Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 3. MARS 1995 TONLISIAR QlGNRTl! Allan Holdsworth - Hard Hat Area (1994 Restless) ★ ★★★ Skúli Sverrisson í góðum félagsskap Gítarleikarinn Allan Holdsworth er breskur að ætt og uppruna og vel metinn meðal gítarleikara fyrir afburða tækni og frumlegheit. Hann er ekki ýkja þekktur miðað við ýmsar gítarstjömur samtímans en margir með snert af áhuga á djassi og bræðingi kannast við hann. Á plötunni „Hard Hat Area“ sem hér er til umfjöllunar leikur með Holdsworth fslendingurinn og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Finnst eflaust mörgum sem vel hæfi skel kjafti þegar þessir tveir eru komnir í samflot. Athafnasamur bassaleikur Skúla nýtur sín garska vel í tónlist Holdsworths, en hún er einhvem veginn mátulega bræðingskennd og dálítið „út fyrir' á köflum til að halda athyglinni vel vakandi allan tímann meðan diskurinn snýst. Upphaf titillags plötunnar er eins konar eftirlfking smíðavinnu með músíkölskum hætti. En framhald lagsins er gott, þótt ekki sé það eins spennandi og önnur lög plötunnar frá harmonísku sjónarmiði. Útsetningin er stór plús. Fyrsta lagið er hins vegar „Prelude", stutt kynning og mögnuð, og við tekur „Ruhkukah" með flottu sólói frá hljómborðsleikaranum Steve Hunt. Hljóðgerflanotkun er allmikil á plötunni og setur glæstan svip á mörg verkin. Holdsworth leikur með rokkuðum tóni í gítar sínum, oft með löngum og teygðum nótum að hætti rokkara. Einnig bregður hann fyrir sig hljóðgerfilsgítar, hinum breska synthaxe (stundum eru rafmagnsgftarar kallaðir axir), en ekki finnast axarsköptin hér. Eitt besta lagið er „Low Lovels, High Stakes“ og eiga þeir Hunt, Sverrisson og Holdsworth þar hvem einleikskaflann öðrum betri. Trommari er Gary Husband, og má sjá að Skúli er síður en svo í slæmum félagsskap. Reyndar má segja að hvaða músíkant sem er mætti teljast fullsæmdur af félagsskap við Skúla, okkar manni í hinni stóru Ameríku. Sem sagt ágæt plata handa þeim sem unun hafa af nútímadjassi og góðri bræðingssveiflu. Aukabónus er svo að heyra Skúla leika á bassann. - Ingvi Þór Kormákason Black Crowes - Amoríca Eyrnakonfekt og of lítið Atlanta-rokkaramir í Black Crowes hafa ekki átt góðu gengi að fagna á vinsældalistum síðustu ár. Það var hins vegar endurgerð þeirra á gamla Otis Redding-slagaranum Hard to Handle sem vakti fyrst á þeim athygli en einhverra hluta vegna náðu þeir ekki að halda sér á floti eftir það. Fyrsta útgáfa Black Crowes hjá nýju undirmerki Virgin og EMI, American Recordings, gæti breytt þessu gengi að hluta til. Platan bytjar nefnilega feiknavel. Latíntaktur, frumlegur hljómagangur og nýstárleg laglína í upphafslaginu Gone flytur rokkunnandann í hæstu hæðir. Eyrnakonfektið heldur áfram í laginu A Conspiracy sem er öllu rólegra en jafnframt kraftmeira. Þar á eftir kemur suður-ameríska lagið High Head Blues sem útvarpshlustendur gætu kannast við. Rólega lagið Cursed Diamond bindur síðan enda á þessa frábæra byijun og þar liggur vandinn. Black Crowes hafa hér fallið í mjög algenga grygu: oflítið af góðu efni. Það sem á eftir kemur er ágætis rokk en ekkert í líkingu við þær væntingar sem þeir byggja upp í byijun. Laglínur eiga það til að vera flatar og hljómasamsetningar ósannfærandi. Öll