Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995
13
Fréttir
Sjálfstæðismenn gagnrýna harðlega ráðningu afleysingamanns í starf borgarminjavarðar:
Vegið að starf sheiðri og
vantraust á störf hennar
- segir Inga Jóna Þórðardóttir, ftdltrúi D-lista í menningarmálanefiid
„Það hefur ekki verið venjan að
auglýsa stöður vegna bamsburðar-
leyfa. Forstöðumönnum hefur verið
treyst til að ráðstafa stöðum í svona
tilvikum því að þeir þurfa að hafa
einhvem sem þeir geta verið í góðu
sambandi við. Þess vegna sýnist mér
að tilgangurinn með auglýsingu sé
að koma nýjum aðila inn í safnið,
grafa óbeint undan núverandi for-
stöðumanni og vega að starfsheiðri
borgarminjavarðar. Þetta er van-
traust á hennar störf. Mér finnst það
hróplegt af konu í embætti borgar-
stjóra að koma svona fram við kyn-
systur sína í einu af æðstu stjómun-
arsíöðum hjá borginni,“ segir Inga
Jóna Þórðardóttir, borgarfuUtrúi
Sjálfstæðisflokks.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um DV hafa harðar deilur átt sér
stað innan menningarmálanefndar
borgarinnar vegna þess hvemig
staðið hefur verið að ráðningu
afleysingamanns í starf borgar-
minjavarðar. Samkvæmt heimildum
DV hafði Margrét Hallgrímsdóttir
borgarminjavörður óskað eftir því
að Hrefna Róbertsdóttir, safnvörður
á Árbæjarsafiii, leysti sig af en málið
var ekki tekið fyrir í nefiidinni held-
ur ákvað borgarstjóri að auglýsa
stöðuna.
„Þetta er afleysingarstaða. Ef
menningarmálanefnd kýs svo verður
þetta auðvitað gert í samráði við
hana en það er náttúrlega verið að
gera úlfalda úr mýflugu. Forstöðu-
maður ætti að vera fullfær um að
ráða í stöðuna í samráði við mig. Ef
menningarmálanefnd vill fá málið til
skoðunar er alveg sjálfsagt að gera
þetta í samráði við hana,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Að minnsta kosti flmm umsóknir
bámst um afleysingarstöðu borgar-
minjavarðar í Árbæjarsafni. Um-
sóknir bárust frá Ragnhildi Vigfús-
dóttm-, fyirverandi ritstým Vem, og
Nikulási Úlfari Mássyni, Helga Sig-
urðssyni, Hrefnu og Bjama M. Ein-
arssyni, safnvörðum á Árbæjarsafni.
„Ég hef bara lýst yfir ég ber fullt
traust til minna starfsmanna. Málið
er í eðlilegum farvegi og það verður
haft fullt samráð við mig,“ segir
Margrét Hallgrímsdóttir.
Borgarminjavörður fer í átta mán-
aða bamsburðarleyfi frá næstu mán-
aðamótum.
„Nú er unnið allan sólarhringinn, það veitir ekki af, enda fengum við ekki
loðnu hingað eftir áramót fyrr en komið var fram í mars,“ sögðu „kyndar-
arnir“ Hermann Einarsson og Kristinn Bogi Antonsson hjá SR-Mjöli á Siglu-
firði. Þeir voru þó hressir og stilltu sér upp við einn bræðsluofn verksmiðj-
unnar sem hefur verið í fullum gangi undanfarna daga. DV-mynd gk
Keflavlkurflugvöllur:
HM-nefndin í handknattleik
með aðstöðu í flugstöðinni
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Við gerum það sem í okkar valdi
stendur til að greiða götu HM-nefnd-
arinnar svo þetta verði eins gott og
hægt er hér í flugstöðinni. Það hlýtur
að koma fjöldi gesta erlendis frá. Við
vonum að þeir verði sem flestir, bæði
fyrir HM-nefndina og okkur,“ sagði
Pétur Guðmundsson, vallarstjóri
Keflavíkurflugvallar.
Framkvæmdanefnd heimsmeist-
arakeppninnar í handknattleik hefur
óskað eftir aðstöðu í flugstöðinni til
að taka á móti erlendu liðunum þeg-
ar þau koma til landsins. Hún verður
með aðstöðu á flugvellinum, senni-
lega í landganginum. Sett hafa verið
upp veggspjöld á ýmsum stöðum í
byggingunni til að minna á HM-
keppnina sem fram fer hér á í maí.
Veggspjöld HM-keppninar í hand-
bolta hafa verið sett upp flugstöð-
inni. Ásgeir Þór Sigurjónsson,
starfsmaður, hefur komið þeim þar
fyrir. DV-mynd Ægir Már
Akureyrarbær:
Karlar frá frí til að f ara á karlaráðstef nu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa
samþykkt að gefa þeim körlum sem
vinna þjá Akureyrarbæ og vilja
sækja norrænu karlaráðstefnuna í
Stokkhólmi í sumar kost á því að fá
frí frá vinnu þrjá daga á launum.
Það var jefnréttisnefnd bæjarins
sem lagði tfilögu þess efnis fyrir
bæjarráð sem samþykkti tillöguna
og hún var samþykkt einróma í bæj-
arstjóm.
Karl Jörundsson, starfsmanna-
stjóri Akureyrarbæjar, segir að þetta
frí karlanna á launum sé það sama
og konum í starfi hjá bænum var
boðið upp á í fyrra er þær sóttu
kvennaráðstefnu í Finnlandi. Kon-
umar höíðu þá einnig aðgang að
styrkjum úr fræðslusjóði Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar og
fékk hver kona 30 þúsund króna
ferðastyrk. Þeir karlar sem hyggjast
fara til Stokkhólms geta sótt um
sams konar ferðastyrk úr fræðslu-
sjóðnum. vegna karlaráðstefnunnar enn sem
Karl segist ekki hafa orðið var við komið er, enda em nokkrir mánuðir
umsóknir um launalaust leyfi frá til stefnu enn.
karlkyns starfsmönnum bæjarins
CNÝIÖKUSKÓUNN HF. ^
Viltu vera klár fyrir sumarið?
MEIRAPRÓF
á vörubifreið, hópbifreið og ieigubifreið.
Námskeið hefst þann 3. apríl nk.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Nýi ökuskólinn hf.
^^Klettagörðum 11 (við Viðeyjarferjuna), sími 5884500.
utvarps
og sjónvarps
¥
m mm
I illi
OliyinfQyivy
99*1 7*00
hagnýtar uppfýs ingar þegar þér hentar
Verð aðeins 39,90 mínútan.
Opnum 1. apríl