Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1994, Blaðsíða 4
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 Hljómföng Olympia: Olympia Það er óþarfl að kynna Sigurjón Kjartansson fyrir rokkurum en hann var óopinber leiðtogi hljómsveitar- innar HAM, þar sem hann var laga- höfundur og gleðigjati. Nú er Sigur- jón mættur með sólóplötu undir nafninu Olympia. Platan er fjölbreytt að innihaldi en einhverjir hafa sett merkimiða með óperudiskórokki á sum laganna. Sigurjón fær fjölda manns til liðs við sig: Arnar Geir Ómarsson, trommur, Eirík Sigurðs- son, gítarsóló, Kjartan Sigurjónsson, orgel, Jóhann Jóhannsson, Kurz- weill K2000, Hrafn Thoroddsen, píanó og Margréti Kristínu Blöndal og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur sem syngja. Sigurjón sér um allan annanflutning. Smekkleysa/Japis Verð: 1.999 kr. Söngvarar* Björn Jörundur Friöbjörnsson: BJF Hér er á ferðinni fyrsta sólóplata Björns Jörundar Friðbjörnssonar sem starfað hefur með hljómsveit- inni Nýdönsk. Björn fer ótroðnar slóðir í sinni tónlistarsköpun en plat- an er undir leikhúsáhrifum. Öll lög og textar eru eftir Björn Jörund en honum til aðstoðar á plötunni eru Eyþór Gunnarsson, Sigurður Bjóla, Þorsteinn Magnússon, Ólafur Hólm o.fl. Björn stjórnaði sjálfpr upptök- um. Skífan. Verð: 1.999 kr. Bubbi: Þrír heimar Við gerð þessarar plötu fékk Bubbi til liðs við sig Svíann Christian Falk en þeir unnu einnig saman að plöt- unum Frelsi til sölu, Nóttin langa og Sögur af landi. Christian stjórnar upptökum á öllum lögum plötunnar utan tveimur þar sem Bubbi er við stjómvölinn og Eyþór Gunnarsson. Á plötunni má merkja áhrif frá rappi, hip-hoppi og ska-tónlist en þar er að finna allt frá rólegum baUöðum til rífandi rapps. Textar eru allir eftir Bubba og liggur hann ekki á skoðun- um sínum fremur en fyrri daginn. Skífan. Verð: CD 2.199/snælda 1.599 kr. Bubbi: Dögun Hér er endurútgefin mest selda plata Bubba á 14 ára ferli hans en hún hefur verið ófáanleg um hríð. Megin- hluti 20 þúsund seldra platna voru vinylplötur en nú hefur Dögun verið endurunnin með stafrænni tækni og hljómar því betur en á þeim fáu geislaplötum sem seldust á sínum tíma. (Geislavæðingin yar þá skammt á veg komin). Útlit fyrri geislaplötunnar heldur sér að mestu utan hvað myndin af bakhlið vinyl- plötuumslagsins er á bakhlið nýju útgáfunnar. Spor. Verð: 1.599 kr. Megas: Megas Fyrsta plata Megasar er loksins kom- in út á geislaplötu en hún kom fyrst út árið 1972. Meðal laganna fimmtán eru Gamli sorrí Gráni, Spáðu í mig og Þótt þú gleymir guði. Mergjaðir textar Megasar fylgja. Skífan. Verð: 1.699 kr. Bjartmar Guðlaugsson: Bjartmar Eftir nokkurt hlé er Bjartmar Guð- laugsson kominn aftur á kreik. Und- anfarin tvö og hálft ár hefur Bjart- mar verið búsettur í Óðinsvéum í Danmörku þar sem hann hefur stundað listnám hjá danska listmál- aranum Bendt Veber. Samhliða list- náminu hefur Bjartmar flutt tónlist sína vítt og breitt um Danmörku. í sumar kynntist hann sænsku hljóm- sveitinni Bad Liver og hóf að starfa með henni. Bjartmar fór í Silence hljóðverið í Koppom í Svíþjóð í okt- óber á ásamt Bad Liver og fleirum þar sem 14 ný lög voru tekin upp „live“. Hrynjandi/Skífan. Verð: 1.999 kr. Siggi Björns: Bísinn á Trinidad Siggi Bjöms er einn sjóaðasti trúbad- or landsins. Fyrir nokkrum árum hætti hann sjómennsku og einsetti sér að reyna að lifa af spilamennsk- unni. Smám sama.n fjölgaði atvinnu- tækifærunum og nú hefur hann ferö- ast um landið þvert og endilangt og gott betur; um allan hnöttinn. A þess- ari fyrstu plötu sinni syngur Siggi á íslensku um íslenskan raunvem- leika. Japis. Verð: 1.999 kr. Bjarni Tryggva: Svo lengi sem það er gaman Platan inniheldur 13 ný lög með Bjarna. Fjöldi þekktra tónhstar- manna aðstoðar