Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 6
ngar
42
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
Sýningar
Ásmundarsafn
Sigtúni
Þar stendur yfir sýning sem ber
yfirskriftina „Stíllinn í list Ás-
mundar Sveinssonar". Sýningin
er opin kl. 10-16 fram á haust.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvik
Þar stendur yfir sýning á verkum
Erlu Axelsdóttur, Helgu Ár-
mannsdóttur, Elínborgar Guð-
mundsdóttur, Sigrúnar Gunnars-
dóttur og Margrétar Salome.
Galleríið er opið alla virka daga
kl. 12-18.
Gallerí Fold
Laugavegi118d
Þar stendur yfir sýning á olíuverk-
um Dóslu - Hjördísar G. Bergs-
dóttur. Jafnframt er kynning á
verkum Soffíu Sæmundsdóttur
og Arnar Inga Gíslasonar. Sýn-
ingarnar standa til 25. júní og er
Galleríið opið daglega kl. 10-18
nema sunnudaga kl. 14-18.
Gallerí Greip
i dag kl. 18 opnar Þorri Hringsson
sína 9. einkasýningu. Á sýning-
unni verða olíumálverk og teikn-
ingar frá árunum 1990, 1991 og
1995. Sýningin er opin daglega
kl. 14-18 nema mánudaga og
stendur til sunnudagsins 2. júlí.
Gallerí Guðmundar
Ananaustum 15, sími 21425
Galleríið er opið virka daga kl.
10-18.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl.
11-18 nema laugardaga kl.
11-14. Sýningar í gluggum á
hverju kvöldi.
Gallerí Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Soffía Sæmundsdóttir hefur opn-
að sýningu sem hún nefnir Álfa-
hallir-englabyggð. Ásýningunni
eru handþrykktar tréristur. Opið
alla daga nema mánudaga kl.
14—18 til 20. júní.
Galleri Sólon íslandus
Myriam Bat-Yosef sýnir verk sín.
Sýningin stendur til 25. júní.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Þóra Sigurðardóttir sýnir. Verkin
á sýningunni er unnin með blý-
anti, bleki og krít á striga og eru
öll frá síðasta ári. Sýningin er
opin á verslunartíma frá kl. 10-18.
Gerðarsafn
Kópavogi
Grímur Marinó Steindórsson^ýn-
ir skúlptúra og veggmyndir. Sýn-
ingin stendur til 18. júní.
Hafnarborg
Sýningin Stefnumót trúar og list-
ar „Andinn" er samsýning 31
listamanns. Sýningin stendur til
26. júní.
Kaffi Mílanó
Faxafeni 11
Kolfinna Ketilsdóttir sýnir postul-
ínsmyndir, aðallega landslags-
myndir.
Kjarvalsstaðir
Á morgun kl. 16 verður sumar-
sýning Kjarvalsstaða, Islensk
myndlist, opnuð. Þetta er yfirlits-
sýning á ístlenskri tuttugustu ald-
ar myndlist úr eigu Listasafns
Reykjavíkur. Sýningin verður op-
in daglega kl. 10-18 til 10. sept-
ember. Kaffistofa Kjarvalsstaða
opin á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu, sími 13797
Safnið er opið laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla
daga. Inngangur er frá Freyju-
götu.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum
Iistadagar á Laugarvatni:
Komdu og skoðaðu
tuna
Gullkistan - listadágar á Laugar-
vatni er nafn á mikilli listahátíö sem
hefst á morgun, 17. júní. Forsprakkar
hátíðarinnar eru myndlistarmenn-
irnir Alda Siguröardóttir og Krist-
veig Halldórsdóttir. Helstan af at-
buröum listadaganna má nefna sýn-
ingu 104 listamanna á verkum sínum
í Héraðsskólanum, Menntaskólan-
um, Húsmæöraskólanum, veitinga-
húsinu Lindinni og í umhverfi Laug-
arvatns.
Kristveig Halldórsdóttir með son sinn, Daníel, ásamt Öldu Sigurðardóttur
en þær eru forsprakkar Gullkistunnar á Laugarvatni.
DV-mynd Kristján Einarsson
Setning listadaga
Kl. 13.30 á þjóðhátíðardaginn verð-
ur lagt af stað í skrúðgöngu frá
Barnaskólanum og listadagarnir
verða settir. Farið verður í leiki,
kvenfélagið selur kaffi og listamenn
flytja tónlist og fremja gjörninga.
Á sunnudag verða barnaleikrit
sýnd í íþróttasal Héraðsskólans. Kl.
13 verður barnaleikriðið Komum,
finnum fjársjóð sýnt og kl. 17. leikrit-
ið Góðan daginn, litla svín.
