Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1994, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 DV Ný plata með Bubba Morthens kemur út í dag: tónliöt r Sækir texta í frétta- þætti sjónvarpsins „Með nafni plötunnar er ég í senn að skírskota til þess að manneskjan lifir í þremur heimum og einnig þeirra tónlistarlegu stílbrota sem er að finna á henni,“ segir Bubbi Morthens þegar hann er beðinn að skýra út nafnið á nýjustu plötu sinni, Þrír heimar, sem kemur út í dag. „Ég held að hér sé um klassíska Bubba- plötu að ræða þótt vinnubrögðin við hana hafi verið öðruvísi en áður,“ heldur hann áfram. „Hún er unnin meira og minna undir hip hop áhrifum frá New York þótt þau blasi svo sem ekkert við í endanlegu útkomunni. Upptökustjórinn vildi ekki láta mig rappa. Sagði að ég væri fyrst og fremst melódíumaður og að hún þyrfti því að fá að njóta sín.“ Upptökustjórinn er Svíinn Christian Falk og er Þrír heimar fjórða platan sem hann vinnur með Bubba. „Mig langaði einfaldlega í nýjan hljóm sem ég vissi að íslenskir tónlistarmenn voru ekki með. Ég vissi að Christian var að vinna plötu með Neneh Cherry og hringdi í hann. Sem betur fer hittist svo á að hann átti dauðan tíma og við unnum plötuna saman með Eyþór Gunnars- son sem þriðja mann. Síðan voru nokkrir til viðbótar kallaöir til. Ellen Kristjánsdóttir raddar til dæmis með mér og KK tekur með mér lagið." Fréttafíkill Textar Bubba skipta miklu máli eins og fyrri daginn. Sungið er um allt milli himins og jarðar. Þó segist hann byggja þá minna á persónulegri reynslu en oft áður. „Ég er fréttafíkill" segir hann og gýtur augunum á skjáinn þar sem fréttaþulur BBC er í óðaönn að skýra frá friðarverðlaunum Nóbels. „Text- ann við Bleika þríhyrninga sótti ég til dæmis í fréttatengdan þátt hjá BBC þar sem verið var að fjalla um homma og lesbíur í fangabúðum þriðja ríkisins. Þetta fólk var merkt með þremur bleikum þríhymingum og það sætti hörmulegri meðferð hjá kvölurum sínum áður en endi var bundinn álífþess. Textinn við Atvinnuleysið er komið til að fara er til dæmis úr frétt í Ríkissjónvarpinu,“ heldur hann áfram. „Þar var fjallað um félagslega stöðu atvinnulausra og birtar maka- lausar yfirlýsingar stjómarliða um þá. Þar var mikil steypa á ferð. Svo ég nefni eitt dæmi til viðbótar varð textinn við Maður án tungumáls til þegar ég horfði á kór Verslunar- skólans hjá Hemma Gunn. Krakk- amir komu þarna fram meö brot úr Jesus Christ Superstar og sungu það á ensku þrátt fyrir að tvær íslenskar vikunnar Bubbi Morthens: Gleði- og drykkjuvísur verða hugsanlega efniviðurinn á næstu plötu. Ljósm. Grímur Bjarnason þýðingar á verkinu séu til. Mér varö svo mikið um að ég stökk til og hripaði hjá mér nokkur brot sem síðan urðu að þessum texta. Ég var alveg gapandi yfir móralnum hjá þessu unga fólki.“ íslenskir textar eru Bubba aug- sýnilega hjartans mál. „Fólk talar ofl um að enska sé mál rokksins," segb hann. „Hvers vegna er gríska þá ekk mál bókarinnar? Eiga rithöfundai ekki að skrifa allar sínar bækur á grísku ef við notum sömu röksemda- færslu? Nei, ég óttast að ansi margir af þeim sem syngja á ensku hafi frá litlu að segja og reyni að breiða yfir það með því að nota erlent tungumál." Endað á Litla-Hrauni Þremur heimum verður fylgt eftir með fimmtíu tónleikum víðs vegat um land á næstu vikum. Bubbi veröur einn með gítarinn og íhugar meira að segja að efna til þriggja klukkustunda útgáfutónleika í Borg- arleikhúsinu. „Svo enda ég á Litla- Hrauni á aðfangadag eins og venju- lega,“ segir hann. „Það eru loka- tónleikamir fyrir jól.“ Hann er ekki alveg viss um hvernig næsta plata hans verður - og þó. „Ég hef verið að semja gleði- og drykkjuvísur Bubba að undanförnu og er kominn með efni á svo sem hálfa plötu,“ segir hann. „í þeim syng ég um ýmsa eftirminnilega karaktera sem ég hef sukkað með á undan- fornum árum. Þetta eru litlar sögur af skemmtilegu fólki eins og til dæmis Magga vini mínum sem gat ekki gert þaö nema í leigubíl. Ég reyni að hafa húmor og kænileysi í þessum visum, svona í anda Ása í Bæ og Bellmanns. Mig langar líka að vinna meira í reggae-takti. Um GCD er lítið hægt að segja að svo komnu máli. Óvíst hvað gerist með þá hljómsveit. Við eigum að vísu eftir að skila einni plötu og þar sem við lentum í óvæntum fjár- hagserfiðleikum með aðra plötuna er aldrei að vita nema þeir verði kveikj- an að því að viö ráðumst í eina enn.“ Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þtjár léttar spumingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk aö launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það diskurinn Allar kenningar heimsins og ögn meira með ungrokkhljómsveitinni Mgps sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningamar: 1. í hvaða borg voru haldnir tónleikar Utangarðsmanna sem Smekkleysa sm/hf gefur bráðlega út á geisladisk? 2. Hvað heitir plata hljómsveitarinnar 66? 3. Er sekkjapípuleikari í hljómsveitinni Maus? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 27. október og rétt svör verða birt í blaðinu 3. nóvember. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 6. október: 1. Monster. 2. Blús. 3. Harmoníku. Er sekkjapípuleikari í hljómsveitinni Maus?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.