Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Side 4
30 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 l@nlist The Beatles: A nýju plötunni eru meöal annars lög sem hljómsveitin lék á Hamborgarárunum áður en hún sló í gegn. The Beatles kveðja ' I |B a X * r ser hljoðs a ny - Tvöfaldur 56 laga diskur kom út með hljómsveitinni í gær The Beatles, brautryðjendurnir margumtöluðu frá sjöunda áratugn- um, sendu í gær frá sér „nýja“ plötu, tvöfaldan geisladisk nánar tiltekið. Á diskunum eru samtals 56 lög, þar af þrjátíu sem hljómsveitin hljóðritaði aldrei með plötuútgáfu í huga. Öll voru lögin upphaflega leikin í út- varpsþáttum hjá breska útvarpinu, BBC. George Martin, upptökustjóri hljómsveitarinnar, fór yfir þessar gömlu upptökur, valdi efnið og bjó það til útgáfú. Meðal forvitnilegra laga á plöt- unni, sem nefnist Live at The BBC, er lagið I’ll Be on My Way eftir Lennon og McCartney sem upphaf- lega var samið fyrir Billy J. Kramer og var að finna á B-hlið smáskifu hans með laginu Do You Want to Know a Secret. Þá eru á plötunni nýjar útgáfúr sígrænna Bítlalaga svo sem Love Me Do og Ticket to Ride. Þá er að frnna fjöldann allan af lögum sem urðu vel þekkt með öðrum en Bítlunum. Má þar nefna I Got a Woman, That’s alright (Mama), To Know Her Is to Love Her og Hippy Hippy Shake. Lag það sem Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr hljóðrituðu nýlega og notuðu með rödd Johns Lennons af gamalli prufuupptöku er ekki á plöt- unni. Það lag biður sérstakrar safn- útgáfu sem unnið er að hjá Apple fyrirtækinu. Liður i vel heppnaðri markaðs- sókn í upphafi ferils The Beatles var að fá breska ríkisútvarpið tii að leyfa hljómsveitinni að gera sína eigin útvarpsþætti. Þeir urðu alls 52 á árunum 1962 til ‘65. Undir það síðasta höfðu fjórmenningarnir nánast engan tíma til að gera þessa þætti - og þurftu náttúrlega ekkert á þeim að halda lengur til að vekja á sér athygli. Þættir þessir voru margir hverjir mjög á léttu nótunum og snerust á stundum upp í hreinan fíflagang en eru núna, eftir um það bil þrjá ára- tugi, merkileg menningarverðmæti og hlekkur í sögu hljómsveitarinnar. Á nýju plötunni má meðal annars heyra orðaskipti hljómsveitarmann- anna og dagskrárgerðarmannanna Brians Matthews og Alans Freemans. Verðlagning endurútgefinna Bítla- platna á geisladiskum hefur þótt nálgast það að vera ósvifin. Það er sölumönnum því áreiðanlega léttir að nýja Bítlaplatan, Live at The BBC, verður seld frá útgefandanum á sama verði og aðrar tvöfaldar geislaplötur. Með nýju plötunni fylgja ítarlegar upplýsingar um hljóðritanimar og samstarf The Beatles og BBC. Þá er þar að finna talsvert af ljósmyndum af hljómsveitinni sem ekíd hafa birst áður. ÁT ^^tugagnrýni DinosaurTlr. - Without a So und ★ ★ ★ ★ Þunglyndis- rokk Myndin framan á umslaginu á þessari plötu og fyrsta lína textans í fyrsta laginu, „I feel the Pain of Everyone", gefa til kynna hvers kon ar andrúmsloft ræður ferðinni á plöt- unni. Þunglyndið ræður rikjum og satt að segja er platan svo þunglynd- AÍnil m E ^ p £•* 9 9 • 1 7*00 Verð aðeins 39,90 mín. 5 wv&nmimrm Krár Dansstaöir Leikhús Leikhúsgagnrýni Bíó Kvikmgagnrýni isleg að hún gæti nánast verið hættu- leg fyrir sálarheill manna i skamm- deginu. Dinosaur Jr. er tveggja manna hljómsveit. J. Mascis er leið- togi dúettsins og sér um hljómborð, trommur, gitara og söng, ásamt því að semja lögin. Mike Johnson virðist vera i hlutverki hjálparhellu, spilar á bassa og syngur bakraddir, ásamt ein- hveiju fleiru. Ýmsir aðstoðar menn fylla upp í restina. Söngstíll J. Mascis er afar sérstakur. Rödd hans svipar til Bonos í U2. Hann syngur mjög letilega, eins og það sé með herkjum að hann nenni þvi, og hljómar einna helst eins og Bono á róandi. Besta lag plötunnar er fyrsta lagið, Feel the Pain. Lag og texti eru einfóld en vel útfærð og mynda sterka heild sem kemur hughrifum til skila á áhrifa- rikan hátt. Klingj andi gítarleiknum svipar til stíls The Edge í U2, og það, ásamt rödd J. Mascis, varð til þess að þegar ég heyrði þetta lag fyrst í útvarpinu hugsaði ég: Hva! Eru