Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Qupperneq 4
26 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 V A : t@nlist Bong með mörg járn í eldinum -fyrsta stóra platan, Release, er að koma út um þessar mundir Fyrsta starfsár Bong dúettsins hefur verið viðburðarikt. Það sýna til dæmis staðirnir sem hann hefur komið fram á: Ingólfstorg, Heijólfs- dalur, Thamesá, Regent Park, Njálsbúð og Vopnaíjörður svo að nokkrir séu nefndir. Kannski er stærsti viðburður ársins einmitt að gerast í þessari viku þegar fyrsta stóra platan frá Bong kemur út. Hún heitir Release og hefúr að geyma tólf lög. Tvö hafa áður komið út á safnplötum, - lögin Furious og Do You Remember. Hið þriðja Live In A Life er einnig með en í breyttri útgáfu. Þá hefur fjölgað í Bong að und- anfórnu. Hingað til hafa Eyþór Arnalds og Móeiður Júníusdóttir verið einu liðsmennimir en nú eru Guömundur Jónsson gítarleikari, Jakob Magnússon bassaleikari og trymbillixm Amar Ómarsson komnir í hópinn. „Það er allt óljóst um hvort þessi fjölgun er til frambúðar eöa ekki,“ segir Eyþór. „Það er eins með tón- listina og stjómmálin að þar getur allt gerst. Reyndar er framtíðin síður en svoþrautskipulögð hjá okkur Móeiði. Ómögulegt að segja hvaða stefnu Bong tekur.“ Um tónlistina á plötunni segja þau að hún sé að þróast. Laglínan sífellt að koma betur í ljós. „Við ákváðum að hafa mikið af klassískum hljóð- færum á plötimni, strengja- og blást- urshljóðfærum. - Ög hefðbundin hljómborð nútimans urðu að víkja fyrir öðrum, gömlum og klassískum, svo sem Moog synthesizer, Farfisa, Fender Rhodes og fleiri slíkum. Tónlistin er vissulega dansvæn eins og fyrr en á plötunni er einnig tals vert af rólegum lögum." Bong verður nokkuð á faraldsfæti á næstunni. Heimsækir meðal annars Vestmannaeyinga, Akureyr- inga, ísfirðinga og Selfyssinga. Einnig er ætlunin að koma fram í skólum. Áheyrendúrnir geta ráðið því hvort um dansleiki eða tónleika er að ræða. Það fer eftir þeim sjálfum. Eyþór Amalds og Móeiður Júníus- dóttir segja það vera markmiðið að koma tónlist Bong á markað erlendis. Lagið Do You Remember hefur þegar verið gefið út í Þýskalandi, Bene- lúxlöndunum og Skandinavíu og þá hefur það. komið út á þremur safnplötum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þær eru með danstónlist úr ýmsum áttum og er áætlað að þær eigi eftir að seljast í hundrað til tvö Hörður Torfason með plötu númer þrettán „Af hverfu platan heitir Áhrif? Ja, það er svo margt sem hefur áhrif á mig. Til dæmis samvinnan við Jens Hansson, útsetjarann minn og aðal- ráðgjafa við gerð plötunnar. Sam- starf okkar heppnaðist með ein- dæmum vel og hann var nákvæm- lega sá sem mig vantaði til að vinna aö þessari plötu,“ segir Hörður Torfason um nafn sinnar nýjustu plötu sem er að koma út um þessar mundir. Áhrif er önnur platan sem Hörður sendir frá sér á árinu. Hin fyrri var Þel, safn áður útgefmna laga allt frá árinu 1971 til ‘92. Fyrir þá útgáfu endurvann hann lagið Dúfuna sem áður hafði komið út á plötu til styrktar Sophiu Hansen og þar lágu leiðir þeirra Jens fyrst saman. „Þá gerði ég mér grein fyrir að ég var búinn að finna manninn sem ég hafði verið að leita að fyrir næsta verk- efnið" segir Hörður. Á Áhrifum er tónlist frá ýmsum tímum. „Þetta