Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Side 13
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 13 Villandi um I ullveldi Á 19. öldinni þýddi fuUveldi rétt þjóðar að standa ein þg öörum óháð með ákvarðanir. Á 21. öldinni merkir fullveldi að geta ráðið ein- hverju um helstu ákvarðanir er þjóð varðar, með öðrum þjóðum. Svona staðhæfir Vilhjálmur Egils- son alþingismaður og segir „gamla" fullveldishugtakið að úr- eldast og að ESB-aðild styrki þar með fullveldið skv. „nýja“ hugtak- inu. Einföldun ekki til bóta Vilhjáimur Egilsson einfaldar mál sitt um of. í þjóðarrétti eru til mörg hugtök um stöðu ríkja eða þjóða: fullveldi, sjálfræði, sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarréttur. Um þau eða túlkun þeirra er ekki endilega full eining meðal fræði- manna. Hugtökin lýsa stöðu sem er ávallt háð pólitískum og efnahagslegum viðmiöum. Þau atriði eru auðvitað síbreytileg eftir tímum og tækni- þróun. Hugtökin sjálf hvorki úreld- ast né gilda sem rök ein og sér. ís- land varð fuUvalda 1918, nýtti sér sjálfræði sitt til að lýsa yfir sjálf- stæði 1944 og notaði’ sjálfsákvörð- unarrétt sinn til dæmis til að færa einhliöa út fiskveiðilögsögu í 50 mfiur. Þjóðin hefur enn engu glatað af þessum fengna rétti eða fenginni KjáHaiiiin Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur stöðu, hvorki með tvíhliða samn- ingum né aðild að fjölþjóðsamning- um. Meira að segja í NATO-samn- ingnum (þeim umdeilda) er ein- hliða uppsagnarákvæði og skv. honum verða íslensk stjómvöld að samþykkja allar gerðir bandalags- þjóðanna sem varða ísland. Sameiginlegar ákvarðanir Samningar um viöskipti, aðild aö viðskiptabandalögum, samningar um umhverfismál, mannréttindi, félagsmál, menningu eða varnir skerða ekki fullveldi, sjálfræði, sjálfstæði eða sjálfsákvöröunarrétt nema þjóð afsali sér valdi yfir ákvörðunum til yfirþjóðlegrar valdastofnunar. Ef íslensk (lýðræð- is-)stjórnvöld samþykkja bann við ósoneyðandi kælivökvum, opna ís- lenska háskóla fyrir 500 erlendum námsmönnum eða samþykkja her- stöðvar til 99 ára með núverandi fyrirvörum hafa þau ekki skert fullveldi landsins. Þau hafa notað það. En afsali þau öllum ákvörðunum um bann við mengandi efnum til Sameinuðu þjóðanna, láti stjórn Háskólans í hendur Dana eða feli Bandaríkjamönnum að sjá sjálf- 'stætt um vamir íslands, þótt með þátttöku tveggja gestaþingmanna á Bandaríkjaþingi væri, græfu þau undan fullveldinu (og öllum hinum þjóðréttarstöðum íslendinga). Gildir einu þótt slíkt hétu samning- ar. Út með sprokið Vilhjálmur Egfisson, sem er upp- lýstur þingmaður, á ekki að stokka spil sín svona. Mergurinn málsins er auðvitað sá að þátttaka íslands í ESB (eins og annarra þjóða) skerðir sjálfsákvörðunarrétt, sjálf- ræði og fullveldi allra bandalags- þjóðanna. Og spumingin er þá ekki hvort stöðuhugtökin séu orðin svo úrelt að nýjar skilgreiningar sætti íbúana við upphafiö að Bandaríkj- um Evrópu heldur bara klárt og kvitt hvort þjóðirnar vilji þegar fram í sækir lúta samveldisstjórn margra sambandsríkja með tak- markað fuUveldi. Ég segi nei (í bili) fyrir míná hönd og minna og held að alþýða manna sé sama sinnis. Ari Trausti Guðmundsson „Island varð fullvalda 1918, nýtti sér sjálfræði sitt til að lýsa yfir sjálf- stæði 1944.