Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 27 Messur Árbæjarkirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Jólastund sunnu- dagaskólans. Guðsþjónusta kl. 14. Tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar við guðsþjónusturnar. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Jólasöngv- ar fjölskyldunnar kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónasson. BÚStaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Páimi Matthíasson. Digraneskirkja: Barnasam- koma í Digraneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Aðventuhátíð barnanna kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Tekið verður við söfnunarbaukum Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Jólasöngvar Dóm- kórsins kl. 22. Stjórnandi Mar- teinn H. Friðriksson. Eyrarbakkakirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fella- og Hólakirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestarnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14. Kl. 17 er fólk á öllum aldri boðið velkomið til að syngja sam- an jólasöngva I Safnaðarheimilinu að Laufásvegi 13. Cecil Haralds- son. Grafarvogskirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Jólastund fjölskyldunnar kl. 14. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Jólatrés- skemmtun barnanna kl. 10.30 (ath. breyttan tíma). Aðventutón- leikar kl. 14. Tónleikunum lýkur með helgistund. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Fjölskyldu- messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Ensk jólamessa kl. 16. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kl. 21. Að- ventutónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju. Háteigskirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kl. 21. Að- ventusöngvar við kertaljós. Hjallakirkja: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kristján Einar Þor- varðarson. Keflavíkurkirkja: Jólasöngv- ar fjölskyldunnar kl. 11 og jóla- skemmtun sunnudagaskólabarna. Kópavogskirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Jólaball barnastárfsins í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10 Sr. Karl Sigurbjörnsson. Langholtskirkja, Kirkja Guð- brands biskups: Helgistund kl. 14 i umsjá vistfólks að Skaftholti í Hreppum. Sveiflumessa kl. 20.30 á vegum ÆSKR og Kjalarnespróf- astsdæmis. Allir velkomnir. Laugarneskirkja: Jólasöngv- ar fjölskyldunnar kl. 11. Jóla- skemmtun barnanna kl. 12 í umsjá mæðramorgna. Ólafur Jóhanns- son. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubilinn. Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Kl. 11. Jólasöngvar allrar fjölskyldunnar. Áður en stundin hefst verður kveikt á jólatrénu fyrir utan kirkj- una. Prestursr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Afturelding og FH eigast við í Mosfellsbænum á morgun. Þessi mynd er frá fyrri viðureign liðanna sem FH hafði betur i og sýnir Guðjón Árnason, fyrirliða FH, reyna að brjóta sér leiö fram hjá Alexei Trufan og Róbert Sighvatssyni. Síðasta umferð ársins í 1. deild karla í handknattleik: Spennandi leikir Siðasta umferðin í Nissan-deild- inni í handknattleik á þessu ári fer fram á morgun, laugardag, og heijast allir leikirnir klukkan 16.30. í Digranesi leika HK og KA. HK- liðinu hefur vegnað illa á tímabilinu en KA hefur að sama skapi átt nokk- uð góðu gengi að fagna. KA-menn eru því sigurstranglegri en enginn skyldi þó vanmeta HK-inga. Stjaman og KR eigast við í Garðabæ. Fyrirfram eru Garðbæing- ar sigurstranglegri en KR-ingar hafa átt ágæta kafla í vetur og gætu veglt Stjörnumönnum undir uggum nái þeir að stilla saman strengi sína. Haukar og ÍR leika í Hafnarfirði. Þama er um hörkuviðureign að ræða enda bæði lið skipuð miklum baráttumönnum. ÍR-ingar unnufyrri viðureign þessara liða