Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Page 7
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
23
Messur
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur með
foreldrum fermingarbarna eftir guðs-
þjónustuna. Prestarnir.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14 á vegum Kirkju heyrnar-
lausra. Sr. Ingunn Hagen frá Bergen
prédikar. Sr. Miyako Þórðarson.
Hrafnista: Guðsþjónusta kl. 14. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Messa með altarisgöngu á sama
tíma. Samkoma ungs fólks með hlutverk
kl. 20. (Ath. breyttan tima.) Gísli Jónas-
son.
Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Ingunn
Ösk Sturludóttir. Pálmi Matthiasson.
Digraneskirkja: Barnasamkoma kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Þorbergur Krist-
jánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11 á vegum sam-
starfsnefndar kristinna trúfélaga. Hafliði
Kristinsson, forstöðumaður Hvítasunnu-
safnaðarins, prédikar. Sr. Hjalti Guð-
mundsson þjónar fyrir altari. Fulltrúar
kristinna safnaða lesa ritningarorð. Dóm-
kórinn syngur. Barnastarf í safnaðar-
heimilinu kl. 11 og i Vesturbæjarskóla
kl. 13. Föstumessa kl. 14. Altarisganga.
Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Gylfi Jónsson.
Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Barnaguðsþjónusta á sama tíma.
Prestarnir.
Frikirkjan í Hafnarfirði: Barnasamkoma
kl. 11. Einar Eyjólfsson.
Frikirkjan í Reykjavik: Guðsþjónusta
kl. 14. Fermd verður Maria Rachel Ág-
ústsdóttir, Hrafnhólum 8, Reykjavík.
Cecil Haraldsson.
Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14.
Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Gídeonfé-
lagar heimsækja söfnuðinn og annast
ritningarlestra. Guðjón St. Garðarsson
prédikar. Vigfús Þór Árnason.
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.
Æskulýðsmessa kl. 14. Æskulýðsfélagiö
og fermingarbörn taka þátt i messunni.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja: Fræðslustund kl. 10.
„Að velja lif'. Siðfræði við upphaf lifs.
Dr. Vilhjálmur Árnason. Messa og barna-
samkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Kl, 12.30, Hver var Guðríður Símonar-
dóttír? Dagskrá á vegum Listvinafélags
Hallgrimskirkju þar sem Steinunn Jó-
hannesdóttir rithöfundur flytur hádegis-
erindi.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Messa kl. 14. Sr. Helga Soffía Kon-
ráðsdóttir.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar. Bama-
starf á sama tíma. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
Keflavikurkirkja: Sunnudagaskóli kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Ólafur
Oddur Jónsson. Kór eldri borgara syngur
við guðsþjónustuna. Prestarnir.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Gídeonfélagar lesa ritningarlestra og
kynna starf sitt. Barnastarf i safnaðar-
heimilinu Borgum á sama tíma. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk-
ups: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig-
urður Haukur Guðjónsson. Sunnudaga-
skóli á sama tíma. Óvæntir gestir koma
í heimsókn. Kaffisopi eftir messu.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Bisk-
upsvísitasía. Biskup islands, herra Ólafur
Skúlason, prédikar. Báðar bjöllusveitir
koma fram. Drengjakór Laugarneskirkju
syngur undir stjórn Friðriks S. Kristins-
sonar. Kór Laugarneskirkju syngur,
Barnastarf á sama tima. Ólafur Jóhanns-
son.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið
hús frá kl. 10. Munið kirkjubilinn. Guðs-
þjónusta kl. 14. Margrét Eggertsdóttir
cand. mag. flytur erindi um sr. Hallgrim
Pétursson eftir guðsþjónustu. Veitingar.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Innri-Njarðvikurkirkja: Messa kl. 14.
Frímúrarar taka þátt í athöfninni og lesa
ritningarlestra. Nemendur út Tónlistar-
skóla Njarðvikur koma fram. Fermingar-
börn og foreldrar hvött til að mæta. Eftir
messuna verður systrafélag kirkjunnar
með kaffisölu. Allir hjartanlega velkomn-
ir. Baldur Rafn Sigurðsson.
Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl.
14. Bjargarkaffi eftir messu. Þórsteinn
Ragnarsson safnaðarprestur.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14.
Fermdur verður Barði Már Jónsson,
Engjaseli 58. Kvenfélag kirkjunnar heldur
kökubasar að lokinni guðsþjónustu.
Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmunsdóttir.
Barnastarf á sama tima.
Útivist:
Námskeið í
snjóhúsagerð
Á laugardagsmorgun verður lagt
af stað og ekið austur á Hellisheiði í
helgarferð. Skiðaganga hefst austar-
lega á heiðinni og verður gengið sem
leið Uggur yfir hana og niður í Grafn-
ing og gist í Nesbúð við Nesjavelli. Á
sunnudag verður gengið um Dyradal
og Marardal, vestur fyrir Húsmúl-
ann og lýkur ferðinni við Kolviðar-
hól.
