Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Side 3
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 17 ■SlfflfcJW ALMOSl PlrlíICT COMEÖr -A AAMtL niu Of MI I.Y-LAUCMS' ■wB*«rwÉÉi •SSHm ■A FABULOUS Fll&C« THE ROAD l’O WELLVILLE ! iMwowy hotiuk«í Wbm«t *oko+ MaTTMCV B4O0VJUCK JOHA CuhACK ! 0*N* CARVkY 'iK'iK'X; O k.r* Réttlaus kona Breski leikstjórinn Ken Loach hefur leikstýrt mörgum úrvalsmyndum sem ailar eiga það sameig- inlegt að sýna mikið raunsæi. Sjaldan hefur raun- sæið veriö samt jafnmikið og i Ladybird, Ladybird, sem er lýsing á einstæðri og örlagaríkri baráttu Maggie Conlan fyrir að halda bömum sínum. Saga hennar er harmsaga konu sem alltaf hefur orðið imdir í lifinu en hefur mikinn vilja. í byijun sjáum við Maggie taka þátt í karaoke keppni. Þar fýlgist með henni flóttamaður frá Paraguay og hrífst hann af henni. Maggie segir honum sögu sína. Eftir að kviknað hafði í búð hennar að henni fjarstaddri vom öll böm hennar fjögur tekin frá henni. Maggie Conlan er samt tilbúin að hefja nýtt lif um leið og hún berst fyrir að fá böm sin aftur. Henni mistekst ekki aðeins það heldur em tekin af henni tvö böm í viðbót sem hún á með sambýlismanni sínum sem er vegabréfslaus. Ladybird, Ladybird er áhrifamikil kvikmynd og er ekki hægt annað en að finna til með hinni skapmiklu Maggie þótt hún hafi sína galla eins og aðrir. Chrissy Rock sýnir stórleik í aöalhlutverkinu. LADYBIRD, LADYBIRD - Útgefandl: Myndform. Leikstjóri: Ken Loach. Aðalhlutverk: Chrlssy Rock, Vladimlr Vega og Ray Winstone. Bresk, 1994. Sýningartími 97 mín. Bönnuð bömum Innan 12 ára. Glæstir tímar (Belle Epoque) er gamanmynd þar sem oft kemur fram mikil lífsspeki. Myndin gerist rétt eftir borgarstyijöldina á Spáni. Aöalper- sónan er ungur liðhlaupi úr hemum, Alonso, sem leitar skjóls í smáþorpi. Á vegi hans verður gamall og skemmtilegur karl, Manolo, sem veitir honum húsaslgól. Manolo segist samt ekki geta hýst hann nema um tíma þar sem dætur hans séu að koma í heimsókn. Þegar Alonso er að fara sér hann dætur karlsins koma og þar sem þær em allar fjórar hver annarri fallegri er skiljanlegt að hinn ungi Alonso hætti við að fara og setjist að hjá Manolo og dætr- unum. Persónur myndarinnar era vel heppnaðar og skemmtilegar. Húmorinn í myndinni er frábær og þar fer fremstur í flokki Manolu sem hefur dá- lítið sérstakt viðhorf til lifsins. Glæstir tímar fékk óskarsverölaun sem besta erlenda kvikmynd 1993 og kom það val nokkuð á óvart en ekki er annað að sjá en að myndin standi undir verðlaununum. BELLE EPOQUE - Utgefandl: Háskólabíó. Leikstjóri: Fernando Trueba. Aðalhlutverk: Fernando Fernan Gomez, Maribal Verdu og Ariadne Gil. Spönsk, 1993. Sýningartími 110 mín. Leyfð öllum aldurshópum. rf Lífið á heilsuhælinu Elskhuginn á háaloftinu The Man in the Attic er byggð á sönnum at- burðum sem gerðust snemma á öldinni. Edward j Brodie er ungur maður sem vingast við son verk- smiðjueiganda. Þegar vinur hans deyr snögglega tekur verksmiðjueigandinn Edward nánast í sonar stað. Eiginkonan ber þó aðrar tiMnningar til unga | mannsins og brátt em þau orðin elskendur. Eftir mislukkaðan flótta þeirra kemur hún honum fyrir á háaloftinu og dvelur hann þar í mörg ár. Þegar hjónin flytja fylgir hann að sjálfsögðu með, án þess þó að eiginmaðurinn viti af honum. Með árunum breytast tiifinningamar auk þess sem Edward verður meira og meira einangraður. Þetta endar að sjálfsögðu með ósköpum. The Man in the Attic er ágætlega gerð en frekar hæg. Helsti gallinn við myndina er