Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Síða 2
16 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 ILeon Aðalhlutverk: Jean Reno, Gary Oldman, Natalie Portman og Danny Aiello. Gjörspilltur og gráöugur lögreglumaður myrðir heila íjölskyldu en einn ijölskyldumeðlimur sleppur. Það er 12 ára stúlka. Lögreglumaðurinn gerir sér grein fyrir að það þarf að þagga niður i henni en hún leggur á ílótta. Leíðir hennar og leigumorðingjans Leons skerast og svo fer að hún fær húsaskjól hjá honum. Hann er sérvtur einf- ari og virðist vera hinn vænsti tnaöur en i starfi sínu er hann miskunnarlaus. Ekki liður á löngu uns hann er farhm að keima stúlkunni hvernig leigumorðingjar bera sig aö. 2The RiverWild Aðalhlutverk: Meryl Streep, Kevin Bacon ogDavid Strathaim Hjónin Gail og Tom fara með ungum syni sin- um i ævintýrasiglingu niður fljót í miðjum óbyggðum. Þau sigla í rólegheitum á gúmmibát og njóta náttúrufegurðarinnar þar til þau hitta fyrir hóp manna sem í fyrstu virðast venjulegir ferðamenn. En annað kemur á daginn og þeim verður Ijóst að þau eru á valdi harðsvíraðra glæpamanna sem svífast einskis. Líf þeirra er í hættu því að ef áin gengur ekki frá þeim munu glæpamennirnir gera það. STerminal Velocity Aðalhlutverk: Charlie Sheen og Nastassja Kinski Charlie Sheen leikur fallhlífarstökkskennara sem fær í heimsókn unga stúlku. Hún óskar eftir að fá að stökkva með honum. Hann vonast jafn- vel eftir nánari kynnum við þessa töfrandi stúlku en það fer á annan veg því rétt fyrir stökkið fell-. ur hún út úr vélinni og deyr án þess að fallhlífin opnist. Hann fær á tilfmninguna að eitthvað sé bogið við málið og einsetur sér að komast til botns í þvi. Ekki líður á löngu uns hann er orð- inn flæktur í mál þar sem alþjóöanjósnir og pen- ingasmygl eru þungamiðjan. 4lnterview with the Vampire Aðalhlutverk: TomCruise, Brad Pitt, An- tonioBanderasogChristian Slater Myndin segir frá vampírunni Louis de Pointe Du Lac sem ákveður að segja blaðamanni sögu sína. Fyrir 200 árum hafði Louis verið kominn á fremsta hlunn með að svipta sig lífi eftir að hafa misst eiginkonu og dóttur á voveiflegan hátt. Áður en aö því kemur verður blóðsugan Lestat á vegí hans og gefur honum eilíft líf vampírunn- ar. Sjálfur hefur Lestat hfað í margar aldir á blóði fórnarlamba sinna og fyrir honum vakir að fá félagsskap. En Louis á erfitt með að sætta sig við líf vampírunnar. 50nly You Aðalhlutverk: MarisaTomei og Robert Downeyjr. Marisa Tomei leikur kennslukonuna Faith. Þegar hún var ung haíði því verið spáð að hún yrði ástfangin af manni sem héti Damon Brad- ley. Nú þegar hún er komin á fullorðinsár og er að fara að gifta sig á hún af tilviljun samtal í síma við mann sem kynnir sig sem Damon Bradley. Hún er sannfærð um að spádómurinn sé að ræt- ast og eltir þennan mann til Feneyja. Þar hittír hún myndarlegan mann sem segist heita Damon Bradley og verða þau óaðskiljanleg. Faith grunar þó að hann sé ekki sá sem hann segist vera. 8MM| >>-i ■ V-V. 15.ágúst - 21.ágúst ‘95 C(CTI FYRRI VIKUR b/MI VIKfl fl USTfl TITILL ÚTGEF. J - < TEG. J . Ný { 1 Leon 1 Sam-myndbönd J Spenna 2 Ný 1 I River Wild Myndform '-viK , ’ * -i, ■> Spenna 1 J —..... rj. ----- -r™ 3 ) 1 i 3 J l-... 