en mörg börn og unglingar borða hins vegar alltof mikinn sykur, ekki síst i gosdrykkjum og sætindum. Meðal fullorðinna er algengara að fituneysla sé óhóflega mikil,“ sagði Laufey m.a. í viðtalinu en hér situr hún tii borðs með fjölskyldunni. DV-mynd ÞÖK „Gamla góða reglan um fjölbreytt fæði er enn í fullu gildi en allar öfgar eiga lítinn rétt á sér,“ sagði Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, aðspurð hvað við ættum að leggja áherslu á varðandi mataræði í vetur. „Með fjölbreyttu fæði á ég þó ekki bara við sína ögnina af hverju heldur nægilegt magn úr hveijum fæðu- flokki. Grænmeti og ávextir verða t.d. oft út undan í fæði fólks og marg- ir virðast þeirrar skoðunar að græn- meti sé fyrst og fremst til skrauts þegar mikið stendur til en ekki mat- ur á sama hátt og kjöt eða fiskur. Þetta viðhorf kemur sér illa því grænmeti og ávextir eru auðug af hollustuefnum. Helst ættum við að borða bæði ávexti og grænmeti að minnsta kosti tvisvar á dag og setja grænmeti á diskinn til jafns við aðra fæðu,“ sagði Laufey. Veljið magrar vörur „Það er þó ekki nóg að borða bara grænmeti og ávexti, hver fæðuflokk- ur þarf að eiga sinn sess í fæðinu. Það er t.d. æskilegt að drekka 2-3 glös af mjólk eða borða sambærilegt magn af mjólkurvörum dag hvem, ekki síst vegna kalksins, og þá er skynsamlegast að velja magrar vör- ur því annars er hætt við að fitu- neysla verði of mikil," sagði Laufey. Hún sagði brauð og annan kommat heldur ekki mega verða út undan þvi hann veitir okkur trefjar, B-vítamín, járn og sterkju. „Kjöt, fiskur og baunir eru bæði prótín- og járnríkar fæðutegundir og því ættum við að borða a.m.k. einu sinni á dag úr þess- um flokki matvara. Fitu- og sykur- neyslu reynum við hins vegar að stilla í hóf þótt öfgar í slíku eigi held- ur ekki rétt á sér. Sykur og fita flokk- ast ekki undir eiturefni, þetta eru fæðuefni, en mörg börn og unglingar borða hins vegar alltof mikinn syk- ur, ekki síst í gosdrykkjum og sæt- indum. Meðal fullorðinna er algeng- ara að fituneysla sé óhóflega mikil. Með því að smyija þunnu lagi á brauðið og velja fituminni mjólkur- vörur verður fituneysla yfirleitt hæfileg en það er ekki æskilegt að borða enga fitu,“ sagði Laufey. Þyngri á veturna Aðspurð sagði Laufey að hver og einn ætti að miða magnið við sína eigin orkuþörf. „Ef fólk borðar fjöl- breytt fæði og notar sykur og fitu í hófi þá er lítil hætta á að það fitni. Ef tUgangurinn er hins vegar að grenna sig þarf að minnka skammt- ana og leggja mestu áhersluna á að minnka það sem er sætt og feitt, velja t.d. magrar mjólkurvörur og magurt kjöt og fisk,“ sagði Laufey. Hún sagði áherslubreytingu í mat- aræði frá sumri til vettrar stjórnast fyrst og fremst af framboði. „Þörfin er ekki önnur nema ef vera kynni að maður hreyfði sig meira eða minna á einni árstíð en annarri, sem er einstaklingsbundið. Rannsóknir sýna að íslendingar eru aöeins þyngri á vetuma en á sumrin. Fólk er greinilega svolítið að safna forða yfir veturinn en það er sjálfsagt vegna þess að það hreyfir sig minna en ekki að það sé okkur eðlilegt." Lítið í eigin barm Aðspurð hvort hún ráðlegði fólki að fylgjast grannt með mataræðinu og fjölda skammta úr hveijum fæðu- flokki sagði hún að yfirleitt væri fremur leiðinlegt að velta því stöðugt fyrir sér hvað maður setti ofan í sig, það tæki jafnvel ánægjuna af því að borða góðan mat. „Hins vegar hafa allir gott af því að líta í eigin barm af og til og spyrja sjálfa sig hvort þeir borði nægilega hollan og góðan mat. Hvort einhver fæðuflokkurinn sé greinilega út undan, t.d. græn- meti, ávextir eða mjólkurmatur og hvort sykur og fituneysla sé ef til vill óhófleg. Það er oft hægt að bæta heilsu og líðan með tiltölulega litlum breytingum, t.d. fá sér ávöxt eöa safa í staðinn fyrir fjórða kaffibollann," sagði Laufey. Smjör og smjörlíki i hófi Aöspurð sagði Laufey að hægt væri að leggja smjör og smjörlíki að jöfnu m.t.t. hollustu. „Þetta er hvort tveggja hörð fita sem við hvetjum fólk til að nota í hófi. Hörð fita er í föstu formi við stofuhita og hún hef- ur að geyma ýmist mettaðar eða trans-ómettaðar