Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 51 í slendingar mæta Japönum tvívegis Islendingar mæta Japönum í fyrsta leiknum af tveimur í Smáran- um í Kópavoginum í kvöld klukkan 20. Síðari leikur þjóðanna verður á skírdag á ísafiröi og verður þetta í fyrsta skiptið sem opinber landsleik- ur fer fram þar vestra. Það hljóta að teljast tímamót fyrir Vestfirðinga að fá í heimsókn handboltamenn í fremstu röð og því líklegt aö þeir fjöl- menni á leikinn í sínu glæsilega íþróttahúsi. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari reynir hvað hann getur til að tefla fram sterkasta liðinu en þó er ljóst að Sigurður Sveinsson og Héðinn Gilsson verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla. íslenska liðið hefur æft af kappi síðan íslandsmót- inu lauk en þegar leikimir við Jap- ani verða að baki tekur liðið þátt í 4 landa móti í Danmörku. Japanirtöldu mikilvægt að koma hingað Erfitt er að gera sér grein fyrir hvar Japanir standa í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistarakeppnina. Ekkert hefur frést af þeim en þeir töldu samt mjög mikilvægt að koma hingað og kynnast aðstæðum fyrir heimsmeistarakeppnina. Eftir leik- ina við íslendinga heldur japanska liðið af landi nu til Evrópu þar sem lokaundirbúningur liðsins fer fram. ísland og Japan hafa nokkra hildi háð á handboltavellinum og hafa ís- lendingar oftast haft betur. Þjóðum Asíu hefur hins vegar á síðustu árum fariö mikið fram í íþróttinni og skemmst er aö minnast framfara nágranna þeirra frá S-Kóreu. Bjarki Sigurðsson verður i eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik sem mætir Japönum í tveimur landsleikjum í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn verður í Smáranum í kvöid en á morgun halda liðin til ísafjarðar og þetta verður í fyrsta skiptið sem opinber landsleikur í handbolta fer þar fram. Kaffileikhúsið: Hlæðu, Magdalena, hlæðu Annan í páskum frumsýnir Kaffi- hans. þær og láta sig dreyma um liðna tíma stund, forna fegurð lífsins. Leikkon- leikhúsið í Hlaðvarpanum tvíleikinn Tvíleikurinn Hlæðu, Magdalena, og fornar ástir. Kliður frá glaumi urnar Halla Margrét Jóhannesdóttir Hlæðu, Magdalena, hlæöueftir Jökul hlæðu fiallar um tvær konur sem fortíðarinnar berst inn, þær skipta og Sigrún Sól Ólafsdóttir leika hlut- Jakobsson. Verkið samdi JökuU árið muna mega fífil sinn fegri. Til að um ham, taka á sig nýjar myndir, verkin en leikstjóri er Ásdís Þór- 1975 og var það eitt af síðustu verkum breiða yfir tilgangsleysi lífsins sitja bresta í söng og upplifa, um skamma hallsdóttir. Menningardagar á Sigló Filapenslarnir ásamt þeim sem taka þátt í sýningunni. Öm Þóiaiinsson, DV, njótuiru Siglufiarðarkaupstaður gengst fyr- ir menningardögum um páskahelg- ina þar sem ýmislegt verður á dag- skrá til afþreyingar og skemmtunar. Hinir góðkunnu Fílapenslar (sem eru álíka hópur og Spaugstofan var) halda sínar árlegu skemmtanir þar sem þeir troöa upp með söng ásamt því að gera grín að þeim sem verið hafa mest áberandi í bæjarlifinu undanfarið ár. Fílapenslarnir frum- sýna í bíóinu að kvöldi skírdags. Bergþór Pálsson einsöngvari held- ur einsöngstónleika við píanóundir- leik Önnu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur í Tónlistarskólanum á annan í