Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Blaðsíða 4
26 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 t@nlisl »-T •* Þekktir popparar kenna í Rokkskólanum „Hugtnyndin aö þessum skóla kviknaði einhvern tíma í sumar þegar ég var úti að skokka og í næstu skokkferðum á eftir mótaði ég hugmyndina enn frekar,“ segir Stefán Hjörleifsson gítarleikari. Hugmyndin frá því í sumar er orðin að veruleika. Hann er búinn að stofna Rokkskólann, alvöru tón- listarskóla fyrir þá sem hafa áhuga á hvers kyns rokktónlist. Ætlunin er að kenná á trommur, bassa, rafgítar og kassagítar til að byija með auk þess sem söngur verður á náms- skránni. „Innritun í skólann erfyrirnokkru hafin og stendur tU þrettánda janúar,“ segir Stefán. „Enn sem komið er virðist mér mestur áhugi vera fyrir trommunáminu. Fyrir- komulagið verður þannig að við verðum með eitt sett af hljóöfærum í gangi og færum okkúr á mUli kennslustaðanna sem verða sex talsins, tveir í Hafnarfirði, einn í Kópavogi og þrír í Reykjavík. Það er mikið verk og dýrt aö hleypa skóla sem þessum af stokkunum og því þykir mér réttast að hafa skólann með þessu farskólasniði auk þess sem við komum þá í raun og veru til nemendanna í staðinn fyrir að þeir þurfi kannski að leggja á sig langar ferðir tU að mæta í tíma. Það verður einvalalið sem hyggst kenna í Rokkskólanum með Stefáni Hjörleifssyni. Auk hans mun Guðmundur Pétursson sjá um gítarkennsluna, á trommur kenna Gunnlaugur Briem og Ólafúr Hólm, Eiður Amarson verður bassakennari og Andrea Gylfadóttir sér um sönginn. „Ef aðsókn að skólanum verður góð getur svo farið að ég þurfi að bæta við kennurum," segir Stefán. „Einnig hef ég hug á að bæta við námsgreinum, jafhvel strax á næstu önn sem hugsanlega verður í sumar. Þá kemur tO greina að bæta við hljómborðskennslu og einnig upp- tökustjórn og upptökumennsku. Stefán Hjörleifsson útskrifaðist fyrir nokkrum árum frá Guitar Institute of Technology í Los Angeles. Hann hefur fengist við gítarleik i fimmtán ár, lengst af sem atvinnumaður. Hann hefur fengist við tónlistarkennslu um skeið auk þess að leika með ýmsum hljómsveitum, svo sem Bítlavina- félaginu, PossibOlies og Nýdönskum. Þá hefur hann gert tvö kennslu- myndbönd í gítarleik. Hann segir því að það sé rökrétt framhald á ferli sinum að stofna Rokkskólann. „Ég held að þótt þeim greinum sem ég æfia að bjóða upp á sé sinnt að vissu marki í öðrum tónlistarskóliun megi alltaf gera bétur. Þetta verður eini tónlistarskólinn sem einbeitir sér að rokktónlist. Fólki gefst kostm* á að læra tónlist með fræðOegu ivafi með því að spOa tónlist sem það hlustar á og hrærist í. Því held ég að ekki sé hætta á að fólk fái námsleiða í Rokkskólanum eins og stundum vOl brenna við í öðrum tónlistarskólum þar sem nemendur verða að fást við tónlist sem þeir hafa ekki áhuga á. ÁT Stefán Hjörleifsson, stofnandi Rokkskólans: Skólinn kemur til nemendanna. DV-mynd BG Platan The Unplugged Collection með sýnishorn úr vinsælum sjónvarpsþáttum: Ótengdir á MTV í fimm ár Eríc Clapton er meðal hinna þekktustu sem hafa komið fram í Unplugged þáttunum og hann hefur hagnast öllum öðrum betur því að tónlist úr þættinum var gefin út