Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1995, Qupperneq 20
48 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 íþróttir Þú getur svaraö þessari spuuningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. iái\ li J « d i FÓLKSINS 99-16-00 Hvert liðið verður íslandsmeistari, Njarðvík eða Gríndavft? Allli i ttahmm* torH— —» Ummt—tma jt« e»tt »*r M— Jordan skor- aði 55 stig - Sacramento sigraði Orlando Sautján stig í röð - frá Njarðvík sem vann fyrsta úrslitaleikinn gegn Grindavik Ægir Már Kárason, DV, Suðurnequm: Tómas Ingi Tómasson knatt- spymumaður het'ur ákveðið að ganga til liös við nýliöa Grindvik- inga en hann hefur undanfarin ár leikið með KR. „Eg er mjög ánægöur með að fá Tóraas og hann kemur í stað Ragn- ars Margeirssonar sem hætti við aö koma. Haim hefur komið vel út úr æfingaleikjunum og fellur vel inn í hópinn. Hann er einn af bestu framherjum landsins," sagðiLúkas Kostic, þjálfari Grindvíkinga, við DV. Tómas lék 17 leiki með KRí fyrra og skoraði 6 mörk en lengst af sín- um ferli hefur hann leikið með ÍBV og samtals á hann aö baki 80 leiki í 1. deíld og hefur skorað 31 mark. NB A-deildin 1 nott: Það gekk mikið á í NBA-deildinni í nótt. Michael Jordan skoraði 55 stig fyrir Chicago á heimavelli NY Knicks og lið Sacramento kom mjög á óvart og sigraði topplið deildarinnar, Or- lando Magic. Úrslitin urðu annars þessi í nótt: Miami-Boston.............115-126 NJ Nets-Golden State.....113-127 NYKnicks-Chicago.........111-113 Dallas-Milwaukee..........114-93 Houston-LA Lakers.........96-106 Phoenix-Utah Jazz........102-111 Portland-Atlanta..........91-102 Sacramento-Orlando.......117-106 • Scottie Pippen skoraði 19 stig fyrir Chicago og BJ Armstrong 16. Patrick Ewing var stigahæstur hjá Knicks með 36 stig. • Lið Sacramento lék vel á heima- velli sínum gegn Orlando sem hefur að baki bestan árangurinn í NBA- deildinni í vetur. Mitch Richmond skoraði 35 stig fyrir Sacramento og Walt Williams 26. Shaquille ONÞeal var með 32 stig fyrir Orlando, Horace Grant 22 og Anfernee Hardaway 21. • Utah Jazz vann góðan útisigur á heimavelli Phoenix. Karl Malone skoraði 26 stig fyrir Jazz og tók 16 fráköst. John Stockton var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Hjá Phoenix var Dan Majerle með 20 stig, Kevin Johnson 19 og Charles Barkley 18. • Lakers er í banastuði þessa dag- ana og liðið sigraði Houston í nótt af öryggi. Cedric Ceballos og Elden Campbell skoruðu 17 stig fyrir Lak- ers. Carl Herrera var með 22 stig fyr- ir Houston og Clyde Drexler 20. • Dino Radja skoraði 18 stig fyrir Boston gegn Miami. Glen Rice skor- aði 39 stig fyrir Miami. Teitur Örlygsson var Grindvíkingum erfiður og hér kemur Guðmundur Bragason engum vörnum við þegar hann er um það bil að setja boltann ofan i körfuna. DV-mynd ÞÖK Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Njarðvíkingar unnu fyrsta úrslita- leikinn gegn Grindvíkingum í DHL- deOdinni í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi, 92-81. Það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir gæðum leiksins en spennan var þó til staðar. Það sáust nokkrum sinnum glæsileg til- þrif hjá leikmönnum en þar voru Njarðvíkingar í forystusveit og sýndu nokkur sirkustilþrif sem áhorfendur kunnu að meta. Njarðvíkingar leiddu til að byrja með en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og voru búnir að jafna eftir 7 mínútna leik. Þar fór fremstur í flokki Marc Mitchell og gekk Njarð- víkingum illa að ráða við hann. Leik- urinn var mjögjafn allt fram að hálf- leik og þegar tæpar tvæir mínútur voru eftir náðu Grindvíkingar að jafna. Valur Ingimundarson var sterkur á lokakaflanum en hann gerði 7 stig gegn 4 stigum Grindvík- inga. Grindvíkingar náðu að komast yfir eftir 7 mínútna leik í síðari hálfleik en þá fóru hlutirnir heldur betur að gerast hjá Njarðvíkingum. Þeir skor- uðu 17 stig í röö og fóru á kostum og Grindvíkingar virtust eins og peð í