Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1994 ARSUSTI DW 1994 - LP/CD Bandaríska söngkonan Mariah Carey vann það einstæða afrek að vera heilar 34 vikur á íslenska list- anum. Aramót eru tími upp- gjörs og skoðunar á ýmsu því sem gerðist á nýliðnu ári. í dæg- urtónlistinni birtist þetta i formi alls kyns lista og athugunar á frammistöðu lista- manna á árinu. Hér í DV höfum við þegar birt lista gagnrýn- enda yfir bestu plötur ársins og nú er röðin komin að árslista DV sem er unninn upp úr sölulista blaðsins sem birtist í hverri viku. Ekki er hér um að ræða lista yfir seld eintök af hverri plötu fyrir sig heldur lista yfir frammistöl hinn^ýmsu hlj^ sveit^É^jstam! á listaipRh á Þannig f§ náð hefr na Irr ra&fSi af kolli niðí stig fyrm20 Útkpmuna gefi líta he^io neðaif toppnum tróni: Mariah Care^ plötu sína Mg^Pttox með 446 stbfen hún var samtals í 34 vikur á DV-listanum á síðasta ári eða í tæpa 9 mánuði! Sannarlega vel af sér vikið og hefur Mariah nokkra yfirburði yfir aðrar plötur eins og sjá má. A/r. Plata/Flytjandi Stig Vikur 1. MUSICBOX 446 34 Mariah Caarey 2. HARIÐ Úr söngleik 3. DEBUT Björk - 4. ÍSLANDSLÖG 2 Ýmsir 330 313 255 23 25 17 5. MILLJÓN Á MANN Páll Óskar & Milljónamæringarnir 250 16 6. REIF í SUNDUR Ýmsir 211 12 7. ÆÐI Vinir vors og blóma 209 14 8. HEYRÐU 3 Ýmsir 205 12 9. SUPERUNKNOWN Soundgarden 204 22 10. MUSIC FOR THE JILTED GENERATION Prodigy 196 14 11. NOW28 Ýmsir 12. RINGULREIF Ýmsir 13. 3 HEIMAR Bubbi Morthens 14. TRANSDANS2 - Ýmsir 15. DOGGY STYLE Snoop Doggy Dog 16. NOW27 Ýmsir 17. ÍTÍMAOGRÚMI Vilhjálmur Vilhjálmsson 18. REIFÍTÓLIÐ Ýmsir 19. REIF í STAURINN Ýmsir 20. GOD SHUFFLED HIS FEET Crash Test Dummies 189 178 178 177 167 165 164 154 154 12 10 13 16 10 14 10 10 13 Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík auk verslana víða um landið Tónlistin úr Hé er í öðru sætii 330 stig eftir veru á lista „trikar þe Björk nær líka, yglisvgMm ángri mecj^tuna Debut sern^rn út l júlí 1993, en þess ber að geta að söngkonan hélt eftirminnilega tónleika hér á landi í sumar sem ýttu veru- 3«MWfir sölu á plöt- mWT. í næstu tveimur 3tum koma tvær af lujpustu söluplötum Hnllifms en í sjötta 3tinu er hin geysi- iæla plata Reif í sem nær þetta hátf^ lista þrátt fyrir að hafa ekki komið út fyrr en í lok sept- ember. Reyndar ná bara tvær aðrar haust- og jólaplötur inn á listann en það er plata Bubba Morthens sem nær 13. sætinu eftir aðeins níu vikna veru á lista og plata Vilhjálms Vilhjálmssonar sem nær 17. sætinu eftir 14 vikna veru á lista. Það skal svo tekið fram enn og aftur að listi þessi byggir ekki á sölutölum og því ber ekki að taka hann sem neitt annað en mælikvarða á frammi- stöðu á DV-listanum árið 1994. - SþS Góð- gerðar- slagsmál Samkomulag milli poppara er misjafiit eins og gengur og gerist en þó er fátítt að þeir sláist innbyrðis eins og hundar og kettir. Þetta gerðist þó vestur í Los Angeles á dögunum þar sem yfir stóðu góðgerðartónleikar undir nafninu Almost Acoustic. Meðal sveita sem tróðu upp voru Jesus And Mary Chain og einn liðsmanna hennar Wiiliam Reid lenti í illvígum deilum við kærustuna sína, Hope Sandoval, söngkonu hljómsveitarinnar Mazzy Star. Rifrildinu lauk með því að Sandoval rauk á dyr með látum og hugðist Reid halda á eftir henni. Hann sást þó lítt fyrir í æsingnum og ruddi ungri konu um koll sem hvæsti á hann og spurði hvað honum gengi til, hvort hann ætlaði kannski að berja haha? Og þar sem Reid var ekki í stuði fyrir svona húmor rétti hann konunni einn kinnhest og annan til reiðar. Konan náði þá í kærasta sinn, Scott Weiland, liðsmann Stone Temple Pilots, og hann brást við að sjómanna sið og hélt til fiindar við Reid við annan mann og hugðist taka duglega í lurginn á fautanum. Upphófst mikill atgangur sem lauk með því að öryggisverðir á tónleikunum gripu inn í og skildu popparana vígmóða mjög en lítt sára. Blur mað- ur í boxi Og meira um popparaslagsmál. Alex James liðsmaður bresku hljómsveitarinnar Blur er frægur fyrir kjafthátt og kemur sér oft í klandur út af því. Hann var fyrir skemmstu að skemmta sér á veitingastað i 'Lundúnum og hittir þar fyrir einhvem lurk sem fór að abbast upp á hann með einhveija stæla. Jamés svaraði fullimi hálsi og fór einhveijum óviðurkvæmilegum orðum um systur lurksins og sagðist meðal annars hafa flekað hana. Við svo húið ærðist lurkurinn og hjólaði í James sem tók á móti af fúllri hörku. Nærstaddir stukku til og reyndu að skilja kappana að en svo óður var lurkurinn af bræði að þijá þurfti til að tjónka við hann. Sló hann höfðinu utan í í látunum og þurfti að spítalavist að halda en James slapp óskaddaður frá öllu saman. Gítar- leikara- raunir Hljómsveitinni Faith No More hélst afleitlega á gítarleikurum á nýliðnu ári. í byijun ársins tók Jim Martin föggur sinar og hvarf á braut eftir langar og harðar deilur við aðra liðsmenn sveitar- innar. StöðuhanstókTreynokk- ur Spmance en hann entist ekki út árið því honum lynti ekki alls kostar við félagsskapinn þannig að enn vantar gítarleikara í Faith No More. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.