Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
Danska fyrirsætan Whigfield skaust beint á topp breska listans meö danslaginu
vinsæla, Saturday Night.
Eftir að nýr millikafli með Stebba
hafði verið settnr saman lá leiöin i
hljóðver þar sem allur undirleikur
var tekinn upp á nýtt og söngnum
síðan skeytt við af hinum ýmsu
tölvudiskum. Útkoman er „Swing-
urinn“ útskýrir Máni Svavarsson
danskóngur.
Eitt íslensk lag er að finna á
plötunni auk þeirra sem áður hafa
verið talin upp. Lagið er með óþekktri
sveit sem kallar sig Atsjú og lagið
heitir I Need You. Vigfús Magnússon
heitir kappinn sem semur lagið en
Þorvaldur Bjarni sá um útsetn-
inguna.
Fyrirsætur og
unglingar
Erlenda deildin er í meirihluta að
venju og úr henni skal fyrst telja lag
dönsku fyrirsætunnar Whigífield,
Saturday Night, sem skaust beint á
topp breska vinsældalistans. Dans-
lagafabrikkurnar 2Unlimited, 24/7,
Jam & Spoon og D.J. Bobo eiga sitt
lagið hver á plötunni, enda ófært að
gefa út danssafnplötu án þessara
sveita. Norska rapp-stúlkan Stella
Getz (sem er aðeins 17 ára gömul)
heldur áfram upp á stjömuhimininn
með laginu Yeah Yeah og einnig má
þama finna lög með hljómsveitum
eins og Corona, Ice MC, 2 Brothers on
the 4th Floor, BG the Prince of Rap
og Jaki Graham.
Þegar á heildina er litið skilar Reif
í sundur sínu til kaupenda og er ágæt
viðbót við hinar 6 Reif-plötumar sem
þegar hafa komið út.
GBG
Safnplötuútgáfa á íslandi verður
ekki stöðvuð, svo mikið er víst. Enda
þjóna safnplötur ákveðnum tilgangi.
Þær greiða leiðina fyrir nýjar íslensk-
ar hljómsveitir, auk þess að gefa
kaupendum færi á að eignast þau lög
sem efst em á baugi hverju sinni (það
er nú einu sinni bannað að taka upp
úr útvarpinu). í ár hafa hljómplötu-
útgefendur verið mjög ötulir i útgáfu
sem þessari og íjöldamargar safn-
plötur era komnar út nú þegar. Sú
nýjasta í Reif-röðinni frá Spori heitir
Reif í sundur og kann að vera að hún
sé sú sterkasta til þessa.
Fjöibreytt
Á plötunni er að frnna 17 innlenda
og erlenda smelli, yfir 70 mínútur af
danstónlist eins það hefur verið orð-
að. Danstónlistin er að mestu ættuð
úr Evrópunni okkar og ber með sér
hinn létta brag sem einkennir vin-
sældapoppið þaðan. Við skulum að-
eins líta á innlendu lögin sem prýða
útgáfuna. Hljómsveitin Tweety á
fyrsta lag plötunnar. Lagið heitir
Ekkert mál og er frábrugðið fyrri
útgáfum hljómsveitarinnar að því
leyti að það er sungið á íslensku.
Samkvæmt nýútgefinni fréttatil-
kynningu sem sveitin sendi frá sér
hefur einnig orðið fjölgun innan
sveitarinnar. Andrea Gylfadóttir,
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og
Eiður Arnarson, fyrrverandi Tod-
mobile-meðlimir, era þama enn en
við hafa bæst Ólafur Hólm og Máni
Svavarsson, fyrrum meðlimir hljóm-
sveitanna Ný dönsk og Pís of keik.
Tweety hyggur á útgáfu stórrar plötu
í haust og má segja að nýja lagið sé
forsmekkur að því sem koma skal.
Mezzoforte skipar sér að þessu
sinni í danstónlistargeirann. Allir
muna eftir laginu Garden party sem
var „instrumental" eins og flest
önnur lög sveitarinnar. Nú hefur
söng Juliet Edwards verið bætt inn í
og lagið endurhljóðblandað með frá-
bærum árgangri.
fremstu sem hana semja. Auk þess að
vera nýgenginn til liðs við Tweety á
Máni tvö lög á plötunni með Pís of
keik, auk endurhljóðblöndunar á
laginu Krókurinn með Sálinni sem
heitir nú Swingurinn. Þess má geta
að Pís of keik hefur nýverið gefið út
smáskífu á meginlandinu og á Reif í
sundur er að frnna endurhljóðblönd-
un tveggja ítala á laginu Can You See
Me. En hvernig fór endurhljóð-
blöndun Króksins fram? Ég byrjaði á
því að fá „masterinn“ með laginu
lánaðan og klippti allt út nema
sönginn sem ég setti síðan inn á
tölvuna heima og hóf leit mína að
nýjum millikafla. Hugmyndin var
nefnilega að breyta alveg um stíl.
í 4 lögum af 6
Máni Svavarsson hefur löngum
verið nátengdur danstónlistinni á
íslandi og skipað sér í flokk þeirra
Stella Getz er 17 ára gömul norsk stúlka sem nýtur mikilla vinsælda, bæði í
heimalandi sínu og víða um Evrópu, fyrir lag sitt, Yeah Yeah.