Bjama á þessari plötu. Þar má nefna Jakob Magnús- son, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tóm- asson, Rut Reginalds o.fl. Áður út- komnar plötur með Bjarna em Mitt lífog Önnurveröld. Með buxurnar á hælunum/Spor. Verð: 1.999 kr. Kwl CuörMXMn ^ Karl Guðnason: Trúðurinn Undanfarin sjö ár hafa Krossgötur gefið út tónlist með kristilegum bosðkap í fjáröflunarskyni fyrir starf sitt. Fyrir þessi jól er gefin út fyrsta sólóplata Karls Guðnasonar, Trúð- urinn. Hún hefur að geyma 11 lög, gospeltónlist með kántríáhrifum. Krossgötur/Japis Verð: 1.999 kr. Rúnar Júlíusson: Síðbúin kveðja Þessi plata er gefin út í minningu bandaríska tónlistarmannsins Tims Hardins sem samdi fjöldan aUan af þekktum lögum. Má þar nefna If I were a carpenter, Reason to belive, How can we hang on to a dream? ofl. Rúnar tekur lög Hardins. Geimsteinn Verð: 1.490 kr. Miriam Óskarsdóttir: Miriam Miriam Óskarsdóttir syngur hér gospellög með hjálp úrvalshljóðfæra- leikara og stórs hóps söngvara. Með- al laga eru Leggðu hönd, I vinfengi við Salómon, Syngdu í dag og Kvöld- bæn. Allur ágóði af sölunni rennur tilhjálparstarfs. Hjálpræðisherinn/Spor. Verð: CD 1.999 kr./snælda 1.599 kr. MEGAS millilending Megas: Millilending Önnur plata Megasar er hér á geisla- plötu en hún kom upphaflega út 1975. Á henni eru 9 lög, þar á meðal hiö sígilda Ragnheiður biskupsdóttir. Textablaðfylgir. Skífan. Verð: 1.699 kr. -tk, ^ ð kty' fatfcls Björk: Endurhljóðblönd- uð lög af Debut Hér flytur Björk Guðmundsdóttir sex endurhljóðblönduð lög af hljóm- plötu sinni Debut. Titill plötunnar er á ensku og hljómar svo: „The Best Mixes from the Album DEBUT for all the people who don’t buy white- label“. Japis. Verð: 999 kr. The Boys: The Boys 2 Dúettinn The Boys, Rúnar og Arnar Halldórssynir, er hér með sína aðra plötu en hann hefur notið mikillar velgengni hér heima og í Noregi. Á þessari plötu syngja þeir bræður 12 þekkt dægurlög. Þar á meðal eru lög- in You Drive Me Crazy, When Will I Be Loved?, Breaking up Is Hard to Do, Love Hurts og Oh Carol. Busk Records/Skífan. Verð: CD 1.799/snælda 1.299 kr. Bubbi: Blús fyrir Rikka Þessi tvöfalda plata er teikin upp á hljómleikaferðum Bubba um landið og í stúdíói 1985 og 1986. Nú er hún fyrst fáanleg á geislaplötum en nú- tímatækni hefur verið notuð til að endurbæta hljóminn. Á plötunni tek- ur Bubbi lög eins og Rauða fána, Skutulinn, Giftu þig 19, Vilmund, ís- bjarnarblús, Blús fyrir Rikka, Me- skalín og Rómeó og Júlíu. Spor. Verð: 2.499 kr. HörðurTorfa: Áhrif Hér sýnir Hörður Torfason, braut- ryðjandi og frumkvöðull í íslenskri tónlist, á sér nýjar hliðar. Bregður hann fyrir sig ýmsum tónlistarstefn- um, eins og tangó, salsa, sveitatón- list, jassi og blús. Hörður er höfundur áilra-laga og ljóða. Um undirleik, auk Harðar, sem leikur á gítara, sáu Jens Hansson, saxar og hljómborð, Björg- vin Gíslason, gítar, Georg Baldurs- son, bassi, Baldvin Sigurðsson, bassi, og Dan Cassidy, fiðla. Skífan. Verð: 1.999 kr. Safnplötur Ýmsir flytjendur: Reif í skeggið - Dans(f)árið 1994 Reif í skeggið er áttunda platan í Reif-útgáfuröðinni en þær innihalda allar danstónlist. Hér er platan Dans(Dárið 1994 gefrn út með. Reif í skeggið inniheldur 17 ný lög sem eru núna eða um það bil að verða vinsæl í Evrópu. Þar má nefna lag Whig- field, Ánother Day, Let the Dream Come True með D. J. Bono, Move It up með Capella o.fl. Þá eru einnig ný íslensk lög á plötunni: Fantasia með lagið Seven og Gigabyte, sem Sigríður Beinteinsdóttir fer fyrir, með lagið It’s my life. Þá er þarna að finna endurhljóðblandanir á Góðu máli með Tweety og Devotion með Bong. Á dansffiárinu 1994 er safn vinsælla danslaga frá þessu ári, alls 15 lög. Spor. Verð: 2.699 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.