Neil Patric Harris í hlutverki Ed- wards. Hann nær ágætum tökum á hlutverkinu '----------------------------------- meðan Edward er ungur en eftir því sem hann eldist verður persónan ósann- færandi og ræður Harris illa við hlutverkið. Anne Archer kemst sæmilega frá sínu hlutverki en er ekki beint sannfærandi. THE MAN IN THE ATTIC - Útgefandl: Sam-myndbönd. Lelkstjórf: Graeme Campbell. Aöalhlutverk: Anne Archer, Len Carlou og Nell Patrlck Harrls. Bandarísk, 1994. Sýnlngartíml 93 mín. Bönnuö bömum Innan 12 ára. Dæturnar hans Manolo Meryl Streep er orðin fjörutíu og flmm ára gömul, gift og fjögurra bama móðir. Það hindraði hana þó ekki í að fara í strangar æfingar í líkamsrækt og læra aö sigla gúmmí- bátum niður straumhörð fljót þegar hún var að búa sig undir The River Wild sem er í öðru sæti á mynd- bandalistanum þessa vikuna. Þaö er sama hvaða hlutverk Meryl Streep tekur að sér, það er ráðist að því af ákafa þeirrar mann- eskju sem hefur mikla fullkomnun- aráráttu. Meryl Streep var ekki fyrr búin að koma sér í gott líkamlegt form og búin að leika í The River Wild en hún tók til að gera sig konulegri, meðal annars með því að fita sig, fyrir hlutverkið í The Bridges of Madison County. Það er engin tilviljun að margir hafa sagt að Meryl Streep sé mesta leikkona veraldar. Hún á að baki einstaklega glæsilegan leikferil. Hef- ur hún níu sinnum verið tilnefnd til óskarsverðlauna og tvisar fengið þau, fyrst fyrir Kramer vs. Kramer árið 1980 og þremur árum síðar fyr- ir Sophie’s Choice. Fyrri hluta feril síns var Meryl Streep nánast eingöngu í dramatísk- um kvikmyndum á borð við tvær fyrrnefndar kvikmyndir og þá má nefna gæðamyndirnar The French Lieutenant Woman, Silkwood, Out of Affica, Ironweed og A Cry in the Dark. Hin síðari ár hefur hún meira verið að reyna fyrir sér í léttari myndum. Má nefha Postcards from the Edge, Death Becomes Her og She-Devil en kannski hefur hún ekki haft erindi sem erfiði. Það virð- ist eiga best við hana að leika sterk- ar persónur. Lék 40 hlutverk í Yale háskólanum Meryl Streep í The River Wild. Hún fór að geta gert sem mest sjálf. i stífa likamsþjálfun og æfði roður til Meryl Streep hefúr sagt að það sem gerði það að verkum að hana langaði mest til að verða leikkona var hversu óörugg hún var um útlit sitt þegar hún var ung. Hún kemur ffá vel stæðri fiölskyldu í New Jers- ey. Faðir hennar var forstjóri hjá lyfjafyrirtæki og móðir hennar myndlistarmaður. „Ég var ljótur krakki. Með permanent í hárinu og stór gleraugu var ég eins og lítil út- gáfa af fúllorðinni konu.“ Þetta átti- eftir að breytast og þegar hún fór í háskóla var hún búin að lita hárið ljóst, henda gleraugunum og breyta um klæðaburð. Leikhæfileikar hennar komu fljótt í ljós og í Vassar háskólanum varð hún aðalstjaman í skólaleikritum. Þegar námi lauk þar innritaðist hún í leiklistardeild Yale háskólans og á þeim þremur árum sem hún var þar lék hún fjörutíu hlutverk í leikritum. Meryl Streep útskrifaðist frá Yale 1975 og flutti á Manhattan og lék lít- il hlutverk í leikritum en ári siðar lék hún í sinni fyrstu kvikmynd, Julia. Þetta hlutverk leiddi síðan til þess að hún var valin til að leika kærustu Christophers Walken i The Deer Hunter. Fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut hún sína fyrstu óskar- stilnefningu. Fyrir Meryl Streep verður þó minningin um að hafa leikið í The Deer Hunter ávallt tengd John Cazale sem lék stórt hlutverk í myndinni og var sambýlismaður hennar á þessum tíma. Rétt áður en tökur hófust á The