Þjóðviljinn - 26.11.1936, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1936, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Fimtudaginn 26. nóv. 1936 þlÓOVILIINN Málfragn Kommiínlstaflokks Islamls Ritstjóri og ábyrgöarmaöuv Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaðastræti 27, Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskiifst. Laugaveg 38, sími 2184. Iíemur út alla daga, nema mánudaga Askriftargjald: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 á mánuði. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 á mánuði. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, sími 4200 Óheyrileg frekja. Morgunblaðið er smán- arbiettur á íslenzku iýðrœði, blettur, sem verður að pvo af. Tvívegis sömu vikuna hefir það nú komið fyrir að Morgun- blaðið hefir oþinberlega gerst málgagn þýsku nasistastjcrnar- innar og sýnt slíkan menningar- fjandskap, að ekki verðir þolað. I fyrra skií'tið heimtaði blað- ið að at vi n num ál,aráðher r a bannaði Alþýðublaðinu, að segja sannleikann um Pýskaland. Þar kom greinilega 1 ljós fjandskap- ur blaðsins gegn lýðraði og prentfrelsi, — og þessi krafa gaf til kynna hvað íhaldið hefði gert hér, — með tilliti til versl- unarha-gsmuna þjóðarinnar (!!) — ef það hefði ráðið. Síðara cþsemiS er nú með Ossietsky. Þennan, mann, sem im alla veröld er þektur sem í'riSarvinur, leyfir blaðið sér að stimpl,a. sem landráðamann. Veit ekki Morgunblaðið, að það eru fleiri Nobelsverðlaunahaf- ar sem nú haí'a verið reknir frá Þýskalandi af þeim villimönn- um, sem nú drotna þar. Kann- ast þetta blað t. d. ekki við mann að naí'ni Einstein.. Þorir það á sama. hátt að brenni- merkja hann? Það væri ekki nema eðlHegt, að það gerði það, því böðlarnir í Þýskalandi, sem nú eiga hlutabréf í Morgunblað- inu gera það líka,. En fyrir íslei'isku. þjóðina, sem elskar frið og hatar stríð, er það móðgun., að blað hér skuli leyfa sér að brennimerkja einn mesta friðarvin heimsins. ‘ sem landráðamann. Og þeirri méðgun vei’ður að svara á viðeig'andi hátt. Burt með Morgunblaðið. aí' heimilum allra þeirra, sem vernda, vilja frið; menningu og lýðræði! Burt með þetta keypta, opin- bera, málgagn böðlanna og menningarfjendanna í Berljn! ínternaíionalLiteraíur 3—10 liefti fæst í »Heimskringlu« Laugaveg 38. Sími 2184. Hvernig Franeo kemur á „röd og reglu“ á Spáni. Madrid 1. nóvember. Fyrst í dag er hægt að fá raunverulegt yfírlit yfir tjón það og mannskaða, sem loftá- rásin s, 1. föstu,d;ag hefir valdið. Samkvæmt opinberum tilkynn- ingum liafa, um 180 manns, mest konur og börn farist í á- rásinni. Stundarfjórðungi fyrir kl. 5 í gær dundu sprengjurnar yfir borgina, og hittu »eins og af til- viljun« þéttbýlustu hverfin. Þær ollu engum skaða, á húsum, því að þær í'éllu, niöur í þröng stræti, sem moruðu, af verka- í'ólki og þar sem kon,u,mar stóðn; í löngum röðum fyrir framan matvælabúðirnar. T. d. í Luna- götunni var þannig ástatt að hundruð kvenna biðu þar með börn sín á arminuro — og sprengjiUirnar hittu í miðja þyrpinguna og tættu hana, í sundur. Mörg- líkin eru gersam- lega horfin, aðeins eitthvert rifrildi af í'ötunum fanst hér og þar. Sjónarvottur, sem. komst lífs af, sagði mér frá því, að mjólkurvagn með tveimur hest- um, sem ók þa,rna fram hjá, hafi gjörsamlega orðið að dufti, aðeins hesthófarnir í'undust. Bara í þessari litlu götu létra um 30 manns lífið fyrir sprengjunum. Kona nokkur, sem stóð með ungbarn á hand- legg sér fyrir framan dyrnar á húsi sínu var tætt í sundur. I