fitusýrur. Mettaðar fitusýrur er að finna í smjöri og kjöt- fitu en trans-fitusýrur eru í hertri fitu, t.d. smjörlíki. Við hvetjum fólk til að nota harða fitu sparlega, hvort heldur um er að ræða smjör eða smjörlíki, en velja fremur mjúka fitu sem er í fljótandi formi við stofuhita, t.d. ohur, þar sem því verður við komið,“ sagði Laufey að lokum. Sértilboð og afsláttur: KEA-Nettó Tilboðin gilda tfi sunnudags.. Þar fást MS beyglur pizza, 6 stk., á 139 kr., Frón smellur, 225 g, á 82 kr., Kjarna appelsínumarmel- aði, 400 g, á 98 kr., Kjarna sól- beijasulta, 400 g, á 98 kr., Lottó úlpur á 3.995 kr., Tríkó sokkar, 3 pör, á 482-618 kr. (e. stærð), kuldaskór á 1,495 kr„ bama- sokkabuxur á 695 kr. og barna- náttfót á 245 kr„ vinnuskyrtur á 995 kr. Kynning á Kim’s frönsk- um m/papriku fimmtudag til laugardags á 119 kr. og sokka- buxnakynning á fóstudag. Áskriftarsími DV er 63«27»00 4 /:■ IÉÉ ik;.. Ævintýraferðir A m í hverri viku til heppinna áskrifenda DV! Island Sækjum það heim! Sértiiboð og afsláttur: Kjöt og fiskur Tilboðin gilda til fimmtudags. Þar fæst lambaframhryggur á 669 kr. kg, svínahnakki í sneiðura á 670 kr. kg, sneitt bacon á 595 kr. kg, Cheerios, 425 g, á 199. kr., Sunquick safi, 840 ml, á 299 kr„ Libby’s tómatsósa, 567 g, á 79 kr„ Royal í skex, 200 g, á 99 kr. og DDS púðursykur, 500 g, á 59 kr. Garöakaup Tilboðin giida til laugardags. Þar fæst svínahnakki m/beini á 699 kr. kg, folaldahakk á 330 kr. kg, svínabógur á 445 kr. kg, kindakæfa á 599 kr. kg, jarðarber, 250 g, á 199 kr„ kínakál á 39 kr. kg, vatnsmelónur á 95 kr. kg, gular melónur á 89 kr. kg, Annas piparkökur, 2 teg„ 250 g, á 109 kr„ nestispoki m/rennilás, 25 stk„ á 215 kr„ 4 korna Musli, 400 g, á 125 kr. og pasta í pokum, 500 g, á 79 kr. og ísl. tómatar 129 kr. kg. Fjarðarkaup Tilboðin gilda til fóstudags. Þar fást ferskar perur á 79 kr. kg, gul epli á 79 kr. kg, sólberjasulta, 400 g, á 89 kr„ appelsinumarmelaði, 400 g, á 89 kr„ kremkex, 500 g, á 139 kr„ vínarterta á 198 kr„ Fanta appelsín/lemon, 21, á 98 kr„ Twist pokar á 169 kr„ þriggja koma formbrauð á 98 kr„ rauðvínsleg- inn lambaframpartur á 798 kr. kg, bacon pylsa á 398 kr. kg, nautahakk, 1. fl„ á 498 kr. kg, mjúkís, 2 1, á 345 kr. og mais- stubbar, 350 g, á 99 kr. 10-11 Tilboðin. gilda til miðvikudags. Þar fást Pampers bleiur á 798 kr„ lifur á 198 kr. kg, 5 slátur í kassa á 2.395 kr„ Komax rúgmjöl, 2 kg, á 78 kr„ saltkjöt, 1 fl„ á 398 kr. kg, hangikjöt, niöurs. framp., á 498 kr. kg, ítalskar ömmu pizzur á 248 kr„ Lambhagasalat á 68 kr. og eldhúsrúllur, 4 stk„ á 148 kr. Bónus Tilboðin gilda til miðvikudags, eða á meðan birgðir endast. Þar fást svina „stórkaup," 2,8 kg, á 849 kr„ Drippers bleiur á 1.299 kr„ brauðskinka á 649 kr. kg, London lamb á 579 kr. kg, heitur súkkulaðidrykkur, 700 g, á 197 kr„ Dole rúsinur, 1 kg, á 169 kr„ ljósaperur, 60 W/75 W/100 W, á 29 kr„ After Eight, 200 g, á 197 kr„ Frón smellur, 2 pk„ á 95 kr„ Svali, 2 1, á 79 kr„ Létta viðbit á 69 kr„ tómatar á 89 kr. kg, ufsi á 99 kr. kg og vasaljós, 2 stk. m/rafhl„ á 225 kr. Holtagarðan örbylgjuofh m/snúningsdiski á 12.900 kr„ verkfærakassi á 159 kr„ 100 umslög á 197 kr„ hand- klæði, 50x1 m, á 197 kr„ barna- samfella m/inyndum á 269 kr„ ungbamasokkabuxur á 187 kr„ ungbama kuldalúffur á 197 kr. og barna og unglinga kuldalúffur á 439 kr. TUboðin gilda til miðvikudags. Verðið miðast við staögreiðslu. Þar fást Osram Ijósapemr, 40 W og 60 W, á 49 kr„ Mackintosh Quality Street, 227 g, á 198 kr„ Heinz bakaðar baunir, 420 g, á 41 kr„ Heinz kremsveppasúpa, 400 g, á 52 kr„ Hinari ávaxtapressa á 1.494 kr„ 10 kerti á 159 kr. og 6 manna hnífapör á 1.999 kr. Hagkaup TUboöin gilda til miðvikudags. Þar fæst Pepsi max, 2 1, á 99 kr„ Myllu innbökur, 300 g, 2 teg„ á 229 kr„ San Marco pitsur, 2 teg„ á 229 kr„ Cote d’or bouché sæl- keramolar, 2 teg„ á 279 kr„ Kjama sultur, 400 g, 2 teg„ á 99 kr„ Ryvita hrökkbrauð, 2 teg„ á 49 kr„ Marguese franskar kart., 750 g, á 99 kr„ brasihskar gular melónur á 79 kr. kg, Húsavikur jógúrt, 5 teg„ á 69 kr. og nýsjá- lenskt kiwi á 159 kr. kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.