Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Side 2
30 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 Ferðir París svíkur ekki Hér má sjá hina frægu kirkju, Notre Dame, sem stendur við ána Signu. Frá götulifinu i Latínuhverfinu. DV-myndir Gísli Þór Guðmundsson. Gísli Þór Guðmundsson, DV, fórís: París er stórborg, litrík og fjöl- skrúðug, þar sem erfitt er fyrir ferða- langinn að láta sér leiðast. í íjögurra daga helgarferð til Parísar neyðist maður til þess að velja og hafna. Borgin skiptist í 20 hverfi sem hvert og eitt hefur upp á ýmislegt áhuga- vert að bjóða. Fyrir þá sem lifa fyrir kaffihús eða góðan mat og góð vín er París gósenland. í fyrstu tilraun fór ég á matsölustaði sem auglýstir eru í ferðabæklingum og eru mið- svæðis og varð fyrir vonbrigðum. Daginn eftir labbaði ég hins vegar á eftir Frakka inn á veitingastað í út- hverfi borgarinnar og þá fyrst fóru bragðlaukarnir af stað, enda ekki hægt að fá betri meðmæli með þeim stað en þau að heimamaður skuli venja þangað komur sínar. Matsölu- staðir og kaffihús eru hins vegar á hverju götuhorni í París og oft spenn- andi að láta kylfu ráða kasti hvar maður lendir. Dáðst að dauðum Áhugamál fólks eru misjöfn. Kirkjugarðar heilla mig og þess vegna varð „Cimetierf du Pere Lac- haise“ í 20. hverfi einn af áfangastöð- um mínum. Heimsóknin í þennan sögufræga garð olli mér ekki von- brigðum. Þar uppgötvaði ég líka aö fjöldi fólks deilir með mér þessu áhugamáli. Sum leiðin voru þó greinilega vinsælli en önnur. Þannig laðaði Jim Morrison, fyrrum söngv- ari Doors, aö sér hóp af síðhærðum Ameríkönum sem létu aðdáun sína óspart í ljós og litlu myndavélarnar voru notaðar til þess að skapa heim- ildir um nærveruna við goðið. Aðdá- endahópur Edith Piaf var heldur eldri og virðulegri. Flottar byggingar Frakkar hafa alltaf reist stór minn- ismerki og skiptir ekki máli hvort um kirkj ugarða eða hallir er aö ræða. Eiffelturninn er án efa eitt frægasta tákn borgarinnar og sennilega er hvergi betra útsýni en þegar komið er upp á efstu hæðir hans. Nýja óperan í Bastilluhverfinu er sögð vera minnisvarði Mitterands, fyrr- verandi Frakklandsforseta, á sama hátt og Pompidousafniö er minnis- varði Pompidous forseta. Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á nútímabyggingarlist hggur leiðin til La Défense sem er eitt af úthverfum Parísar. Þar njóta róttækar hug- myndir arkitekta samtímans sín og hverfið er í stöðugri uppbyggingu. Latínuhverfið er eitt af rótgrónari hverfum borgarinnar. Þar er htríkt mannlíf, mikið af litlum áhugaverð- um galleríum og skemmtilegum kaffihúsum. Café Mouffetard við 116 rue Mouffetard er eitt þeirra. Kaffi- húsið lætur htið yfir sér en hefur nýlega verið skráð á spjöld kvik- myndasögunnar þar sem það kom fyrir í mynd Kieslowski, Blue. Skammt frá, á Place du Puits-de- I’Ermite, gefst kostur á að skoða stærstu mosku í Vestur-Evrópu sem er mjög falleg bygging. Bjórinn „dýrari" en á íslandi Næturlífið í París er fjölskrúðugt og margt í boöi. Á mörkum 9. og 18. hverfisins, í Pigalle, hefur kabarett í Moulin Rouge alltaf