“ „Mergurinn málsins er auðvitaö sá að þátttaka íslands í ESB (eins og annarra þjóða) skerðir sjálfsákvörðunarrétt, sjálfræði og fullveldi allra bandalags- þjóðanna.“ Bókakaup nemenda og leiðararugl DV Á hverju hausti fer mikill grát- kór af stað í fjölmiðlum vegna bókakaupa nemenda í framhalds- skólum. Leiðari DV 19. sept. er af þessum toga. Gagnrýnin beinist að skólunum og þó einkum að kenn- urum sem nú um stundir virðast vera taldir óalandi og óferjandi af öllum þorra þjóðarinnar. Gagnrýn- endur gefa sér það í upphafi að nemendur eigi að selja námsbæk- urnar um leið og þær hafa verið lesnar og próf afstaðin. Þetta er röng forsenda því námsbækur eru, með fáum undan- tekningum, vandaðar og hin besta eign allt lífið í gegn og ætti alls ekki að selja heldur eiga. Það er tiltölulega nýtt fyrirbæri að selja námsbækur strax og þær hafa ver- ið lesnar. Námsskipulag skólanna gefur nemendum færi á að selja námsbækur sínar jafnóðum og er það skaði meö flestar þeirra, þó ekki kennslubækur í greinum sem eru í örri þróun eins og tölvugrein- um og tæknigreinum. Þar eru líka mestu bókaskiptin. Kennarar eru stjórnendur Ritstjórinn segir: „Kennarar og einstakir skólar virðast nánast geta ráðið þvi hvaða bækur eru kennd- ar.“ Það er laukrétt! Kennarar hafa alla burði til að velja kennsluefni við hæfi og þeir hafa margt í huga þegar þeir ákveða að skipta um bók, líka kostnaðinn sem leggst á nemendur. Það er illgirni að ætla KjaUarinn Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari við framhalds- skolann á Húsavík þeim annaö. Og kennarar eru líka foreldri sem finna fyrir bókakostn- aði. Ráðuneytið hefur yfirstjórn Annað gullkorn ritstjórans hljóð- ar svo: „Menntamálaráðuneytið hefur enga yfirstjórn, enga sam- ræmda stefnu og þar á bæ hefur enginn haft vilja né vald til að gefa fullnægjandi skýringar á bókavali eða þeim sið að skipta út bókum á hveiju hausti." Þetta er alrangt. Ráðuneytið gefur út námsskrá sem framhaldsskólamir eru bundnir af. Þar er sagt fyrir um hvaða áfanga skal kenna á hverri braut og hverjum áfanga fylgir lýs- ing á þeirri þekkingu og færni sem nemandinn á að hafa tileinkað sér að loknu námi í áfanganum. Þar eru ekki nein fyrirmæli um hvaða bækur skulu kenndar og ég trúi því vart að óreyndu að ritstjórinn leggi það til. Það átti að duga fyrir talsmenn ráðuneytisins að svara þessu til að sleppa þá útúrdúrum um þreytu á námsefninu sem varð að aðalatriði í vafasömum mál- flutningi ritstjórans. Dýrastfyrir nýnema Ritstjórinn fullyrðir að útgjöld vegna námsbóka séu 30-35 þúsund krónur á hverju hausti. Við laus- lega athugun í Framhaldsskólan- um á Húsavík eru útgjöld nýnema 20-25 þúsund krónur og er þá hluti bókanna nýr og hluti fenginn á skiptibókamarkaði eða beint frá eldri nemendum. Eldri nemendur virðast þurfa að greiða 10-15 þús- und krónur því það vill svo undar- lega til að í þessari skiptibókaver- öld eru bækur líka seldar! Það gaf ritstjórinn vandlætingarfulli sér ekki. Um aödróttanir ritstjórans í garð kennara að þeir hafi miklar auka- tekjur af því að skrifa kennslubæk- ur og vonir þeirra um sporslur ætla ég ekki að fjalla, enda eru þær dæmalausar og lýsa