Deer Hunter greindist hann með krabbamein og varð veikari eftir því sem leið á kvikmyndatökuna. Leikstjóri mynd- arinnar, Michael Cimino, segir að Streep hafi verið hjá honum allan tímann og vikið aldrei frá honum nema til að leika. Cazale lést 1978. „Hann hafði stórt hjarta, var mjög ákafúr og við vor- um innilega ástfangin," segir Streep þegar hún minnist hans. Hamingjusöm fjögurra bama móðir Eftir að Cazales lést gat Meryl Streep ekki hugsað sér að búa í íbúð þeirri sem þau höfðu leigt. Bróðir . hennar, Harry, bjargaði henni um húsnæði sem vinur hans, myndlist- armaðurinn Don Gummer, átti en hann hafði lagt upp í langa ferð á mótorhjóli í Pakistan. Ferðin hjá honum var endaslepp þegar hann slasaðist á mótorhjólinu. Gummer og Streep kynntust, urðu ástfangin og giftu sig fljótlega eftir fyrstu kynni. Meryl Streep hefúr tekist það sem mörgum ffægum leikurum tekst ekki; að lifa heilbrigðu fjölskyldulífi ásamt því að vera ein eftirsóttasta leikkona nútímans. Síðan 1985 hefur hún og Gummer búið á sveitasetri í Connecticut ásamt bömum þeirra fiórum, Henry, 15 ára, Mary Willa 11 ára, Grace 9 ára og Louisa 4 ára. Gummer hefur kannski ekki notið jafii mikillar virðingar og eiginkon- an en hún segir að hann sé kjölfest- an í lífi sinu og það sé eins gott að annað þeirra sé heima við, hún sé oftar en ekki fjarverandi vegna vinnu. Hér á eftir fer listi yfir þær kvik- myndir sem Meryl Streep hefur leikið í: Julia, 1977 The Deer Hunter, 1978 Manhattan, 1979 Tlie Seduction of Joe Tynan, 1979 Kramer vs. Kramer, 1979 The French Lieutenant’s Woman Sophie’s Choice, 1982 Still of the Night, 1982 Silkwood, 1983 In Our Hands, 1984 Falling in Love, 1984 Plenty, 1985 Out of Affica, 1985 Heartbum, 1986 Ironweed, 1987 A Cry in the Dark, 1988 She-Devil, 1989 Postcards From the Edge, 1990 Defending Your Life, 1991 Death Becomes Her, 1992 The House of the Spirits, 1993 The River Wild, 1994 ,---The Bridges of Madison County, 1995 ¥ n g | j J=j| £ 9 9*1 7*00 Verö aðeins 39,90 mín. Dagskrá Sjónv. 21 Dagskrá St. 2 31 Dagskrá rásar 1 4| Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5l Myndbandagagnrýni JBjísl. listinn - topp 40 7 |Tónlistargagnrýni Alan Parker á að baki margar ágætar kvik- myndir og er skemmst að minnast Mississippi Buming og The Commitments en honum geta ver- ið mislagðar hendur. The Road to Wellville veröur sjálfeagt aldrei talin til hans betri kvikmynda en hún er samt að mörgu leyti áhugaverð, til að mynda fyrir þær sakir að þar er fjallað um Dr. John Harvey Kellogg, sem er ekki aðeins faðir komfleksins heldur sá sem einna fyrstur stofnaði heilsuhæli þar sem reykingar vom bannaðar. En hann bannaði einnig kynlif og eins og skiljanlegt er eiga margar persónur i myndinni í erfiðleikum með að fara eftir þessum boðskap. Það er Anthony Hopkins sem leikur Kellogg og satt best að segja hefur hann oftast gert betur. Hopkins gerir Kellogg að viðundri með ofleik. The Road to Wellville er gamanmynd og ekki vantar að myndin býður upp á nokkur bráðfyndin atriði en stundum fer gamanið fyrir ofan garð og neðan. Þegar á heildina er litið má hafa gaman af myndinni og hún er betri en af var látið þegar hún var frum- sýnd í fyrra. THE ROAD TO WELLVILLE - Útgefandl. Skflan. Lelkstjórl: Alan Parker. Aöalhlutverk: Anthony Hopkins, Brldget Fonda og Matthew Broderlck. Bandarísk, 1994. Sýnlngartíml 115 mín. Leyfð öllum aldurshópum. myn Meryl Streep: Níu sinniim ver- ið tilnefnd til óskarsverðlauna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.