Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995
T Ó N L I S l a R
ÍliilYII
Dionne Farrís - Wild Seed-Wild Flower
★ ★
Þokkaleg byrjun
Dionne Farris er ung söngkona sem vakti athygli á sínum
tíma með hljómsveitinni Arrested Development. Hún hefur
nú sagt skihð við þá sveit og ætlar að reyna fyrir sér upp á
eigin spýtur. Wild Seed-Wild Flower er fyrsta sólóplata Farris
og má segja að ferillinn byrji þokkalega. Tónlistin er rokkað
soul og fónk, frekar í mýkri kantinum, með vissum broddi þó.
Lögin eru úr ýmsum áttum og meðal annars spreytir Farris
sig á lagi þeirra Lennons og McCartneys, Blackbird, með
ágætum árangri. Flest lögin eru hins vegar fullmeinleysisleg
og of tilþrifalítil til að platan nái góðu flugi en þó má nefna
ágætt lag, I Know, sem notið hefur talsverðra vinsælda,
meðal annars hér á landi. Þrátt fyrir að Dionne Farris séu
nokkuð mislagðar hendur á þessari fyrstu sólóplötu fer ekki á
milli mála að hún er góð söngkona sem vert er að veita
athygli.
- Sigurður Þór Salvarsson
The Smrths - Singles
★ ★★★
Storfenglegt safn
The Smiths var ein af allra merkustu hljómsveitum síðasta
áratugar og skipar sér þar með á bekk með stærstu nöfnum
poppsögunnar. Þeir sem misstu af snilld Morrisseys og félaga
á sínum tíma geta nú kynnt sér hana á þessari stórfenglegu
safnplötu sem inniheldur allar helstu smáskífur Smiths á
árunum 1983 til 1987. Snilldin drýpur hér af hveijum tóni og
ég er viss um að önnur eins safnplata hefur ekki komið út í
háa herrans tíð. Það er eiginlega ótrúlegt að hljómsveitin
skyldi affeka þetta allt saman á ekki lengri tíma en raun ber
vitni. Þróunin í tónhst sveitarinnar blasir við í hnotskum á
þessari plötu. Fyrstu lögin: Hand in Glove og This Charming
Man eru hrá og mönnum er greinilega mikið niðri fyrir. Síðan
shpast tónhstin töluvert án þess þó að missa broddinn og við
tekur sú yfirvegaða fágun sem einkenndi tónlist Smiths það
sem eftir var. Meira þarf vart um þessa plötu að segja, hún er
ómissandi fyrir alla þá sem vilja kynnast því besta sem var í
boði á síðasta áratug.
- Sigurður Þór Salvarsson
Bruce Springsteen - Greatest Hits
★ ★★
Fæddur til að rokka
Gengi Bruce Springsteens hefur verið allmisjafnt síðastliðinn
áratug. Frægðarsól hans reis hæst þegar hann gaf út og
fylgdi eftir plötunni Bom in the USA. Síðan má segja að
hann hafi vart borið sitt barr. Plötumar sem hafa komið út
eftir Bom in the USA hafa selst mun verr en fyrri afurðir
hans, enda verið mun minna spennandi en meðan rokkið var
í fyrirrúmi.
Það safn vinsælustu laga sem hér er til umfjöllunar hefur að
geyma sýnishom af ferlinum allt ffá Bom to Run 1975 til
Streets of Philadelphia fyrir tveimur árum. Að auki em á
plötunni fjögur lög sem ekki hafa áður komið „opinberlega“
út. En að sjálfsögðu hafa að minnsta kosti tvö þeirra ratað
inn á plötur manna sem sjá um að bæta aðdáendum ólöglega
það sem vantar á opinberar útgáfur. Þetta safn sannar það
sem löngu var vitað að Bmce Springsteen er bestur þegar
rokkið er þanið og sér í lagi þegar hann hefur sér til fulltingis
hljómsveitina E-Street Band. Og þegar hann slær á rólegu
strengina með þeim hópi er útkoman miklu betri en hún
hefur verið hin síðari ár, samanber The River og I'm on Fire
(sem því miður er ekki á þessari plötu).
Bmce Springsteen er að sönnu einn öflugasti rokkari
Bandaríkjanna. Maður veltir því þess vegna fyrir sér hvers
vegna hann velur sér sauðargæm þegar honum fer svo
dæmalaust vel að vera í hlutverki úlfsins.
-Ásgeir Tómasson
DV-mynd ÞOK
Radiopuhelimet segist reyna að skapa rokktónlist sem sé ólík því sem aðrirfást við.
Finnsk rokkhljómsveit í stuttri heimsókn:
Radiopuhelimet
- með tvenna tónleika í Reykjavík
Finnskar rokkhljómsveitir em til-
tölulega duglegar að sækja ísland
heim. Honey B & The T-Bones er ár-
legur gestur. Ein skærasta rokkstjam-
an, 22 Pistepirrko, hefur komið við og
nú er komin ein til viðbótar. Radiopu-
helimet heitir hún og spilar á Tveim-
ur vinum í kvöld ásamt íslenskum
hljómsveitum.
í frétt frá Tveimur vinum í tilefhi
heimsóknarinnar segir að Radiopu-
helimet spili óheflaða og grimma tón-
list sem þó sé fuii af kímni og nettum
tiiraunum. í ljósi þessa höfði tónlistin
jafnt til pönkara, þungarokkara,
frídjassgeggjara og nýbylgjupoppara!
