Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Qupperneq 6
22
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
ngar
Sýningar
Á næstu grösum
Laugavegi20b
Þar stendur yfir myndlistarsýning Helgu Sig-
uröardóttur. Sýningin stendur til 30. septemb-
er og er opin á sama tíma og matstofan. Sýn-
inguna kallar Helga Ný sýn og er hún 12.
einkasýning hennar.
Ásmundarsafn
Sigtúni
Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina
Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar. Sýningin
er opin fram á haust, kl. 10-16.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Strandgötu 50
Þar stendur yfir sýningin Hafnarfjörður frá
landnámi til hernáms. Sýningin er opin alla
daga kl. 13-17 og stendur hún til 17. sept-
ember.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvik
Dagana 19. ágúst til 1. september veröur sýn-
ing á verkum bandarisku keramiklistakonunn-
ar Reginu Gurland. Galleríið er opið alla virka
daga kl. 12-18.
Galleri Greip
Þar stendur yfir sýning á verkum ísraelska list-
hönnuðarins Yaron Ronen. Sýningin stendur
til 20. ágúst og er opin alla daga nema mánu-
daga kl. 14-18.
Gallerí Guðmundar
Ananaustum 15, sími 21425
Galleríið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema
laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á
hverju kvöldi.
Gallerí Ríkey
Hverfisgötu 59
Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl.
13-18 virka daga en laugardaga og
sunnudaga kl. 13-16.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Sigurður Árni Sigurðsson opnar sýningu á
verkum sínum í dag. Meginuppistaða sýning-
arinnar eru 20 teikningar úr seríu sem heitir
Leiðréttingar. Sýningin er opin á verslunartíma
frá kl. 10-18 og stendur hún til 3. september.
Gerðarsafn í Kópavogi
Björg Ön/ar sýnir olíumálverk í vestursal og
Gunnar Karlsson í austursal. Sýningar standa
til 27. ágúst. Safnið er opið alla daga kl. 12-18
nema mánudaga.
Hafnarborg
I Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, hefur verið sett upp sýning á
listaverkum úr safni hússins. Sýningin stendur
til 28. ágúst. Salir Hafnarborgar eru opnir
gestum frá kl. 12-18 alla daga nema miðviku-
daga.
Kaffi Mílanó
Faxafeni 11
Guðbjörg Hákonardóttir sýnir 13 olíumálverk.
Kjarvalsstaðir
Sumarsýning Kjarvalsstaða, íslensk myndlist,
stendur yfir. Þetta er yfirlitssýning á íslenskri
tuttugustu aldar myndlist úr eigu Listasafns
Reykjavíkur. Sýningin er opin daglega til 10.
september frá kl. 10-18. Kaffistofa Kjarvals-
staða opin á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
Njaröargötu, sími 13797
Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga. Inngangur er frá Freyjugötu.
Listasafn íslands
Stórsýning á Norrænni aldamótalist. Umrædd
sýning var stærsti menningarviðburður í viða-
mikilli norræni hátíð sem skipulögð var á
Spáni nú / vor. Sýningin kemur hingað frá
Barcelona og verður hér fram til 24. septemb-
er. Á sýningunni er 81 málverk, einkum frá
tímabilinu 1890-1910.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga
I sumar hafa verið uppi tvær sýningar, annars
vegar „Þessir kollóttu steinar" andlitsmyndir
Sigurjóns, og „Einu sinni var ... " sýning á
klippimyndum eftir dönsku listakonuna Gun-
hild Skovmand. Síöarnefndri sýningu átti að
Ijúka 7. ágúst en ákveðið hefur verið að fram-
lengja hana til 20. ágúst.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 og
mánudaga til fimmtudaga kl. 20-22.
Listhús 39
Strandgötu 39, Hafnarfiröi
Alda Ármanna Sveinsdóttir heldur sýningu
sem nefnist „Gyðjan í merki Ijónsins" Þarna
verða sýnd 12-15 olíumálverk og er viðfangs-
efnið gyðjuorkan og áhrif hennar.
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17, simi 680430
Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum
eftir Sjofn Har. Sýningin ber yfirskriftina Is-
lensk náttúra, íslenskt landslag.
Mokka kaffi
Skólavöröustíg
Sunnudaginn 20. ágúst verður opnuð sýning •
á nýlegum steinprentum, ætingum, dúkristum,
vatnslitum og tússteikningum eftir tékkneska
myndlistarmanninn Jan Knap. I kjallara
Mokka opna fjórir ungir Frakkar sýningu.
