Þjóðviljinn - 21.11.1936, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1936, Blaðsíða 4
jjl Gömla l?)io sýnir í kvöld kl. 9 amerísku kvikmyndina »PABBADRENGURINN« Aðalhlutverkið leikur Pml Lukas. Úrbopginní Veðurútlit í dag. Allhvast og sumstaðar hvast surinan og suðvestan skúraveð- ur. Næturlæknir. Bergsveinn Ölafsson Hávalla- götu 47, síimi 4985. Næturvörður. er í Reykjaví,kur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Utvarpið í dag. 19,20 Hljómplötur: Kórlög. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Frétt- ir, 20,30 Leikrit: »Klukkan sfær 10«, úr ensku (Indriöi Waage, Alda Möller). 21,00 Ot- varpstríóið leikur. 21,25 Ot- varpshljómsveitin. leikur gömu.1 danslög. 21,55 Danslög (til kl. 24). Karlakór verkamanna. efnir til kvöldskemtunar annað kvöld á Hótel Skjald- breið, Nánara auglýst í blaðinu. á morgun. Hjúskapur Gefin voru saman í hjóna- band í gær af lögmanni: Ragn- ar Bjarkan fulltrúi í stjórnar- ráðinu og ungí*rú Sigrún Ösk- arsdóttir. Listsýning Barbara Moray Williams og Magnúsar Árnasonar, verður opnuð í dag í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Ingólfsstræti). Glímuíélagið Armann heldur dansleik í Iðnó í kvöld Fiskimarkaðurinn í Grimsby föstudag 20. nóvember: Besti sólkoli 73 sh. pr. box, rauð- spretta 60 sh. pr. box, stór ýsa 29 sh. pr. box, miðlungsýsa 21 sK pr. box, frálagður þorskur 18 sh. pr. 20 stk., stór þorskur G sh. pr. box og smáþorskur 5 sh. pr. box. — (Tilk. frá Fiski- málanefnd—FB). Jólabasar ASV Þeir, sem ætla að gefa. mu,ni á Jólabasar Bamaheimilis ASV, eru vinsamlega beðnir að til- kynna það sem fyrst á skrif- stofu ASV, Hverfisgötu 34. Op- in alla virka daga kl. 5—7. Styrkið Bamaheimili ASV! Skipafregnir. Gullfoss var í Stykkishólmi í gær, Goðafoss er á leið norðan af Akureyri. Dettifoss er í Hull. Selfoss er á leið til Englands frá Siglufirði. Island er vænt- anlegt hingað 22. þ. mv Dr. Alexandrine er í, Kaupmanna- höfn Esja fór í gærkveldi kl. 9. í hringferð. Bensín-nj ósnirnar Yfirheyrslur í bensinnjósna- málinu hófust í gær. tMÓÐVILJINN Atviniiulcysið. 135 fleiri en í fyrra. 30 mönnum færri í atvinnubótavinnunni. 5000 manns líða skort vegna atvinnuleysis. Hvað þarf að gera? Samkvæmt skráningu Vinnu- miðlunarskrifstofunnar voru skráðir- atvinnulausir verka- menn í fyrradag 852, við þessa tölu bætast svo 280 menn, sem nú eru í. atvinnubótavinnun,ni og 50 menn, sem vinna nú hjá bæjarsimanum á vegum Vinnu- miðlunarskrifstofunnar, alls eru því 1282 atvinnulausir verkamenn hér í bænum, Á sama tíma í, fyrra voru skráðir 747 atvinnuleysingjar og- 300 manns unnu þá í at- vinnubótavinnunni, atvinnu- lausir menn þá samtals 1047. Atvinnuleysingjarnir eru því 135 mönnum fleiri, en á sama tíma í fyrra, Það mun varlega áætlað, að 1282 atvinnuljeysingjar þýði að fast að 5000 bæjarbúum séu nú ofurseldir áþján. atvinnuleysis- ins. Á þriðja þúsund börn verða. nú að líða neyð, fæðu,- skort og klæðleysi, sjöunda hvert mannsbarn verður nú að láta sér nægja til lífsviðurvær- is atvinnubótavinnuna og fram- færslustyrk bæjarins, sem hvorttveggja, er af skornum skamti. 1 atvinnubótavinnu bæjarins eru nú 30 mönnum færra, en, í fyrra, og framr færslustyrkirnir hafa einnig verið lækkaðir, jafnframt því sem hin níðingslega framkoma »fátækrafulltrúannai« hefir vernsað um allan helming, Þetta gífurlega atvinnuleysi hlýtur að krefjast skjótra og róttækra, aðgerða.Ihaldið í bæj- arstjórninni gerir ekkert, þús- und'ir bæjarbúa. mega svelta, án þess að það hreyfi hönd eða fót til bjargar. Eina ráðið, sem getur hindr- að hina, miklu neyð, sem nú rík- ir meðal atvinnulausra verka- manna, er, að verkamennirnir, með samtakamætti sínum, sam- einist til öflugrai' baráttu