Síðari listadagar
Síðari listadaga fara fram sólstöðu-
tónleikar með dúettnum Súkkati,
farið verður í fjallgöngu á Gullkistu,
haldin verður sérstök ljóðadagskrá,
Strokkvartettinn heldur tónleika,
leikritið Sápa 2; Sex við sama borð
verður sýnt og einnig barnaleikritið
Ástarsaga úr fjöllunum. Einnig verð-
•ur svokallað Laxnessherbergi opið í
Héraðsskólanum en Halldór Laxness
sat oft viö skriftir í skólanum. Lista-
dagarnir standa til 2. júlí.
Sumarsýning Kjarvalsstaöa:
íslensk myndlist
- borgarlistamaöur útnefndur
Sumarsýning Kjarvalsstaða, Is-
lensk myndlist, verður formlega
opnuð á þjóðhátíðardaginn kx. 16. Er
hún yfirlitssýning á íslenskri myndl-
ist frá þessari öld og verður haldin í
öllum salarkynnum Kjarvalsstaða.
Að sögn starfsmanns Listasafnsins
er sýningin gleðitíðindi fyrir íslenska
ferðaþjónustu því hún er mjög
áhugaverð fyrir ferðamenn. Á sýn-
ingunni verða olíumálverk, grafik,
textílverk, leirlist og verk unnin með
blandaðri tækni eftir mikinn fjölda
íslenskra listamanna.
17. júní mun einnig borgarlista-
maður verða útnefndur á Kjarvals-
stöðum og honum veitt viðurkenn-
Norræna húsið:
Island i dag
Island i dag verður á dagskrá Nor-
ræna hússins alla sunnudaga í sum-
ar kl. 17.30. Er það fyrirlestur um
íslenskt samfélag fluttur á einhveiju
Norðurlandamálinu. Næsta sunnu-
dag mun Einar Kari Haraldsson
halda fyrirlestur á sænsku.
í sumar verður kynning á Norræna
húsinu og norrænu samstarfi alla
mánudaga kl. 17.30 og íslenskt kvik-
myndakvöld verður kl. 19 á mánu-
dögum. Opið hús verður alla fimmtu-
daga kl. 20.
Nú standa vfir tvær sýningar í
Norræna húsinu, Norrænir brunnar,
sem er umhverfislistasýning, og sýn-
ing er tengist ferð sænska lista-
mannsins Alberts Engströms til ís-
lands 1911.
Björg Tveten
Stjemstad
Verk eftir norsku myndlistarkon-
una Björgu Tveten Stjernstad verða
sýnd í MIR-salnum næstu daga. Sýn-
ingin verður opnuð í kvöld kl. 18. Á
sýningunni verða um 50 myndir, all-
ar unnar á síðustu misserum. Björg
sýndi verk sín fyrst opinberlega árið
1995 en síðan þá hefur hún haldiö á
þriðja tug einkasýningi, auk þess
sem hún hefur átt verk á fjölda sam-
sýninga. Sýningin verður opin til 25.
júní, á virkum dögum kl. 16 til 19 en
um helgar kl. 14 til 19.
Eitt verkanna á sýningunni.
DV-mynd SIS
ing. Formaður menningarmála-
nefndar veitir verðlaunin.
Minjasafnið
á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti
58, er opið 17. júní frá kl. 11 til 17 sem
aðra daga.
í safninu stendur yfir sýning á
verðlaunagripum úr minjagripasam-
keppni Handverks og er þetta næst-
síöasta sýningarhelgi. Sýningin hef-
ur farið víða um land.
Aðgangeyrir er 250 kr. en ókeypis
er fyrir börn að 16 ára aldri og eldri
borgara.
Málverkasýning
í Þrastarlundi
Agatha Kristjánsdóttir hefur opnað
málverkasýningu í Þrastarlundi sem
stendur til 25. júní. Agatha hefur afl-
að sér þekkingar meö sjálfsnámi og
sótt ýmis námskeið. Þetta er þrett-
ánda einkasýning Agöthu. Allar
myndirnar eru unnar með olíu á
mesonit í Þrastarlundi í ár.
Einkasýning:
Þorri Hringsson
Þorri Hringsson opnar níundu
einkasýningu sína í Gallerí Greip í
dag kl. 18. Á sýningunni verða olíu-
málverk og teikningar. Þorri hefur
haldið einkasýningar í Reykjavík og
Amsterdam og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga. Sýningin er opin frá kl 14.
til 18 alla daga nema mánudaga og
stendur til 2. júlí.
Ásmundarsafn:
Listaverkabók
Ásmundarsafn hefur gefið út vand-
aða listaverkabók um list Ásmundar
Sveinssonar. Bókin er jafnframt sýn-
ingarskrá sýningarinnar Stíllinn í
list Ásmundar Sveinssonar. í þessari
bók er ætlunin aö gefa yfirlit yfir
ólíkar myndgerðir í list Ásmundar
og draga fram þau sérkenni sem ein-
kenna list hans.
