Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Haltur leiðir blindan Þaö var táknrænt fyrir forystuleysi bandarískra stjómvalda í alþjóðamálum um þessar mundir aö Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, skyldi fela misheppnuö- um forvera sínum, Jimmy Carter, að flaöra utan um og semja viö morðingjana sem rænt hafa, mplað og myrt á Haítí undanfarin ár. Þar leiðir svo sannarlega haltur blindan. Saman viröast þeir félagar ætla að stefna inn í enn eitt öngstrætiö, enda vanir menn. Saga Haítí er nánast einn samfelldur harmleikur. Þar býr ein fátækasta þjóð jaröarinnar. Á meðan þrír íjórðu hlutar íbúanna hafa enga vinnu fer tiltölulega fámenn yfirstétt með landið, eigur þess og íbúa eins og einkaeign sína. Þessi yfirstétt ræður hemum, lögreglunni og morð- sveitunum sem hafa verið helsta stjórntæki yfirvalda á Haítí í áratugi. Morðóðir einræðisherrar hafa oftar en ekki starfað undir vemdarvæng stóra bróður í Washing- ton, eða jafnvel verið aldir upp af bandaríska hemum eins og núverandi harðstjóri, Raoul Cedras. Árið 1915 gengu bandarískir hermenn á land á Haítí til að stilla til friðar milh fátækhnga og yfirstéttar. Það sem átti að verða skammvinn lögregluaðgerð breyttist í nærri tveggja áratuga hemám. Bandaríkjamenn fóm með Haítí eins og bakgarð sinn og bjuggu til her og lög- reglu sem seinna varð uppistaðan í alræmdum morð- sveitum einræðisherrans Papa Doc. Það heitir nú að bandarískir hermenn hafi gengið á land á Haítí, með góðfúslegu leyfi morðóðra stjómvalda þar, til að „endurreisa“ lýðræði sem aldrei hefur verið til. Raunverulegur hvati aðgerðanna var auðvitað flótti þúsunda Haítíbúa á haf út. Clinton virtist af einhverjum ástæðum ekki treysta sér til að stöðva flóttamanna- strauminn til Bandafíkjanna á annan hátt. Aðgerðir Bandaríkjaforseta nú em brenndar því marki stefnuleysis og hringlandaháttar sem einkennt hefur utanríkisstefnu Clintons frá því hann tók við völd- um. Hann gefur einn daginn afdráttarlausar yfirlýsingar og heitstrengingar sem hann kýs að gleyma strax daginn eftir. Fyrst lofar hann að hrekja einræðisherrana úr landi og lýsir þeim réttilega sem vopnuðum mddum sem „stjóma með hryðjuv.erkum, taka böm af lífi, nauðga konum og myrða presta“. En næsta dag em morðingjarn- ir orðnir „heiðarlegir“ menn sem hægt er að semja við. Annað er í sama dúr hjá Clinton sem hefur hvað eftir annað sýnt að ekkert er að marka yfirlýsingar þessa helsta forystumanns vestrænna ríkja þegar í harðbakk- ann slær. Það em vissulega mjög alvarlegt tíðindi í við- sjárverðum heimi. Þessa stundina er fölmennt bandarískt herhð á Haítí, reyndar í óþökk meirihluta bandarískra þingmanna að því er talið er. Einræðisherramir, foringjar morðsveit- anna, fá að vera áfram í landinu til að gæta hagsmuna sjálfra sín og yfirstéttarinnar. Gífúrlegu hármagni verður mokað inn í efnahagslíf Haítí næstu misserin - líklega jafnvirði hátt í fjömtíu milljarða íslenskra króna að mati erlendra fjölmiðla. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að geta sér til um í hverra vösum þeir ijármunir munu lenda að lokum. Síðast stóð hemám Bandaríkjamanna á Haítí í tæp tuttugu ár. Nú vonast þeir til að geta dregið sig í hlé inn- an fárra mánaða. Á því em hins vegar engar líkur. Það er jafn ólíklegt og að bandarískum sendimönnum takist að koma á lýðræði og þolanlegum lífskjörum í landinu sem fólkið sem þar býr kallar með réttu helvíti á jörðu. Ehas Snæland Jónsson _____________________i----------- ---............ „Arangur veiðimannsíns á sér hliðstæður í kröftugri sölu iðnvarnings eftir langvarandi þróunar- og markaðs- starf,“ segir Jón m.a. i greininni. Nýsköpun og úthald , í erlendum ritum um árangurs- ríka nýsköpun má flnna eitt atriði sem alger samstaða er um: Árang- ur í nýsköpun byggist öðru fremur á seiglu og úthaldi. Stundum þarf margra ára baráttu til að ná ár- angri. í öörum tilvikum dugar ekki minna en áratugastreð. Nánast alltaf er á brattann að sækja. Fyrir- höfnin er oftast miklu meiri en við var búist í upphafi. Einn meginvandi nýsköpunar á íslandi hefur verið sá að margar löngu þekktar staðreyndir af þessu tagi hafa hérlendis verið ókunnar öllum fjöldanum. í þessum hópi hafa verið margir valdamikhr ráðamenn. Þannig hefur til að mynda sú hugmynd verið útbreidd að nái menn ekki árangri á ör- skömmum tíma, og það helst mikl- um, þá séu verkefni þeirra