Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1994, Blaðsíða 4
26
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
11@nlist
Brot af því besta
- erlend útgáfa fyrir jól
Nú gengur í garð tími plötuútgáfu
hér á landi og má með sanni segja að
útgáfan aukist ár frá ári. Jafnmargir
ef ekki fleiri titlar beijast um mark-
aðshlutdeild þetta árið og þótti
mörgum nóg komið um síðustu jól.
Tónlistarkálfur DV mun beita sér
fyrir því að kynna stóran hluta af
þessu efni fyrir lesendum fram að
jólum þó nokkuð ljóst þyki að ekki
komist allir að, enda stutt til jóla.
Þrátt fyrir þessa miklu útgáfu hér-
lendis má ekki gleyma öllum þeim
erlendu listamönnum sem leggja í
útgáfu á sama tíma.
Þessi grein er tileinkuð þessum
erlendu listamönnum og má hér á
eftir finna upptalningu á því helsta
sem ber fyrir augu og eyru þegar
erlenda útgáfan er skoðuð.
tnm
Útgefið í október
Fyrri hluta október kemur út ný
plata með bresku hljómsveitinni
Suede. Platan ber heitið Dog Man
Star. Bon Jovi gefúr út Best of plötu
og kallar hana Crossroads. Placido
Domingo gefur út plötuna From My
Latin Soul og Marylin Home gefur út
plötuna Divas in Song. Flestir muna
eftir munkunum sem sungu sig inn í
hjörtu Evrópubúa á síðasta ári. Frá
þeim er nú væntanleg ný plata sem
inniheldur jólalög og kallast hún
Canto Noel. Söngvarinn Jamiroquai
gefur út aðra plötu sína fyrir jólin og
kallast hún The Retum of the Space
Cowboy og Madonna gefur út plötuna
Bedtime Stories en þar á Björk
Guðmundsdóttir titillagið. Hljóm-
sveitimar Megadeath, Snap, East 17,
Yello, Digahle Planets og Cranberries
eiga allar plötur í útgáfuflóðinu.
í lok október kemur út jólaplata
með Mariah Carey sem kaílast ein-
faldlega Merry Christmas.
Sade gefur út Best of plötu og
loksins kemur Nirvana Unplugged
platan^en^næ|gir hafa eflaust beðið
^Jðtugagnrýni
nisliitu'
I lok október kemur út jólaplata með Mariah Carey sem kallast einfaldlega Merry
Christmas.
Stórhljómsveitin Aerosmith gefur út plötuna Big Ones í lok október.
eftir. Stórhljómsveitin Aerosmith
gefur síðan út plötuna Big Ones á
þessum sama tíma.
Nóvember og
desember
Stærstu titlar nóvembermánaðar
verða líklega að teljast nýja plata
Pearl Jam sem ber nafnið Vitaiogy,
önnur dúettaplatan með Frank
Sinatra og ný plata með þeim Robert
Plant og Jimmy Page sem ber
einfaldlega nafnið No Quarter.
Einnig verður þama að finna
plötur með Sting (Best of 1984-1994),
The Cult (The Cult), INXS (Best of),
Eagles (Hell Freezes over), Nina
Simone (Feeling Good: The Very Best
of), Hank Marvin & The Shadows
(Best of) og fleiri.
í desmeber kemur síðan út ný plata
með körfuboltakappanum og rapp-
aranum Shaquille O’Neal sem nefnist
Shaq-Fu: The Retum. Best of Gary
Moore kemur út á svipuðum tíma og
saga Michaels Jacksons (His Story)
er einnig á döfmni.
Þá er þessari upptalningu á allra
helstu erlendu titlunum lokiö og fólk
hefur vonandi haft ánægju af.
GBG
Kombóið:
★ ★
Vel gert en
óspennandi
Frekar hljótt hefur verið um plötu
Kombósins, sem ber einfaldlega nafn
sveitarinnar, en Kombóið er þannig
skipað: Ellen Kristjánsdóttir, söngur,
Þórður Högnason, bassa, Eövarð Lár-
usson, gítar, og Birgir Baldursson,
trommur. Ástæðan er kannski helst
sú að óskaplega lítið er að gerast á
plötunni. Ekki vantar að valinn mað-
ur er í hveiju rúmi og söngur og
hljóðfæraleikur er í háum gæða-
flokki, lögin eru einfaldlega ekki
nógu spennandi og þegar keyrt er á
jafn rólegum nótum og raunin er þá
þarf meira en góðan flutning til að
halda hlustandanum við efnið.
Það var löngu orðið tímabærtt að
Ellen Kristjánsdóttir, sem verið hefúr
ein okkar fremsta söngkona í mörg ár
fengi að láta ljós sitt skína á plötu og
þarf ekki að hlusta lengi til aö heyra
að hún hefur tekið framforum um
leið og tónhstin sem hún syngur er
orðin þyngri. Þótt rödd hennar sé
ekki mikil beitir hún henni einstak-
lega vel í lögum sem margar söngkon-
ur ættu erfitt með að koma til skila
með sóma og í ljósi þessa verður að
líta á plötuna sem byrjunarleik hjá
henni.