öðru. borgarhverfí voru börn að leika sér á húsgrunni við Plaza, Progresso., 3 af börn- unum bentu á flugvélarnar uippi í loftinu og sögðu: »Nú skulum við leika, okkur eins og væri stríð«, og svo földu, þau sig í holum, Hin voru eftir og léku varnarliðið. — 9 barnslík voru síðar grafín þarna úr rústun- um. Hæstaréítardómur um verkfallsréttindi verklýðs félaganna. I gær var kveðinn upp dóm- ur í máli því, sem Eggert Cla- essen höfðaði á hendur Alþýðm sambandi Islands fyrir hönd eigenda línuveiðarans »ölvis« í Bclungarvík. Eins og menn muna lenti Verklýðsfélag Bolungarvíkur í harðvítugri vinnuidieilu, við at- vinnurekendur þorpsins. Verk- lýðsfélag Boltiingarvíkur leitaoi til Alþýðusambandsins um lið- veislu og vegna deilu, þessarar taí'ðist línuveiðarinn alllengi frá veiðum. Eigendur línuveiðar- ans kröfðust þess, að Alþýðui- sambandið' greiddi þeim 35 þús- undir í skaðabætur fyrir vinnu- tap. Alþýðusamband; Islands var fyrir undirrétti sýknað af kröfu, eigenda, línuveiðarans um skaðabætur. Nú hefir hæstiréttur ' einnig sýknað Alþýðusambandið af þessari sömu, kröfu með þeim forsendum: ,að Alþýðusamband- inu sé heim'ilt að leggja, niður vinnu hjá þeim atvinnuirekend- um, sem það' á í deilu við. Ilaiiii gat ekki sigrad Madrid en hann gal myrt börn Madridkorgar. ‘Lýsing sjónarvotts á barnamorðum Francos í Madrid. Eitt af börnum, scm myrt voru í Madiid af sprerg'juin faslstanne. Sprengju-hríðin hefir líka. haft hræðilegar afleiðingar í litlum skemtigarði í nán,d vió Plaza Toledo í. útjaðri Madrid, I garðinum eru, ungar verka- mannakonur vanar að ganga sér til skemtunar með börnum sín- um.- Seinni part föstudagsins var þar fult aí* börnum í fylgd með mæðrum sínum og ömmum. Flugvélarnair flugu mjög lágt, eftir því, sem einn, þingmaður sósíalista, sem þarna var stadd- ur, sagði mér, og hafa þær auð- sjáanlega varpað sprengjum þarna a,f ásettu ráði. Enginn hafði tíma til að flýja, ungabörn, drengir og telpur, alt var tætt í sundur af sprengjunum. Heillegasta líkið, sem fanst þama, var a.f gamialli kcnu, hún sat höfuðlauis á bekk, rétt, eins og lrún hefði verið hálshöggvin. öll likin, sem fundust, voru nak- in, því að loftþrýstingurinn hafði tætt í sundur fötin. MoFgitnblsið Frakkknd§ haft ad háði og spotfh Borgar 10,000 franka fyrir lygasögu um komniúnista sem fundin var upp til að gera blaðið að atlilægi. Um síðustn mánaðarmót flutti franska íhal.dsblaðið »Can,- dide« grein á fyrstu, síðu undir risafyrirsögn »afhjúpunin» umi »rau.ða ba,rnaverksmiðjui«. Á fjórum löngUm dálkum koma svo hræðilegar lýsingar á starf- semi ungra, kommúnista. Er þar getið ýmsra ungra komm- únista með' leynilegum nöfnuro, svo sem hr. Merveim, Jeol, Xullr po, Tennyo, cg a,uk þess er get- ið ýmsra, sem bera nöfn þektra manna, sem dánir eru fyrir 5 —Ö00 árum! Þarna er skýrt frá makalausum ástaræfintýrum;, meðal annars hneykslanlegri sambúð Raymomd Guyot, aða.1- ritara alþjóðasambands ungra, kommúnista, og dóttur Kal,in- ins, (sem .á alls enga dóttur!). Blaðið lofaði áframhaldi þess- ara »afhjúpana« næsta útkomu- dag. Úr því varð nú samt ekki, því í »rHumanité«, blaði Kommún- istaflokksins, var málið skýrt, dáJjtið nánar diaginn eftir. — Nöfnin Mervein, Jeol og Xullpo, eru búin til úr nöfnum forn- grísku guðanna Minerve, Clio og Pollux. Tennyo er aftur d móii gervinafn liöfundarins, sem er Parísarbúi og búið hafði til söguna. af skömmmn sínum, og var umsamið að hann átti að fá 10.000 frcunka fyrir fjögur slík æfvntýri. — Gárunginn tók við 1000 frönkum, sem fyrstu greiðslu, og fór svo beina leið til Hi'jmanité, til þess að koma' gríninu fyrir almenningssjónir. 