Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1994, Blaðsíða 6
Bíóhöllin: Fjölskyldumynd - in Skýjahöllin Ný íslensk fjölskyldumynd, Skýja- höllin, var frumsýnd í Bíóhöllinni í gær. Aðalpersóna Skýjahallarinnar er hinn átta ára Emii sem á sér þann draum heitastan að eignast hund. Foreldrar hans standa í byggingu einbýlishúss og eiga í stöðugu stríði við víxla og gjalddaga. í fyrstu neita þau Emil um að eignast hund á þeim forsendum að hundur kosti of mikið. Að lokum veita þau honum með sem- ingi leyfi til að kaup sér hund, geti hann safnað fyrir honum sjálfur. Þau lifa í þeirri trú að það geti drengurinn ekki. Fullur atorku ræðst Emil í það mikla verk að eignast peninga fyrir hundi. Hann selur blöð af miklum móð og handlangar fyrir húsgagna- smið og að lokum á hann nægilega Kári Gunnarsson i hlutverki Emils. Hundurinn Skundi. fjármuni fyrir hvolpi. Þá kemur babb í bátinn. Pabbi hans er ekki alveg á þeim buxunum að standa við gefið loforö. Emil grípur til örþrifaráða til þess að halda hundinum og hristir með aðgerðum sínum svo um munar upp í nánasta umhverfi sínu. Þorsteinn Jónsson leikstýrir Skýjahöllinni ásamt því að semja handritið. Kvikmyndin er gerð eftir bók Guðmundar Olafssonar um Emil og Skunda. í aðalhlutverki er Kári Gunnarsson sem er ellefu ára nemi við Víöistaðaskóla í Hafnarfirði. Guðrún Gísladóttir og Hjalti Rögn- valdsson leika foreldra Emils, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur huldukonu og Sigurður Siguijónsson leikur álf. Háskólabíó: Jói tannstöngull Háskólabíó sýnir nú kvikmyndina Jóa tannstöngul, Johnny Stecchino, sem er hugarfóstur ítalska háðfugls- ins Robertos Benigni. Myndin er vin- sælasta mynd sem sýnd hefur verið á Ítalíu og ein af örfáum ítölskum myndum sem fengið hafa víðtæka alþjóðlega dreifingu. Myndin segir frá hinum ólánsama Dante sem ekur skólabíl og er hafður að spotti, jafnt af körlum sem konum. Einu manneskjumar sem virða hann eru vangefnu krakkarnir sem hann ekur í skólann. Kona mafíósans Jóa tannstönguls rekst á Dante og kemst að því að þeir eru tvífarar. Hún ákveður að plata Dante með sér suð- ur á Sikiley þar sem eiginmaður hennar mafíósinn er á flótta undan laganna vörðum og óvinum sínum í mafíunni. Markmiðið er að tekinn verði feill á Dante og Jóa og Dante komið fyrir kattarnef og Jói cg eigin- konan geti lifað hamingjusamlega í laumi eftír það. Áð sjálfsögðu fer allt úrskeiðis í þessari farsakenndu gamanmynd. Leikstjórinn og aðalleikarinn, Ro- berto Benigni, hefur stundum verið kallaður Chaplin Ítalíu sökum gúmmíandlitsins og ankannalegra hreyfinga. Hann er þó kannski þekktastur fyrir hæfileika sína í að halda uppi yfirgengilegu málæði eins og þeir sem séð hafa myndir Jims Jarmusch kannast við en í Night on Earth lék Benigni leigubflstjórcmn mál- og kynóða í Róm. Benigni átti kostulega misheppnaða frumraun í Hollywood sem sonur Bleika pard- ussins en hefur nú snúið aftur heim tíl Ítalíu aö þvi sem hann er bestur í; hreinræktuðum suðrænum ærsla- leik. Dante er tvifari mafiósans og er notaður sem beita fyrir óvini hans. Roberto Benigni ieikur son Bleika pardussins. Sambíóin: Sonur Bleika pardussins Sambíóin hafa tekið til sýninga grínmyndina Son of the Pink Pant- her eða Sonur bleika pardussins. Myndin tekur upp þráðinn þar sem síðasta myndin um Bleika pardusinn skildi viö. Nú er það sonur hins fræga Bleika parduss sem er í aðal- hlutverkinu en sem fyrr koma Dreyf- us, Cato og dr. Balls mikið við sögu. í byijun myndar er Yasmin prins- essu rænt og Dreyfus er fenginn til að hafa upp á henni. Hann fær nýjan aðstoöarmann og ekki líður á löngu þar til hann fer að kannast við ýmsa takta hjá þessum unga lögreglu- manni. Hlutir eins og bjagaður fram- burður, ótrúleg hollusta og hug- rekki, óheppni og nafnið Jacques gerir Dreyfus mjög óöruggan. Jacqu- es kynnir Dreyfus fyrir móður sinni og hún staðfestir það sem Dreyfus óttaðist mest að Jacques sé óskilget- inn sonur Bleika pardussins. Eftír tiu ára fjarveru hefur bleiki pai'dusinn snúið aftur! Ekki sá eini sanni en sonur hans sem þefur erft marga af fyndnustu töktum foður síns. Hann er kunnuglegyr en þó allt öðruvísi. Aðalhlutverkið leikur hinn þekkti ítalski gamanleikari, Roberto Ben- igni, en sem fyrr er það Blake Edw- ards sem leikstýrir Bleika pardusn- um og hans óborganlegu ævintýrum. Háskólabíó: Loftsteinamaðurinn Loftsteinamaðurinn er hin upp- runalega og raunverulega ofurhetja, segir aðalleikarinn, leiksljórinn og handritshöfundurinn Robert Towns- end. Hann er heija níunda áratugar- ins, hann er maður úr næsta ná- grenni, hann er bandarískur negri. í raun er hann eini