1 ... L~. Terminal Velocity 1 Sam-myndbönd J Spenna 4 Interview With the Vampire Warner-myndir Spenna . 5 j 5 j 4 T" j Only you ! ' ' j Skrfan J j Gaman BSSíÉI. 6 3 nm , u ?f|| 6 ) i ') § i Stargate Skífan . Spenna 7 Ný j j 1 r j Nobody's Fool j Háskólabíó j Gaman 8 gfflaESj 6 p|J| ip . J ) . 8 ■ lum (osi Threesome Skffan R9BHRI .1 Gaman IÍBÉSSt L9 4 i i 5 J J Timecop ClC-myndir j Spenna |jggjgg:i gffjp 10 ! ■ 8 j 6 i Priscilla Drottning Háskólabíó j ' J Gaman 11 j 9 j 6 j i,, Milk Money j ClC-myndir Gaman 12 sjí jgjflgpigii ig 7 -j ■ 9 1 : |í | Pulp Fiction Skrfan j Spenna 13 16 T 2 J Fall Time J Myndform 1 Spenna 14 13 2 Biankman Skrfan Gaman . ) V v' - Ný • J V 1 j China Moon J Skrfan I Spenna 16 i 19 2 Shadowlands Sam-myndbönd Drama 17 10 J J 11 j , J Forrest Gump I J ClC-myndir J J Drama 18 14 V. ) ‘ 7 Last Seduction Sam-myndbönd Spenna 19 i 20 13 i Specialist Warner-myndir Spenna 20 12 3 Poetic Justice Skífan Spenna Myndbandalistinn: Stórborgarglæpir og dreifbýlisglæpir Tvær nýjar kvikmyndir fara meö miklum látum inn á myndbanda- listann þessa vikuna og skipa sér í tvö efstu sætin. Báðar eru þetta sakamálamyndir en mjög ólíkar aö allri gerð. Leon, sem vermir efsta sætið, gerist í hringiðu stórborgar- innar New York og segir frá lífs- hlaupi tólf ára stúlku sem sleppur ein þegar fjölskylda hennar er myrt af óheiðarlegum löggum. Annar kvenmaður, mun eldri, er aðalpersónan í The River Wild en þar leikur Meryl Streep vel þjálfaða afrekskonu í róðri sem þarf á allri sinni kunnáttu og hæfni að halda í baráttu við vatnsmikið fljót og harðsvíraða glæpamenn. Leikstjórar beggja myndanna Luc Besson og Curtis Hanson eru ungir og mikilsmetnir leikstjórar og hafa þeir báðir gert góðar saka- málamyndir á undanfornum árum. Luc Besson er franskur og vakti strax athygli með sinni fyrstukvik- mynd, Le Dernier Combat, en það var þó næsta mynd hans, Subway, sem gerði hann heimsfrægan. Síð- an hefur hann gert Le Grand Bleu, La femme Nikita og Atlantis. Jean Reno, sem leikur aívinnumorðingj- ann í Leon, hefur leikiö í öllum hans kvikmyndum að undanskil- inni Atlantis. Hann er í dag einhver eftirsóttasti leikari Frakka. Curtis Hanson á einnig að baki nokkrar ágætar myndir en áður en hann gerði The River Wild leikstýrði hann The Hand That Rocks the Cradle. Vert er að nefna eina aðra nýja mynd á listanum, Nobody’s Fool, sem er í sjöunda sæti. Þar fer gamla kempan Paul Newman á kostum í skemmtilegri og mannlegri kvik- mynd. China Moon, sem er í fimmt- ánda sæti, er einnig ný en þessi mynd með Ed Harris í aðalhlut- verki var ekki sýnd í kvikmynda- húsi. í þessari viku eru væntanlegar nokkrar ágætar myndir. Má þar nefna norsku sakamálamyndina Höfuð upp úr vatni, sem Háskóla- bíó gefur út, og Little Odessa, nýja kvikmynd sem vakið hefur athygli á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum og Myndform gefur út. The Brown- ing Version, sem ClC-myndbönd gefa út, er bresk úrvalsmynd og í gær gaf Skífan út nýjustu kvik- mynd Alan Parkers, The Road To Wellville. Natalie Portman ieikur ungu stúlkuna í Leon sem er á flótta undan spilltum lögreglumanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.