Nesstofusafn
Neströö, Seltjarnarnesi
Safniö er opið á sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 18-17.
Norræna húsið
Dagana 18. ágúst til 8. september verður
Mokka:
Frakkar og Tékki sýna
Á sunnudaginn verða opnaðar
tvær sýningar á Mokka. Jan Knap,
tékkneskur myndlistarmaður, opnar
sýningu á steinprentum, ætingum,
dúkristum og tússteikningum. Knap
nýtur nú töluverðrar alþjóðlegrar
hylli og er í undirbúningi yfirlitssýn-
ing á verkum hans sem mun fara um
m.a. Holland, Þýskaland og Tékk-
land. Hann þykir fara lítt troðnar
slóðir í listsköpun sinni. Englar,
dýrlingar og aðrir meðlimir fjöl-
skyldunnar helgu eru hans ær og kýr
enda sækir hann fyrirmyndir sínar
aftur. til endurreisnarinnar fremur
en til samtímans. Sýning á verkum
Knaps stendur til 15. september.
í kjallara Mokka opna á sama tíma
fjórir ungir Frakkar sýningu á litlum
minnislímmiðum. Listamennirnir
segjast hrifnir af því hversu hand-
hægur og sveigjanlegur minnismið-
inn er.
„Minnismiðar eru eins og blóm-
króna. Þeir blómstra. Þeir fólna. Og
detta svo niður.“
Hópurinn stendur fyrir útgáfu al-
þjóðlegs timarits í formi nettra minn-
isblokka sem gæddar eru þeim kosti
aö þeim má jafnt fletta í gegn og líma
á vegg.
Einnig er hægt að sjá áleitinn heim-
Odatrylli um fjórmenningana við
dagleg störf sín á neðra stigapalli
Mokka. Sýningin stendur til 15. okt-
óber.
Jan Knap sækir fyrirmyndir sinar til endurreisnarinnar og þetta steinprent
ber því rikt vitni.
Óðurtil rýmisins
í Gerðubergi
í kvöld kl. 20 verður opnuð sýning
á verkum Hlyns Hallssonar í Gerðu-
bergi. Útgangspunktur sýningarinn-
ar er rýmið í Gerðubergi og er sýn-
ingin óður tfl þess. Hlynur hefur
ummyndað sýningarrýmið með því
aö ljósmynda gólfflísar hússins og
flísaleggja síðan með myndunum.
Við opnun sýningarinnar fram-
kvæmir Hlynur gjörning sem ber
nafnið Níu staðir. Sýningin er opin
mánudaga-fimmtudaga kl. 13-19 og
íostudaga til sunnudaga kl. 13-16 og
stendur til 15. október.
listasumar'95
Á Akureyri er heOmikið um að
vera í listalífmu um helgina. í Lista-
safni Akureyrar standa yfir sýningar
á verkum Jóns Gunnars Árnasonar
og Hafliða Hallgrímssonar og lýkur
þeim ekki fyrr en 29. ágúst.
í Deiglunni eru grafikverk, teikn-
ingar og málverk eftir Braga Ásgeirs-
son til sýnis og lýkur sýningunni
þann 24. ágúst.
Þorvaldur Þorsteinsson sýnir í
Glugganum næstu vikuna og í Ketfl-
húsinu og utandyra í bænum stendur
yfir skúlptúrsýning.
Slunkaríki á ísafirði
Guðrún Gunnarsdóttir, myndlist-
armaöur og textílhönnuður, opnar
sýningu í Gallerí Slunkaríki á
ísafirði á laugardag kl. 16. Á sýning- -
unni verða þráðaskúlptúrar unnir
úr vír og eru hugmyndir að verkun-
um að hluta til sóttar í sjávargróður.
Guðrún var valin sem einn af
þremur fulltrúum íslands til þátt-
töku í 7. norræna textflþríæringnum
sem er norræn farandsýning og var
opnuð í Finnlandi í apríl á þessu ári.
Sýning Guðrúnar í Slunkaríki
stendur tfl 10. september.
Stöðlakot
Dröfn Guömundsdóttir og Birgitta
Jónsdóttir sýna verk sín í Stöðlakoti
út mánuðinn. Sýningin ber nafnið
Gler og goð. Dröfn lauk námi í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands en
Birgitta er sjálflærð. Sýningin er op-
in alla daga frá 12 til 18.
Á sýningu Reginu verða margs kon-
ar skordýr úr keramik.