Það verður ekki sagt að hljómsveit-
in Kombóið valdi beint vonbrigðum,
þótt platan geri það laganna vegna,
hljómsveitin er samstillt og góð þar
sem enginn skarar ffam úr einum,
hefði ég viljað heyra þá félaga í átaka-
meiri verkum. Lögin eru hvert úr
sinni áttinni, útsetningar látlausar
um of. Ekki er hægt að taka eitt lag
fram yfir annað, aðeins eitt er sungið
á íslensku og er ég ekki frá því að
meira af slíku hefði bætt plötuna. En
ef framhald á að verða þá verður eitt-
hvað að vera í tónhstinni sem hrífúr.
Hilmar Karlsson
Seal - Seal:
★ ★ ★
Ljúfur
Flestir kannast núorðið við breska
söngvarann Seal. Hann steig sín
fyrstu skref inn á braut frægðarinnar
með plötusnúönum Ádamski í laginu
„Kiher“. í kjölfarið fylgdi stór plata
og auknar vinsældir söngvarans.
í ár gefúr hann út sína aðra plötu
og eim aukast vinsældimar. Platan
ber einfaldlega naöi söngvarans og
inniheldur 10 lög. Hún er meö ljúfú
yfirbragði og er það helst vegna sam-
blands hljóðfæra eins og kassagítars
og trommuheha sem hún fær þetta
sérstaka yfirbragð. Aragrúi tónlist-
armanna sphaði inn á plötuna og
Seal fékk th hðs við sig hina og þessa
upptökustjóra meðan á tökum stóð.
Tökumar stóðu yfir í tvö ár, þijá
mánuði, eina viku og tvo daga, aht
gert th þess að árangurinn yrði sem
mestur og bestur og hann lætur ekki
á sér standa. Þegar hafa lögin
„Prayer for the Dying“ og „Kiss fforn
a Rose“ gert góða hluti á vinsælda-
listum bæði hérlendis og erlendis.
Önnur lög sem standa upp úr þegar
hlustað er á hehdina em lögin
„Newbom Friend" og „Bring It On“
sem er í tveimur útgáfum á plötunni.
í hehdina er yfirbragðið ljúft og
þæghegt og vel þess virði leggjast út
af í stofunni heima hjá sér og láta
hugann reika meðan platan rthlar.
Guðjón Bergmann
Úr kvikmynd - Forrest Gump
★ ★ ★
Gott safn
gamalla
laga
Kvikmyndin um Forrest Gump,
sem nú fer sigurfór um heiminn,
spannar yfir ákveðið tímabh í sögu
Bandaríkjanna. Tónlist leikur stórt
hlutverk í myndinni eins og í mörg-
um kvikmyndum nú th dags og er
notuð th að undirstrika tíðarandann
hveiju sinni. Hér er sem sagt ekki
um sérsamda tónhst fyrir þessa mynd
að ræða heldur er safnað saman fjöl-
mörgum vinsælustu lögum áranna
ffá 1955 fram th 1980.
Það vekur þó athygli að eingöngu
er um að ræða lög flutt af bandarisk-
um listamönnum, þó svo staðreyndin
sé sú að bresk dægurtónlist setti ekki
síður sterkan svip á bandarískt þjóð-
líf á fyrrgreindu tímabhi. En safnið
er gott og gerir þessu skeiði poppsög-
unnar góð skh. Sérstaklega fær sjö-
undi áratugurinn að njóta sin en aht
að 2/3 laganna eru frá því tímabhi en
afgangnum er skipt a milli sjötta
áratugarins og þess og áttunda.
Auðvitað verður ahtaf eitthvað út
undan á plötum sem þessum og áhöld
um hvað eigi að vera með og hvað
ekki en flestöh stærstu nöfii banda-
rískrar dægurtónlistar þessara ára
eru hér samankomin. Þar á meðal má
nefiia: Elvis Presley, Creedence Clear-
water Revival, Arethu Franklin, Bob
Dylan, The Beach Boys, The Doors,
Simon & Garfúnkel, The Byrds, The
Supremes, Wihie Nelson og marga
marga fleiri. Forrest Gump er rétta
platan fyrir þá sem hafa áhuga á að
eignast prýðisgott safii af vinsælum
bandarískum lögum ffá 1955-1980.
Sigurður Þór Salvarsson
R.E.M.
- Monster:
★ ★ ★ ★
Monster fer tvímælalaust í hóp þess
besta sem R.E.M. hefur sent frá sér og
þarf eiginlega ekki aö segja meira um
gæði plötunnar.
-SÞS
Neil Young
- Sleeps wrth Angels:
★ ★ ★ ★
Sleeps with Angels verður ein af
skærustu perlum ársins 1994 og gott ef
ekki áratugarins.
-SÞS
Gilby Clarke
- Pawn Shop Guitars:
★ ★ ★
Pawn Shop Guitars kemur á óvart
fyrir fjölbreytni.
-ÁT
Frank Black
- Teenager of the Year:
★ ★ ★
Frank Black afsannar hér rækilega
minar fyrri kenningar um að hann sé
dauður úr öllum æðum.
-PJ
Prince
- Come:
★ ★ ★
Hér er á ferðinni verulega góð plata
sem á eftir að halda nafni Prince lengi
álofti.
-SÞS