Unplugged þættirnir hjá MTV músíksjónvarpsstöðinni áttu fimm ára afmæli í október síðasfliðnum. í tilefni þess var ýmislegt sér tO gamans gert á stöðinni. Og undir áramótin kom út platan The Unplugged Collection, Voliune One. Þetta er safn sextán laga með jafn mörgum heimsþekktum flytjendum sem gefa þama sýnishom af því sem þeir buðu upp á í þáttunmn sínum. í bæklingi sem fylgir geislaplötunni er saga Unplugged þáttanna rakin aflt frá því áður en þeir hófust. Framleiðandi þeirra, Alex Coletti, lítm- yfir sviðið frá því mánuði áður en baflið byrjaði. Þá komu Jon Bon Jovi og Ritchie Sambora fram og spfluðu óraf- magnað. Þeir töldu aö vonum að þeim væri að þakka að MTV ákvað að bjóða upp á fleiri Unplugged þætti en fram kemur í bæklingnum að hugmyndin hafði kviknað nokkru áöur. Hug- myndina áttu raunar þeir Bob SmaO og Jim Bums áttu hugmyndina og það var þeim að þakka að einn góðan veðm-dag í október ‘89 birtust þeir Chris Difford og Glen TObrook úr Squeeze með rafmagnsgítarana sína og æfluðu að búa tO Unplugged þátt. Þeir höfðu misskOið hugmyndina frá grunni og því þurfti starfsfólk MTV að leggja á sig töluverða vinnu tO að hafa upp á kassagíturum handa tónlistarmönnunum áður en upp- takan gat hafist! Ný uppfinning? Nei, auðvitað voru Unplugged þættimir ekki ný uppfinning. Það viðurkennir Alex Coletti fúslega. Áður hét það bara að spOa akústískt eða órafinagnað. En fljótlega festist hugtakið unplugged eða ótengdur við þessa tegund spOamennsku og nú er farið að bjóða upp á hana um víða veröld. á plötu. Reyndar áttu þættirnir aö vera með öðra sniði en reyndin varð síðar. Tónlistarmaðurinn Jules Shear var kynnir í upphafi og fyrirkomulagið var það tO að byrja með að nokkrar hljómsveitir og tónlistarmenn tóku þátt í dagskrárgerðinni og í enda hvers þáttar var endað þannig að valinn mannskapur tók þátt í að leika af fingrum fram með Jules Shear. Á þessum tíma var formið eins frjálst og hugsast gat og segir Alex Coletti í grein sinni að hann sakni í raun og veru þessara upphafstíma þáttanna þegar Graham Parker og The Smithereens tóku lagið saman eða The Church og Jules Shear fluttu Bítlalagið Rain. Aðstandendur Unplugged þáttanna gerðu sér grein fýrir því þegar Don Henley mætti í þátt númer tíu að þættimir vora famir að þróast í aðra átt en ætlunin hafði verið og að tími Jules Shears var liðinn. Og frá og með þætti númer 21, þegar Aerosmith mætti og gerði aflt viflaust, fór ekkert á mOli mála að rokkarar í þungavikt litu á þessa dagskrá sem mikOvægan lið tO að koma tónlist sinni á framfæri. Alex Coletti segir að The Un- plugged platan sé aðeins fyrsta skrefið tO að gefa út ógleymanlega ópusa sem komið hafa fram í dagsljósið við dagskrárgerðina. Margt hið ógleymanlegasta séu dúettar ýmiss konar sem eigi skOið að verða gefnir út síðar. Hann minnir á Tony Bennett og k.d. lang, Natalie Merchant og David Byme, Lulu og Soul Asylum og þá er hann ekki minnst stoltur af þættinum með Crowded House og Tim Finn sem gekk svo vel að Tim gekk í hljómsveitina eftir hann. Og þá er ánægjan ekki minni með þátt númer sjötíu og tvö sem einmitt var í undirbúningi þegar greinin sem fylgir Unplugged plötunni var rituð, nefiiOega