Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 1
2. MAI1995 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn: 1x2-1 x2-x1x-22x1 ítalski boltinn: 1xx-xxx-211-1xxx Lottó 5/38: 35 10 14 30(33) iii/ifittiiiítítí/ítí/iiíUUi/í/íti Handbolti: Gunnleifur með tilboð frá Krems Gunnleifur Gunnleifsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi úr HK og 21 árs landsliðinu, hef- ur fengið boð frá austurríska 1. deildar félaginu Krems og ef um semst mun hann leika með lið- inu næsta vetur. Gunnleifur lék með 21 árs landsliðinu gegn A-landsliði Austurríkis á flmmtudaginn og í kjölfar þess kom leikmaður úr Krems, sem spilar með landslið- inu, að máli við Gunnieif og bauð honum aö koma til félags- ins til æfinga og viðræðna í sum- ar. „Þetta er mjög spennandi boð og ég stefni á að fara til Austur- ríkis eftir undankeppni heims- meistaramótsins í júní,“ sagði Gunnleifur í spjalli við DV. Hann er 19 ára gamall, rétthent skytta, og stóð sig vel með HK í 1. deildinni síðasta vetur og var í hópi markahæstu leikmaxma deUdarinnar. Svíar sigruðu Frakkaí úrslitum í Bercy Svíar sigruðu á sterku 4-landa handknattleiksmóti í París um helgina. Svíar lögðu Frakka í úr- slitaleik í Bercy-höllinni að við- stöddum 14 þúsund áhorfendum með 23 mörkum gegn 20. í leikn- um um þriðja sætið sigruðu Spánveijar lið Sviss, 21-17. Leikur Svía og Frakka bar þess merki að liðin eru í loka- undirbúningi sínum fyrir heims- meistaramótið sem hefst hér á landi um næstu helgi. Mats Ols- son, markvörður Svía, lokaði markinu í fyrri hálfleik og náðu Svíar þá yfirburðaforystu, 10-1, og sá kafli gerði út um leikinn. Svíar hafa sigrað á öllum al- þjóðlegum mótum sem þeir hafa tekið þátt í í tvö ár. Erik Hajas var markahæstur Svía gegn Frökkum með 6 mörk og Magn- us Wislander skoraði 5 mörk. „Við erum tilbúnir í slaginn á íslandi" Bengt Johannsson, þjálfari Svía, var mjög ánægður með leik sinna manna og sagði þá tilbúna fyrir slaginn á HM á íslandi. Svíar unnu alla sína leiki á mótinu en auk Frakka sigruðu þeir Spánverja, 28-24, og Sviss, 32-21. Frakkar unnu Sviss, 29-13, og Spánverja, 20-16. Miðbæjarhlaup: Martha varð önnur í Ósló Martha Emstdóttir lenti í öðru sæti í hinu árlega miðbæj- arhlaupi í Ósjó á sunnudaginn var. Hlaupnir voru 10 km og hljóp Marttia á 33,33 mínútum en norska stúlkan Gunnhild Haile sigraði í hlaupinu og var 30 sek- úndum á undan Mörthu. Hulda Pálsdóttir tók einnig þátt í hlaupinu og hafnaði í tí- unda sæti á tímanum 39,28 mín- útum. Kúveitar komu fyrstir á HM - Rússarnir koma í dag til íslands Landslið Kúveit kom til íslands í gær og var þar með fyrsta liðið sem kemur á heimsmeistaramót- ið í handknattleik. Landslið Kúveit hefur verið í æfingabúð- um í Svíþjóð í mánuð en keppir í riðlinum sem spilaður verður á Akureyri. Kúveitar leika tvo æfingaleiki við 21-árs landsliðið á miðviku- dag og fimmtudag í Höllinni en þeir halda síðan norður til Akur- eyrar á laugardag. Núverandi heimsmeistarar í handknattleik, Rússar, koma til íslands síðdegis i dag en þeir hafa dvalið síðustu tvær vikumar við æfingar í Þýskalandi. Lið Rússa er geysisterkt og hafa margir trú á því að þeir verji titilinn og í þeim hópi er Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjömunnar, sem fylgst hefúr með undirbúningi Rússa í Þýskalandi. Rússar munu taka upp þráðinn að nýju við æfingar í Garðabæ í boði Stjömunnar fram að HM. Suður-Kóreumenn og Banda- ríkjamenn, sem leika með íslend- ingum í riðli, koma til landsins á fimmtudag. Afríkuþjóðirnar koma allar á föstudag og á laugar- dag koma þjóðimar sem eftir era. Dómaramir, 18 að tölu, koma á föstudag en þeir koma síðan allir saman til fundar á laugardag til að samræma ýmis atriði áður en flautað verður til leiks. Rífandi miðasala Miðasalan fyrir HM hefur auk- ist hægt og bítandi með degi hverjum og um helgina var ríf- andi sala, samkvæmt heimildum DV. Körfuknattleikur: Rhodes áfram hjá IR og Bragi í Borgarnes - ÍR í viðræðum við Herbert Arnarson „Við höfúm gengið frá skriflegu samkomulagi við John Rhodes og hann mun leika með okkur og þjáifa liðið. Að vísu á hann kost á því að fara til liðs I Argentínu en það era engar líkur á því að hann fari þangaö," sagði Jóhannes Sveinsson, formaður körfúknattleiksdeildar ÍR, í samtali við DV í gær. John Rhodes hefur frest til 15. júní til aö rifta samningnum við ÍR. Þessa dagana era ÍR-ingar að ræða nýjan samning við Herbert Arnarson, besta leikmann ís- landsmótsins. Era þær viðræður vel á veg komnar en samkvæmt heimildum DV hafa engin önnur lið sýnt Herbert áhuga. Skallagrímsmenn hafa fengið góðan liðsauka en Bragi Magnússon, sem lék með Val sl. vetur og þar áður með Haukum, hefúr ákveðið að leika með liðinu næsta vetur. Bragi var einn besti maður Valsliðsins á síöasta tímabili og mun styrkja lið Skallagríms verulega. Rhodes. Herbert. Bragi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.