Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 Dansstaðir AmmaLu Hljómsveitin Karma ieikur fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld. Blúsbarinn Lifandi tónlist á föstudags- og laugar- dagskvöld. Café Amsíerdam Hljómsveit leikur á föstudags- og laug- ardagskvöld. Café Royale Hafnarfirði Hljómsveitin Árstíðirnar leikur ,á föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið í Glæsibæ Danssveitin, ásamt Evu Ásrúnu, leik- ur á föstudag- og laugardagskvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel Saga Mímisbar: Stefán og Arna sjá um fjör- ið á föstudags- og iaugardagskvöld. Súlnasalur: Laugardagskvöld: Úrslita- dansleikur Háskóla fslands. Jazzbarinn Lifandi tónlist um helgina LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Leikhúskjallarinn Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Naustkjallarinn Sunnan tveir leika fyrir dansi á föstu- dags- og laugardagskvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi, Kópavogi Garðar Karlsson ieikur á föstudags- og laugardagskvöld. Rauða Ijónið Hljómsveitin „SÍN* leikurá föstudags- og laugardagskvöld. Skálafell Mosfellsbæ Hljómsveitin „66" leikur á föstudags- og laugardagskvöld. Tveir vinir Bubbi og Rúnar, ásamt félögunum úr GCD, leika á föstudagskvöld. Á laug- ardagskvöld leikur Richard Scobie ásamt félögum. Ölkjallarinn Lifandi tónlist um heigina. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 á föstu- dag. Staðurinn Keflavík Hljómsveitin Hljóp á snærið leikur á föstudags- og laugardagskvöld. Kántrýbær Skagaströnd Hljómsveitin Kol leikur á laugardags- kvöld. Hótel Borgarnes Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar skemmtir að kvöldi þjóðhátíðardags. Hótel Mælifell Sauðárkróki Bubbi og Rúnar, ásamt félögunt í GCD, leika á laugardagskvöld. Hótel KEA Akureyri Bítlahljómsveitin Sixties leikur á föstudagskvöld og á laugardagskvöld leika þeir á Ráðhústorginu. Sjallinn Akureyri SSSól leikur á föstudagskvöld. Njálsbúð Vestur-Landeyjum SSSói leikur á laugardagskvöld. Dansleikur á Súgandafirði Hijómsveitin Galíleó verður með stórdansleik á föstudagskvöld. Sjallinn ísafirði Galíleó leikur á laugardagskvöld. Höfðinn Vestmannaeyjum Sálin hans Jóns rníns leikur á föstu- dagskvöld. Hljómsveitin N-Trance hefur nýlokið tónleikaferðalagi um Evrópu. Kolaportið: Stórtónleikar Stórtónleikar meö dans- og technosveitinni N-Trance verða haldnir í Kolaportinu í kvöld. Undan- famar vikur hefur hljómsveitin verið á tónleikaferðalagi um alla Evrópu til þess að fylgja eftir vinsasldum lagsins Set You Free. Auk þess var N-Trance að ljúka við upptökur á hljómplötunni Electronic Pleasure sem væntanleg er í sumar. Hinn þekkti jungle-isti Doc Scott mun einnig koma fram á tónleikun- um og leika listir sínar en hann er einn af frumkvöðlum Jungle-stefnunnar í Bretlandi. Húsið verður opnað kl. 20 með Party Zone Rave með Grétari, Margeiri, Robba rapp og Magga Leó en N-Trance byrjar að spila kl. 22.30. Tónleikarnir verða kvikmyndaðir sem hluti af mynd sem Heimsendir A/R, í samvinnu við Kvikmyndafélag Islands hf., er að gera og verður frum- sýnd í desember nk. Forsala aðgöngumiða er í Japis, X- tra búðinni, Þrumunni, Smash og Músík og myndum. Miðaverð er 2000 krónur en 1800 í forsölu. Vestfirðir: Galíleó og Rabbi Hljómsveitin Galíleó verður með stórdansleik á Súgandafirði í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hljómsveit- in leikur á þessum árlega dansleik. Gestur kvöldsins verður hinn kunni hljómlistarmaður Rabbi. Það var afi Rabba sem byrjaði á því að halda þennan árlega dansleik um miðja öld- ina en þetta var