U2 orðnir góðir aftur? Get out of This og Over Your Shoulder slást um silfrið á plötunni. Bæði lögin eru þung og til- finningaþrungin. Flest lög plötunnar eru annars frábær en platan í heild er svo stór þunglyndisskammtur að erfitt er að taka hann inn allan í einu. Fyrir þá sem hafa sterkar taugar er þetta besta platan í haust. Pétur Jónasson Sheryl Crow -Tuesday Night Music Club ★ ★ ★ Spennandi kokkteill Bandaríska söngkonan Sheryl Crow hefur vakið talsverða athygli upp á síðkastið og það ekki að ósekju. Lag hennar All I Wanna Do nýtur mikilla vinsælda bæði vestanhafs og austan og í kjölfarið hefur platan Tuesday Night Music Club slegið í gegn. Þaö má greini- lega heyra að Crow er upprunnin í bandarískum sveitajarðvegiþar sem blúsinn á líka rætur sínar. Saman við þetta tvennt blandar hún í tónlist sina slatta af soultón- list, poppi og fleiru svo úr verður forvitnilegur kokkteill. Crow semur lungann af lögum sínum sjálf í samvinnu við ýmsa aðila þar sem fer fremstur í flokki gitarleikarinn og upptökustjórinn Bill Bottrell. All Dans, dans, dans - danssafnplöturnar streyma á markaðinn Safnplötur með danstónlist hafa verið áberandi á markaðnum á árinu sem er að líða og þær eru enn að koma út. Fjrir nokkrum dögum sendi Spor . frá sér tvær slikar i einu og sama hulstr inu. Önnur heitir Reif í skeggið og hefur ekki að geyma gömul jólalög í dansútsetningum heldur nýja og nýlega tónlist, íslenska og erlenda. Hin platan er Dans(f)árið 1994 og er eins konar yfirlit yfir danstónlistina á árinu þar sem þó er stiklað á afar stóru. Nokkur íslensk lög eru á þessum tveimur plötum, svo og erlend lög með íslenskum flytjendum. Til dæmis syngur Sigríður Beinteins- dóttir útgáfu Friðriks Karlssonar á gamla Talk Talk-laginu It’s My Life. Bong býður upp á nýja útgáfu lagsins Devotion. Gott mál með Tweety er í svonefhdr i gump-blöndun og Þúsund andlit eru á ferð með nýja útgáfu af laginu Geggjað. Af öðrum þekktum flytjendum má nefna Seal, Max, Ace off Base, Whigfield, Inner Circle, Haddaway og 2 Unlimited. Samtals eru 32 lög á þessum tveimur plötum. Þá kom önnur dansplata út á dögunum, Trans Dans 3. Þar er sömuleiðis blandað saman innlendri og erlendri danstónlist. íslensku flytjendumir eru Scope og Dancin’ Mania og af þekktum erlendum má nefna Real U Reel, D J Bobo og Bomb the Bass. Danssafnplöturnar hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi á árinu. Ein þeirra, Reif í sundur, er meðal hinna mest seldu á síðari hluta ársins. Bong á tvö lög á plötunum Reif í skeggið og Dansffjárið 1994, lögin Devotion og Do You Remember. I Wanna Do er langt í frá eina fram bærilega lagið á plötunni; hér eru fjölmörg önnur lög sem verðskulda athygli þó ekki væri nema bara fyrir frábæran söng Sheryl Crow. Ekki skal neinu spáð um framtið Sheryl Crow þó svo hún sýnist hafa alla burði til að komast í fremstu röð. Dæmin um söngvara/söng- konur sem fara ótrúlega vel af stað en verða jafnskjótt að engu aftur eru svo mörg að best er að segja sem minnst. Þessi plata verðskuld- ar hins vegar alla at hygli. Sigurður Þór Salvarsson Luther Vandross - Songs ** Ohemju væmið Það er ekki heiglum hent að syngja gömul og þekkt lög svo vel fari og hefur margur söngvarinn farið flatt á þeirri hálu braut. Luther Vandross bætist nú í þann hóp og gerir það með stæl því hann fer ekki bara flatt á að syngja eitt lag heldur eru þau 13 talsins. Kannski er ósanngjamt að segja að hann klúðri þeim öllum en hann fer langt með það. Oftast er það yfirmáta væminn söngur hans sem gerir út um máhð en stundum bæta ofhlaðnar og íburðarmiklar út setningar um betur og fullkomna glæpinn. Annars staðar hefði þurft að útsetja lög upp á nýtt til að komast hjá óþægilegum samanburði, eins og tfi að mynda í lagi Robertu Flack, Killing Me Softly. Það nær auðvitað engri átt að ætla sér að syngja það óbreytt án þess að allir heyri rödd Robertu til samanburðar. Svo þekkt er þetta lag hennar. Það góða við þessa plötu fyrir Luther Vandross er að héðan getur leiðin bara legið upp á við. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.