Þjóðviljinn - 26.11.1936, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1936, Blaðsíða 2
Fimtodaginn 26. nóv. 1936 PJOÐVILJINN Spyrjið alltaf um Savoii de Paris sápima. Savon Það er besta sápan, sem ég hefi fengið. Hún leysir vel óhrein- indi, er mjúk sem rjómi — — og hefir yndislegan rósailm. — Já, ég sá þetta. — — Það hlaut að vera eitthvað sérstakt. — Sápa hinna Tandlátu heitir Savon de Paris Hvada dýrindis fegurðapmedul ertu nú farin að nota? Hversvegna spyrðu að því? Þó að þú hafir nú alltaf haft fallegt hörund, hefir það þó aldrei verið eins silkimjúkt og fallegt og nú. Já, ég skal segja þér eift; ég er hætt við þessi svo- kölluðu fegurðarmeðul, en þvæ mér nú alltaf úr sápu sem heitir ★ Sovét-flugmaðui iim Iltsjénko* setti nýtt heimsmet 21. okt. siðast- liðinn. Hann lagði af stað frá Kokt- ebel á Krím á tveggja sæta svif- flugunni KIM-2 — með farþega inn- anborðs -— og lenti eftir 1 stund og 40 mín., — og hafði þá flogið 134 km. Iltsjenko iét flugvél draga sig upp frá flugvellinum 1 Koktebel og: þegar hann náð’i skýjaröndinni, los- aði hann sig frá flugvélinni. Honum tókst að hækka sig cnn meir og stefndi svo í áttina til Sivasj. Heitir loftstraumar héldu flugunni i alt að 1000 m. hæð. Þegar Iltsjenko kom yfir Sivasj, breytti hann stefnu og. hélt í áttina til Asovshafsins, flaug beina línu yfir Aktasj-saltvatnið og stefndi á Kertsj. Kl. 3 um daginn lenti hann heilu og höldnu i Jajlava-þorpinu, 18 km. frá Kertsj. í viðtali við Mcscow Daily News- ‘kvaðst Iltsjenko hafa farið 60 km. fram úr alþjóðametinu, sem Þjóð- verjar áttu. Hann bætti þvi við', að þetta flug uppfylti öll skilyrði og reglur Alþjcðaflugsambandsins (IA- F), og að í raun og veru hefði hann flogið þessa 134 km. á 1 tíma, því að 40 mínútur hefðu farið i það að ná hæðinni. •fc Um daginn voiu liðin 19 ár siðan Spartakusbandalagið hélt fyrsta opinbera fund sinn í Berlín. k Fnlltrnafnndm* norranna rit- höfumla, sem haldinn var í Stokk- hólmi, hefir látið I ljósi csk um það, að island yiði með I norrænni sam- 7innu. <Ft5). ■fa Bókmentaverðlanii Þjcðverj- ans Hendrick Steffens, sem ern veitt árlega besta norrænum rithöf- undi, hafa nú i fyrsta sinn verið veitt Norðmanninum Olav Duun. Fú. 'k Vió háskólann í Helsingfors á að stofna sérstaka deild til að hafa með höndum kenslu i fiskveiðum, Þessi deild veröur tengd landbúnað- ardeildinni. (Fú). HELSKIPIÐ eftir B. Traven 14 Báðum háðfuglunum hefir -víst þótt þetta í meira lagi fyndið, því. að þeir ráku upp skellihlátur. — Klæðið yður og komið með okkur. Mér kom strax í hug, hvort það væri venja hér eins og í Belgíu og hengja alla sjómenn, sem ekki hafa sjóferðabók. — Eg vænti að hvorugn.r yðar eigi vindling. — Þér getið fengið vindil, en vindlinga höfum við ekki, Langar yður í vindil. — Mér þykja vindlar betri en vindlingar. Eg hélt áfram að klæða mig, þvoði mér í mestu makindum pg reykti vindilinn, Meninirnir settust frammi við dyrnar. Ég fór mér að engu cðslega. En hvað hægt, sem ég fór mér hlaut að koma að því á endanum, að