með Robert Plant og Jimmy Page, gömlu sálufélögunum úr Led Zeppelin sem tvær kynslóðir aðdáenda vora búnar að þrá að kæmu nú loksins saman. Coletti viðurkennir að Unplugged þættimir séu raunar orðnir of stór viðburður til að upprunalegi tdgangurinn með þeim náist. En þrátt fyrir það gerist afltaf sama kraftaverkið þegar listamaðxninn stí gur á stokk. Þá er allt skipulag látið róa og þátturinn snýst bara um þá tónlist sem út úr hljóðfærinu og barka söngvarans kemur. Engu máli skiptir hve stórt húsið er sem unnið er í og engu breytir hvort fáir eða margir eru í áhorfendasætunum. Þegar ljósin taka að skína og myndbandsspólumar að rúlla skiptir ekkert lengur máli nema kraftur söngraddarinnar og slátturinn á strengi gítarsins. Þess vegna er fólk svo vel með á nótunum og þess vegna urðu Unplugged þættimir tfl. Meðan svo vel tekst að fanga augnablikið að óhætt er að láta aUt fýrirfram ákveðið skipulag róa verður haldið áfram að framleiða þessa vinsælu tónlistarþætti. Æstur Stones- aðdá- andi Leikarinn góðkunni David Carradine er æstur rokkunnandi í orðsins fyflstu merkingu. Á dögunum æflaði hann að bregða sér á tónleika með Rolling Stones í Toronto í Kanada en því miður fór ekki allt eins og ætiast var tO. Vinurinn var kominn í mikinn rokkham þegar á tónleikastaðinn kom og tók því afar illa að þurfa að bíða við lokaðar dyr. Hann var því ekki með neinar víftiengjur heldur gekk vasklega fram og sparkaði hurðinni upp og skipti hann engu þótt glerhurð væri. Öryggisvörðum á staðnum þótti hins vegar lítið tO karateæfinga kvikmyndaleikarans koma og tóku hann úr umferð hið snarasta. Varð Carradine að gera sér að góðu að dúsa í steininum á meðan tónleikamir stóðu yfir. Slegist um Bítlana Nafn Bítianna hefur á ný komist á forsíður blaöa um allan heim eftir að platan með gömlu BBC-upptökunum sló í gegn á dögunum. En þetta ku vist bara vera byrjunin því útgáfa plötunnar er bara forleikurinn að heljarmikflli sjónvarpsþátta- seríu um sögu Bítianna. Þættirnir, sem era 12 talsins, era að mestu ttibúnir og má búast við að þeir verði sýndir í bresku sjónvarpi næstkomandi haust. Spumingin er bara á hvaða stöð þeir verða sýndir en eftir að áðumefhd geislaplata var rifin út úr búðum um aUan heim þykir ljóst að mtiíOl fengur verði að því að sýna þáttaröðina um Bítiana. , Þar af leiðandi er nú skoUið á ' mikið verðstríð mOli stóru bresku sjónvarpsstöðvanna BBC og ITV um sýningarréttinn á I þáttunum og eru víst engar smáupphæðir í boði. Saturday Night stolið? Danska nýstimið Whigfield, sem sló í gegn fýrir skemmstu með laginu Saturday Night, stendur nú frammi fýrir málshöfðun vegna ákæra um að hafa stolið laginu. Það eru liðsmenn gömlu þjóðlagarokk- sveitarinnar Lindisfarne sem ( hafa höfðað mál á hendur Whigfield og fullyrða að lagiö Saturday Night sé byggt að langstærstum hluta tU á laginu ' Fog On The Tyne sem Lindis- fame gaf út á plötu árið 1972. Það sérkenntiega við þetta lag Whigfield er að spumingin var ekki hvort einhver myndi kæra hana fýrir lagastuld heldur hver því liðsmenn Lindisfame eru ekki þeir einu sem gera tilkaU tti upprunalega lagsins. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.