Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994
> --------------------------------
I t@nlist
A*y< -----------------------------
Fimmtíu sýningum lokið:
Hárið gengur enn
fyrirfullu húsi
- sýningum verður að Ijúka um áramót þótt aðsóknin verði enn góð
„í upphafi höföum við hugsað
okkur að sýna Hárið í tæpan mánuð
en nú eru sýningarnar orðnar
fimmtíu og við sjáum ekki annað en
hægt verði að halda áfram fram til
áramóta,“ segir Hallur Helgason,
framkvæmdastjóri Flugfélagsins
Lofts, sem stendur að söngleiknum
Hárinu í samvinnu við Þjóðleikhúsið
en sýningar hafa verið frá 7. júlí í
húsnæði íslensku óperunnar. Söng-
leikurinn hefur notið fádæma vin-
sælda fólks á öllum aldri og er ennþá
uppselt á allar sýningar. Viðtökumar
hafa því farið langt fram úr bjart-
sýnustu vonum þeirra Halls og
Baltasars Kormáks sem er leikstjóri.
Flestir leikarar í Hárinu eru at-
vinnumenn og hefur það valdið
nokkurri truflun á sýningum þar sem
þeir eru samningsbundir við leik-
húsin. „Vegna þess höfum við þurft
að hafa miklu færri sýningar en ella
í hverri viku. Við vorum með fimm
til sex sýningar á viku í sumar en
höfum þurft að fækka þeim niður í
þrjár til fjórar undanfarið. Hugsan-
lega þurfum við að fækka þeim enn
frekar,“ segir Hallur.
Fjórir leikarar I Hárinu eru einnig
í leikritinu Gauragangi 1 Þjóðleik-
húsinu auk Jóns Olafssonar hljóm-
sveitarstjóra. Þá er Ingvar Sigurðs-
son leikari einnig að vinna með
leikhúsinu Frú Emilía og Steinunn
Ólína, sem tók við hlutverki Mar-
grétar Vilhjálmsdóttur í sýningunni,
er að leika í Sannar sögur af sálarlífi
systra. „Það er ýmislegt svona sem
truflar okkur,“ segir Hallur en hann
var staddur í London þegar D V ræddi
við hann símleiðis þar sem hann var
að skoða leikrit."
- Af hverju hefur Hárið orðið
svona vinsælt núna?
„Það tókst mjög vel að raða öllum
þáttum saman eins og t.d. að fá allt
þetta úrvalsfólk með okkur. Við
vorum með opnar prufur í vor sem
er raunar fáheyrt ef ekki einsdæmi á
íslandi og fengum 1 þær á þriðja
hundrað manns. Jón Ólafsson var
svo hrifrnn að hann barði í borðið er
hann sá framboðið og sagði; þetta
verður sterkasti kór sem ég hef unnið
með. Við gátum valið úr þessum hópi
þrettán manns, sem saman myndar
fullkominn og frábæran kór, en einn-
ig getur hver og einn sungið sóló.
Þarna fengum við því óvenjulega
kraftmikinn sönghóp. Allir tónlist-
armenn sem vinna með hópnum eru
líka fyrsta flokks. Við tókum séns á
að ráða nýútskrifaða leikara og hver
og einn þeirra hefur staðið rækilega
við sitt.“
- Eruðþiðkannskibúniraðbrjóta
blað hvað varðar vinnubrögð við
ráðningu á leikurum í einstakar sýn-
ingar?
„Það er erfitt að segja því stóru
leikhúsin eru bundin samningum við
einstaka leikara og eðlilega getur það
hentað misvel eða illa fyrir verk-
efnin.“
Hallur segir þá félaga, sem standa
að Hárinu, taka velgengninni með
stóískr i ró og ekkert sé ennþá ákveðið
um áframhaldandi samstarf. „Við er-
um að skoða sýningar hér í London
en sjáum síðan bara til hvað við hætt-
um okkur út í. Við höfum mestan
áhuga á nýjum uppfærslum á eldri
leikritum en ég held að það væri óvar-
legt að ræða það frekar," segir Hailur
Helgason framkvæmdastjóri en með
honum í London var leikstjórinn
Baltasar Kormákur. En þess má geta
að íslenska óperan mun setja upp
óperu í febrúar og þá missa þessir
djörfu herramenn aðstöðu sína.
