Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1995, Page 6
22 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir samsýning á verkum Asmundar Sveinssonar (1893-1982) og Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals (1885-19721 undir yfirskriftinni „Nátt- úra/náttúra" þar sem sýnt er fram á sérstaeð tengsl þeirra við íslenska nátt- úru í verkum sínum. Sýningin stendur til 14. maí og er opin daglega kl. 13-16. Café Mílanó Faxafeni 11 Garðar Jökulsson sýnir 15 oliu- og vatnslitamyndir af islensku landslagi. Sýningin stendur fram I miðjan maí og er opin kl. 9-19 mánudaga, kl. 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23 sunnud. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvik Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axelsdóttur, Helgu Ármannsdóttur, El- ínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Salome. Galleriið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Fold Laugavegi 118d Þar stendur yfir sýning á olíumálverkum Sossu, Margrétar Soffíu Björnsdóttur. Þá stendur einnig yfir kynning á verkum Grétu Þórsdóttur I kynningarhorni Foldar. Sýning Sossu og kynning Grétu stendur til 14. maí. Opið er alla daga kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Galleri Greip Hverlisgötu 82 Á morgun kl. 17 opnar Sigríður Sigur- jónsdóttir sýningu sem ber yfirskriftina „Aörir kostir" og er sýning á húsgögn- um. Sýningin stendur til 2T. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15, sími 21425 Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar I gluggum á hverju kvöldi. Galleri Regnbogans Þar stendur yfir sýning á verkum Tryggva Ólafssonar. Á sýningunni eru málverk Tryggva auk frummynda af myndskreytingum hans I Ijóðabók Thors Vilhjálmssonar, Snöggfærðum sýnum. Gallerí Regnbogans er ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Galleri Sólon Íslandus „Margs er að minnast" er heiti á sýn- ingu sem tileinkuð er minningu Stefáns V. Jónssonarfrá Möðrudal sem lést 30. júlí á sl. ári. Verkin eru til sýnis og sölu næstu daga. Sýningin stendur til 11. mal. Gallerí Úmbra Amtmannsstig 1, Rvík Þar stendur yfir sýning bandarísku lista- konunnar Marcia Widenor. Þar sýnir hún það sem hún kallar pappírssam- setningar eða Paper Quilts. Sýningin stendur til 10. mai og er opin þriðju- daga til laugardaga kl. 13-19, sunnu- daga kl. 14-19. Hafnarborg Þar stendur yfir sýning á verkum norska listamannsins Patricks Huse. Sýningin ber yfirskriftina Norrænt landslag og á henni veröa oliumyndir, myndir unnar með blandaðri tækni og litaþrykk. Sýn- ingin stendur til 8. mai og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Kjarvalsstaðir Á Kjarvalsstöðum standa yfir þrjár sýn- ingar. I vesturforsal er sýning sem ber heitið I hlutarins eðli þar sem starfandi arkitektum og hönnuðum er boðið að sýna verk sln á hliðstæðum forsendum og listamönnum I öðrum greinum sjón- lista. I miðsal verður sýning á verkum Magnúsar Tómassonar og í vestursal sýningin Islensk abstraktlist - endur- skoðun. Sýningarnar standa til 7. mai og eru opnar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, simi 13797 Safniö er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Listasafn íslands A efri hæð Listasafns Islands stendur yfir sýningin Náttúrustemningar Nlnu Tryggvadóttur 1957-1967. Sýningin stendur til 7. mal og er opin daglega nema mánudaga kl. 12-18. Listasafn Kópavogs Leifur Breiöfjörð sýnir verk sln I Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni. Leifur hefur valið verk frá slðustu 15 árum og nefnir hann sýninguna Yfirsýn. Sýning- in stendur til 21. maí og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Sýning Gunnellu í Listhúsinu er önnur einkasýning hennar. Iisthúsið í Laugardal: Fólk og form „Þetta eru olíumyndir, myndir sem eru flestar unnar á síöustu tveimur árum. Þaö sem ég er með núna eru mestmegnis myndir af fólki en þarna eru líka tvær landslags- myndir. Ég hef aðallega verið að fást við formin," segir myndlistarkonan Gunnella eða Guðrún Elín Ólafsdótt- ir sem á morgun opnar einkasýningu á verkum sínum í Listhúsinu í Laug- ardal. Á sýningu Gunnellu, sem lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1986, eru um 30 myndir en listamaðurinn hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. á Kjarvalsstöðum og Gallerí Borg. Þetta er hins vegar önnur einkasýn- ing hennar, sú fyrsta var í Hvera- gerði fyrir meira en áratug. Sýning Gunnellu stendur til 21. maí en við opnun sýningarinnar á morg- un leika gítarleikaramir Rúnar Þór- isson og Hinrik Bjamason, öðm nafni Duo De Mano. Aðrir kostir Sigríðar Sigriður Sigurjónsdóttir opnar sýningu í Gallerí Greip á morgun. Þetta er fyrsta einkasýning lista- mannsins en Sigríður lærði í Eng- land. Verk hennar verða sýnd til 21. maí en yfirskrift sýningarinnar er „Aðrir kostir". Margs að minnast Á Gallerí Sólon íslandus var í gær opnuð sýningin „Margs að minnast" og er hún tileinkuð minningu Stefáns V. Jónssonar frá Möðrudal. Á sýn- ingunni, sem stendur til 11. maí, gef- ur að líta nokkrar myndir eftir Stef- án og eru þær jafnframt til sölu. Sýning Þóru heitir Bollar og bagall. Nytjahlutir og skúlptúrar Leirlistarkonan Þóra Sigurþórs- dóttir opnar sýningu (Bollar og ba- gall) í verslun Jens Guðjónssonar guRsmiðs að Skólavörðustíg 26 á morgun. Hún útskrifaðist úr leirlist- ardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1990 og hefur undanfarin ár rekið eigin vinnustofu að Álafossi í MosfeUsbæ. Þóra hefur haldið allmargar sýn- ingar á verkum sínum á undanföm- um ámm, bæði heima og erlendis. Listakonan vinnur jafht nytjahluti og skúlptúra úr leir og vísar nafnið á sýningu hennar tíl þess. Olíuverk á pappír Guöbjörg Lind Jónsdóttir opnar á morgun málverkasýningu á vinnustofu sinni að Suðurlandsbraut 26. Á sýningu hennar eru oliumálverk og olíu- verk unnin á pappír á siðastliðnum tveimur árum. ísafjörður: Við minnumst þeirra Ljósmyndasýning „Viö minnumst þeirra“ verður í Slunkaríki á ísafirði 6.