Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1994, Qupperneq 2
26 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1994 Ferðir_____________________________________pv Sædýrasafnið í Baltimore: Höfrungar að leik og líkt eftir hitabeltinu - af verslun, afþreyingu og menningarlífi í Baltimore, Washington og Annapolis Innri höfnin. Húsið með glerpýramídunum er Sædýrasafnið. í Baltimore og nágrenni er afþreying fyrir alla fjölskyld- una. Mikilvægt er að skipuleggja daginn vel fyrir fram og njóta þannig ríkulega þess sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða. DV-myndir GM Leiðsögukona í Annapolis klædd í 18. aldar föt til að gefa betri tilfinningu fyrir þeim tíma sem verið er að fjalla um. Baltimore í Maryland í Bandaríkjun- um hefur á undanförnum árum vax- ið svo mjög sem borg ferðaþjónustu og athafnalífs að eftir er tekið innan- lands sem utan. Fyrir um tveimur áratugum voru þar augljós hnign- unareinkenni og samdráttur á öllum sviðum. Undir forystu Williams D. Schaefers, þáverandi borgarstjóra og núverandi ríkisstjóra í Maryland, var þá hafist handa um algjöra end- ursköpun atvinnulífs og borgar- skipulags. Árangurinn varð glæsi- legur og er almennt talinn einn hinn markverðasti af því tagi í Bandaríkj- unum á síðari árum. Baltimore er nú orðin 13. stærsta borg landsins og fimmta stærsta flutningahöfnin. Miðborgin státar af iðandi mannlífi, verslunum, söfnum og hvers kyns aíþreyingu. Ferðafólk streymir að hvarvetna úr heiminum og frá öðr- um hlutum Bandaríkjanna. Á kortið hjá íslendingum Baltimore er smám saman að kom- ast á kortið hjá íslendingum enda hafa Flugleiðir haldið uppi samgöng- um þangað með hléi um nokkurt árabil. Baltimore hefur marga kosti fyrir ferðalanga, íslendinga sem aðra. Og vilji menn líta í kringum sig er ekki nema um einnar stundar akstur til höfuðborgar Bandaríkjanna, Was- hington, og um tveggja stunda akstur til höfuðborgar Marylands, Anna- polis, sem er afar sérstök borg gam- alla húsa og viðkunnanlegs and- rúmslofts. Bandaríkjamenn eru góðir heim að sækja. Hvarvetna mætir mönnum vingjamlegt viðmót. Verðlag er yfir- leitt í lægri kantinum miðaö við það sem við þekkjum hér á landi og gengi dollars gagnvart íslensku krónunni afar hagstætt þessa dagana. í versl- unarmiðstöðvunum er hægt aö gera reyfarakaup. Skemmtilegt sædýrasafn Flugið frá Keflavík til Baltimore tekur rúma sex tíma og síðan er um fjögurra stunda munur á tímanum hér heima og þar. Þegar lent er í Baltimore er klukkan að ganga tólf á miönætti að íslenskum tíma en að verða átta að staðartíma. Til að jafna sig á tímamuninum er því rétt að fara í háttinn með fyrra fallinu hafi menn ekki sofið þeim mun betur í flugvélinni. Þar sem almenningssamgöngur í Bandaríkjunum eru yfirleitt ekki eins fullkomnar og í Evrópu er skyn- samlegt að leigja sér bíl áður en farið er úr landi og aka sjálfur. Vegir eru vel merktir og akstur á þjóðvegum ekkert vandamál því Bandaríkja- menn eru að jafnaði tillitssamir öku- menn. Flugleiðir hafa gert samning við bílaleiguna Hertz og er afgreiðsla hennar í anddyri flugstöðvarbygg- ingarinnar í Baltimore. Hver og einn ferðalangur sem til Baltimore kemur ræður að sjálf- sögðu sinni dagskrá. Sumir vilja rölta um miðborgina og byrja dvöl- ina