Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1995, Blaðsíða 12
yndir SAGA-BÍÓ Sími 5878900 Aö ellífu Batman ★ ★★ Er eins og fyrri myndirnar geysivel gerð og skemmtileg og Batman breytist ekkert þótt skipt hafi verið um leikara. Yfirbragð myndarinnar er enn dökkt og sviðsetning eitt aðaltrompið en húmorinn er meiri. -HK BÍÓBORGIN Sími 5511384 Die Hard with a Vengeance ★★ Súperlöggan John McClane berst timbraður gegn skæruliðaflokki í New York og hefur betur. Mikið sjónarspil en lapþunnt efni. Leikarar hafa greinilega gaman af og áhorfendum ætti ekki að leiðast heldur. -HK Á meöan þú svafst ★★ Ljúf, rómantísk og gamansöm kvikmynd um einmana stúlku í Chicago sem hefur fundið draumaprinsinn og bjargar honum frá því að verða undir járnbrautarlest. Sandra Bullock, sem leikur aðalhlutverkið, á stóran þátt í velgengni myndarinnar. -HK BÍÓHÖLLIN Símt 5878900 Bad Boys ★ Formúluafþreying um tvær löggur sem verða að ná miklu magni eiturlyfja úr höndum bófa sem stálu þeim frá löggunni, annars eiga þeir á hættu að missa vinnuna. Yfirkeyrð, óframleg og þegar allt kemur til alls heldur leiðinleg bíómynd. -GB Skriðdrekaskvísan ★ Frfkuð framtíðarmynd fyrir poppkynslóðina. Lapþunnt handrit er falið með yfirkeyrðri rokktónlist og handahófskenndum teiknimyndum. Leikur Lori Petty er glætan í kraðakinu. -HK Fylgsnið ★★ Ágæt hryllingsmynd sem á sína góðu spretti og er spennandi en heldur ekki dampi í lokin þegar reynt er að reka endahnúta á allt saman á of stuttum tíma. -HK HÁSKÓLABÍÓ Sími 5522140 Franskur koss ★★★ Einkar aðlaðandi, rómatísk gamanmynd um margnotað efni, þar sem Kevin Kline og Meg Ryan búa til lifandi persónur í rómantísku andrúmslofti í Frakklandi. -HK Jack og Sarah ★ Óttalega þunnur þrettándi um einstæðan foður sem ræður til sín róna og ameríska gengilbeinu til að annast heimilið og barnið. Lítt fyndin gamanmynd en aðeins meira um rómantíkina. -GB Perez fjölskyldan ★★ Leikstýran Mira Nair nær sér aldrei á strik í þessari heldur dauflegu frásögn sinni af örlögum Perez fjölskyldunnar á Flórída og tilraunum heimilisfoðurins til að hitta konu og dóttur eftir tuttugu ára vist í fangelsum Castros Kúbuforseta. -GB Tommy kallinn ★★ Chris Farley og David Spade era grínistar sem ná vel saman og tekst stundum vel upp, en oftar en ekki er myndin eins og færibandaframleiðsla fyrir bandaríska sjónvarpsáhorfendur. -HK Brúkaup Murlel ★★★ Skemmtileg og hlý áströlsk kvikmynd um stúlku, sem er ekki venjuleg, stúlku sem hefur aðeins eitt áhugamál, að ná sér í eiginmann. Tbni Collette, sem leikur Muriel á framtíðina fyrir sér. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 5532075 Johnny Mnemonic ★★ Stórfenglegar og frumlegar sviðsetningar einkenna þessa framtíðarmynd en óskiljanleg grafísk atriði draga úr spennunni. Keanu Reeves er ekki í sínu besta formi. -HK Don Juan DeMarco ★★★ Bráðskemmtileg mynd og framleg útgáfa af hinum goðsagnakennda kvennabósa Don Juan, þar sem Johnny Depp fer á kostum í titilhlutverkinu og Marlon gamli Brando kemur skemmtilega á óvart. -GB Helmskui; helmskari ★★ Stendur og fellur með Jim Carrey sem fær góða aðstoð frá Jeff Daniels. Mynd uppfull af atriðum sem era misfyndin, en aðdáendur Carreys verða ekki fyrir vonbrigðum með kappann. REGNBOGiNN Sími 5519000 Dolores Claiborne ★★★ Stephen King á jarðbundnum nótum. Vel heppnaður sálfræðiþriller þar sem leikarar fara á kostum með