eru eiginlega lög sem hafa ekki fengið að vera með hingað til því að ég hef ekki fengið þau til að falla að heildarmyndinni," segir listamaðurinn. „Ég get nefnt sem dæmi lagið Regn. Það er frá árinu 1973. Ég hef margoft flutt það á tónleikum en aldrei sæst almenni- lega við það fyrr en nú. Jens skildi strax hvað ég vildi með þessu lagi og tókst að koma því í þann búning sem ég er sáttur við. Regn er langelsta lagið á plötunni. Á henni er líka dálítið af lögum sem urðu tilbúin i sumar. Ég á alltaf dálítið.af ljóðum sem ég geymi og vinn í þegar mér hentar. Eg tíndi fram nokkur í vor og gekk frá þeim. Lögin verða til um leið og ljóðin og taka stundum breyt- ingum með ljóðunum þannig að yfirleitt verður hvort tveggja tilbúið í einu.“ Einyrki Áhrif er þrettánda plata Harðar Torfasonar. Hann hefur gefið út lögin sín sjálfur allt frá þriðju plötunni og segist kunna því vel að þurfa ekki að láta útgefanda hefta sig og fjötra. „Það hefur harla lítil breyting orðið á vinnunni við að gefa út plötur frá því að ég byijaði á þessu sjálfur," segir hann. „Þetta er vinna og aftur vinna. Það vill svo til að ég geri varla annað en að vinna. Maður þarf að vera duglegur við að halda konserta og koma sér á framfæri á annan hátt. Það er sama sagan núna og þegar ég var að byija að það verður enginn ríkur af plötunum sínum, ja nema kannski einn eða tveir sem eru á vegum stóru aðilanna." Hörður Torfason er með meira á prjónunum. Fyrir nokkru kom út kassetta með bamaefni eftir hann og síðan er hann að búa sig í að end- urútgefa gömlu plöturnar sínar á geisladiskum. Hann ætlar að hafa tvær plötur á hverjum diski og er hinn fyrsti væntanlegur á næsta ári. „Ég hef orðið var við að fólk langar að eignast þessar gömlu plötur. Þær eru löngu uppseldar og hafa verið ófáanlegar árum saman. Ég held því að það sé markaður fyrir þær. Hve stór hann er verður bara að koma í 3jós.“ Hörður Torfason. Starf einyrkjans á íslenskum hljómplötumarkaði hefur Irtið breyst síðan hann fór að gefa út plötumar sínar sjálfur DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson Bong. Það hefur fjölgað um þrjá í grúppunni en ómögulegt að segja hvort það verður til frambúðar. DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson hundruð þúsund eintökum. Það er berast víða á næstu vikum og erlendum hljómplötum sem inn- því ljóst að tónlist Bong á eftir að mánuðum, jafnt lifandi og á lendum. plt^tugagnrýni Almættið og BJF ★★★ Björn Jörundur Friðbjörnsson Það þarf á allan hátt sérstakan mann til að framkvæma hugmynd sem þessa. Horft á sköpunarsögima í gegnum augu almættisins, þemaplata á Islandi. Bjöm Jörundur hefur skapað sér sérstöðu í lagasmíðum sínum með hljómsveitinni Nýdönsk í gegnum tíðina. Hann telst þó seint til okkar ffemstu dægurlagasöngvara en rödd hans er engu að síður mjög sjarmerandi. Á þessum frumburði sólóferils hans skín þetta tvennt í gegn auk þess sem öll textasmíð jaðrar við snilld. Til að skilja plötuna veröur að hlusta á hana í heild sinni, hver texti, hver tónn geymir ákveðinn hluta sögunnar sem gæti auðveldlega túlkast sem guðlast en er í raun bara hugmynd. í byrjun fylgjumst við með „Æxlun“, plánetan verður að veruleika, „Vatnið" og „Ljósið". Þessi þrjú lög skapa óijúfanlega heOd í stíl Pink