Á laugardag stendur Útivist fyrir
námskeiði í snjóhúsagerð. Þeir sem
þess óska geta síðan sofið í snjóhús-
inu yfir nóttina en þurfa þá að taka
með sér viðeigandi útbúnað. Mæting
er viö Litlu kaffistofuna kl. 13 á laug-
ardag.
Á sunnudag hefst kjörgangan við
bæinn Stardal. Gengið verður með
Leirvogsá, suður að GrímmannsfeUi,
vestur með því í Reykjadal og um
Skammaskarð i Mosfellsbæ. Lagt
verður af stað kl. 10.30. Á sama tíma
veröur lagt af stað í skiðagöngu í
Marardal. Gengið verður vestur und-
ir Húsmúlann og í Marardal. Þaðan
verður svo tekin bein stefna á Litlu
kafíistofuna.
Uppákomur á
Bláu nótunni
Hljómsveitin Bergmál frá Egils-
stöðum kemur fram á Bláu nótunni
í kvöld og þar verður einnig boðið
upp á dans- og tískusýningu. Annað
kvöld er svo röðin komin að hljóm-
sveitin Stykk frá Stykkishólmi og þá
verður einnig boðið upp á dans- og
tískusýmngu, líkt og í kvöld.
Á sunnudagskvöldið verður þar
svo dansskvöld en þá verða spilaöir
samkvæmis- og gömlu dansarnir.
Ragtime Bob leikur fyrir matargesti
föstudags- og laugardagskvöld.
AmmaLú
Matsölu- og skemmtistaðurinn
Amma Lú býður upp á tískuþátt frá
þremur íslenskum fatahönnuðum í
kvöld kl. 22.
Á morgun mun hljómsveitin Hun-
ang halda uppi fjörinu fram á nótt.
Sögusvuntan:
Síðustu
sýningar
Brúðuleikhúsið Sögusvuntan hef-
ur undanfarið staðið fyrir sýningum
á leikritinu í húfu Guðs eftir Hall-
veigu Thorlacius. Söguhetjurnar eru
sóttar í íslensku þjóðsögurnar og er
þarna að finna álfa, tröll og hinn
skelfilega Skuggabaldur sem hefur
svo grimmilegt augnaráða að enginn
þohr að horfast í augu við hann, ekki
einu sinni hann sjálfur. Áhorfendur
fá ekki að sitja aðgerðalausir og
verða að leggja sig alla fram ef trölla-
strákurinn hennar Skellinefju á aö
komast klakklaust í heiminn. Nú eru
aöeins tvær sýningar eftir, sunnu-
daginn 12. mars kl. 15 og sunnudag-
inn 19. mars kl. 15 að Fríkirkjuvegi
11.
Skellinefja tröllskessa gleypti sil-
unga.
íþróttir - ferójl
w
Úrslitakeppnin í DHL-deildinni í körfuknattleik:
Fjórir
hörkuleikir
Þessir kappar verða í sviðsljósinu um helgina. Marel Guðlaugsson, í mið-
ið, og télagar hans í Grindavík mæta Haukum í Hafnarfirði og Ingvar Orm-
arsson og Ólafur J. Ormsson í KR taka á móti islandsmeisturum Njarðvík-
inga.
KAtekurá
mótiVíkingi
Það er stórleikur á dagskrá í
úrslitakeppni Níssan-deildarinn-
ar í handknattleik í kvöld þegar
KA tekur á móti Víkingi. Víking-
ar unnu fyrri leikinn mjög örugg-
lega og geta tryggt sér sæti í úr-
slitaleiknum farí þeir með sigur
af hólmi.
- í l. deild kvenna hefjast undan-
úrslitin. f kvöld mætast Stjarnan
og ÍBV í Garðabæ klukkan 20 og
þessi sömu lið eigast svo við í
Eyjum klukkan 20 á sunnudags-
kvöld. Fram og Víkingur leika í
íþróttahúsi Fram á morgun og
hefst leikur þeirra klukkan 15.30.
- í 2. deild karla heidur úrshta-
keppnin áfram meðþremur leikj-
um sem allir fara fram kiukkan
20 á sunnudagskvöld. Þór mætir
ÍBV á Akureyri, Grótta tekur á
móti Fylki og Breiðablik fær
Fram i heimsókn.
íslandsmót
í fimleikum
ísiandsmótiö í fimleikum verð-
ur haldið í Laugardaishöii um
helgina. Mótiö hefst klukkan 20 í
kvöld. Á Iaugardag og sunnudag
hefst keppni klukkan 13. Aiit
besta fimleikafólk landsins kepp-
ir á mótinu og má búast við
skemmtilegri keppni.