aðdráttarafl fyr- ir ferðamenn. Þótt hverfið sé þekkt fyrir vændishús og klámsýningar hefur þar myndast góður kjami skemmtilegra næturklúbba og tón- leikastaða. Verðlag á skemmtistöð- um er meö tvennum hætti. Annars Mikið er um markaði í Latinuhverf- inu og víðar. vegar borgar maður aðgangseyri og veitingar eru þá seldar á hóflegu verði. Hins vegar eru klúbbar þar sem hleypt er inn frítt en þá getur verð á veitingum veriö svimandi hátt. Það sannreyndi ég á Sattelht’ Café sem er stúdentabar í 11. hverfi. Þar eru oft á boðstólum framandi tónlistaruppákomur. Það sem kom hins vegar mest á óvart var þegar barþjónninn rukkaði 800 krónur fyr- ir einn bjór. Það getúr þvi borgað sig að kanna verðlagið áður en pantað er. Stórborg eins.og París verður seint fullkönnuð. Kosturinn við það er sá að mann langar til þess að koma þangað aftur og aftur og aftur... LÆGSTA VERÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM 1 EVROPU! frá Alicante 11.200 Bretland 13.020 Danmörk 18.900 Frakkland 20.160 Grikkland 15.960 Holland 18.900 Irland 01/07.30/0» 48.oookr 19.800 ísland 34.650 Ítalía 20.580 Kanaríeyjar 11.760 Kýpur 15.400 Jersey 8.750 Noreg 28.900 Portugal 11.060 Sviss 16.660 Þýskaland 15.260 Innifalið I verði er: JSlníÉilíIjfin kr/vika kaskótrygging, lakkun (jálfsábyrgðar, ivy rr^rSA' ■ Sími: trygging f. stuld og alla staðbundna skatta. 588 35 35 Hótel Áning og Golfklúbbur Sauðárkróks: Golf og gisting í einum pakka Hótel Aning á Sauðárkróki og Golfklúbbur Sauðárkróks hafa gert með sér samstarfssamning sem gild- ir til ágústloka. Hann felst í því aö bjóða kylfingum um aht land ferða- pakka til Sauöárkróks undir heitinu „Golf og gisting”, auk þess sem Hótel Áning styrkir vikuleg innanfélags- mót hjá golfklúbbnum í sumar. í ferðapakkanum er boðið upp á ódýra gistingu ásamt kvöldverði og morgunverði og ótakmörkuðum að- gangi að fallegum 9 holu golfvelh Golfklúbbs Sauöárkróks að Hlíðar- enda. Vöhurinn er spölkom frá hót- elinu sem rekið er á sumrin í hús- næði heimavistar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Vigfús Vigfússon, hótelstjóri Án- ingar, og Björn Steinn Sveinsson, formaður golfklúbbsins, undirrituðu Frá Hliðarendavelli Golfklúbbs Sauðárkróks þar sem má sjá vitt og breitt um fagran Skagafjöröinn. Hótel Áning er spölkorn frá vellinum. samninginn. Þeir sögðu við DV að markmiðið með samstarfinu væri að stuðla að auknum ferðamanna- straumi til Sauðárkróks, auk þess að efla golfíþróttina og kynna glæsileg- an golfvöll að Hlíðarenda. Hótel Áning hefur undanfarin sjö ár verið starfrækt í heimavist fjöl- brautaskólans og í fyrra bætti hótehð við sig gisti- og veitingaaðstöðu í Varmahlíð. Hótel Áning á Sauðár- króki býður gistingu í 71 herbergi, þar af 66 með baði. Á hótelinu er opin koníaksstofa viö arineld og matargestum er boðið upp á lifandi tóna og söng. í Varmahlíð eru 22 herbergi og svefnpokapláss. Starf- semin á þessu ári fer einmitt af stað nú um helgina. Hótehð verður með „suðrænt steikarkvöld" þar sem gestakokkur er Sigurður L. Hah.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.