ég yrði fullklæddur. Svo héldu þeir af stað með mig og getið þið hvert? Jú, vissulega rétt getið. Á lögreglustöðina. Nú byrjaði rannsóknin aftur, en að þessuj sinni urðu þeir hepn- ari en belgisku lögregluþjónarnir. Nú hafði ég fjöru- tíu og fimm cent í vasanum. Þeir áttu að fa.ra fvrir morgunverð, en nú get ég sparað mér hann að þessu sinni. Hvað, hafið þér ekki meiri peninga? — Nei. — Aí‘ hverju hafið þér lifað undanfarið? — Það fé er nú eytt, — Þér höfðuð peninga, þegar þér kornuo til Ant- werpen? — Hvað höfðuð þér mikla peninga. — Það man ég ekki greinilega. Eitthvað um það bil hundrað dollara. Það roá vel vera, að það hafi ver- ið eitthvað ofurlítið meira. — Hvar fenguð þér þá peninga? — Eg sparaði þá af launum mínum. Þetta þótti í meira lagi undarlegt, því allir lög- regluþjónarnir ráku, upp skellihlátur. Þeir litu því- næst allir til prestsins og héldu svo áfram að hlæja, — Hvernig hafið þér komist til Hollands, án þess að hafa nokkurt vegabréf. Hvar komuð þér yfir landamærin,? — Ég kom yfir þau, einhvernsstaðar þarna og. benti eftir bestu getu í þá átt, sern vnér 1 tti sennilegast. — En hvernig komust \iór þessa lelð? Sendiherrann trúði ekki sögu minni um J að ferða- lag. Það var því varla hætta á Jjví að þeir tryðu mér frekar. Svo vildi ég heldur ekki eyö.'Ieggja þessa möguleika í framtíðinni 'yrir sku lóf vtglunni. — Ég kom með skipi. — Það man ég ekki nákvæ rnega. — Það man ég ekki nákvæmlega. — Sjáum nú tiL Þér hafið kcmið með »George — Með — með »George Washington«. — Með hvaða skipi? — Hvenær? Washington«. Það er eitthvað dularfullt skip. Svo mikið er víst að skip með Jiví nafni hefir aldrei komið til Rotterdam. — Það kemur mér ekki við. Eg ber enga ábyrgð á ferðum skipsins. — Þér hafið engin skilríki, ekkert landgöngujeyfí og yfir höfuð ekkert, sem getuir sannað okkur, að þér séuð Ameríkumaður, — En ameríski sendiherra.nn? Aftur í'óru þeir að hlæja eins og vitlausir menn. — Sendiherrann yðar? Þeir lögðu mikla áherslu á orðið yðar og drógu það svo lengi í framburði, að ég hélt, að þeir mundu, ajdreí koma, því út úr sér. — Þér hafið engin skilríki, og hvað ætli sendiherr- ann eiginlega gæti svo sem gert fyrir yður? — Hann lætur mig hafa skilríki. — En ég er þó Ameríkumaður, - Það getur vel verið. En þér eigið eí'tir að sanna það fyrir sendiherra yðar. Án skilríkja, getið þér ekk- ert sannað og hann trúir yður ekki. Án skijríkja get- ið þér ekki sannað að þér séuð til. Ég skal segja yð- ur, svona í trúnaði, að allir fulltrúar erlendra ríkja, eru örgustu skriffinnar. Það erum við í raun og veru líka.. Engir eru þó verri skriffinnar, en þeir sem hafai erft skriffinsku Prús sanna eins og við Iiollend- ingar. Hafið þér skilið við hvað ég á, — Það vona, ég. Ef við förum með yður svona skilríkjalausan til sendiherrans, þá gerir hann ekkert annað en að afhenda, yður opinberlega í okkar hendur, og við verðum að sitja með yður það sem eftir er æfinn- ar. Skiljið þér það líka?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.