Ferðafélagið:
Skíða- og
gönguferðir
Körfuknattleiksmenn úr bestu lið-
unum í úrvalsdeildinni sitja ekki
auðum höndum þessa helgina. Úr-
slitakeppnin er komin á fullt og um
helgina fara fram fjórir hörkuleikir.
Eftir þá leiki gæti skýrst hvaða lið
tryggja sér áframhaldandi keppnis-
rétt í undanúrslitunum en tvo sigur-
leiki þarf til að komast í fjögurra liða
úrslitin.
Tveir leikir verða.háðir á laugar-
daginn. KR tekur á móti Njarðvík á
Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði mæt-
ast Haukar og Grindavík. Báðir leik-
irnir hefjast klukkan 16.30. Haukar
og KR-ingar töpuðu fyrri leikjum sín-
um og’’ verða að sigra ef þeir ætla
ekki að falla úr keppni. Á sunnudag
eru svo tveir leikir. Klukkan 16 leika
í Borgarnesi Skallagrímur og ÍR og
klukkan 20 eigast Þór og Keflavík við
á Akureyri.
Úrslitin í 1. deild
karla hefjast í kvöld
Þá hefst úrslitakeppni 1. deildar
karla um helgina. í kvöld leika
Breiðablik og Leiknir í Smára og Þór
tekur á móti ÍS í Þorlákshöfn. Báöir
leikirnir hefjast klukkan 20. Á
sunnudagskvöld klukkan 20 mætast
liðin öðru sinni og þá fá hðin sem
leika á útivelli annað kvöld heima-
leiki.
Karlakórinn Lóuþrælar syngur i Fella- og Hólakirkju á laugardag.
Lóuþrælar í Hólakirkju
Karlakórinn Lóuþrælar úr Vest-
ur-Húnavatnssýslu heldur tónleika í
Felia- og Hólakirkju á laugardag kl.
17. Kórinn, sem er að mestu skipaöur
bændum úr héraðinu, heldur upp á
10 ára afmæli sitt um þessar mundir.
Hann hefur af því tilefni gefið út
geisladisk með 20 lögum og syngur
Ingveldur Hjaltested sópransöng-
kona einsöng í þrem þeirra. Hún
syngur einsöng með kórnum á tón-
leikunum ásamt Guðmundi Þor-
bergssyni.
Ferðafélagið stendur fyrir helgar-
ferð í Úthlíð og Biskupstungur þar
sem farið verður í skíða- og göngu-
feröir. Gist verður í svefnpokaplássi
í Úthlíð. Lagt verður af stað kl. 20 á
fös_tudag.
Á sunnudag kl. 10.30 verður lagt
af stað í dagsferð í Bláfjöll og á sama
tíma verður ekið að Gullfossi. Þá
verður farið í göngu- og skíðagöngu-
ferð í Heiömörk á sunnudag kl. 13.
Kringlukast
Á miðvikudag hófst Kringlukast í
Kringlunni. Aðsókn hefur verið mik-
il og af þeim sökum hefur verið
ákveðið að hafa opið til kl. 18 á laug-
ardag. í Kringlukasti eru verslanir
og flest þjónustufyrirtæki í Kringl-
unni með sérstök tilboð og lögð er
áhersla á að einungis sé boðið upp á
nýjar vörur.
^ílllft
ðir*"
9 9*17*00
Verö aðeins 39,90 mín.
Krár
Dansstaðir
Leikhús
4[ Leikhúsgagnrýni
51 Bíó
Kvikmgagnrýni
ÖrvarogÁrs-
tíðimar
Örvar Kristjánsson og félagar hans
koma fram á Garðakránni í kvöld og
ætla að halda þar uppi fjörinu. Krá-
in, sem er í Garðabæ eins og nafnið
gefur til kynna, býöur gestum sínum
einnig upp á lifandi tónlist annaö
kvöld.
Þá er röðin komin að hljómsveit-
inni Árstíðirnar en hún kom þar
fram um síðustu helgi.
Vinningshafar í BK-leiknum vikuna 3.-9. mars.
Stefán Ólafsson, Aflagranda 33, 107 Reykjavík
Pálína Pálsdóttir, Arnarhrauni 41, 220 Hafnarfjörður
Júlíus Atli Hálfdánarson, Brekkustíg 10,101 Reykjavík
Jóhanna Sverrisdóttir, Lynghrauni 8, 660 Reykjahlíð
Vinningshafar fá send
verðlaunaskjöl í pósti
sem framvísað er hjá Boston
kjúklingi, Grensásvegi 5,
sími 588-8585.
jm.
9 9 - 1 7 5 0
Verö kr. 39,90 mln.