Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Qupperneq 8
32 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 19&? Myndbönd Náinn samleikur tveggja góðra leikara getur verið upp og ofan. Oftar en ekki er egóið svo mikið að um samvinnu er ekki að ræða og líða þá viðkomandi kvikmyndir fyrir sllkt. Svo eru það aðrir frægir leikarar sem ná saman í hvelli og þá er engin spuming að slík samvinna hífir kvikmyndina upp. Þannig er samvinna Jack Lemmons og Walters Matthaus. Þegar þessir tveir stór- leikarar koma saman þá gerist eitt- hvað sem á ekkert skylt við hæfi- leika heldur kviknar á einhverju sambandi á milli leikaranna sem skilar sér á hvíta tjaldið. í gegnum kvikmyndasöguna hafa verið til margir frægir kvikmynda- dúettar, sérstaklega á sviði gaman- mynda. Upp í hugann koma Laurel og Hardy, Abott and Costello, og Jerry Lewis og Dean Martin, svo einhverjir séu nefndir, en leik- aramir í þessum dúettum hafa allir öðlast frægð beinlínis fyrir sam- starfið, og yfirleitt ekki náð neinum frama fyiir utan það, þó svo sannarlega megi segja að Dean Martin og Jerry Lewis hafi þegar leiðir skildi skapað sinn eigin far- veg, en þeir em undantekning. Jack Lemmon og Walter Matthau vora aftur á móti frægir leikarar sem héldu áfram að halda þeim stalli sem þeir vom komnir á sem einstaklingar eftir að þeir hófu samstarf, sem hefur gert þá að einum besta kvikmyndadúett sög- unnar. Fimm kvikmyndir á 28 árum Jack Lemmon og Walter Matthau Oft hefur þeim Jack Lemmon og Watter Matthau tekist vel upp en sjálfsagt hafa þeir aldrei verið fyndnari en í The Odd Couple sem gerð var 1968. Jack Lemmon og Walter Matthau: Við erum á sömu bylgjulengd hafa leikið saman í fimm kvik- myndum (JFK er ekki talin með, en þar vom þeir aldrei í sama atriði), allt em þetta gamanmyndir 'og þremur þeirra leikstýrði Biily Wilder, einn frægasti leikstjóri í Hollywood fyrr og síðar. Kvik- myndimar era The Fortune Cookie (1966), The Odd Couple (1968), The Front Page (1974), Buddy, Buddy, 1981 og Grumpy Old Men (1993). Grumpy Old Men, sem nú er í fjórða sæti á myndbandalistanum er ails ekki besta kvikmyndin sem þeir hafa leikið í saman, en hún varð þrátt fyrir frekar slaka dóma mjög vinsæl í Bandaríkjunum og er nú verið að undirbúa framhald. Þessar vinsældir má rekja beint til þeirra Jacks Lemmons og Walters Matt- haus, sem oft og tíðum ná að skapa 99*17*00 Verö aöeins 39,90 mín. 11 Dagskrá Sjónv. _2jDagskráSt. 2 3}Dagskrá rásar 1 4| Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5| Myndbandagagnrýni ^JÍsl. listinn -topp 40 _7j Tónlistargagnrýni bráðfyndin atriði. Eins og í flestum mynda þeirra er það Walter Matt- hau sem leikur þann grófa og kæm- lausa, en Jack Lemmon nöldur- segginn. Það era einmitt þessar óliku persónur sem þeir skapa sem er lykillinn að vinsældum þeirra. Mismunandi uppeldi Jack Lemmon og Walter Matthau fengu mjög ólíkt uppeldi og í uppeldinu er að hluta að finna skýringar á þessu farsæla samstarfi. Jack Lemrnon ólst upp í Boston, á heimili ríkra foreldra. Faðir hans var forstjóri fyrirtækis sem fram- leiddi kleinuhringi. Og leið Lemm- ons lá í gegnum einkaskóla og þaðan til Harvardháskólans, sem þykir finasfur vestanhafs. Strax í fýrstu hlutverkum sínum var hann vel greiddi séntilmaðurinn, stundum taugaveiklaður en oftast vel til hafður. Hann þróaði leikstil sinn og á að baki