Art-Hún:
Skordýr úr
keramik
Bandaríska keramiklistakonan
Regina Gurland opnar sýningu á
morgun í sýningarsal Art-Hún hóps-
ins. Regina hefur vakið athygli vest-
anhafs fyrir óvenjulega notkun leirs
við listsköpun. Hér á landi ætlar hún
að sýna keramikskúlptúra af skor-
dýrum í margfaldri upprunalegri
stærð sinni. Við brennslu verkanna
hefur Reginu tekist að ná fram nátt-
úriegum eiginleikum dýranna sem
sum hver eru með hrufótt yfirbragð
en önnur bera skeljamyndir á vængj-
unum. Listkonan lætur áhorfendum
eftir að finna út hvaða skordýr er
um að ræða hveiju sinni.
Sýningin er til húsa í Stangarhyl 7
og stendur til 1. september.
Danskir leir-
listamenn
Á laugardag hefst sýning í Norr-
æna húsinu á verkum þriggja leir-
listamanna frá Danmörku. Lista-
mennirnir eru þau Bente Hansen,
Karen Bennicke og Peder Rasmussen
og eru þau talin meðal fremstu leir-
listamanna Dana.
Sýningin kemur hingað frá Listiðn-
aðarsafninu í Kaupmannahöfn.
Vakti hún mikla athygli þar og skrif-
uðu listgagnrýnendur mjög jákvæða
umsögn um sýninguna. Sýningin
stendur til 10. september.
í anddyri Norræna hússins er þess
minnst með sýningu að 100 ár eru
liðin frá merkum rannsóknarleið-
öngrum danska varðskipsins Ingólfs
tfl íslands, Grænlands og Færeyja
árin 1895 og 1896. Sýningunni lýkur
8. september.
Gallerí Sævars Karls:
Leiðréttingar
í dag, fóstudag, verður sýning Sig-
uröar Árna Sigurðssonar opnuð í
Galleríi Sævars Karls. Meginuppi-
staða sýningarinnar er póstkort og
ljósmyndir sem Sigurður hefur fund-
ið í fomverslunum og á flóamörkuð-
um vítt og breitt um Evrópu. Eitt-
hvað rangt er við myndirnar og hefur
Sigurður því leitast við að leiðrétta
þær.
„Ég hef unnið við þessar leiðrétt-
ingar síðustu 5-6 árin. Það hefur tek-
ið þennan tíma því ég hef einungis
leiðrétt myndir þegar mér finnst að
eitthvað sé rangt við þær. Oftast
teikna ég ofan í myndimar eða ég
held áfram með þær,“ sagði Sigurður
í samtali við DV.
Á sýningunni verða þó fleiri verk.
Heklugos er lítill skúlptúr sem Sig-
urður hefur útbúið í 30 eintökum.
„Heklugos er minjagripur um
ákveðna hugsunarstöðu. Það var
tekin mynd af honum og meiningin
er að útbúa póstkort. Heklugos er
minn skerfur sem listamanns til ís-
lands en ég tel aö allir íslenskir lista-
menn eigi að túlka ísland í verkum
sínum a.m.k. einu sinni.“
Sigurður hefur látið tfl sín taka á
erlendri grund. Hluti af teikningun-
um á sýningunni var gefinn út í graf-
íkmöppu á vegum grafíkverkstæðis
í Sviss. Þess má einnig geta að Sig-
urður hélt tvær sýningar í Frakk-
landi fyrr á þessu ári. Þar sýndi hann
tilbúið landslag, svipað því sem hann
var með á sýningu á Kjarvalsstöðum
í fyrra.
Sýning Sigurðar Áma, Leiðrétting-
ar, stendur tfl 13. september og er
opin frá 10-18 alla virka daga.
Sigurður Árni leikur sér að þvi að
leiðrétta póstkort og myndir sem
verða á vegi hans. DV-mynd BG
Sýningar
þess minnst meö sýningu í anddyri hússins
að 100 ár eru liðin frá merkum rannsóknarleið-
öngrum danska varðskipsins Ingolf til Islands,
Grænlands og Færeyja árin 1895 og 1896. Á
morgun kl. 15 verður opnuð í sýningarsölum
hússins sýning á leirlist eftir dönsku leirlista-
mennina Bente Hansen, Karen Bennicke og
Peder Rasmussen. Sýningin stendur til 10.
september. Sýningarnar eru opnar daglega
kl. 14-19.
Nýlistasafniö
Á morgun kl. 16 verða opnaðar 4 sýningar.
