Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Side 3
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 17 DV Stúlkan sem hvarf Shadow of a Kiss er efnismikil kvikmynd sem fjallar um leit bandarísks rithöfundar aö stúlku sem átti hug hans allan á námsárunum í París. Michael York leikur rithöfundinn Albert sem hafði séð mynd af stúlku sem vekur upp ljúfsárar minn- ingar. Hann heldur til Parísar til aö grafast fyrir um afdrif hennar og hittir þar fyrir gamlan félaga sem einnig var I tengslum viö stúlkuna. Albert gengur illa að hafa upp á stúlkunni en inn á milli er lýst sambandi hans og ungu stúlkunnar mörg- um árum áður, sem endaði með því að hann hélt heim til Bandaríkjanna og heyrði aldrei frá henni eftir það. Hægt og sígandi nálgast Albert lausnina á hvarfi stúlkunnar. Þegar hann svo kemst að sannleikanum í málinu er honum brugöið og er alls ekki viss um hvort það hafi verið rétt af hon- um að leita stúlkunnar. Sagan býður upp á spenn- andi og dramatíska mynd, en því miður er Shadow gerð og er nokkur byrjendabragur á öllu, auk þess sem leikarar eru upp tij hópa slæmir. Sagan er þó það góð að myndin verður aldrei leiðinleg. SHADOW OF A KISS - Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Masslmo Mazzucco. Aðalhlutverk: Mlchael York, Bernard Fresson og Catherlne Valandrey. ítölsk/bresk 1994. Sýnlngartíml 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK of a Kiss um margt illa Mikil þrautseigja Forræðismál geta verið illvíg og í Thicker than Blood er fjallað um eitt slikt, sem er að mörgu leyti nokkuð sérstakt þar sem í miðjum látunum kemur í Ijós við blóðrannsólm að faðirinn var ekki hinn raunverulegi faðir. Peter Strauss leikur mann í góðri stöðu sem hefúr verið í fóstu sambandi en er ekki viss um hvort hún sé sú eina rétta. Þegar í Ijós kemur að kærastan er ófrísk kemur ekkert annað til greina hjá honum en að giftast bamsmóð- urinni. Það kemur fljótt í ljós að þau eiga illa sam- an og grunar hann að hún ætli að fara burt með bamið, sem reynist rétt. Eiginkonan kemur í leit- imar og er fljót að ná sér í nýjan eiginmann. Nú hefjast deilur í réttarsal um yfirráðin yfir drengn- um. Þrátt fyrir niðurstöður blóðrannsóknarinnar heldur faðirinn áfram baráttunni um forræðið, þar sem hann telur aö drengurinn eigi möguleika á betri framtíð hjá sér en móðurinni. Peter Strauss sýnir góðan leik í hlutverki fóðurins sem berst hatrammri baráttu, kannski vegna þess aö hann þurfti sjálf- ur að sjá á eftir foöur sinum í æsku. THICKER THAN BLOOD - Útgefandl: Skrfan. Lelkstjórl: Mlchael Dlnner. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Rachel Ticontln og Lynn Whltfield. Bandansk, 1993. Sýnlngartíml 104 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK Viðkunnanlegir skúrkar Þegar litið er á söguþráðinn í Maverick er hann ekki merkilegur. Nokkrir einstaklingar í peninga- harki svo þeir geti tekið þátt í fjárhættuspili aldar- innar (síðustu aldar). En þótt sagan sé ekki merki- leg er handritið vel skrifað, með hárfinum húmor sem kemst vel til skila hjá úrvalsleikurum. Skemmmtunin er það mikil aö það vill gleymast að nánast engin heiðarleg persóna kemur viö sögu. Maverick var vinsæl sjónvarpssería fýrir mörgum árum og þá lék James Gamer kappann og varð frægur fyrir. Hann er hér í hlutverki vafasams lög- reglumanns sem er á hælunum á Maverick, sem Mel Gibson leikur í þetta skiptið og gerir vel. Ma- verick veröur einstaklega lifandi persóna, sem þrátt fyrir hortugheitin má ekki sjá neinn sem á bágt. Jodie Foster hjálpar svo upp á að gera Maver- ick að skemmtflegri kvikmynd, kvikmynd sem al- veg eins hefði verið hægt að láta gerast í nútimanum. MAVERICK - Útgefandl: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Rlchard Donner. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Jodie Foster og James Garner. Bandarisk, 1994. Sýningartíml 129 mfn. Bönnuð bðmum Innan 12 ára. -HK I® a ,■ v,. 'SísiSik Fastur í svikavef Jack Kennelly (Patrick Bergen) hefði sjálfsagt hugsað sig tvisar um þegar hann tók tilboði fallegr- ar stúlku um veðmál ef hann hefði vitað hvað beið hans. Af skiijanlegum ástæðum tók hann þátt i veðmálinu og eftir það verður ekki aftur snúiö. Myndin byrjar þegar Vera Blanchard (Kelly Preston) keyrir á bil Kennellys og fær hann til að segja lögreglurmi að það hafi verið vinur hennar, rikur spilavítiseigandi sem hefði keyrt. Daginn eft- ir finnst eiginkona spilavitiseigandans myrt og fjarvistarsönnun hans er að hann hafi lent í árekstri við Kennelly. Kennelly, sem er nýsloppinn úr fangelsi, kærir sig lítið um að lenda þar aftur og tekur því þátt i þessum hættulega leik og sekkur dýpra og dýpra í svikavef sem hefur verið ofinn á hugvitssamlegan hátt. Double Cross er eins og nafhið bendir til þriller og áður en yfir lýkur á sag- an eftir að taka nokkra stefnubreytingar sem koma áhorfandanum á óvart. Myndin er að mörgu leyti hugvitssamlega samin en frekar illa er unnið úr sög- unni og hefði mátt gæta meiri frumleika. 