einstaklega gifturíkan leikferil þar sem hann hefur verið jafnvígur á gamanleik og drama. Walter Matthau aftur á móti ólst upp í fátækrahverfi í austurhluta New York borgar. Faðir hans var rússneskur gyðingainnflytjandi. Gróft útlit Matthaus gerði það að verkum að í byrjun leikferilsins var hann ávallt í hlutverkum glæpa- manna, má þar nefna The Kentuckian (1955) og Elvis Presley myndina King Creole (1958). Fljót- lega leiddí þó meðfædd kímnigáfa hans til þess að hann fékk gaman- hlutverk og oft þurftu gagnrýnendur að segja eitthvað um andlit hans. Einn sagði að andlit hans væri eins og óumbúið rúm og annar að andlit hans minnti á nautasteik. í einkalífinu hefur Jack Lemmon ávallt verið öðrum til fyrirmyndar, rólegur og ábyrgur heimilisfaðir, en í Grumpy Old Men leika Jack Lemmon og Walter Matthau nág- ranna sem hafa haldið stríðsástandi sín á milli gangandi í mörg ár. Walter Matthau hefur hins vegar fengið orð fyrir að vera óútreikn- anlegur og mjög stríðinn. Jack Lemmon segir áð þeir hittist aldrei án þess að Matthau fari að segja honum brandara á frönsku: „Ég skil ekkert hvað hann er að segja og ég er heldur ekkert viss um að hann kunni yffrhöfúð neitt í frönsku." Jack Lemmon segir að sjálfsagt sé engin ein skýring á hversu gott samstarf þeirra sé, en að hans mati sé ein aðalástæðan sú að þeir fylgi hvor öðrum eftir hvaö sem á bjátar: „Ef annar okkar tekur upp á að gera eitthvað sem er ekki alveg sam- kvæmt bókinni þá fylgir hinn á eftir og þetta getur gerst í miðri töku. Við erum ailtaf á sömu bylgjulengd. Það er eitthvað innan i okkur sem smellur sam£m á svona stundum." Króginn Stephen Frears tók sér smáhvíld frá öllum hasamum í Hollywood og gerði The Snapper I írlandi. Það sem hefúr heillað Frears er öragglega bráðsnjallt handrit eftir Roddy Doyle, þann hinn sama og skrifaði The Commitment. Og Frears og Ðoyle valda ekki vonhrigðum. The Snapper er með hetri gamanmyndum en um leið mjög írsk. í myndinni skyggnumst við inn í líf Curleyfjölskyld- unnar sem er dæmigerð verkamarmafjöLskylda sem hrærist i litlum og lokuðum heimi. Allt verður vitlaust í fjölskyldunni þegar elsta dóttirin tilkynn- ir að hún sé með bami. Til að bæta gráu ofan á svart neitar hún að gefa upp hver bamsfaðirinn er. Eins og gefur að skilja taka flölskyldumeðlimir þessu misveL Elsti bróðir hennar býðst til að berja í klessu þann sem gerði hana ófriska þegar öðrum systkinum hennar finnst þetta engin stórfrétt. Foreldamir hugsa aöallega um hvað nágrannamir muni segja. The Snapper er uppfúll af skemmtilegum uppákomum og hrár leikur aUra leikaranna gefur myndinni sérstakt og óvenjulegt yfirbragð. THE SNAPPER - Útgefandi: Háskólabíó ci tinbiCf! $\ncmi$i\K)ÉÍlv8t luftundi Ot; r^«.v ,***«—,■*«««: wr„ui W»1« JR Leikstjóri: Stephen Frears Aðalhlutverk: Colm Meaney, Tma Kellagher og Ruth McCabe Bandarísk, 1993. Sýningartími 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum -HK f^) Heíma hjá ömmu Lost in Yonkers er gerð eftir samnefhdu leikriti eftir Neil Simon sem sýnt var i Borgarleikhúsinu i fýrra. Lost in Yonkers er misgóð kvikmynd. Bestu atriðin era þau sem greinilega em tekin beint út úr leikritinu. En þegar sagan er flutt út fýrir ramma leikritsins missir hún dampinn. Aðal- persónumar em tveir imgir bræður sem komið er í fóstur hjá ömmu á meðan faðir þeirra er að ná fótfestu í lífinu. Drengimir