- Enaðlokum:Eruðþiðekkiorðn-
ir moldríkir?
„Nei. Þetta er mjög dýr sýning í
keyrslu og frá upphafi var það Ijóst
að hún yrði aldrei sýnd nema fyrir
fullu húsi Jdví hún gengur ekki upp
öðruvísi. A hverri sýningu vinna á
sjötta tug manna við hana auk þess
sem við erum með þann dýrasta og
fullkomnasta ljósabúnað sem til er á
leigu og hljóðgræjur upp á tug
milljóna."
Forrest Gump - metsöluplata
Kvikmyndin Forrest Gump hefur ekki
einungis slegið í gegn víða um hinn vestræna
heim. Tónlistin í myndinni virðist einnig fá
góðar viðtökur. Hún nær yfir sama tíma og
söguþráðurinn í myndinni, það er sjötta,
sjöunda og áttimda áratuginn og dugir ekki
minna en tvær geislaplötur til að koma henni
til skila. En þrátt fyrir það seljast plötumar
og seyast.
Skýringin kann að vera sú að einstaklega
vel hefúr tekist til að velja tónlist í myndina
og á hún sinn þátt í að skapa þá stemningu
sem ætlunin er að ná. Það voru Joel Sills,
Glen Brunman og Robert Zemeckis,
leikstjóri myndarinnar, sem báru ábyrgð á
valinu. Þeir spöruðu ekki stóru nöfnin í
bandaríska rokkinu á þeim tíma sem
myndin á að gerast. Þama heyrist í Elvis
Presley, Creedence Clearwater Revival, Bob
Dylan, Beach Boys, Simon & Garfunkel,
Scott McKenzie og Boh Seger, svo að sárafáir
séu nefndir.
Alls em 32 lög á plötunum með lögum úr
Fomest Gump. Reyndar hljómuðu þau ekki
öll í myndinni og í henni em örfá lög sem
ekki rötuðu á plöturnar af einhverjum
ástæðum. En þær eiga að gefa heillega mynd
af árunum sem myndin nær til og em ekki
hvað síst minjagripur um ánægjulega stund
í kvikmyndahúsi við að fylgjast meö hinum
óviðjafnanlega Fomest Gump.
Doors er meðal þeirra sem eiga lög í Forrest Gump.
Pláhnetan er með starfið kortlagt ár fram í tímann.
DV-mynd ÞÖK
Pláhnetan
lifir góðu lífi
„Það er einfaldlega ekki rétt að
Pláhnetan sé hætt. Þegar við ætl-
uðum að biðja Pressuna um að bera
frétt um það til baka var hún sjálf
hætt að kom út,“ svaraði Sigurður
Gröndal spurningunni um hvað
hann ætlaði nú að fara að taka sér
fyrir hendur. Sigurður segir að
Pláhnetan taki sér hins vegar fri
næstu vikumar og á meðan ætlar
hann að leika með gömlum sam-
starfsmönnum í Loðinni rottu.
„Pláhnetan tók fyrir nokkru upp
lag sem er væntanlegt á safnplötu
núna í haust. Siðan ætlum við að
verja fyrstu mánuðum næsta árs til
að taka upp meira efni, jafnframt því
sem við leikum á dansleikjum," segir
hann. „Við erum jafhframt byrjaðir
að skipuleggja næsta sumar - vitum
raunar nokkum veginn hvemig við
ætlum að haga vinnunni fram undir
jól ‘95 svo að við erum langt frá því
að vera hættir.
pl©tugagnrýni
► T 4
R.E.M. - Monster
★ ★ ★ ★
Einfalt, hrátt
og gott
Einfaldleikinn hefur löngum
virkað vel í tónlistinni.