Nýr salur
Kjartan Guðjónsson grafiklista-
maður sýnir á fyrstu sýningunni i
nýjum sal íslenska grafíkverkstæðis-
ins, Tryggvagötu 15. Kjartan er einn
af stofnendum félagsins íslensk graf-
ík. Sýnir hann eldri grafíklistaverk
á sýningunni sem er hluti af 50 ára
afmælishátíð Norræna myndlistar-
bandalagsins.
Sýningin stendur til 30. júní og er
opin kl. 14 til 18 alla daga nema
mánudaga.
Heilagur andi
Myndlistarsýningu Þóru Þórisdótt-
ur lýkur á sunnudag. Á sýningunni
eru innsetningar og málverk. Tákn-
myndir eru fengnar úr biblíunni.
Sýningin er í listhúsinu Við hamar-
inn, Strandgötu 50, Hafnarfirði.
Varmahlíð:
Ljósmyndir
Sigríður Soffia ljósmyndari opnar
sýningu á Polaroid Transfer ljós-
myndum í galleríinu Lundi, Varma-
hlíð, Skagafirði, á sunnudag kl. 17.
Opið verður alla daga frá kl. 9 til 18.
Sýningin stendur til 16. júlí.
Sýning í Eden
Jóhanna Hákonardóttir heldur
myndlistarsýningu í Eden, Hvera-
gerði, sem lýkur nú á sunnudag. Á
sýningunni eru bæði olíumálverk og
vatnslitamyndir frá þremur síðustu
árum til sýnis.
Berglind Ýr
Myndlistarsýning er í útibúi Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis að
Alfabakka 14. Þar eru sýnd verk
Berglindar Ýrar Sigurðardóttur.
Sýningar
eftir Sigurjón Ólafsson, „Þessir
kollóttu steinar". Verðlauna-
myndband með sama heiti einnig
til sýnis.
Listhúsið i Laugardal
Engjateigi 17, sími 680430
Þar stendur yfir myndlistarsýning
á verkum eftir Sjofn Har. Sýning-
in ber yfirskriftina „Islensk nátt-
úra, íslenskt landslag". Sýningin
er opin virka daga kl. 13-18 og
laugardaga kl. 11-16.
MÍR-salurinn
Vatnsstíg 10
Sýning á verkum eftir norsku
myndlistarkonuna Björg Tveten
Stjernstad verður opnuð í dag kl.
18. Á sýningunni eru um 50
myndir, stórar og smáar, allar
unnar á síúustu mánuðum eða
misserum. Sýningin stendur til
25. júní og er opin á virkum dög-
um kl. 16-19 en um helgar kl.
14- 19.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið á sunnudögum,
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum kl. 13-17.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarf., simi
54321
Opið sunnud. og þriðjud. kl.
15- 18.
Saf n Ásgríms Jónssonar
Bergstaðastræti 74
Vormenn í íslenskri myndlist
nefnist sýning á verkum eftir Ás-
grím Jónsson og nokkra samtíð-
armenn hans. Sýningin stendur
til 31. ágúst og er opin alla daga
nema mánudaga kl. 13.30-16.
SPRON
Álfabakka 14
Þar eru til sýnis verk Berglindar
Ýrar Sigurðardóttur. Sýningin
stendur til 29. september og er
opin frá mánudegi til föstudags
kl. 9.15-16.
StofnunÁrna
Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
Handritasýning opin kl. 14-16
alla daga nema sunnudaga fram,
til 1. september.
Við hamarinn
Strandgötu 50, Hafnarfirði
Myndlistarsýningu Þóru Þóris-
dóttur „Heilagur andi" lýkur
sunnudaginn 18. júní. Á sýning-
unni eru innsetningar og málverk.
Önnurhæð
Laugavegi 37
Opnuð hefur verið sýning á verk-
um Jan Voss, Henriétte van Egt-
en, Andrea Tippel og Tomas
Schmit. Til sýnis eru teikningar,
munir og bækur gerðar af lista-
mönnunum. Sýningin stendur til
loka júní og er opin á miðviku-
dögum kl. 14-18.
Eden
Hveragerði
Jóhanna Hákonardóttir heldur
myndlistarsýningu í Eden. Á sýn-
ingunni eru bæði olíumálverk og
vatnslitamyndir málaðar á síðustu
þremur árum. Sýningunni lýkur
18. júní. Eden er opið alla daga
til kl. 23 á kvöldin.
Keramikgalleríið Lundur
Varmahlíð, Skagafirði
Sigríður Soffía Ijósmyndari opnar
sýningu á Polaroid Transfer Ijós-
myndum sunnudaginn 18. júní
kl. 17. Opið alla daga kl. 9-18.
Sýningin stendur til 16. júlí.
Minjasafnið
Aðalstræti 58,
Akureyri
í safninu stendur yfir sýning á
verðlaunagripum úr minjagripa-
samkeppni Handverks - reynslu-
verkefnis og er þetta næstsíðasta
sýningarhelgi. Opið daglega kl.
11-17.