Reif í sundur
- ný safnplata frá Spori hf.
Prodigy
- Music for the Jilted
Generation:
★ ★ ★
Platan líður þægilega í gegn - nógu góð
til að virka sem bakgrunnstónlist og
einnig til aö rifa upp athyglina öðru
hverju. -PJ
Neil Young - Sieeps with Angels:
★ ★ ★ ★
Sleeps with Angels verður ein af
skaerustu perlum ársins 1994 og gott ef
ekki áratugarins. -SÞS
Gilby Clarke
- Pawn Shop Guitars:
★ ★ ★
Pawn Shop Guitars kemur á óvart
fyrir Qölbreytni. . -ÁT
Daisy Chainsaw
- For They Know not What to
do:
★ ★ ★
Þetta er besta platan sem ég hef heyrt
nýlega. -PJ
Neol Einsteiger — Heitur vindur:
★ ★ ★
Leiðinlegt að uppgötva ekki fyrr en
núna þann merka tónlistarmann sem
stendur á bak við tónlistina. -PJ
pl^tugagnrýni
Prince - Come
★★★
Blessuð sé
minning hans
Þeir era ekki margir lista-
mennimir sem upplifa það að
jarðsetja sjálfa sig með viðhöfn. Þetta
fær þó maöurinn sem eitt sinn kailaði
sig Prince að upplifa en hann er jú
snillingur út af fyrir sig og þá ekki
síst í markaðsmálum. Platan Come er
sem sagt svanasöngur Prince en
listamaðurinn Symbol Man eða
Victor eða hvað hann kýs að kalla sig
framvegis tekuruppmerkiðþar sem
frá var horfið. Þessu til staðfestingar
stendur utan á plötunni Prince
1958-1993 rétt eins og um minn-
ingarplötu um látinn listamann væri
að ræöa. Prince heldur sig
samviskusamlega við sitt soulfónk á
þessari síðustu plötu sinni en er þó
öllu meira á nautnalegu nótunum
eins og nafn plötunnar gefur til
kyima. Áletrun utan á plötunni þess
eöiis að hún innihaldi texta og annað
sem böm og unglingar ættu ekki að
hlusta á nema í félagsskap full-
oröinna undirstrikar enn frekar efni
plötunnar. íslenskum ungmennum
ætti þó aö vera óhætt því ffamsetning
' texta er iðulega það óskýr að hún
skilst ekki mjög vel. Þar að auki
fylgir ekkert textablað plötunni.
Aðdáendum Prince, sem eiga eflaust
eftir að sakna hans, er það þó huggun
harmi gegn aö hann hefur greinilega
haldíð hæfileikum sínum óskertum
ffam í andlátið. Á Come er ekki verið
að hreyta neinum afgöngum
útbrunnins manns í pöpulinn heldur
er hér á ferðinni verulega góð plata
sem á eftir að halda nafni Prince
lengi á lofti.
Blessuð sé minning hans
konunglegu ótuktar Prince Rogers
Nelsons.
Sigurður Þór Salvarsson
Frank Black
-Teenager of the Year
★★★
Stórkostleg
framför
Frank Black sýnir með nýjustu
plötu sinni, Teenager of the Year,
ótrúlega framfor ffá fyrstu sólóplötu
sinni. Hann var þá nýbúinn að yfir-
gefa Pixies og skipta um nafn og
virtist eitthvað áttavilltur og andlaus
því tónlistin á þeirri plötu hljómaöi
eins og einhver miðlungs popphljóm-
sveit væri að stæla Pixies. Það er því
skemmtilega óvænt ánægja að heyra í
honum núna. 22 lög prýða þessa plötu
og er meirihlutinn mjög eymavænn.
Flest lögin eru hröð og hressileg,
kraftmikil en þó ekki hrá rokklög,
sem grípa vel. Frank Black tekur sig
ekkert of alvarlega en er oftast létt
háðskur og hefur greinilega yfir mik-
illi leikgleði að ráða um þessar mund-
ir. Slöppustu lögin era þegar hann
missir niður léttleikann og gerist
alvarlegur. Besta lagið er Fiddle
Riddle. Þar er leikgleðin allsráðandi í
lagi sem hefur ailt með sér - frábæra
laglinu, texta, söng og hljóðfæraleik,
virkilega ferskt lag. Two Reelers og
Big Red eru líka topplög og Whatever
Happened to Pong?, Abstract Plain og
White Noise Maker eru líka ffábær.
Að auki eru svona 5-6 lög við það að
komast í þennan hóp. Frank Black
hefúr þroskast mikið, bæði sem
lagasmiður og söngvari. Hann virðist
hafa náö að skapa eigin stíl, sem er í
raun engu líkur, þótt sums staðar
megi greina áhrif úr ýmsum áttum,
m.a. frá gömlum meisturum eins og
Joy Division og The Fall. Hann er
líka virkilega farinn að kunna að
nota röddina sína til að ná ffam þeim
áhrifum sem hann vill fá og grípur æ
sjaldnar til þess ráðs að öskra sig
hásan. Frank Black afsannar hér
rækilega mínar fyrri kenningar um
að hann sé dauður úr öllum æðum.
Pétur Jónas