spilamennska er mjög góð og Chris Robinsson er fyrirmyndar rokksöngvari. Upptökustjórinn, Jack Joseph Puig, fær einnig lof í lófa fyrir hljómgóða plötu en það er eitthvað sem vantar. Það hefði sem sagt verið við hæfi að gefa út fjögurra stjörnu smáskífu í stað tveggja og hálffar stjörnu breiðskífu. Hér er að Iokum ábending til þeirra sem huga að útgáfu: Ekki gefa út nema nóg sé til af góðu efni. Black Crowes geta nefnilega betur en þetta, en stefnan er tekin í rétta átt. - Guðjón Bergmann Extreme- Waiting for the Punchline ★ ★ Steiktur gítar en vantar hjálp í viðlögum Forboði plötunnar Waiting for the Punchline kom út síðasta sumar í formi smáskífunnar There Is No God. Lagið boðaði nýja tíma kaflaskiptinga og um það blöktu ferskir vindar. Nýlega leit síðan platan dagsins ljós, tæpu ári eftir útgáfu smáskífunnar. Á henni eru margir góðir punktar en í stuttu máli stenst hún ekki væntingar. Alheimsvinsældir Extreme komu í kjölfar ballöðunnar More Than Words af plötunni Pornografiiti. Þeir Patrick Badger, Nuno Bettencourt, Gary Cherone og Mike Mangini (nýr trommari sem kom í stað Paul Geary, en Geary spilar að vísu inn á meirihluta plötunnar) leita nú inn á nýjar brautir gítarrokksins. Upptökustjóri plötunnar er gítarleikarinn sjálfur, Nuno Bettencourt og þar liggur meginvandinn. Bettencourt semur nefnilega einnig öll lög plötunnar ásamt söngvaranum Cherone. Hann virðist ekki hafa neina yfirsýn. Ekki er þó hægt að segja aó gítarleikurinn sé slæmur enda Nuno einn fremsti rokkgítarleikari þessa heims, en heildarsvipur plötunnar er gereyðilagður með sífelldum gítarsteikingum á kostnað annarra. Einnig virðist samstarf Cherone og Bettencourt ekki hafa verið upp á marga fiska, þar sem Cherone virðist sífellt vera að keppa við flóknar gítarlínur Bettencourt. Einstaka sinnum koma ágætis laglínur í gegn, en þegar kemur að gerð viðlaga skjóta félagamir oftast fyrir ofan garð eða neðan og úr verður hvorki fugl né fiskur. Bettencourt virðist síðan ekki eiga erindi sem erfiði þegar kemur að bassahljómnum, sem hefur heyrst betri á „low budget“ neðanjarðarplötum. Þrátt fyrir þessa útreið á upptökustjóranum á platan sínar góðu stundir, best þykir mér að vísu að hlusta á hana aftur á bak. Hún hefst á smáskífunni frá síðasta sumri, en allt fram að kassagítarsteikingu Bettencourt í sólólaginu Midnight Express er lítið að gerast. Lög eins og Unconditionally og Fair-Weather Faith eiga það síðan meira að segja á hættu að verða vinsæl. Ofangreindar ástæður gera það að verkum að platan getur' ekki talist góð sem heiidarverk en gftarannendur fá án vafa eitthvað fyrir sinn snúð. Extreme ætti hins vegar að leita út fyrir eigin raðir í leit að næsta upptökustjóra. Cherone og Bettencourt ættu einnig að prófa að semja sinn í hvoru homi. - Guðjón Bergmann Hermiþáttur hugsj ónamanna á geislaplötu - 75 mínútna dansveisla Á hausti þessa árs mun Party Zone, þáttur útvarpsstöðvarinnar X-ins, halda upp á sitt fimmta aldursafmæli. Party Zone-þátturinn kom fyrst fram á hljóðsviðið á Útrás árið 1990, þá eft- irhermuþáttur af MTV-sjónvarpsstöð- inni. Umsjónarmaður þáttarins var Helgi Már Bjamason. í fyrsta þættin- um kom hann með upptökur af MTV tO þess að spila í þættinum. A síðastliðnum árum hefur þáttur- inn Party