fyr- ir aukinni vinnu í bænum. Þeir verða að flytja stjórnar- völdum ríkis og bæjar kröfur sínar — um atvinnu — með öll- uffl þeim krafti, sem samtökin eiga, yfir að ráða. Þetta, er eina, ráðið til þess að reka sultinn og neyðina frá dyrum. atvinnuleysingjanna. Spánn Frniuhnld af 1. síðu. að Bretar treystu því, að stjórnin vildi ábyrgjast skipum þeirra sömu vernd í Barcelona o,g á öðrum höfnum Spánar. Þá stæði breska stjórnin einnig í stöðugu sambandi við aðalræð- ismann sinn í Barcelona, og við skip Miðjarðarhafsflotans. Attlee spurði að þvi, hvort það varðaði ekki við alþjóðalög, ef stjórn Francos gerði hernað- arlegar ráðstafanir gegn skip- um hlutlausra þjóða. Eden svaraði því, að það yrði að gera greinarmun á því, hvort slíkar ráðstafanir væru fram,- kvæmdar úti á rúmsjó eða í höfn. Þá spurði Attlee, hvort það myndi ekki teljast sjórán, ef hernaðarlegar aðgerðir, slík- ar sem stjórn, Francos ráðgerði, ættu sér stað utan landhelgi, þ. e. innan þriggja milna frá landi. Eden svaraði því, að til þessa, hefði hvorugum aðila ver- ið veitt réttindj sem stríðsþjóð. (FU). Verslið við pá sem auglýsa í Þjóðviljanum sps Ny/aí5io ss sýnir í kvöld klukkan 9 ame- rísku* kvikmyndina »Raddir náttúrunnar«. Myndin er tekin eftir hinni frægu sögu Jack Londjon: »CaÍi of the Wilde«. Aðalhlutverkin leika Clarke Gable og Lorette Young. Líkfundurinn Framhald af 8 síðu. sem leiddi í ljós, að líkið var allmikið skaddað. Fullnaðarárangur rannsókn- arinnar var þó ekki kominn í hendur lögreglunnar í gær- kvöldi og má vera að hann leiði betur í Ijós með hvaða hætti Sigurbjörg heitin hefir látist. ÓDÝRTIÍJÖT af ÍTillorönu IVorðlenzkt dilkakjöt, Svið, Lifur, Hjörtu. Iijötversl. Heröubreið, Fríkirkjuveg, Sími 4565 Hvítkál, Rauðkál, Gulrætur, Rauðbeður, Sellerí, Gulrófur, Kartöflur. Verslunin Kjöt & Fískur Símar 3828 — 4764 Ungherjar Eldri deildin byrjar vetrar- starf sitt með skemtikvöldi, á lesstofunni, Hverfisgötu 34, sunnudaginn 22. nóv. kl. 74- e. h. Til skemtunar verður: Ræða — Upplestur — Fyndni — Söngur — Draugasögur — Grammiófónmúsík — Veitingar (súkkulaði og kökur) og m. fl, Mætið og takið með ykkur gesti. Húsið verður skreytt. Aðgangur 10 aura. Verið viðbíán! STJÖRNIN x::K::x::x::x::x::x::x::x::M::x::x::x::x::::x::xx::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::xí:xnx::xnx::x::)C.n x ::x x:: ::x XR ::x x:: iix x:: ::x xii ::x x:: iix x:: iix xii ::x x:: ::x x:: ::x xii ::x x:: ::x xii iix x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: iix x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x xii iix xii iix x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: iix x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x xii ::x x:: iix x:: ::x x:: ::x x:: :x Þér segist ekki vita hvaðan kreppan komi. Við svo búið má þó ekki standa. En mundi ekki vera rétt að reyna að leita að orsök hennar meðal annars í því að við látum er- lendar þjóðir vinna þau verk, sem við sjálf gœtum leyst af hendi. FIX-sjálMitt HTOttaefni °g er sómi hins unga íslenska iðnaðar Gerið alvöru úr því að reka kreppuna úr landi og láta skeika að sköpuðu hvert hún fer. 1í!!Ií!!Ií!!Ií!!í)!!1í!!1í!i::x»!<::»::x::)i::x::x::x::k::x::k::x::x::k::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x x::x::x::x::x::x::x::x::x::k::k::x::x::x::x::x::x::k::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x:: ,..M. .•#..« X x:: x:: ::x ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: iix x:: ::x ICSS ::x x:: ::x x» »?: ::x x:: ::x x» ::x x:: KX x:: ::x x:: ::x xii ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:r ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x::

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.