og áform gagnslaust dútl sem aldrei muni skila neinu. Því sé best að slátra skjótt öllu því sem skapar ekki skyndigróða. Áratuga barátta Viðhorf þessi byggjast á undar- legu samblandi af ranghugmynd- um, rangtúlkunum og frumstæðri fáfræði. Ennfremur á tiltölulega afbrigðilegum efnahagslegum og menningarlegum aðstæðum eftir- stríðsáranna. Hér má nefna nokk- ur dæmi. Rangtúlkun hins skjóta árangurs sem veiðimaðurinn nær á stundum er eitt. Árangur veiðimannsins á sér hhðstæður í kröftugri sölu iðn- varnings eftir langvarandi þróun- ar- og markaðsstarf. Enginn verður góður veiöimaöur án langvarandi undirbúnings. Tíminn sem máli skiptir spannar ahan undirbúning- inn og ekki bara síðasta kaslið! Og við undirbúningstíma einstakhng- anna mætti bæta þeim tíma sem það hefur tekið hverja kynslóðina á fætur annarri að þróa veiðitækn- KjaUaiiim Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans ina. Fáfræði um sögu lands og þjóðar er annað. Þeir sem þekkja eitthvað til í þessu efni ættu að vita að oft hefur þurft áratugabaráttu til að koma í höfn merkum málum sem nú hafa sannað gildi sitt. Hér má nefna skuttogara, símann, hitaveit- una og margt fleira. Mikil forvinna Og enn eitt dæmið. Þeir athafna- mer.n sem mest hefur borið á í fjölmiðlum hafa á undanfornum áratugum verið heildsalar eða kaupmenn sem hafa grætt stórt á skömmum tíma. Árangur þeirra hefur verið matreiddur og meðtek- inn af fjöldanum eins og fyrirhafn- arlithr eða fyrirhafnarlausir happ- drættisvinningar. Um leið og shkar fyrirmyndir ná almennri fótfestu er verið að troða skóna af öðrum fyrirmyndum þar sem árangurinn er augljóslega seinteknari og erfíð- ari. Sjaldnast eru slíkar hugmyndir fylhlega réttar þótt skemmri tíma taki af eðlilegum ástæðum að ná árangri við kaupmennsku en ný- sköpun. Kaupmaöurinn er eins og hlaupari sem hleypur síöasta sprettinn í boðhlaupi. Hann byggir allan árangur sinn á mikilli for- vinnu annars fólks. Án þessarar vinnu, sem öh er seinunnin, selur hann ekki neitt! Nýsköpun er og verður erfltt verk. Hún er á hinn bóginn óum- flýjanlegt verk. Því verðum við að gera þaö sem unnt er tíl að ná tök- um á þeirri fagmennsku sem til þarf. Um leið þarf að vinna mikið ræktunarstarf. Stór þáttur í þessu starfi er að eyða hvers kyns rugh um eðh nýsköpunar sem ræöur hugmyndum og athöfnum manna í dag. Rughð um skyndigróða af nýsköpunarstarfi er ofarlega á blaði í þessu sambandi. Jón Erlendsson „Nýsköpun er og verður erfltt verk. Hún er á hinn bóginn óumflýjanlegt verk. Þvíverðum við að gera það sem unnt er til að ná tökum á þeirri fag- mennsku sem til þarf.“ Skoðanir annarra Stóru spillingarmálin „Stóru spillingarmáhn varða almenning miklu fremur en þau litlu. Það er kannski ekki siðferðisleg- ur munur á því hvort ráðamenn sukka með millj- arða króna af fé skattgreiðenda eða nokkur hundruð þúsund. En hvers vegna er mihjarða sukkið ekki tekið sömu hörðum tökum fjölmiðla? ... Hvað með botnlausar fjárfestingar hins opinbera í atvinnulífi, þar sem einstakir þingmenn og ráðherrar hafa getað göslast í opinberum sjóðum og eytt fé almennings í virkjanir, refarækt, tílraunaatvinnurekstur og allt sem nöfnum kann að nefna?“ Úr forystugrein Alþbl. 28. sept. Hallarekstur Flugleiða „Viðvarandi haharekstur Flugleiða hlýtur að vera stjórnendum fyrirtækisins og hluthöfum mikið áhyggjuefni.... Þegar hafa verið kynnt áform Flug- leiða um að stofna sérstakt dótturfélag Flugleiða um innanlandsflugið á næsta ári... Vera kann að stjórn- endur fyrirtækisins geri sér vonir um, að með þvi að aðskilja hallareksturinn (innanlandsflugiö) frá öðrum rekstri, sem skilað hefur betri afkomu, verði hægt aö róa áhyggjufulla hluthafa, sem eru orðnir langþreyttir á biðinni eftir góðri afkomu félagsins.“ Agnes Bragadóttir í Mbl. 24. sept. Óskhyggjan ræður „Mörgum er það lagið að hagræða framtíðinni á þann veg að spár verða fremur óskhyggja en eitt- hvað, sem byggt er á reynslu og kannski ögn af vits- munum. Framtíöarsýn Davíðs Oddssonar um hag- vöxt og blóm í haga fram að kosningum er fremur byggö á óskhyggju en hagrænum vísbendingum, þótt Þjóðhagsstofnun sé skrifuö fyrir spánni. En það er nú einu sinni svo með véfréttir og spár, að hver trúir helst því sem hann vhl trúa, þangaö til annað kemur í ljÓS.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 24. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.