Zone slípast, þroskast og smám saman orðið áheyrilegri. Að mati Kristjáns og Helga (núverandi stjómenda þáttarins) hefur óskipulagt Kaos Party Zone á íslandi orðið mun betra og vinsælla og í raim kaffært Party Zone þáttinn á MTV (sem hefúr fært sig nær evrópska stranddiskó- inu). Vaxandi vinsældir Þættimir, sem eru nú á dagskrá X- ins 97,7 milli 19.00 og 22.30 á laugar- dagskvöldum, hafa notið sívaxandi vinsælda. Hámarkinu í vinsældunum náðu þeir með útgáfu plötunnar Par- ty Zone ‘94. Á útgáfuhátíðinni í Tungl- inu þann 18. febrúar síðastliðinn var til dæmis slegið aðsóknarmet - hvorki meira né minna en 1250 manns létu sjá sig. Helgi og Kristján stæra sig af því að spiia „underground“-danstónlist eins og hún gerist best. „í hverjum þætti fáum við plötusnúða í heimsókn sem gefa okkur sýnishom af því sem er að gerast hverju sinni. Öll tónlistin er spiluð cif „12“ vinylplötum og heyrist oft í þættinum hjá okkur sex mánuð- um áður en hún kemur á almennan markað." Fyrsta skipti á íslandi Útgáfan markar skýr spor í plötu- útgáfu á Islandi þar sem íslenskir plötusnúðar hafa aldrei áður hljóð- blandað plötu af þessu tagi. Það -voru hugsjónamenn innan Skífunnar sem komu hugmyndinni í gegn en plötu- snúðamir D J Margeir og D J Grétar úr Scope sáu um hljóðblöndunina. Platan inniheldur brot af bestu lög- um ársins 1994 úr þættinum Party Zone, alls 13 stykki. Flytjendur á plöt- unni eru Sagat, Jamiroquai, South Street Players, D-Mob, Headrush, S.U.A.D. (Jay-Dee), Transglobal Und- erground, River Ocean, Paperclip People, Scope, Fire Island, Aphrohead og Phuturescope (DJ Pierre). . Umslag plötunnar er einnig fýrsta sinnar tegundar hér á landi (örhtið í anda Vitalogy umslagsins). Það er grafísk hönnun í höndum Jökuls Tóm- assonar en Svenni tók allar ljósmynd- irnar. Útgáfa sem þessi er því til staðfest- ingar að ný bylgja hefur nú náð tök- um á íslenskri tónlistarmenningu og hefur nú innreið sína með offorsi. Við bjóðum „underground“-danstónlist velkomna til landsins og er ekki að efa að hún er komin til að vera. -GBG J.J. Soul Band - Hungry for News: ★★★ Heildarsvipur plötunnar er írekar rólegur en lögin em mörg hver ágætlega samin og útsetningar era góðar. Lög eins og titillagið, Hungry for News, Jazzman, Look og Under the Sun era allt vel flutt lög og hægt að taka þau fram yfir þótt önnur lög standi þeim lítt að baki. -HK Ýmsir-Headz: ★★★ Þrátt fyrir nokkuð löng lög er tónlistin virkilega góð, nægilega til þess að stemningin endist út lagið. -PJ Mannakorn - Spilaðu lagið: ★★★ Það era þekktustu smellimir frá tveggja áratuga ferli Mannakoms sem hljóma á plötunni. Þar sem Mannakomsmenn gerast frjálsleg- astir og óformlegastir í útsetningum tekst þeim best upp. -ÁT Ýmsirfiytjendur -The Unplugged Collection: ★★★ Platan er áheyrileg og góð auglýs- ing fyrir Unplugged-sjónvarpsþætt- ina hjá MTV sem njóta sívaxandi vinsælda. -ÁT Tweety-Bít ★★★ Nýju lögin era flest poppaö rokk og standa ágætlega sem slík. Áheyrilegust era Gott mál og Alein. Önnur era hversdagslegri. -ÁT Van Halen - Balance ★★★ Eddie Van Halen fer á kostum í Balance eins og hans er von og vísa og ég er ekki frá því að Sammy Hag- ar sé upp á sitt állra besta um þess- ar mundir. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.