páskum kl. 20.30. Á efnisskránni verða íslensk einsöngslög, þýskur ljóðasöngur og ítalskar óperuaríur. í Ráðhúsinu verður málverkasýning Örlygs Kristfinnssonar opin alla daga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur annan í páskum. Þá verða dansleikir á Hótel Læk og Bíócafé. Meðal hljóm- sveita sem skemmta eru Miðalda- menn, Blackmail, Concrete og Plá- hnetan. Þess má að lokum geta að skíðasvæði Siglfirðinga verður opið alla páskahelgina. Páskaferðir Ferðafélags íslands verða famar á Hveravelli, Haga- vatn, Geysi og Kjöl. Þann 12. apríl verður ekið áleiðs aö Hveravöll- um og gist þar fyrstu nóttina. Síö- an veröur gengið sem leið liggur á milli sæluhúsa að Geysi. Sömu daga verður Laugavegurinn genginn á gönguskíðum og lagt veröur af stað kl. 18 á miöviku- dag. Á skírdag verður farið á Snæfellsjökul og SnæfeJlsnes. Gist verður að Lýsuhóli og í ferð- inni veröur gengið á jökulinn. Á skírdag stendur Ferðafélagið einnig fyrir skíðagönguferð í Landmannalaugar og Hrafn- tinnusker. Lagt verður af stað kl. 9 um morguninn, ekið að Sigöldu og gengiö þaðan á skíðum til Landmannalauga. Gist verður í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laug- um. Farið verður daglega í skíða- gönguferðir, meðal annars í Hrafhtinnusker. Á skírdag verður einnig faríð á vegum Ferðafélagsins í Mývatns- sveit í skíða- og gönguferðir. Gist verður á Hótel Reynihlíö og farið i gönguskíðaferðir daglega. Á laugardag verður farið á vegum Ferðafélagsins i páskaferð í Þórs- mörk en það er tilvalin fiölskyl- duferð. Gist verður í Skagfiörðs- skála og farið i gönguferðir um Mörkina. Tónleikar í Víðistaða- kirkju Tónleikar verða haldnir í Víði- staöakirkju á miðvikudag kl. 20. Leikin verður tónlist af trúarleg- um toga. Þórunn Guðmundsdótt- ir, sópran, Kristinn Örn Kristins- son, píanó, og Eydís Franzdóttir, óbó, flytja tónlist eftir Ralph Vaughan Williams, Samuel Bar- ber, Jón Leifs og Johannes Bralims. Hveragerði: Pastel- og vatnslita- myndir Listamaðurinn Hans Christ- iansen opnar málverkasýningu í safnaðarheimili Hveragerðis- kirkju á föstudag kl. 14. Á sýning- unni verða aðallega pastel- og vatnslitamyndir. Sýningunni lýkur annan í páskum. Skíðavika á ísafirði Skíðavika verður haldin á ísafirði um páskana. Á daginn unir fólk sér í brekkunum en á kvöldín verða ýmsar kvöld- skemmtanir. Á fimmtudag verö- ur skíöacross og brettamót. Vél- sleðamenn rúnta með börnin yfir daginn. Einnig verður garpamót í göngu og skotfimi á skíðum. Á föstudag verða furöufatadagar fyrir börnin og um kvöldið verð- ur farið í gönguferðir á skíðum með fararstjóra. Á laugardag verður faríð i æv- intýraferð til Suðureyrar á snjó- bil. Einnigverðurfarinsafai-íferð á skíðum, dorgkeppni í Miðdals- vatni, Shellmót í vélsleðaakstri svo eitthvað sé nefnt. Björgunar- sveitin Emir í Bolungarvík stendur fyrir ferð á Galtarvita. Öll kvöld dymbilvikunnar veröa pöbbakvöld nema fóstudaginn langaog páskadag. Á föstudaginn langa leikur hfiómsveit Páls Osk- ars og Milljónamæringarnir i Krúsinni og hljómsveitin Tweety leikur í Sjallanum. Á páskadag veröur dansleikur S Krúsinni og PáU Öskar og MiIIjónamæring- amir leika í Sjallanum. Einnig verðui- dansleikur í Vikurbæ og Finnabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.