á rólegu nótunum með því að sækja söfn eða veitingastaði, aðrir fara strax á vit ævintýra í nágranna- borgunum eða út í verslunarmið- stöðvamar. í Baltimore er margt að sjá á tiltölu- lega htlu svæði. Mest er um að vera við Innri höfnina og í miðborginni. Af stööum sem mæla má sérstaklega með kemur Sædýrasafnið (National Aquarium) fyrst upp í hugann. Það mun eitt stærsta og tæknivæddasta safn sinnar tegundar í Bandaríkjun- um. Meðal undra þar inni er sérstakt svæði sem líkir eftir dýralífi og gróöri hitabeltisins. Höfrungar sýna listir sínar á degi hverjum og er hreint ótrúlegt að sjá hvað hægt er kenna þessum merkilegu skepnum. Þegar farið er um Innri höfnina er sjálfsagt að leigja sér bát (Water Taxi) og sigla um hafnarsvæðið. Bátamir stoppa á um 17 stöðum við höfnina þar á meðal við Sædýrasafnið. Fjöldi skemmtilegra verslana er í Baltimore, t.d. Lexington markaður- inn, matvörumarkaður sem er elsti markaður Bandaríkjanna sem er innandyra. Steinsnar utan við Balti- more er síðan verslunarmiðstöðin Towson Town Centre. Hún er heim- ur út af fyrir sig. Þeir sem fara til Bandaríkjanna til þess eins að versla geta í rauninni dvalið þar allan tím- ann og sífelit verið að uppgötva eitt- hvað nýtt. I fótspor 20 milljóna Höfuðborg Bandaríkjanna, Was- hington, er ekki stórborg af sama tagi og t.d. New York. En hún hefur margvíslegt aðdráttarafl og hana sækja heim um 20 milljónir ferða- manna á ári hverju. Ef menn eru á annað borð staddir á þessum slóðum er freistandi að sjá með eigin augum ýmsa þá staði og mannvirki sem svo mjög hafa verið og eru í heimsfrétt- unum: Hvíta húsiö, þinghúsið Capi- tolium, Watergate-bygginguna, Kennedy-listamiöstöðina, Arlington kirkjugarðinn eða söfnin einstæðu í miðborginni, t.d. flug- og geimferða- safnið. Gaman er líka að skoða gamla bæjarkjarnann, Georgetown, þar sem meðal annars er samnefndur háskóli og skemmtilegt verslunar- hverfi. íþróttaunnendur geta bókað miða á einhvern þeirra reglulegu körfuboltaleikja sem fram fara. Veitingastaðir eru fiölmargir í höf- uðborginni, en ætli menn að fara á einhvern hinna frægari staða, s.s. Kinkead’s við Pennsylvaniu stræti, er rétt að panta borð með góðum fyr- ’ irvara. Sérstætt andrúmsloft Þótt Baltimore sé stærsta og helsta borg í Marylandríki er Annapolis höfuðborg frá fornu fari. Annapolis er ákaflega fallegur bær og vinaleg- ur. Gömul hús, frá 17. og 18. öld, eru fiölmörg og setja sterkan svip á bæ- inn. Sum þeirra er hægt að skoða með sérstökum leiðsögumönnum. Þeir sem ekki hafa tíma til þess geta hins vegar notið þess andrúmslofts og stemmningar sem gömlu húsin skapa. í Annapohs er skóli bandaríska sjó- hersins og stunda á fimmta þúsund sjóliðsforingjaefni þar nám á vetri hveijum. Snýst bæjarlífið að tölu- verðu leyti um skólann og nemend- ur. Annapolis er á síðari árum orðinn . mjög vinsæll áningarstaður banda- ’ rískra siglingamanna. Smábátahöfn- in þar er heimahöfn fiölmargra segl- báta og skemmtibáta. Á dögunum var þar alþjóðleg bátasýning sem menn sóttu hvaðanæva úr heimin- um.Hægtersiglaumhöfninaogfara ( til dæmis á milli veitingahúsa á litl- um bátum. Höfrungar leika listir sínar í Sædýrasafninu í Baltimore. Hæfni þeirra er með ólíkindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.