á heimavelli sínum og Haukar hafa örugglega hug á að ná hefndum. íslandsmeistarar Vals fá Selfyss- inga í heimsókn. Leikir milli þessara liða hafa ávallt verið baráttuleikir en þaö verður ömgglega á brattann á sækja fyrir Selfyssinga enda Vals- menn geysisterkir á heimavelli. í Mosfellsbænum má búast við hörkuviðureign þegar heimamenn í Aftureldingu fá bikarmeistara FH- inga í heimsókn. Liðin em á svipuð- um slóðum á stigatöflunni og em til- tölulega jöfn að getu og því ógerning- ur að spá fyrir um úrslit. í Víkinni fá Víkingar ÍH í heimsókn og miðað við frammistööu liðanna í vetur vinna Víkingar léttan sigur. Á laugardagskvöld munu hand- boltamenninir ásamt stuðnings- mönnum og fleirum hittast á jóla- dansleik sem fram fer á Hótel ís- landi. Húsiö verður opnað klukkan 23.30. Hljómsveitin Vinir vors og blóma mun halda uppi fjörinu til klukkan 3. Miðasala á dansleikinn er á skrifstofu HSÍ og í miöasölu Hótel íslands. Ferðafélagið: Tungl- vaka Á laugardagskvöld verður Tungl- vaka Ferðafélagsins og Alisnægta- klúbbsins. Frá kl. 18.30-19.30 verður heitt á könnunni í Mörkinni 6 en kl. 20 verður brottför á-vit ævintýranna. Til baka verður komið um kl. 23. Stutt gönguferö á fullu tungli, bál og fleira. . Á sunnudag verður gengið á Esju. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá Um- ferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. Sú leið sem farin verður liggur upp með Flóðará austan Esjubergs, inn ein- stigi gilsins og þaðan upp bratta hlíð Kerhólakambs. Þessi leið blasir við og lýsir sér því sjálf af þjóðvegi. Á þessari leið i bjartviðri er skemmti- legt að virða fyrir sér hin hrikalegu hamrabelti og gljúfur. Þrjú allstór gil falla niöur vesturhlíð Gljúfurdals, er hið vestasta nefnt Árvallargil, kennt við Árvöll, bæ sem var ofan og vestan við Esjuberg, næst er Hestgil og þá Sauðagil. Leiðin upp liggur milh hinna síðarnefndu gilja. t.liumi A sunnudag verður gengið á Esjuna Handbolti: Heii umferð hja köriunum Leikir í Nissan-deildinni í handknattleik á morgun, laug- ardag, eru þessir: HK-KA..................kl. 16.30 Stjarnan-KR............kl. 16.30 Haukar-ÍR..............kl. 16.30 Valur-Selfoss..........kl. 16.30 Afturelding-FH...kl. 16.30 Víkingur-lH............kl. 16.30 Fjorir leikir í 2. deildinni í 2. deild karla er fjórir leikir um helgina. I kvöld eru tveir leikir sem hefjast klukkan 20. Fylkir og Þór leika í Austurbergí og Fjölnir tekur á móti Bí. Á laug- ardag ieika Keflavík og Þór klukkan 14 og klukkan 16 leika Fram og Bí. Körfubolti: Stórleikur í Grindavík Heil umferð er í DHL-deíldinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Leikirnir eru: Grindavík-iR.....kl. 20. Þór-Skallagrtmur.......kl. 20 Njarðvík-Haukar.....kl. 20 Tindastóll-Keflavík.kl. 20 KR-Valur...............kl. 20 Snæfell-lA.............kl. 20 Toppleikur hjá konunum 11. deild kvenna eru tveir leik- ir. KR og IR eígast við l Haga- skóla klukkan 20 í kvöld og á morgun klukkan 14 er stórleik- ur þegar Breiðablik fær Islands- meistara Keflvíkinga í heim- sókn. Blak: Þrír leikir í karlaflokki Í 1. deild karla f blaki eru þrfr leikir um helgina. I kvöld mæt- ast á Akureyri KA og Þróttur N kl. 19.30. IS og HK leika í Hagaskóla klukkan 14 á morg- un og á sunnudag leika á sama stað Þróttur og Stjarnan kfukk- an 14. Útivist: Tunglskins- ganga ásunnudag Á sunnudagskvöld verður lagt af stað f næstsíðustu ferð ársins. Ef veðurguðirnir leyfa verður farin gönguferð á fullu tungli um dulmagnað svæði í nágrenni Reykjavíkur. Kveikt verður fjörubál og slegið á fétta strengi. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 20 og komið til baka um kl. 23.00. Allir eru velkomnir og frítt er fyrír börn, 15 ára og yngri, f fylgd með fullorðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.