Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 25 vWÁ<*< tónli0t: Áramótin eru framundan og þá tíðkast að líta yfir.farinn veg og líta síðan fram á við. DV leitaði álits nokkurra karla og kvenna sem fjalla um dægurtónlist, ýmist í ljós- vakamiðlum eða á prenti. Flestir voru sammála um að tíðindalítið hafi verið á árinu 1994 og fæstir töldu að nein vatnaskil yrðu á komandi ári. Vinir vors og blóma firnasterkir Stóru tíðindin frá liðnu sumri voru þau að hljómsveitimar, sem töldust stórar og vinsælar á pappírunum, fengu fremur litla aðsókn á sveitaböllum síðasta sumars. Þar bar SSSól höfuð og herðar yfir aðrar hljómsveitir. Einnig þótti athyglis- verð frammistaða Vina vors og blóma sem voru alls óþekktir um síðustu áramót en reyndust síðan firnasterkir á sumarmarkaðinum. Viðmælendm- DV, sem á annað borð vUdu spá í sveitaballamarkað næsta sumars, töldu lítil teikn á lofti um að vinsældir SSSólar færu dvínandi. Hins vegar efuðust þeir um að Vinir vors og blóma gætu haldið vin- sældum síðasta sumars nema þeir gæfu út góða plötu næsta sumar. Tveir eða þrír vUdu leggja hljóm- sveitina að jöfnu við Greifana sem einmitt voru mjög vinsælir í nokkum tíma en fjöruðu síðan út og eru nú flestum gleymdir. Textagerðinni hrakar Fólk var sammála um að textagerð færi aftur um þessar mundir og nokkrir lýstu sig andvíga því að íslenskir popparar syngju á ensku. Aðrir töluðu um að ekki skipti máli hvort popparar syngju á íslensku, ensku eða ísl-ensku. Aðalatriðið væri hafa pitthvaft sppia bá tnlHn tækní hóf innreið sína í nokkrum hljóðverum færi hljómur á plötum versnandL Greinilegt væri að gamla fjölrásatæknin hefði enn slíka yfirbmði aö adat væri í raun og veru spor aftur á bak þegar plötuupptökur væru annars vegar. Fáirtoppar Þótt plöturnar, sem út komu á þessu ári, hafi sjaldan orðið fleiri þótti viðmælendum blaðsins lítið rnn toppa í útgáfunni og fátt um vaxtarbrodda. Einna helst að búast mætti víð góðum hlutum frá hljómsveitunum Unun og Kolrössu krókríðandi. Þá var fólk sammála um að Emilíana Torrini væri gott söngkonuefhi. Nokkrir nefiidu að Jet Black Joe væru á réttri leið á tónlistarbrautinni að nýju eftir feilspor á síðasta ári. Einn harmaði brotthvarf Todmobile af sjónar- sviðinu og taldi að dúettamir Bong og Tweety ættu langt í land með að koma í staðinn fyrir þá hljómsveit. Fólk dró í efa að höfundar íslenskrar danstónlistar ættu eftir að slá í gegn erlendis á árinu. Þótt sumt sem frá þeim kæmi væri vissulega gott væri samkeppnin einfaldlega svo hörð á þeim markaði að það væri nánast óvinnandi vegur að ná eyrum fjöldans. Glæsileg frammistaða Bjarkar Við eitt binda viðmælendur DV allir miklar vonir í tengslum við næsta ár: að ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur verði að minnsta kosti jafii góð og Debut, helst betri. Fólk taldi fullvíst að eftir einstaklega glæsilega frammistöðu á síðasta ári og því sem nú er að kveðja væri ekki ástæða til annars en að ætla að sigurganga Bjarkar héldi áfram árið 1995 Vinir vors og blóma. Komu, sáu og sigruðu síðastliðið sumar. En endast vinsældirnar? Tónlistargetraun DV og Japis er léttrn' leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotiö geislaplötu að launum. Leikurinn fer þannigfram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurn- ingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingunum rétt, hljóta svo geislaplötu að launum frá fyrir- tækinu Japis. Að þessu sinni er þaö platan Olympia með samnefndri hljómsveit sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir nýjasta plata Pearl Jam? 2. Hverjir fluttu lagiö Einhvers ..staðar einhvem tíma aftur? 3. Hver syngur á jólaplöfimni Hátíð í bæ? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Dregið verður úr réttum lausnúm 5. janúar og rétt svör verða birt í blaðinu 12. janúar. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 15. desember: 1. Píanó. 2. Kynjasögur. 3. Tomorrow. Vinningshafar í þeirri getraun, sem fá plötuna Unfinished Novels með Birthmark, em: Jón Engilbertsson Kambaseli 79,109 Reykjavík Berglind Sigurgeirsdóttir Kambaseli 66,109 Reykjavík Páll H. Sigvaldason Hjarðarholti 18,300 Akranesi Platan Olympia með Olympiu er í verðlaun í þessari getraun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.