Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 25 Þeir eru ungir, efnilegir, alíslensk- ir og kaUa sig Maus. Hljómsveitar- nafnið hringir bjöllu en hvaðan þekkir maður það? Maus þýðir á íslensku það „að dunda sér“ en Maus er líka nafnið á hljómsveitinni sem vann Músíktilraunir í ár. Hljóm- sveitina skipa Birgir Steinarsson (gítar/söngur), Páll Ragnar Pálsson (gítar), Daníel Þorsteinsson (tromm- Hljómsveitin Maus mun halda útgáfutónleika í Rósenbergkjallaranum 13. október nk. DV-mynd ÞÖK ►T4 líka gert undanfarið ár við hin ýmsu tækifæri en útgjöldin eru mikil og tekjur litlar. Að þeirra mati telst útgáfa á íslandi til áhugamáls hverrar hljómsveitar fyrir sig. Platan var tekin upp í sumar, jafnt í stúdíó Sýrlandi og Gný. „Við þurftum að sýna okkur og sanna til þess að fá þessa plötu útgefna en við erum ánægðir með árangurinn." „Allar heimsins kenningar ... og ögn meira" - alíslensk hljómsveit með nýja plötu í október ur) og Eggert Gíslason (bassi). Fyrsta stóra platan kemur út nú í október eftir aðeins eins árs samstarf hljóm- sveitarinnar en hvemig tónlist má markaðurinn búa sig undir frá hljómsveitinni Maus? „Nýbylgjurokk... ... sagði maðurinn. „Þarna má kannski finna áhrif frá venjulegu rokki, poppi og jafnvel danstónlist, en við spilum fyrst og fremst ný- bylgjurokk," segir Birgir Stein- arsson, söngvari og aðaltextasmiður hljómsveitarinnar. Birgir segir einn- ig allar textasmíðar fara fram á móðurmálinu. „Það er erfiðara að syngja á íslensku en ensku fyrir íslenskan markað. En við erum að syngja fyrir íslendinga og gerum það þess vegna á íslenskunni, hversu ómóðins sem það kann að virðast. Ef við værum að gefa út á erlendum markaði myndum við hiklaust semja enska texta við lögin okkar.“ í textum nýju plötunnar má finna skírskotanir í trúmál, sjónvarpsgláp og upplifanir af ýmsu tagi. Strákamir taka þó skýrt fram að aðaláherslan sé lögð á tón- listina. Útgáfa er áhugamál Frumverk drengjanna hefur fengið nafnið „Allar heimsins kenning- ar ... og ögn meira“ og skal gefin út 3. október næstkomandi. Platan er gefin út f samvinnu við Smekkleysu hf. og mun Japis þá sjá um dreifingu plötunnar sem inniheldur 9 lög. Peningalega séð verður tónlistin enn að teljast áhugamál hjá ungum og efnilegum tónlistarmönnum sem þessum. Þeir hafa einsett sér að spila einungis eigin tónlist, sem þeir hafa Spila með skoskri hljómsveit 6. október næstkomandi kemur skoska hljómsveitin Dawson til landsins og mun hún spila á Tveim vinum það kvöld. Hljómsveitin Maus hefur verið valin til þess að hita upp fyrir þessa skosku kappa og verður það að teljast til stærri viðburða sem hljómsveitin hefur tekið þátt í. Maus mun einnig halda útgáfutónleika í Rósenbergkjallaranum 13. október nk. Hljómsveitin mun síðan halda áfram að kynna plötuna með tón- leikahaldi fram að jólum. Svo vonum við bara að strákamir halda áfram „að dunda sér“ og fari að vinna að annarri plötu. GBG Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotiö geisladisk aö launum. Leikur inn fer þannig fram að i hverri viku eru birtar þrjár léttar ingar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það diskur með lögum Bjarkar, The Best Mixes from the Album - Debut for All People That Don’t Buy White-Labels (6 laga diskur með endurhljóð- blöndun), sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvaða hljómsveit gaf nýlega út plötuna Klæðskeri keisarans? 2. Úr hvaða hljómsveit eru með- limir 66? 3. Hver eftirtalinna hljómsveita gefur ekki út plötu fyrir jólin: Bubbleflies, Dos Pilas, Unun, Ný dönsk, Maus? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 6. október og rétt svör verða birt í blaðinu 13. október. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 15. september: 1. BomDead. 2. Þrjú nöfn: Garðar Cortes, Kol- beinn Ketilsson, Kristinn Sig- mundsson, Rannveig Braga- dóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadóttir eða Sverrir Guðjónsson. 3. í léttum leik. Gefur hljómsveitin Bubbleflies út plötu fyrir jólin? DV-mynd JAK Tónlistargetraun DV og Japis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.