Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 3
?IMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 25 tónli0t I Diddú syngur dægurlög „Flest eru þetta lög sem ég hef hrifíst af í flutningi annarra söng- kvenna. Lög sem hafa mótað tónlist- arsmekk minn, jafnvel allt frá fjögurra til fimm ára aldri, Heyr mína bæn, Siboney og fleiri slík,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - um lagavalið á nýrri plötu sinni sem kom út um síöustu helgi. Platan nefnist Töfrar. „Þama eru nú reyndar líka tvö lög sem hafa ekki komið út áður,“ bætir hún við. „Annað heitir ísland og er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Hitt er eftir Gunnar Þórðarson og heitir Nú á ég allt. Hann samdi það sérstaklega fyrir mig. Ég hef nefnilega aldrei fyrr sungið lag sem var sérstaklega ætlað mér svo að ég fór til Gunnars og bað hann um eitt.“ Hún brosir. „Gunnar brást náttúr- lega vel við og samdi handa mér lag og Jónas Friðrik gerði við það texta.“ Það er Sinfóníuhljómsveit íslands sem leikur með Diddú á nýju plötunni. Bretinn Robin Stapleton stjómar, Þórir Baldursson útsetur og Björgvin Halldórsson hafði umsjón með útgáfunni og stjórnaði upp- tökum. „Robin Stapleton stjómaði hljóm- sveitinni á hálfri síðustu plötunni minni,“ segir Diddú. „Við völdum hann núna því að hann er vanur að vinna undir mikilli pressu. Við höfðum nauman tíma og urðum að vinna hratt. Stapleton stjórnar hljómsveit BBC í beinni útsendingu aðra hverja viku. Hann er líka alvanur að vinna með Kiri Te Kanawa. Að auki þekkir hann vel til verka þegar léttari tegund tónlistar er annars vegar. Maður verður að velja mann sem ræður vel við þessa stærð verkefnisins þegar ætlimin er að vinna hratt.“ Djassplata næst? Það er nokkuð algengt að söngv- arar sem fást alla jafna við sígilda tónlist syngi einnig dægurlög inn á plötur. Tenórsöngvarar hafa verið sérlega iðnir við það en Diddú segir að sópransöngkonur séu að færa sig upp á skaftið. Kiri Te Kanawa hefur sent frá sér slíka plötu og sömuleiðis Jessy Norman. „Eg hóf minn söngferil í dægur- tónlistinni og það stóð aldrei til að leggja hana alveg á hilluna," segir Diddú. „Ég er að vona að með nýju plötunni sé ég að brúa bil milli sígildrar tónlistar og dægurtónlistar. Ég sem einungis um eina plötu í einu við útgefandann en ef Töfrar ganga vel gæti ég vel hugsað mér að gera aðra svona plötu einhvem tíma síðar. Það er af nógu að taka, bæði íslensk- um lögum og erlendum. Síðan hef ég alltaf haft áhuga á léttum sígildum djassi og gæti vel hugsað mér að hljóðrita slíka plötu. Ég vil hins vegar ekki ganga of rösklega til verks. Það borgar sig að láta nokkur ár líða á milli platna. Markaðurinn er svo lítill að það er ekki á færi manna nema Bubba Morthens að senda árlega frá sér plötu. Kamelíufrúin Diddú fer með hlutverk Kamelíu- ■y 1 ¥Íkunnar Diddú: Eg gaeti vel hugsað mér að gera aðra plötu í þessum dúr síðar. Af nógu efni er að taka, erlendu og íslensku. Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson frúarinnar i óperunni La Traviata í íslensku óperunni eftir áramót. Syngur þar á móti Ólafi Árna Bjamasyni og segist hlakka mikið til. Hún er á fórum til Ítalíu til að búa sig undir hlutverkið. „Við ætlum að prófa að sigla til Evrópu eins og fólk gerði í gamla daga. Það er einhver rómantík eða ævintýraljómi yfir þeim ferðamáta," segir Diddú. „Við verðum í Verona i nokkrar vikur. Þar ætla ég að vinna með raddþjálfaranum mínum og túlkunarmeistaranum sem hjálpar mér að kafa í hlutverkið. Það útheimtir að ég þarf að sameina vel leikræna þáttinn og hinn söngræna svo að það er vissara að hafa tímann fyrir sér. Af þessum sökum get ég ekkert fylgt plötunni eftir fyrr en ég kem heim tólfta desember. Þá hef ég hálfan mánuð til að árita og gera annað sem þarf til að kynna gripinn. Ég vona bara að platan rúlli af sjálfu sér þangað til,“ segir söngkonan fjölhæfa sem er jafhvíg á óperutónlist gömlu meistaranna, dægurtónlist og djass og er tilbúin að sinna öllu saman á komandi árum. Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leik- urinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að laun- um frá fýrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það Kynja- sögur, önnur platan sem hljómsveitin Kolrassa krók- ríðandi sendir frá sér sem er í verðlaun. Hér koma svo spurning- amar: 1. Hvað hét fyrri plata Kolrössu krókríðandi? 2. Hvaðan kemur hljóm- sveitin Urmull? 3. Hver gaf nýlega út plöt- una Bísinn á Trínidad? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Aö þessu sinni er það Kynjasögur, önnur platan sem hljómsveitin Kolrassa krókríðandi sendir frá sér, sem er í verðlaun. DV-mynd ÞÖK Dregið verður úr rétt- um lausnum 10. nóv. og rétt svör verða birt í blaðinu 17. nóvember. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 20. október: 1. Stokkhólmi. 2. 66. 3. Nei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.