Liðsmenn Radiopuhelimets segja
þessa lýsingu ekkert fráleitari en
hverja aðra. Þeir leitast að eigin sögn
við að spila kraftmikið rokk en á eig-
in forsendum. „Við viljum hljóma
öðruvísi en ailir aðrir og því reynum
við að vera dálítið fríkaðir til að skapa
okkur sérstöðu," segja þeir.
Radiopuhelimet hefúr starfað óslit-
ið síðcm 1986 og mannabreytingar ekki
orðið aðrar en þær að tvívegis hefur
verið skipt um bassaleikara. Plötur
hljómsveitarinnar eru orðnar flmm og
er sú sjötta væntanleg i maí. Hljóm-
sveitin hefur farið nokkuð víða á ferl-
inum. Fyrsta utanlandsferðin var til
Leningrad árið 1989 og síðan hefur
leiðin meðal annars legið til Austur-
ríkis, Ítalíu, Ungverjalands og tvíveg-
is til annarra Norðurlanda að íslandi
frátöldu. Þeir segjast hafa tekið því vel
þegar íslandsferð stóð til boða en hefðu
helst viljað vera lengm- og ekki þurfa
að spila!
„Við reiknum með að verða með
meira af gömlum lögum á prógramm-
inuhéren viðspilum venjulega," segja
liðsmenn Radiopuhelimets. „Ef eitt-
hvað af lögunum okkar er þekkt hér
þá eru það sennilega eldri lögin. Ann-
ars er heimsóknin til Islands meira í
ætt við ferðamannaheimsókn en
hljómleikaferð. Helst hefðum við vilj-
að spila víðar en í Reykjavík en því
varð ekki við komið vegna kostnaðar-
ins.
Radiopuhelimet kom í fyrsta skipti
fram á Tveimur vinum í gærkvöld
ásamt Kolrössu, Olympíu og Curver.
í kvöld spila Unun, Texas Jesús og
Saktmóðígur ásamt Finnunum kraft-
miklu.
Gamla músíkin í fullu verðgildi:
Duran Duran glím-
ir við gamalt popp
Það hefur færst mjög í aukana að
undanfomu að hljómsveitir og tónlist-
armenn taki gömul lög til meðferðar
og breyti þeim eftir eigin höfði. Mis-
mikið að vísu. Ein þessara hljómsveita
er sú fomfræga Duran Duran og hún
sendi fyrir skömmu frá sér plötuna
Thank You. Nafhið gæti bent til þess
að liðsmenn hljómsveitarinnar séu að
þakka gömlum meistumm fyrir áhrif-
in sem þeir hafa haft og séu að launa
fyrir sig með plötunni.
Duran Duran kemur víða við í efn-
isöflun. Eitt lagið á plötunni er einmitt
Thank You af lagaskrá Led Zeppelin
og það fær nokkuð aðra méðferð en í
upprunalegu útgáfunni. Af öðrum lög-
um á plötunni má nefna Success eftir
Iggy Popp, 911 Is a Joke sem Public
Enemy hefur verið þekktust fyrir
hingað til. Eitt lagið er Watching the
Detectives eftir Elvis Costello og
einnig má nefna Ball of Confusion, Lay
Lady Lay, White Lines og I Wanna
Duran Duran: Leitað í smiðju til gamalla meistara.
Táke You Higher. Það lag sem hefur og þar er gamall trommuleikari sveit-
oftast hljómað af þeim sem er að finna arinnar, RogerTaylor, mættur tilleiks
á Thank You er hins vegar Perfect Day á ný eftir langa fjarveru.
The Ukrainians - Kultura:
★★★
Eitt er víst að ég hef aídrei heyrt neitt
þessu líkt áður og fmnst það hafa tekist
bara vel hjá þeim að blanda saman þessum
afar ólíku tónlistarstefnum. Söngstíllinn er
mjög dramatískur en tónlistin oftast hröð
og grípandi, stórvel fallin til dansæfmga.
-PJ
The Chieftains — The Long Black Veil:
★★★★
Paddy Maloney, pródúsent plötunnar,
sveigir alla gestina að sinni stefhu og tekst
það vel. Það er raunar erfitt að hrósa ein-
um fremur en öðrum. -ÁT
Deus - Worst Case Scenario:
★★★★
Öllu er blandað saman á mjög kaótískan
en smekklegan hátt og stundum er jafnvel
algjörlega skipt um stíl nokkrum sinnum í
sama lagi. Oft fmnst manni tónlistin kunn-
ugleg en þó er hún engu lík og styrkur
hljómsveitarinnar liggur helst í fjölbreyti-
leika og ferskleika. -PJ
Weezer-Weezen
★★★
Æskukraftur og leikgleði ræður ríkjum
á mjög jafiigóðri plötu en besta lagiö er My
Name Is Jonas, einfaldur rokkari sem virk-
ar vel. ___________ -PJ
Morphine-Yes:
★★★★
Textamir falla mjög vel inn í tónlistina,
eru í kúl lazyjazz-fílingi og oft ansi sniðug-
ir. Yes er frumleg plata sem kitlar eyrun
unaðslega. -PJ
Van Halen-Balance:
★★★
Eddie an Halen fer á kostum í Balance
eins og hans er von og vísa og ég er ekki
fiá því að Sammy Hagar sé upp á sitt besta
um þessar mundir.
_____________________________-ÁT