Kathy Bates fremsta, í hlutverki sem er eins og skapað fyrir hana. Gleymdu París ★★★ Ágætlega heppnuð rómantísk gamanmynd um hvemig tveimur einstaklingum gengur að viðhalda ástinni eftir hveitibrauðsdagana og fá lífið yfirleitt til að ganga upp. Bæði rómantísk og skemmtileg. -GB Geggjun Georgs konungs f ★★ Nigel Hawthorne fer á kostum sem hinn kolgeggjaði Georg konungur þriðji af Englandi í bráðskemmtilegri mynd um skandala og leynimakk á æðstu stöðum konungsveldisins. -GB Bye Bye Love ★★ Raunir fráskilinna pabba gæti verið heiti á þessari gamanmynd sem fjallar um þijá vini sem allir eru fráskildir. Nokkuð brokkgeng, vill stundum vera alvarleg og stundum farsi, blanda sem fer ekki vel saman. -GB Eitt slnn stríösmenn ★★★★ Sérlega áhrifamikil mynd um áfengisbölið, heimilisofbeldi og firringu meðal frambyggja Nýja-Sjálands þar sem engu og engum er hlíft. Ljósið í myrkrinu eru tengslin við fortíðina.-GB STJÖRNUBÍÓ Sími 5516500 Einkalíf ★★★ Skondð fjölskyldulíf séð með augum þriggja ungmenna. Bráðfyndin atriði inn á milli og góður leikur en ofnotkun á táknrænum gömlum myndskeiðiun gerir myndina sundurleita. -HK Fremstur riddara ★★ Hin fræga þrenning, Artúr, Lancelot og Guinevere era aðalpersónurnar í miklu sjónarspili þar sem átökin eru bæði líkamleg og andleg. Sean Connery og Julia Ormond eru góð en Richard Gere passar illa í hlutverk Lancelot. -HK Æörl menntun ★★ Leikstjórinn John Singleton sýnir okkur raunsanna og fremur óskemmtilega mynd af bandarísku samfélagi, að einhveiju leyti frá sjónarhóli blökkumannsins, en gerir þann feil að fara að prédika án þess að hafa efni á því sjálfur. -GB Iyitlar konur ★★★ Urvalsmynd frá hinni áströlsku Gillian Armstrong, sem skilur mikið eftir sig. Einstaklega hugljúf kvikmynd, sem er vönduð í alla staði og vel leikin. -HK FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 myp mm í Bandaríkjunum - dagana 18. ágúst til 20. ágúst í millj. dollara og heildarinnkoma - Keanu Reeves og Anthony Qulnn á góðri stund í A Walk In the Clouds. Ævintýramynd byggð á videoleik Það kom sannarlega á óvart vestan hafs mikil aðsókn á ævintýramyndina Mortal Kombat sem byggð er á vinsælum videoleik. Hún sló öllum myndum við og var með stærri opnun en margar mun dýrari hasarmyndir eins og Judge Dredd, Under Siege 2 og Virtuosity, sem komust ekki nálægt þeirri aðsókn sem Mortal Kombat fékk þegar þær voru frumsýndar. Að öðra leyti era ekki miklar breytingar. Nýjasta kvikmynd Michelle Pfeiffer virðist ætla að verða með vinsælli kvikmyndum sem hún hefur leikið í og í þriðja sæti er svo A Walk in the Clouds, þar sem Keanu Reeves og Anthony Quinn leika menn sem vinna á vínekrabúi í Kaliforníu. Þessar þrjár kvikmyndir virðast allar ætla að verða vinsælli en spáð var. Stóra sumarsmellirnir eru nú óðum að færast neðar á listann þótt sumar séu enn í ágætri aðsókn, eins og til að mynda Apollo 13 og Pochahontas sem verða að öllum líkindum vinsælustu kvikmyndir ársins ásamt Batman forever. l(-) Mortal Kombat 23,2 23,3 2 (1) Dangerous Mlnds 10,1 33,1 3 (2) A Walk in the Clouds 7,5 17,1 4 (4) Somethlng to Talk about 5,6 33,9 5(3) Waterworld 5,3 70,0 6 (5) Babe 5,1 30,2 7 (6) The Net 3,7 38,0 8 (7) Apollo 13 3,6 153,6 9 (-) The Baby-sitters Club 3,4 3,4 10 (9) A Kid in King Arthur's Court 2,3 6,2 11(8) Virtuosity 2,2 20,7 12 (10) Clueless 1,8 49,4 13 (11) Nine Months 1,8 61,4 14 (13) Casper 