höndum þeirra. Þetta var tvímæla- lust vendipunktur leiksins. Grind- víkingar náðu þó að minnka muninn í 7 stig en Njarðvíkingar skoruðu 7 síðustu stigin af vítalínunni. Bæði lið eiga að geta sýnt meira Bæði lið eiga að geta sýnt miklu meira en þau gerðu í gær. Njarðvík- ingar voru gríðarlega sterkir inni í teig og skoruðu megnið af sínum stig- mn þar. Teitur Örlygsson átti mjög góðan leik og þá sérstaklega í síðari hálfleik þegar liðið þurfti á kröftum hans að halda. Rondey var einnig góður og vann einvígið við Guðmund Brágason. Þá voru Jóhannes Krist- björnsson og Kristinn Einarsson sterkir þegar Njarðvíkingar áttu sinn besta kafla. Jón Árnason átti góðan leik í vöminni og Valur átti góða spretti í fyrri hálfleik. Lykilmenn Grindvíkinga í fríi Það má fastlega búast við að róður- inn verði erfiður fyrir Njarðvíkinga í Grindavík annað kvöld en ólíklegt er að Grindavíkurliðið spili tvo slaka leiki í röð. Lykilmenn liðsins voru hreinlega í fríi lengst af leiknum. Michell var frábær í fyrri hálfleik en lét æsa sig óþarflega upp í síðari hálfleik og náði þar með ekki að halda einbeitingu. Pétur Guðmunds- son átti ágæta spretti í upphafi síðari hálfleiks. SagteftirleiMnni: Við verðum að gera miklu betur „Þetta var hörkuleikur en viö vorum dálitið dofhir í fyrri hálfleik. Við fengum aðeins fimm villur á okkur og vorum ekki að taka á því eins og við eigum aö gera í úrslita- leikjum. Við ákváöum i síðari hálf- leik að leggja haröar að okkur í vöminni og náðum aö stöðva Marc betur. Mér fannst þeir orðnir þreyttari en við í restina. Við vorum að skora mikiö inn i teig en leikim- ir vinnast ekki á þriggja stiga lún- unni. Þeir vinnast allir inni í teig og þar held ég að viö höfúm vinning- inn. Nú verðum við að ná okkur niður á jörðina og mæta vel stemmdir til leiks í Grindavik," sagði Teitur Örlygsson. „Þetta var frekar rólegur og dauf- ur leikur sem líktist ekki úrshta- leik eins og þeir eiga að vera. Við verðum að gera miklu betur ef við ætlum að ná sigri í Grindavík. Við áttum mjög góðan kafla í siðari hálfleik sem gerði útslagxð í þess- um leik. Við vorum sífellt aö vinna á fullu en það small loksins saman á þessum kafla. Viö þurfum að laga grimmdina og baráttuna fyrir næsta leik. Það er allt annar hand- leggur að spila á móti þeim í Grindavík," sagði Valur Ingimund- arson, þjálfari Njarðvikinga. „Við létum þá Iíta út eins og þeir væru NBA-stjömur meö sendingar aftur fyrir bak og troðslur. Við vor- um ekki nógi innstillir á þaö sem viö áttum að gera. Viö lékum ó- skynsamlega og illa og var eins og menn væru ekki tilbúnir," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. „Þeir spiluðu mun hraðar en við og unnu okkur, svo einfalt er það. Það eru nógu margir leikir eftir og vorðum við aö þjappa okkur vel saman fyrir næsta leik. Þaö kemur ekki til mála að láta þá vinna, 4-0. Þetta á eftir að verða mikill barn- ingur áður en yfir lýkur,“ sagði Marc Mitchell, bandaríski leik- maðurinn í liði Grindvíkinga, sem átti stórkostlegan leik í fyrri hálf- leik. Njaróvík - Grindavík (44-41) 92-81 2-0, 4-4, 10-4, 12-9, 18-12, 20-20, 26-20, 30-26, 41-37, (44-41). 50-45, 56-57, 78-64, 85-76, 92-81. • Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 28, Rondey Robinson 22, Jóhannes Kristbjömsson 14, Kristinn Einarsson 10, Valur Ingimundarson 10, Friörik Ragnarsson 4, Jón Júlíusson 3, ísak Tómasson 1. • Stig Grindavíkur: Marc Mitchell 26, Pétur Guð- mundsson 14, Guömundur Bragason 12, Unndór Sig- urösson 11, Guöjón Skúlason 11, Helgi Guðfinnsson 3, Nökkvi Már Jónsson 2, Marel Guölaugsson 2. Villur: Njarðvík 14, Grindavík 24. 3ja stiga körfur: Njarðvik 7/5, Grindavík 20/8. Víti: Njarðvík 28/19, Grindavik 12/10. Fráköst: Njarðvík 32, Grindavík 23. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bender, góðir. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Teitur örlygsson, Njarðvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.