Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
29
JOV
Besta platan okkar hingað til
- segir Helgi Björnsson söngvari um Blóð, nýjustu plötuna með SSSól
tónliQt:
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannigfram að í hverri
viku eru birtar þrjár léttar spurn-
ingar um tónlist.
Þrír vinningshafai-, sem svara öli-
um spumingum rétt, hljóta svo geisla-
disk að launum frá fyrirtækinu Japis.
Að þessu sinni er það platan Spilaðu
lagið, 20 ára afmælisútgáfa með
vinsælustu lögum hljómsveitarinnar
Mannakom, sem er í verðlaun.
Hér koma svo spumingarnar:
1. Hvað heitir ný bamaplata Olgu
Guðrúnar?
2. Nefniö a.m.k. 3 söngvara sem
syngja á plötunni Minningar 3.
3. Hvaða hljómsveit gaf nýlega út
plötuna Blót?
Rétt svör sendist DV, merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
8. desember og rétt svör verða birt í
blaðinu 15. desember.
Hvað heitir ný barnaplata "oí
Guðrúnar?
Hér em svörin úr getrauninni sem
birtist 17. nóvember:
1. Þór Eldon, Dr. Gunni, Heiða.
2. Real World Studio.
3. 3299 krónur.
Vinningshafar í þeirri getraun
sem fá plötuna „Æ“ með Unun em:
Gunnar Gunnarsson,
Asparfelli 2,111 Reykjavík.
Óskar Sæmundsson,
Lyngmóum 12, 210 Garðabæ.
Rögnvaldur Hjörleifsson,
Hringbraut 86,230 Keflavík.
Blóð, nýjasta plata hljómsveitar-
innar SSSól, er að mati Helga Bjöms-
sonar sú sem næst kemst því að gefa
hlustandanum til kynna hvernig
hann og samstarfsmenn hans fjórir
hljóma á tónleikum. Plötumar eru
orðnar sex talsins á sjö ára ferli
Sólarinnar. Allar hafa þær hlotið
góðar viðtökur og þegar við bætist
velgengni hljómsveitarinnar á hljóm-
leikum er vart ofmælt að segja aö
Helgi og félagar skipi vinsælustu
hljómsveit landsins þessi misserin.
„Já, Sólin eldist vel og nýjasta
útgáfan af henni er sú besta hingað
til," segir Helgi og auðheyrt er að
hann er stoltur af sér og sínum
mönnum. Þeir eru önnum kafnir við
það um þessar mundir að spila á
tónleikum víðs vegar um landið og
ætla að fóma bæði blóði, svita og
tárum við að kynna nýju plötuna allt
fram að jólum. Hún virðist lika vera
þess virði að hún se vel kynnt - að
minnsta kosti er Helgi Björnsson
sáttur við útkomuna.
„Mér finnst platan vera sú lang-
besta sem hljómsveitin hefur sent frá
sér hingað tÚ. Ég er stoltur af hennir“
segir hann. „Ég er ekki vanur að taka
svona sterkt til orða um eigin verk
en ég geri það heils hugar að þessu
sinni. Eg þakka árangurinn helst því
að lögin á plötnnni voru lengi í gerj-
un. Við komum vel æfðir í stúdíóið,
höfðum með okkur góðan upptöku-
mann og upptökustjóra og duttum
niður á réttu aðferðina við að taka
lögin upp. Við tókum allan hljóð-
færaleikinn upp „live“, síðan var
bætt við söng og smávegis af gítar,
allt hljóöblandað og platan var
tilbúin. Við erum margoft búnir að
ætla að vinna plötumar okkar svona
hrátt en hingað til höfúm við alltaf
gleymt okkur og unnið lögin of
mikið.“
Að gefa sig 130
prósent
Helgi bætir því við að sér fmnist
Aðalatriðið er að hafa gaman af því sem maður er að gera, segir Helgi Bjömsson söngvari.
tónlistin á nýju plötunni höfða til
breiðari hóps en til dæmis sú síðasta
semSSSólsendifrásérífyrra. „Lögin
em melódískari núna, ég hafði meira
að segja af því áhyggjur meðan á
vinnslunni stóð að platan yrði of
melódisk," segir hann. „Ég hef orðið
var við að margir halda að við
höföum eingöngu til fólks á aldrinum
sextán til tuttugu og fimm ára.
Vissulega em flestir á þeim aldri sem
koma og hlusta á okkur á hljóm-
leikum en ég hef það nú á tilfinn-
ingunni aö fleiri hafi gaman af okkur
og þá sér í lagi nýju plötunni."
