Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1995, Síða 12
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
i ■'Tk ýc 26___
jiffl^nyndlr
SAGA-BÍÓ Sími 78900'
Rlkkl ríkl **
Það er sjálfsagt draumur hvers barns að geta veitt sér allt sem
hugurinn girnist. Barnastjarna Macauley Culkin sýnir okkur hvað
hægt er að gera í þeirri aðstöðu. Ágæt skemmtun fyrir börn á
öllum aldri. -HK
Slæmlr félagar **
CIA reynir að ná yfirhöndinni í njósnafyrirtæki í einkaeign. Köld
mynd um kaldar manneskjur, ágætlega gerð og vel skrifuð en
nokkuð innantóm.-HK
Táldreginn ***
Linda Fiorentino sýnir klassaleik í hlutverki hættulegustu konu
sem sést hefur lengi á hvíta tjaldinu. Myndin er auk þess vel
skrifuð og spennandi og býr yfir kynngikrafti sem erfitt er að losna
frá. -HK
Konungur IJónanna * * *
Enn einu sinni tekst snillingunum hjá Disney að gera hina
„fullkomnu" teiknimynd. Sagan er ljúf og skemmtileg og íslenska
raddsetningin tekst mjög vel. -HK
Afhjúpun **l/2
Afhjúpun er fín skemmtun þrátt fyrir nokkra hnökra í
atburðarásinni. Michael Douglas er í sömu sporum og í Fatal
Attraction og Basic Instinct og Demi Moore er svöl. Atriðið sem
allir vita um er sterkt í mynd og í tali. -HK
BÍÓBORGIN Sími 11384
I bráðrl hættu **l/2
Spennandi og vel gerð mynd um afleiðingamar þegar
bráðdrepandi vírus verður laus. Dustin Hoffman er góður en
ofleikur í einstaka atriðum og myndin missir aðeins flugið í lokin.
-HK
BÍÓHÖLLIN Sími 78900
Banvænn leikur **
Sean Connery leikur lagaprófessor við Harvard sem tekur að sér
að sanna sakleysi ungs blökkumanns í Flórída en útkoman er
fremur bragðlaus og lítt spennandi kvikmynd. -GB
Gettu betur ***
Robert Redford vinnur umtalsverðan sigur með nánast pottþéttri
mynd um svindl í spurningaþáttum í amerísku sjónvarpi í lok
sjötta áratugarins. Vel skrifað handrit, góður leikur og áhrifarík
mynd.-GB
HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140
Orðlaus **
Ást á milli tveggja ræðusmiða vísar ekki á gott þegar þeir vinna
fyrir sinn hvom frambjóðandann. Rómantísk gamanmynd sem
hefur sínar góðu hliðar, en einnig slæmar. -HK
Nakin í New York **
Nokkuð tilgerðarleg kvikmynd um líf ungs listamanns sem gæti
átt á hættu að missa kærastuna ef hann flyst til New York til að
fylgja nýju leikriti eftir. Minnir stundum á myndir Woddy Allens.
-HK
Ein stór fjölskylda *
Það leynist skemmtilegur húmor í myndinni en óvönduð
vinnubrögð og viðvaningslegur leikur koma í veg fyrir að hann
komist upp á yfirborðið. Með vandaðri vinnubrögðum hefði mátt
gera betur.-HK
Nell **
Jodie Foster er stjarna þessarar fremur dauflegu myndar um unga
konu sem hefur ekki haft samneyti við umheiminn frá því hún
fæddist og tilraunir vísindamanna til að skilja hana og jafnvel
siðmennta.-GB
Forrest Gump ***
Einstaklega ljúf og mannleg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn.
Undraverðar tæknibrellur og stórleikur Toms Hanks er það sem
hæst ber. -HK
LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075
Helmskur, helmskarl * *
Stendur og fellur með Jim Carrey sem fær góða aðstoð frá Jeff
Daniels. Mynd uppfull af atriðum sem eru misfyndin, en
aðdáendur Carreys verða ekki fyrir vonbrigðum með kappann.-HK
Inn um ógnardyr ***
Ein besta hryllingsmynd í langan tíma. John Carpenter hefur gert
magnaða mynd þar sem bilið á milli raunveruleikans og
skáldskaparins er nánast ekkert og tækni er beitt til hins
ýtrasta.- HK
Mllk Honey *
Einstaklega vandræðaleg kvikmynd um hjartahlýja gleðikonu sem
kemur til óvæntrar búsetu í úthverfi. Melanie Griffith og Ed
Harris hafa yfirleitt alltaf gert betur enda persónumar sem þau
leika yfirborðskenndar. -HK
REGNBOGINN Sími 19000
Pret-a-Porter **
Það er engin ástæða til að örvænta um Robert Altman þótt
Pret-a-Porter valdi nokkrum vonbrigðum. Altman tekur á þeirri
gerviveröld sem tískuheimurinn er af krafti en myndin er of
ruglingsleg. - HK
Rita Hayworth og Shawshank fangelslö ***l/2
Áhrifamikil kvikmynd sem virkar ósköp venjuleg í byrjun en
vinnur á með hverri mínútunni. Tim Robbins og Morgan Freeman
sýna stórleik í hlutverkum tveggja ólíkra fanga. -HK
Hlmneskar verur ****
Áhrifamikið listaverk þar sem þungamiðjan er vinskapur þar sem
ímyndunaraflið er óbeislað og blandast raunveraleikanum með
alvarlegum afleiðingum. Stórfenglegt myndmál sameinast
frábæram leik og gerir myndina að eftirminnilegri reynslu. -HK.
