Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Page 12
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 26_____ llmDmyndir SAGA-BÍÓ Sími 78900 Pabbi óskast * * Steve Martin framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í mynd um einstæðing sem ættleiðir litla stúlku. Martin hefjr oftast verið betri og það á ekki almennilega vió hann að taka hlutunum með ró. -HK Konungur Ijónanna * * * Enn einu sinni tekst snillingunum hjá Disney að gera hina „fullkomnu“ teiknimynd. Sagan er ljúf og skemmtileg og íslenska raddsetningin tekst mjög vel. -HK BÍÓBORGIN Sími 11384 Léon **l/2 Enn einn stílfærður tryllir eftir hinn franska Luc Besson um góðhjartaðan leigumorðingja í New York sem tekur að sér að kenna tólf ára stúlku fagið svo hún geti hefnt foreldra sinna. -GB Viðtal viö vampiru * * Blóðsugur meó mannlegar tilfinningar eru litlausar blóðsugur. Þessi vampírumynd sem skartar stórstjömum er frekar langdregin en mörg góð atriði bjarga henni fyrir horn.-HK BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Afhjúpun **l/2 Afhjúpun er fín skemmtun þrátt fyrir nokkra hnökra í atburðarásinni. Michael Douglas er í sömu sporum og í Fatal Atraction og Basic Instinct og Demi Moore er svöl. Atrióið sem allir vita um er sterkt í mynd og í tali. Wyatt Earp * * Efnismikil stórmynd úr smiðju Lawrence Kasdans um goðsögnina Wyatt Earp. Of löng mynd sem á góða spretti en missir flugið í lokin. Athyglisverður leikur hjá Dennis Quaid í hlutverki Doc Holliday. -HK Ógnarfljótið *** Vel heppnuð spennumynd þar sem Meryl Streep fer á kostum í hlutverki, sem er ólíkt flestu því sem hún hefur gert áður. Góð kvikmyndataka gerir fljótið ógnvekjandi, auk þess er spennan í sögunni vel uppbygð. -HK HÁSKÓLABÍÓ Síml 22140 Hálendlngurinn 3 - Seiökarlinn *l/2 Vandamálið með þriðja hlutann í sögunni um Hálendinginn eilífa er það sama og var í númer 2, það er enginn flötur á framhaldi. Það sem áður var frumlegt er leiðigjarnt en hugmyndarík kvikmyndun lappar upp á. Ekkjuhæð *l/2 Meinleysisleg gamanmynd um kjaftagang og svik í samfélagi kátra ekkna í litlum bæ á írlandi. Góðar leikkonur en efniviðurinn er þeim varla samboðinn.-GB Kllppt og skorlö *** Robert Altman segir okkur níu sögur úr borgarlífmu í Los Angeles og bregður upp myndum af fólki sem velkist um í lífsins ólgusjó. Meistarataktar. -GB Skuggalendur *** Heillandi og vel gerð kvikmynd urri ástir tveggja ólíkra manneskja sem áttu það sameiginlegt að vera rithöfundar. Richard Attenborough á rólegum nótum í þetta skiptið. Frábær Ieikur Antonys Hopkins og Debru Winger. -HK Prlscllla *** Leiftrandi skemmtileg mynd um þrjár drag-drottningar á ævintýralegu ferðalagi yfir eyðimörkina á Ástralíu, fyndin og hrífandi. -GB Þrír lltlr: Rauöur * * * Frábær endir á þríleik Kieslowskis um fánalitina frönsku og einkunnarorð byltingarinnar, frelsi, jafnrétti og bræðralag. -GB Forrest Gump * * * Einstaklega ljúf og mannleg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. Undraverðar tæknibrellur og stórleikur Toms Hanks er það sem hæst ber. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Corrina, Corrlna *l/2 Corrina, Corrina er gamanmynd sem höfðar meira til barna en fullorðinna. Megingalli hennar er mattlaus samleikur Whoopi Goldberg og Ray Liotta. Þá er stundum langt í gamanið og verður myndin því langdregin. Tlmecop ** Jean-CIaude van Damme fær mýmörg tækifæri til að sýna hæfni sína í bardagalist í spennandi framtíðarmynd með söguþráð sem er ekki fyrir heilbrigðan mann að fá botn í.- HK Skógarlíf **i/2 Sannkölluð ævintýramynd, spennandi og skemmtileg, um árekstur hins frumstæða og siðmenningarinnar, um ást, græðgi og margt fleira. -GB Gríman *** Snilldarbrellur, sem samlagast skemmtilegum tilburðum hjá Jim Carey, gera Grímuna nánast að leikinni teiknimynd. Góð skemmtun fyrir alla. -HK REGNBOGINN Sími 19000 Barcelona *** Bandrískir frændur kynnast því í lok kalda stríðsins að þeir eru ekki hátt skrifaðir hjá ungu fólki í Barcelona. Vel skrifuð, skemmtileg og innihaldsrík kvikmynd. Litbrigöl næturinnar * Bruce Willis bregður sér í hlutverk sálfræðings sem eltist við morðingja vinar síns í heldur langdreginni og spennulausri mynd þar sem bert hold bjargar því sem bjargað verður. -GB Reyfarl **i/2 Töff og smart Tarantino um undirheimalýó í Los Angeles, ískalt en ekki nógu gott. -GB STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Á koldum klaka **l/2 Nýjasta mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um japanskan mann í andlegum erindagjörðum til íslands veldur nokkrum vonbrigðum en hún á þó góða spretti og kvikmyndatakan af íslandi um vetur er gullfalleg. -GB Frankenstein *** Kenneth Branagh og leikarar hans fara á kostum í þessari nýju og stórbrotnu útgáfu hinnar sígildu sögu um doktor Frankenstein og tilraunir hans til að taka að sér hlutverk skaparans. -GB Jafnvel kúrekastúlkur veröa einmana * Heimsmeistari í puttaferðalögum, stúlka með óvenjulanga þumla, lendir í slagtogi með lesbískum kúrekastúlkum í uppreisnarhug á heilsubýli kynskiptings. Hljómar forvitnilega en er skelfing leiðinlegt.- GB ■J'Uím.P s DV Jack Lemm- on sem stríðs- glæpamaður Jack Lemmon leikur ekki mikið nú orðið, lætur sér nægja eina mynd á ári. Þessa dagana er hann að leika í Getting away with Murder. Leikur hann vinalegan einstæðing. Einn ná- granni hans, sem leikinn er af Dan Aykroyd, telur þó að undir yfirborðinu leynist stríðsglæpa- maður nasista sem lengi hefur verið leitað að. Harvey Miller leikstýrir og aðrir leikarar eru LOy Tomlin, Bonnie Hunt og Brian Kerwin. Reiður leik- ...BEAM US UPSC0T7Y! stjóri Nýju Star Trek myndinni Star Trek Generation var frumsýnd víöa um Evrópu í síðustu viku og þegar upp var staðiö var hún vinsælasta myndin í siöustu viku. Mynd þessi mun fljótlega veröa tekin til sýningar hér á landi og þá í Háskólabíói. Á myndinni eru William Shatner sem hefur leikiö Kirk kaptein í öllum myndunum og Patrick Stewart, sem leikur í sjónvarpsþáttaseríunni Star Trek, Next Generation, en í Star Trek Generation hittast þeir í fyrsta sinn. Evrópulistinn er unninn upp úr aðsóknartölum í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Bretlandseyjum og í Svlþjóö, en í þessum löndum er um það bil 80% af bíóaðsókn í Evrópu. l(-) Star Trek Generations 10 2 (1) Dlsclosure 7,6 3 (-) Gazon Maudit 4 4 (2) Stargate 3,5 5 (3) Elisa 3,4 Á síðasta ári var frumsýnd svart/hvíta myndin Federal Hill sem er frumraun leikstjór- ans Michael Corrente. Myndin fékk góðar viðtökur. Corrente hélt því að hann væri að gera góð kaup þegar hann seldi myndbandsréttinn til Trimark Picture. Hann fékk högg í andlit- ið þegar Trimark tilkynnti að myndin yrði lituð. Corrente varð brjálaður og sagði að myndin ætti aðeins að vera i svart/- hvítu. TU málamiðlunar bauð Trimark að gefa myndina út í lit og svart/hvítu en Corrente hefur ekki enn sæst á þetta. Woody Allen fær uppreisn æru í Bandaríkjunum - helgina 10. til 12. febr. í millj. dollara - 1 (-) The Brady Bunch Movie 14,8 2 (-) Just Cause 10,8 3 (1) Billy Madison 6,1 4 (-) Heavyweights 6,0 5 (2) The Quick & the Dead 4,4 6 (3) Legends of the Fall 4,1 7 (4) Boys on the Side 3,8 8 (-) Forrest Gump 3,0 9 (-) Pulp Fiction 2,8 10 (6) Nobody's Fool 2,5 Eins og kunnugt er fær nýjasta mynd Woody Allens, Bullets over Broadway, sjö til- nefningar til óskarsverðlauna. Mynd frá AUen hefur ekki vakið jafti mikla athygli síðan Hannah and Her Sisters fyrir níu árum. AUen hefur átt við erfiðleika að stríða í einkalífmu og erfitt hef- ur verið að fjármagna kvik- myndir hans, má segja að hann hafi nú komist aftur á þann staU sem hann á skUið en Woody AUen sjálfur er bæði tilnefndur sem besti leikstjóri og fyrir besta handrit. Leikritahöf- undur í vanda Þrír leikarar fá tUnefningu fyrir leik sinn í Bullets over Broadway, Chazz Palminteri, Jennifer TUly og Dianne Wiest, öU fyrir leik í aukahlutverki, en Dianne Wiest fékk einmitt ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í Hannah and Her Sisters. Aðal- leikari myndarinnar er John Cusack. Leikur hann leikritahöf- und sem fær stuðning mafíufor- ingja tU að setja á svið eitt leik- rita sinna með því skUyrði að ástkona hans, sem er vonlaus leikkona, fái stórt hlutverk. Missterkir flokkar Það var fyrirfram vitað að tU- nefningar tU óskarsverðlauna í flokknum besti leikari í aðalhlut- verki yrðu óvenjusterkur í ár og þar verður keppnin hörð. Á móti var vitað að lítið var um afrek hjá leikkonum á síðasta ári og eru margir á því að fyUt sé upp í tilnefningar með meðaUeik þekktra leikkvenna. Jessica Lange þykir líklegust tU að hljóta verðlaunin og sumir ganga svo langt að segja að hún sé í rauninni sú eina sem kemur tU greina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.