Hljómsveitimai' kepptu haröar en
noklou sinni fyrr um hylli fólks á
sveitaböllum síðasta sumars. Það er
mál manna að þar hafi SSSól staðið
með pálmann í höndunum. Helgi
Bjömsson segir reyndar að þessar
skemmtanir eigi ekkert skylt við
sveitaböll fyrri ára þegar fólk á
ýmsum aldri kom saman og skemmti
sér eina kvöldstund. Sveitaböll
nútimans eru að hans áliti ekkert
annað en rokkhljómleikar og þar
gildir að halda vel á spöðunum ef vel
á að ganga.
„Aðalatriðið er að hafa gaman af
þessum konsertum sjálfur og gefa sig
hundrað og þijátíu prósent í hvert
skipti," segir Helgi þegar hann er
spurður um leyndarmálið að baki því
að vera á toppnum sumar eftir sumar.
„Það skiptir ekki máli hjá okkur
hvort tíu manns em í salnum eða eitt
þúsund. Við rokkum af jafnmiklum
krafti burtséð frá því hve margir em
að hlusta. Hingaö til höfum við ekki
þurft að aflýsa tónleikum vegna
lélegrar aðsóknar. Einu skiptin sem
konsertar falla niður hjá okkur era
þegar við komumst ekki á staðinn
vegna veðurs."
Það gerðist einmitt á dögunum á
Vopnafirði þegar Sólin komst ekki
þangað. Þá sömu helgi stóð flutn-
ingabíli hljómsveitarinnar tvívegis
fastur á Möðradalsöræfum en með
harðfylgi tókst. henni að brjótast til
byggða og alla leið til Eskifjarðar.
Þangað kom Sólin í tæka tíð til að
leika á dansleik en varð að sleppa
tónleikunum á undan.
Um komandi helgi þarf hljóm-
sveitin sömuleiðis að leggja land
undir fót. Hún leikur á útgáfutón-
leikum á skemmtistaðnum 129 á
Akureyri í kvöld, verður annað kvöld
í Bifröst á Sauðárkróki. Þaðan verður
ekið til Reykjavíkur, flogið til ísa-
fjarðar á laugardag, spilað í Sjall-
anum þar um kvöldið og síðan haldið
afhm til Reykjavíkur og skemmt á
Gauknum á sunnudagskvöld.
„Það getur reynt á menn að vera
rokkarar á íslandi þegar langt er liðið
á haustið," segir Helgi Bjömsson og
brosir dauflega. „En þetta er hlut-
skiptið sem maður valdi sér. Síðan
verðum við reyndar aðallega á höfuð-
borgarsvæðinu til áramóta nema
hvað við skreppum aftur norður
síðustu helgina fyrir jól. Stærsti
viöburðurinn hér syðra verður
konsert í íslensku óperunni 14.
desember þar sem við ætlum að spila
ásamt Unun og Spoon.“
Sólóplata?
Helgi Björnsson á alla textana á
plötunni Blóði og að þessu sinni á
hann að auki mestan hlutann í lög-
unum, Hingað til hafa allir liðsmenn
Sólarinnar verið skr ifaðir fyr ir þeim.
Helgi tekur fram að allur hópurinn
standi hins vegar að útsetningum að
þessu sinni. En í ljósi þessara breyt-
inga er ekki úr vegi að forvitanst um
hvort hann hyggi jafnvel á gerð
sólóplötu fyrr en síðar.
„Nei, það er ekkert slíkt í vænd-
um,“ segir hann. „Ég get þó ekki
neitað því að slíkt hefur komið til tals.
Stefnan á slíkri plötu? Ja, ætli ég
myndi ekki bara rokka enn harðar
en hingað til. Mig hefur alltaf langað
til að gera virkilega harða rokkplötu,
enn harðari en Blóð. Kannski kemur
einhvem tíma að því:“ SSSól
TOPIF
2@
1. Mannakorn
- Spilaðu lagið
2. Ýmsir
- Minningar 3
3. Utangarðsmenn
- Utangarðsmenn
4. Spoon
- Spoon
5. Olga Guðrún
- Babbídí-bú
6. Ýmsir
- Now 29
7. Birthmark
- Unfinished Novels
8. Unun
- æ
9. Strigaskór *42
- Blót
10. Sigga Beinteins
- Desember
11. Kolrassa krókríð-
andi
- Kynjasögur
12. Svanhildur
- Litlu börnin leika sér
13. The Prodigy
- Music for the Jilted Gen-
eration
14. Ýmsir
- Barnabros
15. Bryndís Halla/
- Steinunn Birna
16. Snælda & Snúð-
arnir
- Komdu kisa mín
17. Verkstæði jóla-
sveinanna
18. Bubbleflies
- Pinocchio
19. Auður Hafsteins-
dóttir
- Nocturne
20. Urmull
- Ull á víðavangi
Ef þú býrð úti á landi og
pantar 5 diska
af þessum lista,
er póstkröfukostnaður
enginn.
JAPIS3
tónlistardeild
Brautarholti og Kringlunni
Símar 625290 og 625200
Dreifing: Sími 625088