Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar boðnir velkomnir með börnum sín- um. Guðsþjónusta kl. 14. Biblíudagurinn. Tekið á móti gjöfum til Biblíufélagsins. Áskirkja: Biblíudagurinn. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Starfs- kvennakór Hrafnistu í Reykjavlk syngur. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Biblíudagurinn. Guðsþjón. á sama tíma. Tekið við gjöfum til Hins íslenska biblíufé- lags. Börn fædd árið '90 og fjölsk. þeirra sérstaklega boðin velkomin til guðsþjón. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Digraneskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta á vegum Hins íslenska biblíu- félags kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Tekið á móti framlögum til Biblíufélagsins. Ársfundur þess verður haldinn í safnaðarsal Digraneskirkju kl. 15.30. Kl. 17 hefst sam- koma helguð minningu Ölafs Ólafssonar kristniboða. Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Prestur Hjalti Guðmundsson. Barnastarf í safnaðarheimil- inu kl. 11.00 og í Vesturbæjarskóla kl. 13.00. Bænaguðsþjónusta kl. 14.00. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Stefán Lárusson. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar og Ágúst. Guðsþjón- usta á sama tíma. Guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 18. Fríkirkjan i Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigríður Valdimars- dóttir, nývígður djákni kirkjunnar, verður sett í embætti og mun prédika. Kaffiveiting- ar í boði kvenfélagsins að lokinni guðsþjón- ustu. Fríkirkjan í Reykjavík: Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermd verður Tinna Hrönn Proppé, Þinghólsbraut 63, Kópavogi. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Grindavíkurkirkja: Barnastarfið kl. 11. Messa kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu I umsjá ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón Valgerður, Hjörtur og Rúna. Barna- starf Grensáskirkju kemur í heimsókn. Guðs- þjónusta kl. 14. Fundur eftir guðsþjón- ustuna með foreldrum fermingarbarna. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 10.30. Börn og foreldrar fara í heimsókn í Grafar- vogskirkju og taka þátt í barnasamkomu þar. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 10.30. Messa kl. 14.00. Hallgrimskirkja: Fræðsluerindi kl. 10. Eru guðspjöllin traustar heimildir? Sr. Karl Sigur- björnsson. Barna- og fjölskmessa kl. 11. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Hjallakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Brvndís Malla Elídóttir verður sett inn í embætti prests við kirkjuna og mun hún þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kaffisala Safnaðar- félagsins að lokinni messu. Hvalsneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Benedikt Arnkelsson prédikar og kynnir starf Kristniboðssambandsins. Sunnudagaskóli í Grunnskólanum I Sandgerði kl. 13.00. Keflavíkurkirkja: 80 ára vígsluafmæli Kefla- víkurkirkju. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Há- tíðarmessa kl. 14. Minnst verður 80 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju og 30 ára af- mælis Systra- og bræðrafélags kirkjunnar. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup préd- ikar og prestar kirkjunnar. Kór Keflavlkur- kirkju flytur Mozartmessu ásamt hljómsveit o.fl. Athöfninni.verður útvarpað á Útvarpi Bros þar til eftir prédikun og einnig verður útvarpað frá kaffisamsætinu í Stapa. Kópavogskirkja: Biblíudagurinn. Guðsþjón- usta kl. 11. Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Kvennakirkjan: Messa í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20.30 undir yfirskriftinni „mann- réttindi kvenna". Sr. Yrsa Þórðardóttir pré- dikar. Anna Pálína Árnadóttirsyngur. Bjarn- ey I. Gunnlaugsd. stjórnar kirkjusöng. Messukaffi. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Langholtskirkju (hópur III) syngur. Börn fædd 1990 fá af- henta bókina Kata og Óli fara í kirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Hauks I. Jónassonar. Kaffisopi á eftir messu. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14.00 í umsjá sr. Ingólfs Guðmundssonar. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Eldri borgurum boðið til kaffidrykkju eftir messu. Þeir sem þurfa akst- ur til og frá kirkju láti vita f slma 889422 kl. 11-12 á sunnudagmorgun. Mosfellsprestakall: Messa í Lágafellskirkju kl. 14.00. Altarisganga. Sigurður Ragnars- son stud. theol. predikar. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Gfsli H. Friðgeirsson eðlisfræðingur og Ragnar Baldursson húsa- smíðameistari ræða um gildi Biblíunnar. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11 á konu- deginum. Konur úr Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt í guðsþjónustunni og sjá um há- degisverð að lokinni messu. Ihugunarefni dagsins er „ár umburöarlyndis". Barnastarf á sama tfma. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjón. kl. 11. jþróttir Útivist: Tuttugu ára afmæli A tuttugu ára afmæli Útivistar verða mánaðarlega rifjaðar upp valdar gönguleiðir frá fyrri árum. A sunnudag verður fyrir valinu allsér- stæð gönguleið sem farin var 8. okt- óber 1989 sem lokaáfangi í tveimur raðgöngum sem félagið hafði farið umhverfis landnám Ingólfs á tveim- ur árum í 43 dagsferðum. Þessi nýi ferðamáti í dagsferðum, raðgöngurn- ar, hefur síðan verið fastur hður hjá félaginu. í ferðinni 1989 var gengið frá Hrauni í Ölfusi skemmtilega leið út að þá nýbyggðri Óseyrarbrúnni. í til- efni af því að þetta var lokagangan var brugðið á leik. Meðal annars var stofnað til reiptogs á brúnni milli liðsmanna landnámsmanna sitt hvorum megin við ána. Hugmyndin er að endurtaka þetta á sunnudaginn og stofna til tveggja gönguferða. í aðra verður farið frá Hrauni að Ós- eyrarbrú en hin, sem verður töluvert styttri, yrði farin frá Eyrarbakka. Hægt verður að koma í rútuna við Fossnesti á Selfossi kl. 11.30 og ganga frá Eyrarbakka. Einnig stendur Útivist fyrir skíða- göngu á Hellisheiði að Kolviðarhóli. Gangan hefst austarlega á heiðinni og farið verður milli hrauns og hlíðar niður Helhsskarð að Kolviðarhóli. Fimmtudagur 16. febrúar Sigríður Guðmundsdóttir, Engihjalla 13,200 Kóp. (Úttekt í LEVTS búðinni) Jón Sigfússon, Lyngási 10 a, 210 Garðab. (YOKO ferðaútvarpstæki með segulbandi) Valgerður Björk Einarsdóttir, Dalhúsum 33,112 R. (SEVERIN Espresso kaffi vél) Arnór Steinar Einarsson, Miðgarði 4, 700Egilst. (AIWA vasadiskó með útvarpi) Sigurður Magnússon, Skipagötu 2, 600 Akueyri (EQUADOR bakpoki) Vinningar verða jsendir til vinningshafa b ' AUGLYSINGAR - skila árangri! Leikfélag Akureyrar: Hátíðarsýningar um helgina Það verður hátíð í leikhúsinu á Akureyri um helgina því forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun verða gestur á báðum leikritun- um. sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir. Á laugardag á sýningu þess á Óvæntri heimsókn og á sunnudag á Á svörtum fjöðrum. Sýningar á þessum tveimur verk- um hafa hlotið góða dóma en þeim fer senn að ljúka og fer hver að verða síðastur að sjá þær. Óvænt heimsókn var frumsýnd á jólum. Með aðalhlut- verkið fer Arnar Jónsson. Á svörtum fjöðrum eftir Erhng Sigurðarson var frumsýnt á aldarafmæli Davíðs Stef- ánssonar og vinnur höfundurinn verkið upp úr ljóðum skáldsins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður viðstödd sýningu á Óvæntri heimsókn. Iþróttir Úrvalsdeildin í körfubolta Síðasti leikurinn í 28. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik verður í kvöld í Njarðvík þeg- ar heimamenn leika á mótí Þór klukkan 20. 29. umferðin hefst síðan á laugardag klukkan 14.30 með leik ÍA og Skallagríms á Akranesi. Á sunnudagskvöldið lýkur umferðinni með fimm leikj- um og hefjast þeir allir klukkan 20. Þá leika Grindavík-KR, ÍR- Keflavik, Haukar-Þór, Snæfell- Njarðvík og Valur-Tindastóll. 1. deild karla í körfubolta Þrír leikir verða i 1. deild karla í körfubolta um helgina. Á laugar- dag leika lH og KFl í Hafnarfirði klukkan 11 og í Þorlákshöfn leika Þór og Selfoss klukkan 14. Á sunnudag klukkan 14 leika Breiðablik og ÍS í Smáranum. Handbolti kvenna Fimm leikir eru á dagskrá I 1. deild kvenna i handknattleik á laugardag. KLukkan 13 leika Haukar og Stjarnan í Hafnarfirði. Klukkan 16 eru fjórir leikir. Fylk- ir-KR, Fram-Valur, ÍBV-FH og Viklngur Ármann. Ferðir Ferðafélagið: Helgarferð íTindfjöll I dag kl. 20 hefst helgarferð hjá Ferðafélagi íslands í Tindfjöll. Gist verður I skála Alpaklúbbsins. Þarna er frábært sklðagöngu- land. Gengið verður á Ymi og Ýmu ef tfmi vinnst til. Á sunnudag verður úrval dags- ferða á vegum Ferðafólagsins. Kl. 10.30 verður farið í ökuferð að Seljalandsfossi undir Eyjafjöll- um og til baka verður ekið um Fljótshlíð. Einnig verður farið í skíðagöngu í Bláfjöll og Lamba- fell kl. 10.30. Kl. 13 stendur Ferðafólagið fyrir skíðaferð á Hellisheiði og i Hverahlíð. Einnig verður farið til Viðeyjar kl. 13, siglt frá Sundahöfn og gengið um eyjuna. Dagur Sigurðsson og samherjar hans í Val leika gegn Stjörnunni að Hliðarenda á morgun. Með sigri verða Vals- menn deildarmeistarar en auk þeirra eiga Stjarnan og Víkingur einnig möguleika á að vinna deildina. Lokamriferðin í handboltanum Lokaumferð deildarkeppninnar í handknattleik lýkur á laugardag og er óhætt að segja að mikil eftirvænt- ing ríki meðal handknattleiksáhuga- fólks eftir þessum leikjum. Þrjú lið eiga möguleika á að verða deildar- meistarar, Valur, Stjarnan og Vík- ingur. Þegar leikjum laugardagsins lýkur kemur í ljós endanleg niður- röðun átta efstu liðanna sem hefja úrslitakeppnina. Tvö efstu liðin fyrir lokaumferðina, Valur og Stjaman, mætast á Hlíðar- enda. Valsmenn tryggja sér þar deildarmeistaratitilinn ef þeir ná að leggja Stjömuna að velli. Þarna er því mjög áhugaverður leikur sem á í öllu falh að verða mjög skemmtileg- ur og jafn. Þessi tvö félög hafa á að skipa sterkum hðum og verður við- ureign þeirra örugglega hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Fari hins vegar svo að Stjarnan vinni sig- ur í leiknum verður Garðabæjarhðið deildarmeistari. Víkingar etja kappi við Hauka í Hafnarfirði en Víkingar eygja einnig möguleika á sigri í deildinni. Sá möguleiki felst í því að liðið verður aö vinna Haukana og Valur og Stjarnan að gera jafntefli. Einnig spilast inn í þetta markamunur en hann er mjög svipaður hjá þessum þremur efstu hðum. KA leikur á Akureyri við Aftureld- ingu en bæði liðin era örugg í 8-liða úrshtin. Sömu sögu má segja af ÍR og FH en þessi hð leika saman í Selja- skóla. HK, sem þegar er fallið í 2. dehd, leikur á heimavelli við KR sem sighr lygnan sjó. Loks leikur Selfoss eystra við ÍH, sem einnig er fallið í 2. dehd. Allir leikirnir á laugardag hefjast klukkan 16.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.