-13. mai. Sýningin var sett upp á kaffihúsinu Mokka í marsmánuði og fór svo til Vopnafjarðar en er nú komin tU ísafjarðar eins og fyrr segir. Sýningin, sem er minning um þá 27 íslendinga sem látist hafa úr al- næmi, er unnin í tengslum við sjóð- inn „ísland gegn alnæmi". Farandsýning í Norræna húsinu Sýning á graflkverkum eftir sænsku Ustakonuna Hjördísi Jo- hansson-Becker verður opnuð í and- dyri Norræna hússins á morgun. Yfirskrift hennar er „í biðsal" en þetta er farandsýning sem áður hefur verið sýnd í Svíþjóð og Finnlandi. Listakonan hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Hún hefur áður komið tU íslands en þetta er í fyrsta skipti sem verk hennar eru sýnd hér. Tvær sýningar á Akureyri Tvær sýningar verða opnaöar í Listasafninu á Akureyri á morgun og eiga erlendir Ustamenn hlut að þeim báðum. Bandarikjamaðurinn Peter HaUey sýnir sjö siUdþrykk í vestursal og í miðsal og austursal sýnir norska veflistarkonan Else Marie Jakobsen verk sín. Sýningar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson, „Þessir kollóttu steinar". Verðlaunamyndband með sömu heiti einnig til sýnis. Fram til 1. júní er safnið opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hópum utan opnunartímans. Listasetriö Kirkjuhvoll Merkigeröi 7, Akranesi Páll á Húsafelli sýnir verk sín i Listasetr- inu Kirkjuhvoli. Á sýningunni eru högg- myndir, oliumálverk, vatnslitamyndirog teikningar. Sýningin stendur til 7. maí og er opin daglega frá kl. 16-18 og um helgar kl. 15-18. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17, simi 680430 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber yfirskriftina „Islensk náttúra, íslenskt landslag". Sýningin er opin virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Þá opnar Guðrún E. Ólafsdóttir málverka- sýningu á morgun kl. 15. Á sýningunni eru um 30 olíumyndir, flestar unnar á sl. tveimur árum. Sýningin stendur til 21. mai og er opin mánudaga til laugar- daga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Mokka kaffi Skólavörðustig Myndlistarsýning Steinunnar G. Helga- dóttur „Eins konar kyrralíf" stendur yfir á Mokka. Á sýningunni eru málverk, myndbandsmálverk og innstillingar. Sýningin stendur til 7. mai. Messtofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í sima 611016. Norræna húsið Sigrún Eldjárn sýnir oliumálverk. Þetta eru um það bil 30 verk, máluð á slð- ustu þremur árum. Sýningin stendur til 14. maí og er opin daglega kl. 14-19. I anddyri Norræna hússins verður opn- uð á morgun kl. 15 sýning á grafíkverk- um eftir sænsku listakonuna Hjördis Johansson-Becker. Sýninguna kallar hún I biðsal, I vántans rum. Sýningin er opin alla daga kl. 9-19 nema sunnu- daga kl. 12-19. Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Myndlistarsýning SteinunnarG. Helga- dóttur „Eins konar kyrralíf" stendur yfir í neðri sölum safnsins. Á sýningunni eru málverk, myndbandsmálverk og innstillingar. Sýningin stendur til 7. maí. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarf., simi 54321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti 74 Sýning á vatnslitamyndum Asgrims Jónssonar. Sýningin stendur til 7. maí og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30-16. Snegla Listhús við Klapparstíg Þar stendur yfir sýning á handgerðum leirvösum. Að sýningunni standa sex af fimmtán listakonum Sneglu. Sýning- in stendur til 13. mai og er opin mánu- daga til föstudaga kl. 12-18 og laugar- daga kl. 10-14. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir í vinnustofu sinni Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu á vinnustofu sinni að Suðurlandsbraut 26 á morgun kl. 14. Á sýningunni eru oliumálverk og oliu- verk unnin á pappír á sl. tveimur árum. Opið kl. 14-16 virka daga nema mánu- daga og frá kl. 14-18 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 21. maí. Þóra Sigurþórsdóttirsýnir hjá Jens A morgun opnar Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýningu i verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs að Skóla- vörðustig 20, Reykjavík. Sýningin verð- ur opin á verslunartima tii 28. mai. Listasafn Akureyrar Á morgun kl. 16 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri. Sýn- ing norsku veflistakonunnar Else Marie Jakobsen og sýning á 7 silkiþrykkjum eftir bandaríkjamanninn Peter Halley. Slunkaríki isafirði Ljósmyndasýningin „Við minnumst þeirra" verður opnuð á morgun. Sýn- ingin er minning um þá 27 islendinga sem látist hafa úr alnæmi. Hún sam- anstendur af 27 táknrænum myndum eftir Sólrúnu Jónsdóttur Ijósmyndara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.