innræti hans betur en störfum kennara. Hver hefur heyrt um bókaútgefanda með heilt hús undir kennslustofur og skrifstofur fyrir kennara á efri hæö, leigð út á hlægilegum kjörum, og bókaútgáfuna á neðri hæð? Rit- stjórinn má vel hafa þá skoðun fyr- ir mér að útgjöld vegna bókakaupa nemenda séu of há hvort sem þau eru 15 þús. eða 35 þús. En að ásaka kennara og skóla eins og hann ger- ir er ekki við hæfi. Guðmundur Birkir Þorkelsson „Kennarar hafa alla burði til að velja kennsluefni við hæfi og þeir hafa margt í huga þegar þeir ákveða að skipta um bók, líka kostnaðinn sem leggst á nem- endur.“ Meðog Guðmundur Arni segi af sér ráðherradómi Réttaðöilu „Þegar ég kom fram í sjónvarpsviö- tali lýsti ég yfir stuðningi viö þá álykt- un Félaes frjálslyndra Gunnar lnS' Gunn- jafnaðar- arsson' vara,or* manna sem ™öur Al^ðu- þegar lá fyrir flokks,ela9s þess efnis að Re''klav"<ur Guðmundi Árna yrði gefinn kost- ur á því að gera hreint fyrir sín- um dyrum gagnvart eigin flokki. Ég taldi þá að það væri algjör nauösyn vegna hinna miklu hagsmuna Alþýðuflokksins. Nú hefiir Guömundur Árni lagtfram skýrslu sína og haldið um hana blaðamannafund. Hann mun telja að það dugi til að skýra sína stöðu. Ég hef lesið skýrsluna og því miður finnst mér hún engan veginn fullnægjandi hvað það varðar aö létta áby rgðinni af hon- um i þessum málum. Ef ekkert annað og nýtt kemur fram sem gæti styrkt hans stöðu verð ég að álíta sem svo að það væri rétt af honum að segja af sér ráðherra- embætti og láta þar með eígin hagsmuni og minni víkja fyrir heíldarhagsmunum Alþýöu- flokksins. Ég veít aö Guðmundi Áma þykir vænt um Alþýðu- flokkinn og þess vegna hlýt ég að geta gert þá kröfu til hans að hann hreinsi sig af þeim ámælum sem hann hefur legið undir í sínu starfi fyrir flokkinn. Staðreyndin er sú að víða h)á öðrum flokkum er pottur brotinn og að sjálfsögðu bætir hugsarfieg afsögn Guð- mundar Ama ekki þá stöðu. í hugsanlegri afsögn hans er auð- vitað engin syndaaflausn fyrir stjómmálamenn annarra flokka.“ Ekkert tilefni til afsagnar „Guðmund- ur Árrfi Stef- ánsson hefur hrakiö þær ávirðingar sem á hann hafa verið bornar í fjölmiðlum og ég sé ekkert sem gefur til- efnitilþessað hann segi af sér. í störfum stjóm- málamanna hljóta alltaf ein- hverjar ákvarðanir að orka tví- mælis. í vissum tilfellum komast menn kannski að þeirri niður- stöðu að rétt hefði verið að standa öðmvísi að málum. í tflfelli Guð- mundar Árna er ekkert sem gæti gefið ástæðu til afsagnar. Ýmsir fjölmiðlar hafa lagt hann nánast í einelti og menn tína allt til sem færa mætti Guðmundi Árna í mínus. Ég tel að Guðmundur Ámi hafi gert fyllilega grein fyrir sínum málum. Það er fiarstæða að halda því fram að hann sé haldinn einhverri siðblindu. Hins vegar geta merrn nú sem fyrr haft sínar skoðanir á því hvað þeir telja rétt að gera varðandi einstök mál. i heildina séð hefur þessi umræða verið nánast fárán- leg og afar ósanngjörn og allar ávirðingar á hann i sambandi við fiármál Hafnarfiarðar tómt rugl. I þessu máli hafa öfundarmenn Guðmundar náö saman um aö reyna að klekkja á honum.“ Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúl I Hafn- arflrði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.