Floyd hvað varðar útsetningu. Næst skapar meistarinn „Leikfóngin" mennina í sinni mynd. Taktpælingar og lagasmið til fyrirmyndar. Svo kemur að því að almættið óskar sér þess að geta átt holdlegt samræði. Um þetta fjallar „Upprisan" á mjög svo sérstakan hátt og er að mínu mati besta lag plötunnar. Síðan fær meistarinn mikilmennskubijálæði þegar „Himnasmiðjan“ er sungin með meistaratöktum. Eftir það lag hefst hingnun almættisins og að mínu mati hefst hnignun lagasmíða Bjöms á þessum sama tímapunkti. Tónamir verða einungis fýlgifiskar hinnar bráðsnjöllu sögu sem á eftir kemur. Allur hljómur og hljóðfæra- leikur er eins og best verður á kosið enda engir aukvisar sem aðstoða Bjöm. Þegar horft er á plötuna í heild er sagan frábærlega undirstrikuð. Undursamlegar melódíur í upphafi og sífellt stígandi í tónsmíðunum eftir því sem nær dregur toppnum en óhnitmiðað haf tóna undirstrikar hnignun almættisins. Aðrir tónlist- armenn gætu tekið sér þessa plötu til fyrirmyndar hvað varðar texta- smíðar. Bjöm Jörundur hefur sýnt sig og sannað sem tónlistarmaður og textahöfundur í sérflokki. Guðjón Bergmann Suede - Dog Man Star ★★★ Staðið undir væntingum Bretar gera mikið að því að hefja ákveðnar hljómsveitir upp tO skýj- anna og hlaða á þær slíku lofi að það er aOt að því ómennskt að standa undir allri mærðinni. Hljómsveitin Suede er ein þessara rómuðu sveita sem lyft var á guðlegan staO jafhvel áður en hún gaf út fyrstu plötu sína. Hljómsveitinni tókst bærOega að standa undir væntingum og því biðu menn með öndma í hálsinum eftir framhaldinu. Það hefur nú htið dags- rns ljós og ekki verður annað sagt en hljómsveitin haldi dampi og jafh vel gott betur. í það minnsta er þessi nýja plata sveitarinnar mun heOd- stæðara verk en sú fyrsta en um leið pínulítið klisjukennd; menn em bún- ir að koma sér niður á formúlu sem gengur upp. Ekki er þó alveg hægt að miða stöðu sveitarinnar í dag út frá þessari plötu þrátt fyrir að hún sé ný, því undir lok plötuvnmslunnar fór Bemard Butler gitarleikari og annar aðaOagasmiður Suede, burt í fússi. í hans stað er kominn komungur pOtur, 17 ára, sem ku nálgast að vera undrabam í bransanum ef marka má bresku popppressuna. Áhrif hans á hljómsveitina em því óskrifað blað enn sem komið er og sama er að segja um brotthvarf Butlers. Hvað um það þá er Dog Man Star stórgóð poppplata, stútfuO af góðum melódískum lögum sem krefjast virkrar hlustunar. Sum hver em dálítið íburðarmikO og það sama má reyndar segja um útsetningar. AOt er þetta ákaflega vandað og mikið í lagt. Söngur Bretts Andersons er sérkapítuli út af fyrir sig, en þar er á ferðnmi aldeOis frábær söngvari. Hann sækir áhrif sín greinOega mik- ið tO Davids Bowies og reyndar verð- ur að segja það eins og er að tónlist Suede er öh eins og hún leggur sig undir miklum áhrifum frá Ziggy Stardust tímabih Bowies. Munurinn á meðferð Suede á þessum áhrifum og meðferð Dave Stewarts á sömu áhrifum sem hér var ritað um í síð- ustu viku, er sá að Suede reynir að nota þau tO að skapa eitthvað nýtt á meðan Stewart er bara í afritunar- deOdinni. Vissulega feUur Suede í þá freistingu á stöku stað á plötunni en við skrifúm slíkt á bemskubrek þar tO annað kemur á daginn. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.