1000 í'rankana fékk Félag ungra kommúnista til að' borga með húsafeigu, fyrir skrifstofur sínar í París! Hvernig stóð á pví að brezki verka- mamiaflokkuirinn tapaði við síðustu b æ j ar st j órnarkosningar ? Þar sem samfylking var, þar vaim hann á. Eins og kmnugt er, stórtap- aði breski verkamannaflokkur- inn við nýaistaðnar bæjar- stjórnakosningar. Tapaði hann alls 59 bæjarfulltrúum í Eng- landi og' Wal,es. En á þeiro stöðum, þar sem Kcmmúnistaflokkurinn og verkamannafíokkurinn höfðu saimfylkingu, — þar var um Dómur þessi er hinn athyglis- verðasti, því að með honum eru verkfallsréttindi verklýðsfélag- annai tvímæl,alaust viðurkend. mjög mikla vinninga að ræða. T. d,- í Oxford, þar sem sameig- inlegur fulltrúi flpkkanna va,r í kjöri. H'ainn fékk liœsta at- kvœðatö'lu, sem verkanmnna- fidltrúi liefir nokkurntíma feng- ið í nokkru kjördœmi þessarar borgar. Enginn alvarlega pólitískt hugsandi maður í. Englandi ef- ast um, að ástæðan fyrir ósigri verkmannaflokksins, er höfnun samfylkingarinnar á nýaf- stöðnu þingi flokksins í Eden- burg. ? Alþýðublaðið prédikar mjög fyrir lesendum sínum, hvað þaó sé Ijótt að vera lylt'ngarmaour. Það sé sama og að vera naz- i&ti(!) eða kommúnisti, sem lé eitt og hið samai Hverjir eru nú byltingar- menn á Spáni? Eru það stjórn- ar&innar, sósíalistar, kommún- istar, anarkistar og lýðveldis- sinmaxr, fylgismenn borgaralegu byitingarinnar? Eða eru það Franco og kumpánar hatns, landeigendur hans og biskupar? Það væri alveg í anda Alþbl. að kaila Franeo byltingarfor- ingja og stjómarliða gagnbylt- ingarmenn. — Því í augum Moggans er það viiklu fínna að vera gagnbyltingwmaður. ic Á Laugaveginum versla tveir kaupmenv, A. og B., með sömu vörur. A. þykir ilt hve B. er vin- sæll maður og hvað viðskiftin færast úr höndum hans, svo hann ákveður að reyna að koma í veg fyrir það. Hann leigir tvo stráka tíl þess að standa við búðardyr B. og lætur þá skrifa upp nöfn þeirra, sem við hann skifta. Strákamir hafa kíki og vasaljós til þess að geta séð alt, sem fram fer fyrir imian bí.ð- arborðið. Allar upplýsingar strákanna fœrir A. inn í bók hjá sér með þeim ákveðna ásetn- ingi að nota þær til þess að ná viðskiftamönnunum frá B. Vió þessu er náttúrlega ekkert að segja- frá margra sjcnarmiði, ef einhver xrauður dóni« eða bwra fátækur matvörukaupmaður á i hlut. En ef við liugsum okkur nú að A. væri x>rauður« og B. væri Sig. Skjaldberg eða Eyj- ólfur í Mjólkurfélaginu. Hvað mundir þú, Moggi, segja- þá. Fyndist þér þá ekki frekjan vera farin að ganga nógu langt hjá »þeim ranðu«, til þcss að lögreglan œtti að skerast í leik- inn. ★ Það er sagt að litlu börnin á íslandi séu hætt að vera hrædd við Grýlu. En það eru komnir aðrir í staðinn, sem virðast hræðast grýlurnar. Litið fið a Alþýðublaðið og N. Dbl. og at- hugið þið hvort þau óttasi ekþi kommúnistagrýluna, sem Mogginn er altaf að hrœða þau með? Leiðrétting. Því roiður hafa, ruglast í prentuninni í gær tilvitnanirn- ar í »leiða,ra« blaðsins úr Mcrg- nnblaðinu og Alþýðublaðinv:. Þær eiga að réttu lagi að vera svona,: Morgunblaðið 23. okt 1936: »Samfylkingin er ekkert ann- að en lævíslegt herbragð af hálfu. kommúnista,« Alþýðublaðið 31. okt. 1936: »Mikill meirihluti kommún- ista skilur samfylkingarpóljtík ina aðeins sem lævíslega og heppilega aðferð ...«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.