Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 25 Regnboginn - Dolores Claibome Leyndarmál koma upp á yfirborðið Hver man ekki eftir Kathy Bates í Misery. Sannfærandi leikur hennar í hlutverki bijálaðs aðdáanda rithöfundar lyfti myndinni hátt yfir meðallag og hlaut hún óskarsverðlaun fyrir. Það mætti halda að Stephen King hefði hrifist svo af leik Bates að hann heíði hreinlega skrifað Dolores Claibome með hana í huga, því að persónan er eins og sköpuð fyrir Bates og fer hún með miklum glans í gegnum hlutverkið og er síst síðri en í Misery þótt fátt sé líkt með þessum tveimur konum. Dolores Claibome á ekki að baki hamingjusama ævi. I byrjun lítur út fyrir að hún sé reiðubúin að drepa vinnuveitanda sinn, gamla konu sem hún hafði þjónað í tuttugu ár, en gamla konan deyr áður. Lögregluforingi staðarins grunar Claiborne samt um morð. Sá getur ekki gleymt því að fyrir fimmtán árum gat hann ekki sannað að Dolores Claiborne hefði orðið manni sínum að bana. Hann er því ákveðinn í að bæta fyrir mistökin. Til að auðvelda játningu Claibome sendir hann eftir dóttur Dolores, en hún hafði horfið á braut þegar faðir hennar dó. Það er ljóst strax að ævi Dolores hefur verið dramatísk og leyndarmálin sem hún felur era mörg. En hún hefur byggt um sig harða skel, sem aðeins dóttirin getur komist inn fyrir. Þetta veit lögreglumaðurinn og því etur hann þeim saman. Leyndarmálin koma smátt og smátt upp á yfirborðið hvert af öðra og eins og vænta má er ekki allt sem sýnist. Stephen King er með eindæmum hugmyndaríkur rithöfundur. Það má segja að í hinum löngu hryllingsdoðröntum sínum fari hann oftar en ekki fram úr sjálfum sér. En þegar hann heldur sig við jörðina, eins og í Dolores Claiborne, kemur frá honum góður skáldskapur með sterkum persónum, skáldskapur, sem er eins og skapaður fyrir kvikmynd. Það er ekki aðeins Kathy Bates sem skapar eftirminnilega persónu, Jennifer Jason Leight, Christopher Plummer, David Strathairn og sérstaklega Judy Parfitt ná miklu út úr sínum hlutverkum. Styrk leikstjóm Taylors Hackford gerir síðan Dolores Claiborne að heilsteyptri og spennandi kvikmynd. Leikstjóri: Taylor Hackford. Handrit: Tony Gilroy. Tónlist Danny Elfman. Aðalieikarar: Kathy Bates, Jennifer Jason Leigh, Christopher Plummer og David Strathairn. - Hilmar Karlsson kvi Jón Leifs (Þröstur Leó Gunnarsson) ásamt dóttur sinni, Lrf (Bergþóru Aradóttur). Tár úr steini frumsýnd 15. september: Átakasaga Jón Leifs Tár úr steini er ný kvikmynd eft- ir Hilmar Oddsson sem frumsýnd verður 15. september. í myndinni er stiklað á dramatísku og átakamiklu lífi Jón Leifs tónskálds í Þýskalandi á fjórða áratugnum. Þetta er saga ís- lensks tónskáld á framabraut og ungrar konu af gyðingaættum í landi sem óðfluga er að breytast í helvíti á jörð. Jón Leifs stendur frammi fyrir því að þurfa að velja milli ástar sinnar á tónlist og ástar á fjölskyldu sinni, val sem kostar baráttu upp á líf og dauða. Tár úr steini hefur verið sex ár í smíðum og á þeim tima þróast úr formi heimildarmyndar í leikna bíó- mynd í fullri lengd. Myndin er tekin á íslandi og Þýskalandi og er ís- lensk/sænsk/þýsk ffamleiðsla. Hilmar Oddsson er jafnframt handritshöfundur ásamt Sveinbirni I. Baldvinssyni og Hjálmari H. Ragnarsyni sem jafnframt er tónlist- arstjóri. Sigurður Sverrir Pálsson er kvikmyndatökumaður að undan- skildum útitökum, sem eru í hönd- um Slawomir Idziak, sem verið hef- ur kvikmyndatökumaður Krzystof Kieslowskis. Tónlistin í myndinni er flutt af Sinfóníuhljómsveit ís- lands og er hún væntanleg á geisla- plötu. Það er Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur Jón Leifs, Rut Ólafsdótt- ir, sem er hálííslensk leikkona, bú- sett í Los Angeles, leikur Annie Riethof, eiginkonu Jóns, Bergþóra Aradóttir leikur Líf, yngri dóttur þeirra hjóna, og Sigrún Lilliendahl þá eldri, Snót. Þýski leikarinn Heinz Bennent fer með hlutverk tengdafóð- ur Jóns og Ingrid Andree tengda- móðurina. Þá má nefna Jóhann Sig- urðarson sem leikur Pál Isólfsson. Tár úr steini er önnur kvikmynd Hilmars Oddssonar í fullri lengd, sú fyrri var Eins og skepna deyr sem gerð var 1986. í millitíðinni hefur hann gert fjölda sjónvarpsþátta og sjónvarpsleikrita. Háskólabíó, Sam-bíóin, Borgarbíó: Congo Háskólabíó, Sam-bíóin og Borgar- bíó á Akureyri munu frumsýna á morgun ævintýramyndina Congo. Myndin er gerð eftir skáldsögu Michaels Chrictons (Jurassic Park, Rising Sun, Disclosure). Leikstjóri er Frank Marshall. Handritið skrif- ar John Patrick Shanley sem fékk á sínum tíma óskarsverðlaun fyrir handrit sitt að Moonstruck. Shanley hefur áður starfað með Frank Mars- hafl en hann skrifaði handritið að hinni ágætu mynd Alive. Frank Marshall hefur í gegftum árin verið einn helsti samstarfsmað- ur Stevens Spielbergs og var stofn- andi Amblin Entertainment ásamt Spielberg og Kathleen Kennedy sem er annar ffamleiðandi Congo. Congo er þriðja myndin sem hann leikstýr- ir. Fyrst gerði hann ævintýramynd- ina Arachnophobia og síðan hina ágætu Alive sem segir frá afdrifum fótboltaliðs sem lendi í flugslysi í Suður-Ameríku. Marshall hefur kos- ið að vera með engar stórstjömur í Congo og er með nánast óþekkta leikara, Dylan Walsh og Lauru Linney, í aðalhlutverkum. Þekktir leikarar, Ernie Hudson, Joe Don Baker og Tim Curry, leika einnig í myndinni. Congo fjaflar um átta manna leið- angur á vegum demantafyrirtækis sem fer inn í myrkustu Afríku í leit að demantanámu. í gegnum gervi- hnött lætur leiðangurinn vita af því í sjónvarpssendingu að fundist hafl týnda borgin Zinj og þar sé stór fjár- sjóður. í næstu útsendingu frá hópn- um sjást aðeins limlest lík leiðang- ursmanna og ógurleg hljóð heyrast og á skjánum sést óljóst form ein- hverrar skepnu. Það er því ljóst að það þarf að senda annan leiðangur. Leiðangursfólk i Congo ásamt einum innfæddum. Dylan Walsh, Laura Linney og Ernie Hudson í hlutverkum sinum. Major Payne (Damon Wayans) reynir að gera hörkutól úr ungum drengjum. Laugarásbíó: Major Payne Það verða heldur betur svipting- ar í lífi hörkutólsins Major Bensons Winifreds Paynes þegar hann tekur að sér að þjálfa unga drengi sem vilja kynnast hermennsku. Hann hafði barist í írak, Panama og Kúveit og verið heiðraður. En ekk- ert verkefni á eftir að reynast hon- um jafn erfltt og að þjálfa þessa ungu stráka. Major Payne er fjörug gaman- mynd með Damon Wayans í aðal- hlutverki og er hann einnig einn af handritshöfundum myndarinnar. Wayens er hæfileikaríkur leikari sem fyrst vakti verulega athygli þegar hann var með sjónvarpsþátt- inn In Living Color. Meðfram því lék hann nokkur smáhlutverk í kvikmyndum en fékk stóra tæki- færið þegar hann lék á móti Bruce Willis í The Last Boy Scout, síðan hefur hann leikið í Mo’ Money og Blankman. Þá mátti heyra rödd hans í Look Whoos Talking Too. Leikstjóri Major Payne er Nick Castle en áður en hann gerði Major Payne leikstýrði hann Denna dæmalausa. Eins og svo margir aðr- ir byrjaði Castle feril sinn sem handritshöfundur og skrifaði meðal annars handritið af Hook og Escape to New York. Aðrar kvikmyndir eft- ir hann eru The Last Starfighter, The Boy Who Could Fly og Tap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.