einmitt afmælisdag- urinn hans. Galíleó mun halda uppi miklu fjöri eins og venja er á þessum degi en á morgun, 17. júní, leikur hljómsveitin í Sjallanum á ísafirði. Þess má geta að lag frá hljómsveitinni, sem nefn- ist Einn, kemur út á safnplötunni Is með dýfu sem kémur út um næstu mánaðamót. Hljómsveitina Galfleó skipa Birgir Jónsson, trommur, Sævar Sverris- son, söngur, Þórður Guðmundsson, bassi, Jón Elvar, gítar, og Jósep Sig- urðsson, hijómborð. Hljómsvertin Galíleó verður á Súgandafirði og ísafirði um helgina. Páll Óskar og Millj ónamæririgarnir Söngvarinn Páll Óskar. Páll Óskar og MiUjónamæringam- ir ætla að skemmta gestum á Ömmu Lú í kvöld. Hljómsveitin mun skjóta upp kollinum á „Ömmunni" með jöfnu bfllibili í sumar eða til mánaða- móta júlí/ágúst. Annað kvöld ætla þeir félagar síðan að leggja leið sína upp í Hreðavatnsskála í Borgarfirði en kunnugir segja að það sé afltaf mik- ið fjör á Hreðavatnsböllunum. Páll Óskar og Milljónamæringam- ir eiga tvö lög á safnplötunni ís með dýfu sem væntanleg er innan skamms. Lögin eru Cuanto Le Gusta, sem er mjög vinsælt þessa dagana, og Skrímslið. Reykjavíkurborg: Tónleikar 17. júní Hluti af hátíðahöldum Reykja- víkurborgar í tilefni af þjóðhátíð- ardeginum eru tónleikar sem haldnir verða á Ingólfstorgi og í Lækjargötu. Tónleikamir verða sem hér segir: Lækjargata kl. 20.30, Botnleðja kl. 21.00, Lipstikk kl. 21.30, In Bloom kl. 22.00, Sálin hans Jóns míns kl. 23.00, Unun kl. 24.00, Vinir vors og blóma kl. 1.00, Tweety kl. 2.00, Lok Ingólfstorg kl. 20.30, Stórsveitin Perlu- bandið kl. 21.30, Hljómsveitin Neistar kl. 22.30, Stórsveitin Perlu- bandið kl. 23.00, Hljómsveit Hjördís- ar Geirs kl. 24.00, Aggi Slæ og Tamla- sveitin kl. 2.00, Lok Sálin hans Jóns míns Sálin hans Jóns míns skemmt- ir fram undir morgun á Höfðan- um í Vestmannaeyjum í kvöld. Annað kvöld byrjar hún að spila í miðhæ Reykjavíkur um kl. 22 en síðan brunar hún á Selfoss og tek- ur þar upp þráðinn á stórdansleik á Hótel SeÚossi. Sálarmenn ætla að spila efni af nýju plötunni sem væntaleg er í verslanir þann 26. júní, í bland við eldri og þekktari Sálarsmelli. Sólbruni SSSól ■ Hljómsveitin SSSól leikur í Sjallanum á Akureyri í kvöld. Hljómsveitin ætlar að leika bæði gömul og ný lög og trylla allt og alla sem leið eiga hjá. Hljómsveit- in er í mjög góðum gír þessa dag- ana og þess vegna mega norðan- menn eiga von á góðu þegar sveit- in mætir á svæðið. SSSól hefur tekið upp tvö ný lög, annað í ró- legri kantinum sem heitir Mér var svo kalt og hitt lagið, Fullorðinn, er SSSól-lag út í gegn. Sixties á Akureyri Bítlahljómsveitin Sixties, sem hefur hlotið fádæma viðtökur um allt land, leggur leið sína til Akur- eyrar um helgina. I kvöld leika þeir félagar á Hótel KEA en ann- að kvöld munu þeir skemmta á Ráðhústorginu þar í bæ. Hljóm- plata Sixties, Bítilæði, er uppseld enn á ný hjá útgefanda og er næsta sending væntanleg von bráðar. Hljómsveitina skipa Rúnar Örn Friðriksson, söngur, Þórarinn Freysson, bassi, Guðmundur Gunnlaugsson, trommur, og Andrés Gunnlaugsson, gítar. Hljómsveit Geirmundar Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar skemmtir á Hötel Borg- amesi að kvöldi þjóðhátíðardags 17. júní. Eitt ár er síðan hljóm- sveitin lék í Borgarnesi en hún hefur leikið þar á þjóðhátíðar- dansleikjum mörg undanfarin ár. Sætaferðir verða úr uppsveitum Borgarfjarðar, sumarbústaða- svæðum og frá Akranesi. Hljóm- sveitina skipa auk Geirmundar þeir Eiríkur Hilmisson á gítar, Kristján Baldvinsson, trommur, og Steinar Gunnarsson sem leik- ur á bassa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.