em síöur en svo hrifnir þar sem amma þeirra er hin versta gribba. Strákamir eiga þó hauk i homi sem er frænka þeirra, Bella. Hún er smáskrýtin en mjög skemmtileg. Fjör færist i leikinn þegar fóðurbróðir þefrra, Louie, kemur í heimsókn en hann er á flótta undan glæpamönnum. Öll fjölskyldan er samt hrædd við ömmu gömlu sem hefur i heiðri sérstakar uppeldisreglur. Miðað við aila þá um- fjöllun og verðlaun sem leikritið hefúr fengið hlýtur að tapast mikið í kvik- myndinni sem aldrei nær almennilega flugi þrátt fýrir góðan leik flestra leikara. LOSTIN YONKERS - Útgefandi: Skífan Leikstjóri: Martha Coolidge Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Mercedes Ruehl og Irene Worth Bandarísk, 1993. Sýningartími 110 mín. Leyfð öllum aldurshópum -HK m Fórnarlamb eigin sköpunar The Dark Half er gerð eftir einni af skáidsögum Stephens Kings. Áðalpersónan er ríthöfUndurinn og háskólakennaranum Thad Beaumont sem skrifar tvenns konar ritverk. Undir eigin nafni skrifar hann listrænar sögur en undir öðra nafni vinsælar hryllingssögur um söguhetjuna George Stark sem er heldur ógeðfelldur náungi. Þegar einn nemenda hans kemst að því að hann hefur skapað Stark og reynir að hafa af honum peninga ákveður Beaumont að hætta að skrifa þessar bækur. En þá fara gerast atburðir í raunveruleikanum sem hann hefUr aðeins skrifað i sögunum um Stark. Stephen King hefur einstakt lag á að hugsa upp áhuga- verðan söguþráð og þótt hann hafi áður skrifað um rithöfUnda sem lenda í beinum eða óbeinum tengslum við persónur sínar þá er The Ðark Half skemmtilega flókin en um leið óraunsæ og stund- um erfitt að tengja saman atburði. The Dark Half er leikstýrt af George A. Romero sem hefUr gert betri myndir - en einnig verri. THE DARK HALF - Útgefandi Skifan Leikstjóri: George A. Romero Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Amy Madigan og Julie Harris Bandarísk, 1994. Sýnlngartimi 117 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK Rán í lofti í Persaflóastriðinu komust hinar fullkomnu Stealth-þotur Bandaríkjanna i heimsfréttimar en þær náígast það að vera hið fullkomna árásarvopn í lofti og er hrifningin mikil yfir hæíni þeirra. Þeir milljarðar sem hver og ein kostar er einnig frétta- efiil Interception er að sumu leyti dýrðaróður til þessara flugvéla en myndin tjallar um tilraun til að ræna tveimur þeirra á djarflegan hátt. Verið er að flytja tvær slikar i stórri flutningavél og er áhöfnin grunlaus um að í bígerð er fifldjarft rán á þot- unum. Vél sem á að sjá þeim fyrir bensini á flugi laumar mannskap um borð i stað þess að dæla bensíni og era glæpamennirnir ekki lengi að yfir- buga áhöfiiina sem á sér einskis ills von. Það hafði samt ekki verið reiknað með að farþegi væri um borð og því siður þaulvanur orrustuflugmaður á Stealth-þotu. Þegar flugmaðurinn gerir sér grein fyrir aðstæðum snýst hann til vamar. Interception er nokkuð spennandi en sviðsetningar em viðvaningslegar og greinilegt er að aldrei sjáum við alvöm Stealth-þotu, módelin em látin duga. Þá er sagan um ránið ósannfærandi. INTERCEPTION - Útgefandi: SAM-myndbönd Leikstjóri: Michael Cohn Aðalhlutverk: Andrew Divoff, Jurgen Prochnov og Elizabeth Morehead Bandarísk, 1992. Sýningartími 89 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK Dai;k Half

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.