bandaríski hetj- unegrinn í kvikmyndasögunni. Jefferson Reed (Robert Townsend) er kennari í rólegu hverfi enda sjálf- ur með afbrigðum rólegur að eðlis- fari og litið fyrir að láta bera á sér. Meira að segja hundinum hans þykir nóg um þetta lítillæti húsbónda síns og hvetur hann til að trana sér fram í hvelli. Það verður því heldur en ekki breyting á lifi Jefferssons og hundsins þegar loftsteinn lendir á honum með þeim afleiðingum að líf hans tekur algerum stakkaskiptum, svo vægt sé til orða tekið.Loftsteinn þessi ber nefnilega með sér töframátt og súperkraft sem snarlega umlykur hetju okkar og er því ofúrhetjan mikla, loftsteinamaðurinn, mættur í öllu sínu veldi. Þegar breytingar verða á lífi fólks er ekki óalgengt að smábyijunarörðugleikar komi upp. Jefferson þjáist af ólæknandi loft- hræðslu og þar af leiðandi getur hann aðeins flogið einn metra yfir jörðinni, allavega til að byrja með. Hinn feimni og óframfæmi kennari er skyndilega neyddur, mestmegnis vegna þrábeiðni fjölskyldu sinnar, að hundkvikindinu meðtöldu, til að vera hetja og hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Það eru engin smánöfn sem Robert Townsend hefur fengið í lið með sér til að gera myndina sem skemmtileg- asta. Fyrstan skal nefna Bill Cosby, James Earl Jones og Robert Guii- laume. Lottsteinamaöurinn er ærslafull gamanmynd, full af gríni og skemmtilegheitum. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994 Kvikmyndir BÍÓBORGIN Simi 11384 Speed ★★ Ógnarhraðskreiö mynd um fifldjarfa löggu i baráttu viö geðbilaðan sprengjufíkil. Ágæt skemmtun. -GB Umbjóðandinn ★★★ Góð spennumynd eftir skáldsögu Johns Grishams. Aldrei þessu vant er myndin betri en bókin. Susan Saran- don og Tommy Lee Jones sýna bæði stórleik. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Sannar lygar ^k'A Risa-mynd frá Cameron og Co sem stenst ekki samanburð við fyrri myndir hans vegna ómerkilegrar sögu. Er samt ágætis skemmtun með mikilfengleg- um hasaratriðum og góðum húmor inn á milli. Einnig sýnd i Háskólabiói. -GE Maverick ★★★ Vestrar eru yfirleitt grafalvarlegar myndir þar sem mönnum stekkur sjald- an bros. Ekki hér. Gamanið er i fyrir- rúmi og það i stórum skömmtum. -GB Steinaldarmennirnir ★!4 Fred og Barney eru ekki svipur hjá sjón i þessari misheppnuðu útfærslu á æv- intýrumteiknimyndahetjanna. -GB SAGA-BÍÓ Sími 78900 HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Kúrekar i New York ★'A Einstaka góð atriði með Woody Harrel- son megna ekki að draga mynd þessa upp úrmeðalmennskunni. -GB Blaðið ★★ Sólarhringur á æsifréttablaði í New York, hraðinn mikill í mynd sem æðir út um viðan völl með yfirgengilegum kjaftavaðli. Leikarar góðir. -HK Fjögur brúðkaup ★★★ Breskur húmor eins og hann getur bestur orðið í bráðskemmtilegri kvik- mynd með rómatísku yfirbragði. Kvik- mynd sem kemur öllum i gott skap.-HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Endurreisnarmaðurinn -k'/i Einstaklega heimskuleg saga sem hefði getað gengið upp ef aðstand- endur hefðu ekki farið að taka hana alvarlega. Penny Marshall og Danny deVitohafabæðigertbetur. -HK Apaspil ★★ Sniðug barnamynd um þjófóttan apa- kött. Sagan er sáraeinföld en myndin er gerð af áhuga og sæmilegum krafti. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Ástriðufiskurinn ★★★ Sagan er ekki frumleg en fínleg (og óskarstilnefnt) handrit Sayles og geysisterk persónusköpun leikkvenn- anna tveggja bæta það margfalt upp. -GE Allir heimsins morgnar ★★★ Heillandi, dramatísk kvikmynd um sannan tónlistarmann, sorg hans, sköpunargleði og skapbresti sem láta engan ósnortinn. Mynd sem sameinar áhugaátónlistogkvikmyndum. -HK Flóttinn ★★'/2 Spennumynd frá áttunda áratugnum, uppfærð á máta þess tíunda með góð- um árangri. Gott dæmi um þá breyt- ingu sem orðið hefur í frásagnartækni kvikmyndanna. -GE Gestirnir ★★★ Franskur tímaflakksfarsi af bestu gerð þar sem fornir riddarar glíma við hvers- dagshluti ársins 1992. -GB Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti i bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkju- kennd sagnahefð nýtur sín vel. Athygl- isverð og vel leikin kvikmynd i háum gæðaflokki. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi16500 Úlfur ★★'A Vel gerð og leikin mynd um forleggj- ara sem breytist í úlf en herslumuninn vantar. -GB Gullæðið ★ '/2 Heldur bragðdauft framhald ævintýra borgarabúanna úti i auðnum Ameriku í leit að gulli, bæði ekta og í sjálfum sér. -GB Biódagar ★★★ Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs í Reykjavik og í sveit. Sviðs- mynd einstaklega vel heppnuð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.