1,6 95,7 15(14) Pocahontas 0,9 134,6 16 (12) Operation Dumbo Drop 0,8 21,0 17 (16) Under Siege 0,7 45,0 18 (-) The Usual Suspects 0,6 0,7 19 (-) Kids 0,6 3,4 20(17) While you where Sleeping 0,5 78,9 Rai vann í Locarno Franska kvikmyndin Rai vann Gullna hlébarðann á kvikmynda- hátíðinni í Locarno sem lauk í síðustu viku. Rai gerist meðal láglaunaðara araba í París. Leik- stjóri er Thomas Gilou. Aðrar kvikmyndir, sem voru verðlaun- aðar á hátíðinni, voru Panther, sem Mario van Peeples leikstýr- ir, og The Blue-Veiled, sem kem- ur frá íran. Gagnrýnendur völdu þýsku kvikmyndina Neurosis, leikstjóri Rosa Von Pratmheim og áhorfendur völdu kvikmynd Wayne Wangs, Smoke, bestu kvikmyndina. Johanna Ter Steege var valin besta leikkona fyrir leik sinn í Goodbye, sem kemur frá Hollandi og besti karl- leikari var valinn Sammy Nacori, fyrir leik sinn í Rai. Byrði hvíta mannsins Handritshöfundurinn Desmond Nakano, sem meðal annars skrif- aði handritið að Last Exit to Brooklyn, hefur fært sig upp á skaftið og bráðlega verður frum- sýnd White Man’s Burden, sem hann leikstýrir. í myndinni er hlutunum snúið við. John Tra- volta leikur hvitan mann sem fær ekki vinnu af því að hann er hvít- ur. Til að vekja athygli á óréttlæt- inu rænir hann svörtum manni, sem Harry Belafonte leikur. Endurreisnin Robert Downey leikur aðal- hlutverkið í Restoration sem frumsýnd verður bráðlega. Um er að ræða farsakennda gaman- mynd með Robert Downey jr. í aðalhlutverki. Gerist myndin á átjándu öld og leikur Downey lækni einn sem fyllist eldmóði og gengur til liðs við konungsher- inn. Leikstjóri er Michael Hoff- mann, en í öðrum hlutverkum eru Hugh Grant, Meg Ryan og David Thewlis. Kanadískt bacon Fyrir fáum árum vakti kvik- myndin Roger & Me mikla at- hygli vestanhafs, en þar fór leik- stjórinn Michael Moore á kost- um í svartri kómedíu sem fjall- aði um mann einn frá smábæ sem leggur upp í leit að forstjóra General Motors. Nýjasta kvik- mynd Moore nefnist Canadian Bacon og hefur tekið langan tíma að koma henni á framfæri. Fjallar hún um forseta Banda- rikjanna, sem kemur á viðskipta- stríði við Kanada til að auka vin- sældir sínar. Alan Alda leikur forsetann, en meðal annarra leik- ara er hinn látni gamanleikari John Candy. Martin Scorsese og Robert De Niro við tökur á Casino. Casino - nýjasta kvikmynd Martin Scorsese „Casino er um íjárhættu- spilara sem spila um millj- ónir af dollurum," segir Nicholas Pileggi, sem er handritshöfundur að Casino, nýjustu kvikmynd Martin Scorsese. Pileggi og Scorsese hafa unnið saman áður en hann skrifaði hand- ritiö að GoodFellas eftir eig- in bók. Þaö eru fleiri í Casino, sem tengjast Good- Fellas þvi í aðalhlutverkum eru Robert deNiro og Joe Pesci, sem báðir voru í GoodFellas, en í þriðja að- lhlutverkinu er svo Sharon Stone. Myndin gerist upp úr 1970 og eru aðalpersónumar mafíósinn Nicky Santoro (Pesci) og fjárhættuspilar- inn Sam „Ace“ Rothstein. Þeir snúa bökum saman og stofna spilavítið Paradís á jörð. Þeim tekst í tíu ár að halda spilavítinu á floti, en þá fer líka allt fjandans til. í raun má segja að Casino sé um Las Vegas, hvernig kaupin gerast á eyrinni í þessari borg sem gerir út á skemmtanaiðnaðinn. Auk fyrrnefndra leikara leika Alan King, Don Rickles, Steve Allen and Jayne Mea- dows hlutverk í myndinni, sem áætlað er að frumsýna í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.