Sýnendur í aðalsölum eru Doris Halfmann frá
Þýskalandi, Mark de Weijer frá Hollandi og
Birgitta Silfverhielm frá Svíðþjóð. i setustofu
sýnir Baldur Helgason olíumálverk sem hann
nefnir Myndiraf tilfinningum. Sýningarnareru
opnar daglega kl. í 4—18 og þeim lýkur 3.
september.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarf., sími 54321
Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Safn Ásgríms Jónssonar
Bergstaðastræti 74
Vormenn í íslenskri myndlist nefnist sýning á
verkum eftir Ásgrím Jónsson og nokkra samt-
íðarmenn hans. Sýningin stendur til 31. ágúst
og er opin alla daga nema mánudaga kl.
13.30-16.
SPRON
Álfabakka 14
Þar eru til sýnis verk Berglindar Ýrar Sigurðar-
dóttur. Sýningin stendur til 29. september og
er opin frá mánudegi til föstudags kl. 9.15-16.
Stofnun Árna
Magnússonar
Árnagarði viö Suðurgötu
Handritasýning opin kl. 14-16 alla daga nema
sunnudaga fram til 1. september.
Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Dröfn Guðmundsdóttir og Birgitta Jónsdóttir
opna sýningu í dag. Sýningin ber nafnið Gler
og goð og er opin alla daga kl. 12-18 til 31.
ágúst.
Önnurhæð
Laugavegi37
Opnuð hefur verið sýning á verkum Richards
Long. Sýningin er opin á miðvikudögum kl.
14-18 út ágúst.
Myndlistarsýning í
Gerðubergi
I kvöld kl. 20 verður opnuð sýning Hlyns
Hallssonar. Sýningin er opin mánudaga til
fimmtudaga kl. 13-19 og föstudaga til sunnu-
daga kl. 13-16. Sýningin stendur til 15. októb-
er.
Teikningar í Hátúni 10
Þorsteinn Þorsteinsson sýnir
súrrealískar teikningar í Hátúni 10,
3. hæð. Sýningin er opin kl. 10-24 og
stendur út næstu viku.
Heilsustofnun NLFÍ
í Hveragerði
Þorbjörg Pálsdóttir og Hannes Lárusson sýna
verk sín. Sýningin stendur út septembermán-
uð. V __
Málverkasýning í Eden
Sveinbjörn Blöndal sýnir málverk i Eden og
stendur sýningin til 27. ágúst.
Lindin
Laugarvatni
Magnús Einarsson heldur málverkasýningu í
veitingahúsinu Lindinni, Laugarvatni, til 27.
ágúst. Á sýningunni eru 13 olíumálverk.
Keramikgalleriið Lundur
Varmahlíð, Skagafirði
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir grafikverk.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18 og
stendur til 18. ágúst.
Stríðsárasafniðá
Reyðarfirði
hefur opnað sýningu sem stendur til 31. ág-
úst og er opin alla daga kl. 13-17.
Laxdalshús
Er opið i sumar á sunnudögum kl. 13-17 og
stendur þar yfir Ijósmyndasýning.
Gallerí Ash
Lundi, Varmahlíö
Hadda sýnir nælur unnar úr flóka, roði, hrossa-
hári og kýrhalahári. Sýningin opnar á sunnu-
dag kl. 14.
Listasafnið á Akureyri
Sýningar á verkum eftir Jón Gunnar Árnason
og grafíkverkum eftir Hafliða Hallgrimsson.
Sýningarnar standa til 29. ágúst og er safnið
opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18.
Deiglan
Akureyri
Sýning á nýjum grfíkverkum, teikningum og
málverkum eftir Braga Ásgeirsson. Sýningin
stendur til 24. ágúst og er opin virka daga
kl. 11-18 og um helgar kl. 14—18.
Glugginn
Akureyri
Þorvaldur Þorsteinsson sýnir til 24. ágúst.
Listasetrið Kirkjuhvoli
Akranesi
Samsýning 14 listamanna frá Akranesi sem
nefnist Skagarek. Opin daglega kl. 14-16.30
til 20. ágúst.
Slunkaríki
ísafiröi
Á morgun kl. 16 opnar Guðrún Gunnarsdótt-
ir, myndlistarmaður og textilhönnuður, sýn-
ingu. Á henni verða þráðaskúlptúrar unnir úr
vír og eru hugmyndir að verkunum að hluta
til sóttar í sjávargróður. Sýningip stendur til
10. september.