1 staðinn er allt einfaldaö og fátt sem kemur áhorfandanum á óvart. DOUBLE CROSS - Úlgefandl: SAM-myndbönd. Lelkstjórí: Mlchael Keusch. Aðalhlutverk: Patrlck Bergln, Kelly Preston og Jennlfer Tllly. Bandarísk, 1994. Sýnlngartíml 89 mín. Bönnuð bömum Innan 16 ára. -HK Local Hero var ein af síðustu kvikmyndum Burt Lancasters. Burt Lancaster: Hollywood- stjarna í hálfa öld Burt Lancaster, sem lést fyrr í Burt Lancaster ásamt Ava Garner í sinni fyrstu mynd, The Killer. vetur rúmlega áttatíu ára gamall, átti að baki glæsilegan feril í Hollywood. Hann var hin fullkomna Hollywoodstjarna, myndarlegur og glæsilegur á velli og hafði sérkenni sem tekið var eftir. Síðast en ekki síst var hann mjög góður leikari. Burt Lancaster var einn af risunum í Hollywood, sem engin gleymir, og var eftirsóttur í kvikmyndir allt fram í andlátið. Hann hafði þó lítið látið á sér kræla undanfarin fjögur ár eða allt frá því hann fékk alvar- legt hjartaáfall. Loftfimleikastj arna Burt Lancaster fæddist 7. nóvem- ber 1913 í New York. Sautján ára gamall gekk hann til liðs við loftfim- leikaflokk í sirkus og hitti þar fyrir Nick Cravat sen varð hans besti vinur allt til æviloka. Lék Cravat við hlið hans í þeim ævintýramynd- um sem Lancaster gerði á sínum fyrstu árum í Hollywood. Við sirkusinn starfaði Burt Lancaster í nokkur ár en hætti þeg- ar hann hafði ekki gaman af þessu lengur. Lancaster gerðist meðal annars sölumaður, gifti sig en skildi stuttu síðar. Þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að heimsstyrjöldinni síðari skráði hann sig í herinn. í hernum tók hann þátt í skemmti- prógrammi og fékk áhuga á að reyna fyrir sér sem leikari. Þegar heimsstyrjöldinni lauk fór hann beint til New York og reyndi fyrir sér á Broadway. Hann fékk fyrst hlutverk í leikritinu A Sound of Hunting. Ári síðar, eða 1946, þá 32 ára gamall, lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, The Killer, og ný kvikmyndastjama leit dagsins ljós. Stofnaði eigið kvikmyndafyrirtæki Burt Lancaster varð strax eftir- sóttur leikari og vegna likamslegs atgervis og hæfileika í fimleikum lék hann á sínu fyrstu árum í mörg- um léttvægum ævintýramyndum á borð við The Flame and the Arrow og The Crimson Pirate en auk þess nokluaun ágætum sakamálamynd- um. í All My Sons, sem gerð var eft- ir leikriti Arthurs Millers, sýndi Lancaster mjög góðan leik og sann- aði að hann gat farið vel með dramatísk hlutverk. í dag þykir það ekki tiltökumál að vinsæll leikari stofni sitt eigið framleiöslufyrirtæki en 1948, þegar Burt Lancaster stofnaði ásamt fram- leiðandanum James Hill eigið kvik- myndafyrirtæki voru það tímamót og þetta fyrirtæki var i rauninn fyrsta atlaga óháðs kvikmyndafyrir- tækis að gömlu grónu kvikmynda- fyrirtækjunum. Fyrirtæki þeirra varð sterkt og framleiddi margar verðlaunamyndir. Má nefna ósk- arsverðlaunamyndirnar Marty auk kvikmynda sem Lancaster lék í. Næstu tuttugu árin var Burt Lancaster ein skærasta stjarnan í Hollywood, tók sér sjaldan hvíld og var mjög afkastamikill. Hann var fjórum sinnum tilnefiidur til ósk- arsverölauna, var það fyrir leik í From here to Etemify (1953), Elmer Gantry (1960), Birdman of Alcatraz (1962) og Atlantic Cify (1980). Hlaut hann óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Elmer Gantry. Á löngum leikferli lék Burt Lancaster í mörgum eftirminnileg- -um kvikmyndum. Á myndbanda- leigum er örugglega hægt aö fá margar eldri kvikmynda hans. í heild lék hann í 73 kvikmyndum. Hér á eftir fer listi yfir helstu kvik- myndimar sem hann lék í. The Killers (1946) All My Sons (1948) Ten Tall Men (1951) Come Back, Little Sheba (1952) From here to Etemity (1953) Vera Cruz (1954) The Rose Tattoo (1955) Trapeze (1956) The Rainmaker (1956) Gunfight at the O.K. Corral (1957) Sweet Smell of Success (1957 Run Silent, Run Deep (1958) The Unforgiven (1960) Elmer Gantry (1960) The Young Savage (1961) Judgment at Nuremberg (1961) Birdman of Alcátraz (1962) A Child Is Waiting (1963) The Leopard (1963) Seven Days in May (1964) The Train (1964) The Professionals (1966) The Swimmer (1968) Airport (1970) Lawman (1971) Ulzana’s Raid (1972) Scorpio (1973) 1900 (1976) The Cassandra Crossing (1977) The Island of Dr. Moreau (1977) Atlantic City (1980) Local Hero (1983) The Osterman Weekend (1983) Tough Guys (1986) Field of Dreams (1989)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.