Reyfari **i/2
Töff og smart Tarantino um undirheimalýð í Los Angeles, ískalt en
ekki nógu gott. -GB
STJÖRNUBÍÓ Síml 16500
Bardagamaöurlnn *l/2
Yfirkeyrð slagsmálamynd sem lítið vit er í. Jean-Claude Van
Damme fer troðnar slóðir í leik sínum tilraunir hans til að vera
sniðugur misheppnast. -HK
Vlndar fortíöar **l/2
Epísk stórmynd sem segir frá örlögum þriggja bræðra snemma á
öldinni. Lifandi persónur og góður leikur en mikill tilfinningahiti
skapar stundum fullmelódramatísk atriði. -HK
Matur, drykkur, maöur, kona **l/2
Fullt af gimilegum mat og góðri eldamennsku í taívanskri sögu
um föður og þijár gjafvaxta dætur hans, samskipti þeirra,
matmálstíma og drauma og þrár. Samt ekki nógu kryddað.-GB
Á köldum klaka **l/2
Nýjasta mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um japanskan mann í
andlegum erindagjörðum til íslands veldur nokkram vonbrigðum
en hún á þó góða spretti og kvikmyndatakan af Islandi um vetur
er gullfalleg. -GB
í Bandaríkjunum
- helgina 21. til 23. apríl í millj. dollara -
Vinsælasta kvikmyndin I Evrópu í síöustu viku er 24 ára gömul
teiknimynd frá Disney, 101 Dalmatian, eitt af gullkornunum úr safni
Disneys. I myndinni er veröldin séö meö augum hunds. Myndirnar í
næstu fjórum sætum eru allar sýndar í kvikmyndahúsum
höfuöborgarinnar um þessar mundir. Evrópulistinn er unninn upp Or
aösóknartölum í Þýskalandi, Frakklandi, itallu, Spáni, Bretlandseyjum
og í Svjþjóð en í þessum löndum er um þaö bil 80% af bíóaösókn I
Evrópu. Á ameríska listanum er vinsælust While You Were Sleeping en
aðalhlutverkið I myndinni leikur Sandra Bullock, sem greinilega er
oröin ein af þeim stóru í Hollywood. Annaö nýstlrni, David Caruso,
leikur aöalhlutverkiö í Kiss of Death sem fer beint í þriöja sætiö.
l(-) While You Were Sleeping 9,5
2 (1) Bad Boys 7,4
3 (-) Kiss of Death 5,6
4(2) Rob Roy 5,4
5(3) A Goofy Movie 4,6
6 (4) Jury Duty 3,1
7 (5) Tommy Boy 2,6
8(4) Don Juan de Marco 2,5
9 (8) Circle of Friends 1,9
10 (7) Outbreake 1,7
II
f Evrópu
- helgina 21. til 23. apríl í millj. dollara -
1 101 Dalmatlans 14,2
2 Dumb & Dumber 9,4
3 Outbreak 7,6
4 Streetfighter 4,3
5 Legends of The fall 4,3
ÞAÐ GETUR VERIÐ DAUÐANS
ALVARA AÐ FARA í SUMARFR
úrvatni
WÍF' Wí
HASKOLABIO 28. APRIL Pæasfg
Steven Seagal
í framhalds-
mynd
í sumar-
byrjun veröur
frumsýnd
vestanhafs
Under Siege 2:
Dark Terri-
tory. Er
þetta fram-
hald af vin-
sælustu kvik-
mynd sem
Steven Segal hefur leikið í. Und-
er Siege gerðist að mestu úti á
sjó, en nú hefur háþróaðri lest
hefúr verið rænt af snjöllum, en
brjáluðum manni, sem hefur
komið sér upp stjómklefa um
borð í lestinni þar sem hann get-
ur komið af stað kjamorku-
sprengingu í Pentagon. Eina
vandmál hans er að um borð í
lestinni er Steven Seagal. Eric
Bogosian leikur brjálæðinginn.
Leikstjóri er Geoff Murphy.
Óþekkjanlegur
Peter Falk
Frekar
hljótt hefur
verið um hinn
ágæta leikara
Peter Falk en
hann er ekki
dauður úr öll-
um æðum.
Leikur hann
aðalhlut-
verkið í
Roommates,
nýrri mynd og hefur hann fengið
góða dóma. Leikur hann afa, sem
elur upp barnabarn sitt. Fjallar
myndin um sambúð þeirra þegar
bambarnið er orðið fullorðið og
býður gamla manninum að búa
hjá sér. Eins og sjá má á mynd-
inni þá er gerð andlitsbreyting á
Falk. Aðrir leikarar í myndinni
eru Julianne Moore, Jan Rubes
og Ellen Burstyn. Leikstjóri er
Peter Yates.
Kúrekinn
Patrick Swayze
Nýjasta kvikmynd Patrick
Swayze heitir TaU Tale. Leikur
hann kúrekann Pecos Bill, sem
kemur til bjargar ungum dreng
sem þarf á kraftaverki að halda
fjölskyldu sinni til handa svo
hún missi ekki jörð sína í hend-
urnar á glæpamönnum. Pesco
þekkir réttu mennina, gamlar
kúrekahetjur sem hann fær í lið
með sér. Aðrir leikarar em Nick
Stahl, Scott Glenn, Oliver Platt,
Catherine O’Hara og Stephen
Lang. leikstjóri er Jeremiah
Chechik.
í nýrri mynd
Margir hafa haft orð á því að
fyrirmynd Jim Carrey í Dumb
and Dumber sé Jerry Lewis og
er það ekki svo fjarri sanni. Car-
rey er ekki svo ólíkur Lewis þeg-
ar hann var upp á sitt besta. Það
er annars af Jerry Lewis að
frétta að hann hefur nýlokið við
að leika í Funny Bones. Leikur
hann þar fyrrum grínista sem á
son sem reynir að feta í fótspor
föðursins. Oliver Platt leikur