Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994 21 íslendingar og fortíðin Fornmenntastefna Stúdenta- ráðs stendur yfir helgina 1.-2. október. Setningarathöfnin verð- ur kl. 13 og eftir það verða pall- borðsumræður með þátttöku fyr- irlesara og annarra gesta að lokn- um hverjum hluta. Rætt verður um fommenntastefnu fyrr og nú, fornsögur sem heimild um hugs- unarhátt og daglegt líf fólks. Á sunnudag kl. 13 verður rætt um upplýsingu, fornmenntir og sjálfstæðisbaráttu og frá kl. 16 verður rætt um nútíðina í ljósi fortíðarinnar. Kammer- músík- klúbburinn Kammermúsíkklúbburinn heldur fyrstu tónleika sína' á sunnudag kl. 20.30 í Bústaða- kirkju. Flytjendur eru Beth Le- vin, Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigni- ew Dubik, Helga Þórarinsdóttir, Richard Talkowsky og Einar Jó- hannesson. Söng- skemmtun í anda fyrri áratuga Sigmjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði: Söngkvartettinn Út í vorið held- ur tónleika á ísaflrði á fóstudags- kvöld i sal Grunnskólans og hefj- ast þeir kl. 20.30. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson og undirleikari þeirra er Bjarni Þ. Jónatansson kantor. Efnisskrá kvartettsins mótast mjög af þeirri hefð sem ríkti meöal íslenskra karlakvart- etta fyrr á öldinni og hefur helst verið sótt í sjóði Leikbræðra og M.A. kvartettsins. Leigubíla- sögusýning Frami, félag leigubílstjóra, sýn- ir sögu leigubílaaksturs á íslandi í Perlunni á laugardag og sunnu- dag. Bílasýning og getraunaleik- ur verður ásamt bíói í fundarsal. Einnig verður ókeypis leigubíla- akstur á sýninguna báða dagana. Hreyfilskórinn syngur ásamt fleiri atriðum. Árshátíð Frama verður haldin á sunnudagskvöld á 5. hæð Perlunnar. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 báða dagana. íslenska einsöngs- lagið Menningarmiðstöðin Gerðu- berg opnar á sunnudag kl. 14 yfir- htssýningu sem ber yfirskriftina íslenska einsöngslagið. Við opn- un sýningarinnar flytur Jón Þór- arinsson tónskáld erindi og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson með aðstoð Jóns Stefánssonar píanóleikara. Á sýningunni verða 200 ljósmyndir af tónskáldum og flytjendum íslenskra einsöng- slaga með skýringartextum. Einnig verða sýndar söngskrár, nótnahandrit, veggspjöld og aðrir munir sem segja sögu sönglífs á íslandi frá því um miðja seinustu öld. Sýningin er opin frá 10-21 mánudaga-fimmtudaga og fóstu- daga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-16. Ævintýrahelgi í Hvammsvík: Fiskilottó Hvammsvík er orðin nokkurs kon- ar paradís fyrir fjölskyldufólk þang- að sem fólk getur komið og stundað ýmiss konar útiveru. Þar er um aö ræða að stunda golf, fara á hestbak, veiða eða stunda gönguferðir um fag- urt umhverfið. Um helgina verður nokkurs konar fiskilottó í Hvammsvík en það verður dregið um ferðavinning að verðmæti 120 þúsund frá Flugleiðum. í sumar var sleppt 30 merktum fiskum í vatn- ið en þeir sem veiða þá um helgina lenda í pottinum. „í vatninu eru í kringum 30 merkt- ir fiskar. Ef menn komast yfir ein- hvem þessara merktu fiska komast þeir í pott sem dregið verður úr eftir helgina. Menn halda einnig aflanum. Einnig eru aukaverðlaun fyrir stærsta fiskinn og mesta aflann," segir Haraldur Haraldsson, rekstrar- aðih Hvammsvíkur. Golfvöllurinn í Hvammsvík þykir einnig góður og hestaleigan er mjög vinsæl. Einnig er um að ræða skemmtilegar gönguleiðir í nágrenn- inu, bæði í fjörunni og í Hólmanum. „Þetta er fjölskylduparadís og hingað hafa komið stórir hópar í sumar. Ef einhver fer holu í höggi á níundu holu um þessa helgi getur hann hka hlotið ferðavinning. Menn geta komið hingað í haust og veitt á meðan veður leyfir og síðan verður dorgveiöi í vetur,“ segir Haraldur. Því má bæta við að í skálanum er hægt að verða sér úti um ókeypis kaffi. Hlöðurómantíkin má náttúr- lega ekki gleymast en komið hefur veriö fyrir grilli sem fólki býðst til afnota. Ferðamönnum er boðið í Skaga- fjörðinn í þrennar stóðréttir. Stóðréttir ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Skagafirði: Aðilar á Hofsósi og í nágrenni hafa tekið höndum saman um að taka vel og myndarlega á móti hestaáhuga- fólki sem kemur í héraðið um næstu helgi í tengslum við Laufskálarétt. Hofsósingar ætla að gera fólki kleift aö komast í þrennar stóðréttir þessa sömu helgi og bjóða upp á afþreyingu að kvöldi réttardaganna. Nægt gisti- rými