Þegar öllu er á botniim hvolft ná
þeir yfirleitt lengst sem hafa það sem
einfaldara reynist. Um þetta era
mýmörg dæmi í poppsögunni og þar
er hljómsveitin R.E.M eitt skýrasta
dæmið nú um stundir. Þar á bæ er
ekki legið yfir flóknum útsetningum,
flölbreyttri hljóðfæraskipan eða
neinu krúsidúlli yfirhöfuð. Þar leggja
menn allt sitt traust á sterkar og
einfaldar lagasmíðar, vandaðan söng
og hljóðfæraleik og klæða þetta í
hæfilega kæruleysislegan búning. Og
dæmið gengur upp, aftur og aftur og
aftur. Eftir þær frábæra viðtökur sem
R.E.M. hlaut með plötunni Automatic
for the People þar sem þægilegur
poppandi sveif yfir vötnunum snýr
sveitin nú að hluta til aftur til fyrri
daga þegar tónlistin var örlítið
hrárri. Rólegu melódíumar era þó
allar á sínum stað en meira að segja
þær fá á sig hrárra yfirbragð. Rifhi
gítarhljómurinn er kannski það sem
einkennir þessa plötu öðra fremur og
framkallar þessa hráu tilfinningu.
Honum er þó kunnáttusamlega beitt
og er fjarri því að leika lausum hala.
Gamla Hammondorgelið sér svo um
að skapa hinn ekta suðurríkjahljóm
sem Doug Sahm og Augie Mayer
ásamt fleiri suðurríkjarokkurum
sköpuðu á sínum tíma. Annars era
það auðvitað fimasterkar lagasmíðar
sem halda þessari plötu úppi eins og
öðrum góðum plötum. Þeir R.E.M.
félagar virðast vera óþrjótandi
uppspretta frábærra laga af öllum
stærðum og gerðum og slá einfaldlega
ekki feilpúst í þeim efhum á þessari
plötu. Monster fer tvimælalaust í hóp
þess besta sem R.E.M. hefur sent frá
sér og þá þarf eiginlega ekki að segja
meira um gæði plötunnar.
Sigurður Þór Salvarsson
The Boys 2-The Boys
★ ★ Á
Batnandi Boys
The Boys era Amar og Rúnar
Halldórssynir - tveir islenskir
strákar í Noregi sem hafa sungið
eftirlætislög foreldra sinna og
kynslóðar þeirra inn á tvær tólf laga
plötur. Gamla slagara og popp frá
sjötta og sjöunda áratugnum.
Kannski hafa drengimir sjálfir meira
að segja gaman af þessum gömlu,
sígrænu lummum sem þeir syngja
þótt þeir séu báðir nýorðnir táningar
og ættu því eöli hlutanna samkvæmt
að hafa áhuga á einhveiju nýrra og
ferskara.
Það er eiginlega hálfgerð synd að
drengimir era að komast á þann
aldur að fara í mútur því að þeir era
að sækja í sig veðrið á söngsviðinu.
Fyrri plata þeirra var satt að segja
ekkert sérstök fyrir eyrað. Á The
Boys 2 fer ekkert á mihi mála að
drengimir era í sókn (auk þess sem
nýja platan er mun betur tekin upp
en hin fyrri). Raddir þeirra eru
fagmannlegri og áheyrilegri en áður,
enski framburðurinn betri og
heildaryfirbragðið hjá þeim Amari
og Rúnari einfaldlega miklu öraggara
en á frumrauninni.
Toppurinn á The Boys 2 er
tvímælalaust' Bítlalagið It Won’t Be
Long. Bræðumir fara einnig
eftirminnilega með The Mighty
Quinn. Raunar virðast þeir standa sig
betur í hröðum lögum en rólegum.
Sannast sagna era rólegu lögin, sem
hafa verið valin handa þeim, líka
orðin dálítið útvötnuð vegna mikillar
notkunar síðustu ár og áratugi.
Ásgeir Tómasson