Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1994, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 25* t A tónl©t: „Uppgangs- og hnignunar- saga almættisins... sem skapara alheims" - BJF með sólóplötu Mi Hann er hvað þekktastur sem einn aðallagahöfundur hljómsveitarinnar Nýdönsk sem þegar hefur gefið út 6 breiðskífur. Með hljómsveitinni hef- ur verið nóg að gera undanfarið við spilun á fjölum Þjóðleikhússins. En fyrir utan dyr leikhússins hefur hljómsveitin hætt störfum í bili. Þetta hefur gefið meðlimum sveit- arinnar tækifæri til að gera eitthvað annað, tækifæri sem Bjöm Jörundur Friðbjömsson greip fegins hendi því þann 25. okt. síðastliðinn kom út fyrsta einherjaplata kappans og nefn- ist hún einfaldlega BJF. Greip fyrsía tækifæri... ... sem gafst,“ segir BJF. „Ég var búinn að ganga með hugmyndina lengi í maganum en fram að þessu hafði mér ekki gefist tækifæri til þess að framkvæma hana.“ Nýja platan inniheldur 10 lög og era þau öll komin úr smiðju BJF. Sér til aðstoðar fékk Bjöm einvalalið tón- listarmanna. Eyþór Gunnarsson sá um píanóleik, Þorsteinn Magnússon spilaði á gítar, Ólafur Hólm tromm- aði, Bjöm sá um bassa, kassagítar og gítar og Sigurður Bjóla Garðarsson aðstoðaði sem upptökumaður og alhliða tónlistarmaður í senn. „Þetta var hópurinn sem gerði plötuna sem aðstoðaði mig við að útsetja," segir Bjöm en sjálfur var hann upptökustjóri. „Þetta er alltaf spuming um samvinnu." Auk ofan- talinna tónlistannanna koma Eyþór Arnalds, Daníel Á. Haraldsson og K.K. lítillega við sögu á plötunni. Þemað er „Ég hef alltaf leitast við að gera popptexta sem fjalla um annað en ástir og örlög ungmenna í nútíð eða fortíð.“ Lögin á plötunni vora meira og minna samin á tímabilinu jan- maí 1994, á kassagítar og píanó. Þema plötunnar var síðan ákveðin i janúar og textagerðin felld inn í. „Heildarsvipurinn er í textagerð- inni frekar en tónlistarstefnunni. Ég elti ekki tiskustrauma danstaktsins en á plötunni er miki* af gítarspili," segir BJF. Þema plötunnar er: „Upp- gangs- og hnignunarsaga almættisins sem skapara alheims." Til nánari útskýringar er það almættið sem segir söguna á plötunni....og það er gaman að horfa á hlutina frá hans sjónarmiði“. Að sögn BJF sturlast almættið á leið sinni í gegnum sköpunarsöguna, en til þess að fá nánari útskýringu eð honum en hún hefur verið tilbúin í nokkui ækisins er einfaldlega sú að nýlega kom rince og því ekki talið heillavænlegt aó ge íanninum strax þótt hann hafi skipt um naf ega koma nióur á sölu beggja platnann ymbol man) er hinn fúlasti enda afkastamik hans séu gefnar út jafnóðum c :alsmanna hans er honum nol þeim út. Að si nafn vikunnar Þann 25. okt. síðastliðinn kom út fyrsta einherjaplata Bjöms Jörundar og nefnist hún einfaldlega BJF. verður hver og einn að hlusta á plöt- una: Örþreyttur uppgjafatrúður Klippingin sem BJF hefur borið á undaförnum vikum hefur vakið verðskuldaða eftirtekt. „Hún er til þess að undirstrika örþreyttan uppgjafatrúðinn sem er sögumaður plötunnar." Þann 10. nóvember nk. verða haldnir útgáfutónleikar í Tunglinu. Tónleikagestir fá þá að vera í beinu sambandi við Himnasmiðjuna, auk þess sem mikil sýning verður sett í gang. Fram að jólum verða síðan hljómleikar í framhaldsskólum, á öldurhúsum Reykjavíkurborgar ogá ^ Akureyri. Björn Jörundur er sem sagt ekki bara bassaleikari, hann er tónlistarmaður. GBG Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurtnn fer þannig fram að í hverri viku em birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það önnur plata Bubbleflies, Pinocchio, sem er í verðlaun, en Bubbleflies höfðu áður gefið út plötuna The Worid Is still Alive. Hér koma svo spurning- amar: 1. Hljómsveitin Olympia mun gefa út plötu á næstu dögum. I hvaða hljómsveit var eini með- limur hljómsveitarinnar áður? 2. Hljómsveitin Spoon gef- ur út plötu á næstu vik- um. Hvað heitir lagið sem hún slóg í gegn með í sumar? 3. Nýjasta plata Bubbleflies heitir Pinocchio. Hvað þýðir Pinocchio? Heppnir vinningshafar fá nýjustu plötu Bubbleflies, Pinocchio, í verðlaun. Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr rétt- um lausnum 3. nóvember og rétt svör verða birt í blaðinu 10. nóvember. Hér eru á eftir koma svörin úr getrauninni sem birtist 13. október: 1. Einn. 2. The Boys 2. 3. Tvær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.