er til staðar á Hofsósi og í ná- grenni, á annað hundrað gistirúm, og einnig er boðiö upp á mat í félags- heimhinu sé hann pantaður með fyr- irvara. Á fóstudag verða tæplega 100 hross rekin í Deildardalsrétt um tvöleytið. Straumurinn liggur síðan væntan- lega í Laufskálaréttina á laugardeg- inum og um kvöldið verður réttar- dansleikur í Höfðaborg. Hestaáhuga- fólk getur síðan endað helgina í Ar- hólarétt á sunnudeginum. Þar verð- ur réttaö á þriðja hundrað hrossum. Ný sundlaug Dalvíkingar vígja nýja sundlaug nk. sunnudag kl. 13.30 en laugin, sem hefur verið í byggingu í rúm tvö ár, leysir af hólmi htla laug sem sett var niöur til bráðabirgða fyrir allmörg- um árum. Gaukshreiðrið Á laugardagskvöld kl. 20 hefjast aftur sýningar í Þjóðleikhúsinu á Gaukshreiðrinu eftir Ken Kesey og Dale Wassemann. Gaukshreiðrið var frumsýnt síðastliðið vor. Með helstu hlutverk fara Pálmi Gestsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Jóhann Sig- uröarson, Siguröur Skúlason og fleiri. Langur laugardagur á Laugavegi Langur laugardagur verður á laug- ardaginn 1. október. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyr- ir löngum laugardögum fyrsta laug- ardag hvers mánaðar. Um helgina verður haldið upp á tveggja ára af- mæli langs laugardags. Vegfarendur fá gefnar blöðrur og rósir í tilefni dagsins. Trúðar og leik- hópur verða með skemmtilegar uppákomur. Mjólkursamsalan gefur gestum og gangandi nýjan mjólkur- drykk fyrir utan Hagkaup í Kjör- garöi. Boðið verður upp á Big Band hljómsveit og konfekt í nýrri verslun Jóns & Óskars að Laugavegi 61. Þeir hafa verið 23 ár á Laugavegi 70. Bangsaleikurinn verður í gangi og í verðlaun verða fimm vinningar frá versluninni Vero Moda, Laugavegi 81. Verslanir og veitingahús bjóöa afslátt og tilboð í tilefni dagsins. Verslanir á Laugaveginum eru opnar frá kl. 10-17. Börnin skemmta sér ekki sist á löngum laugardögum. Gestaleikur í Norræna húsinu Norski leikarinn Torlav Maurstad flytur sýningu sína Nej jej gjer ei. En personhg parafrase over Peer Gynt í Norræna húsinu kl. 16 á sunnudag. Leikverkið byggist á hinu fræga leikriti Henriks Ibsens, Pétri Gaut, sem út kom árið 1867. Torlav Maurstad, sem er fæddur 1926, er fremst túlkandi á verkum Henriks Ibsens í Noregi og annálaður fyrir leik sinn á Pétri Gaut. Þjóðleikhúsið Stóra sviðið Vald örlaganna föstudag kl. 20.00 Gauragangur sunnudagkl. 20.00 Gaukshreiðriö laugardag kl. 20.00 Smíðaverkstæðið Sannar sögur af sálarlifi systra föstudagkl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Borgarleikhúsið Stóra sviðið: Leynimelur 13 föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudagkl. 20.00 Litla sviðið Óskin föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 sunnudagkl. 20.00 Hótel ísland Grease föstudagkl. 22.00 sunnudag kl. 15.00 sunnudag kl. 20.00 íslenska óperan Hárið föstudag kl. 20.00 föstudag kl. 23.00 laugardag kl. 20 00 laugardag kl. 23.00 Tjarnarbíó Danshöfundakvöld laugardag kl. 20.00 sunnudag kl. 15.00 Leiktélag Akureyrar Karamellukvörnin laugardag kl. 14.00 sunnudagk. 14.00 BarPar föstudagkl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Frú Emilía Macboth laugardag k|. 20.00 Gunnsteinn stjómarValdi örlaganna Fráogmeð30. september veröa þær þreytingar á Valdi örlag- anna í Þjóðleik- húsinu að Gunnsteinn Ól- afsson, kór- stjóri og aðstoðarhljómsveitarstjóri, tekur við hljómsveitarstjórn verks- ins af Maurizio Barbacini. Mun hann stjóma næstu fjórum sýningum. Eft- ir það stjóma þeir til skiptis Rico Saccani, Maurizio Barbacini og Gunnsteinn. Póstkorta- sýning hjá frú Emilíu Á laugardag verða kynnt úrslit í samkeppni tímaritsins Bjartur og frú Emiha, póstkort sem bókmennta- form. Dómnefnd hefur lokið störfum og komist að niðurstöðu. Af þvi til- efni verður opnuð sýning á þeim 40 póstkortum sem þóttu skara fram úr af þeim rúmlega 400 sem bárust. Sýn- ingin verður haldin í anddyri leik- hússins Frú Emilía í Héðinshúsinu á Seljavegi 2 og hefst opnunardagskrá- in kl. 15 og lýkur kl. 17. Við opnun sýningarinnar veröa veitt verðlaun fyrir besta póstkortið en það er París- arferð fyrir tvo auk 15.000 króna far- areyris. Auk þess kemur Sigurður Halldórsson sehóleikari fram, Bragi Ólafsson skáld les úr væntanlegri ljóðabók sinni og Hahgrímur Helga- - — son les úr nýrri skáldsögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.