Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1994
25
tónlöt
Góðu tónleikaári í
Við sögðum frá því fyrir nokkru að þungarokkssveitin fræga
Metallica hefði höfðað mál á hendur útgáfufyrirtækinu Elektra
með það fyrir augum að losna undan samningi við fyrirtækið.
Liðsmenn hljómsveitarinnar töldu að gamli samningurinn væri
sér afar óhagstæður og í engu samræmi við það sem eðlilegt
gæti talistfyrirstórsveit eins og Metallica. Núhefurhljómsveitin
hins vegar tilkynnt að nýtt samkomulag hafi náðst við Elektra
sem feli meðal annars í sér sameiginlegan eignarrétt yfir
afurðum sveitarinnar. Að öðru leyti er innihald samningsins
leyndarmál en leiða má getum að því að hljómsveit sem selt hefur
12milljónirplatna afsíðustu útgáfusinnihafinokkuðsterka stöðu
við samningsborðið. -SþS-
Góð aðsókn á tónleika Rolling Stones er meðal annars því að þakka að reynt var að stilla miðaverðinu í hóf.
þúsund krónur.
Góöar horfúr eru á aö nýbyijað ár
veröi ekki síður spennandi en það
gamla. Búist er við að Pearl Jam eigi
eftir að gera það gott á næstu vikum
og mánuðum og þá er R.E.M. ekki
síður spáð velgengni. Sú hljómsveit
hefur svelt aðdáendur sína í allmörg
ár svo að búast má við að þeir
fjölmenni til að heyra goðin og sjá.
Rokksveitin Van Halen er að búast
til ferðar og er spáð velgengni. Einnig
á Eagles eftir að ljúka nokkrum
tónleikum og miðað við viðtökumar
í fyrra þarf varla að búast við öðru
en að fólk haldi áfram að flykkjast á
staðinn til að heyra í Don Henley,
Glen Frey og félögum. -ÁT
Bandaríkjunum lokið
Elton John og Billy Joel seldu dýrast inn
Bandarískir tónleikahaldarar
voru ánægðir með nýliðið ár.
Samtals borguðu tónleikagestir þar
vestra tæplega einn og hálfan
milljarð dollara í aðgangseyri, eða
hátt í hundrað milljarða íslenskra
króna. Stórsveitir síðustu áratuga,
Rolling Stones, Eagles og Pink Floyd
veltu að sjálfsögðu mestu. Grateful
Dead voru einnig á ferðinni og löðuðu
að hundruð þúsunda aðdáenda sinna
rétt eins og venjulega og þá var
hrifhingin ekki síður mikil þar sem
kántrísöngvarinn Garth Brooks var
á ferð. Elton John og Billy Joel slógu
meira að segja saman í púkk og fyrir
bragðið gekk þeim mim betur en ef
þeir hefðu farið hvor í sínu lagi.
En það voru ekki einungis stór-
stjömumar sem fengu Bandaríkja-
menn til að flykkjast á leikvanga og
aðra staði þar sem tónleikar voru
haldnir. Lollapalooza-ferðin var farin
fjórða árið í röð og gekk mjög vel. í
henni taka þátt ýmsar framsæknar
hljómsveitir og aðrar sem þykja lofa
góðu um framtíðina en hafa bara ekki
slegið almennilega í gegn ennþá.
Nirvana hafði verið orðuð við þá ferð
en af þátttöku hennar gat ekki orðið
af skiljanlegum orsökum. Rokk-
hljómsveitin Phish, sem ekki er
beinlínis með þeim þekktustu, lék
samtals 99 sinnum á síðasta ári og
hagnaðist svo vel á tónleikahaldinu
að nafni hennar skaut upp meðal
hinna þekktustu. Nine Inch NaOs
vom litlir eftirbátar Phish og urðu
meðal fimmtíu hinna tekjuhæstu.
Þar vora einnig Salt-N-Pepa sem fóm
í ferð með R. Kelly og gekk sérlega
vel. Enda náðu Salt-N-Pepa að koma
nokkrum lögum i hæstu hæðir
vinsældalistanna á árinu.
Gömlu mennimir vom einnig á
ferð. Tony Bennett er orðinn vinsæll
aftur eftir að hafa fengið Unplugged
þátt hjá MTV og vegna hans streymdi
fólk á konsertana hans. Frank
Sinatra varð þó öllu meira ágengt.
Hann hélt raunar aðeins 48 tónleika
á árinu eða rúmlega helmingi færri
en rokkhljómsveitin Phish en eigi að
síður var innkoman hjá Sinatra
svipuð. Gamli maðurinn þurfti raun-
ar að aflýsa allnokkrum tónleikum á
árinu vegna heilsubrests. Það sama
gerðist með Crosby, Stills og Nash
sem gerðu það allgott þar til David
Crosby var lagður inn á sjúkrahús
þar sem skipt var um lifur í honum.
Þá þóttu gömlu brýnin í Moody Blues
einnig standa sig.með ágætum í
tónleikahaldinu.
Talið er að miklu máli hafi skipt
um góða útkomu hjá Rolling Stones
að miöar í bestu sætin kostuðu ekki
nema 3.400 krónur. Og þeir sem létu
sér nægja að vera aftarlega þurftu
ekki að borga nema helming þeirrar
upphæðar. Hins vegar kostaði mið-
inn á tónleika hjá Pink Floyd
rúmlega fimm þúsund kall. Dýmstu
aðgöngumiöar síðasta árs voru á
tónleikana hjá Billy Joel og Elton
John. Inn á þá kostaði tæplega sex
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur loikui' sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverri
viku era birtar þrjár léttar spurn-
ingar um tónlist.
Þrír vinningshafar, sem svara
öllum spumingum rétt, hljóta svo
geisladisk að launum frá fyrirtæk-
inu Japis. Að þessu sinni er það disk-
urinn Monster með hinni vinsælu
hljómsveit REM sem er í verðlaun.
Hér koma svo spurningamar:
1. Hvaða plötu völdu gagnrýn-
endur sem plötu ársins hjá DV?
2. Hvað heitir söngvari R.E.M.?
3. Á hvaða útvarpsstöð er útvarps-
þátturinn Sýrður rjómi?
JJregið verður úr réttum lausnum
12. janúar og rétt svör verða birt í
blaðinu 19. janúar.
Hér era svörin úr getrauninni sem
birtist 22. desember:
1. Kurt Cobain.
2. Sykurmolamir, Kukl, Tappi tík-
arrass, Exodus.
3. Police.
Vinningshafamir í þeirri getraun
sem fá plötuna No w 29 í verðlaun era:
Hvað heitir söngvari R.E.M.?
Hjördís Rögnvaldsdóttir Dalseli 18,109 Reykjavík
Fálkagötu 26,107 Reykjavík. Theodór Tómasson
Sigurlaug R. Guðjónsdóttir Heiðarbrún 21, 810 Hveragerði.