Þjóðviljinn - 27.11.1936, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.11.1936, Blaðsíða 2
Föstudaginn 27. náv. 1936. PJOÐVILJINN Listsýning í AJþýðu- húsinu. BarJbu^i Mpray Williams ?g Mðgmis Á. Árjaason. Ungfrú Wiljiams er ensk lista- kona, sem er á góðri leið með að ná glæsilegri viðurkenningu í heimalandi sínu. Hér sýnir hún 6 .tréskuirðarmyndir, 1 kopar- stungu og 1 vatnslitamynd. Eru. tréskurðarmyndir hennar for- kunnar vel gerðar, bornar uppi af hinni innilegustu viðkvæmni og fínijeika. Menn athugi t. d. nr. 2: Boxwood; grain, og nr. 6: The Lacemaker. Koparstungan er og hið prýðilegasta verk. Pað er Islendingum nýstárlegur á- vinningur, að eiga þess kost að kynnast hér þessari ungui, elsku- legu listakonu. Magnús Á. Árnason er alt í senn: málari, myndlistarmaður, ljóðskáld og tónskáld, einn hinna göfugu manna, sem lifa og hrær- ast í listinni í eljusamri kyrþey, án þess nokkru sinni að spyrja um la,un eða. í'rægð. — Hér sýn- ir hann 60 málverk, 3 teikning- ar og 2 höggroyndir. Þar á með- al eru 27 landlagsmyndir, og ber þar mest á myndum frá ÞingvöUum, sumum mjög fall- egum. Sú landlagsmyndin, sem ríkasta. eftirtekt vekur þó, er nr. 10: Kvöld á útmánuðum. Er það óvenju fögur mynd, þar sem álfheimur snævi þakinna fjalla speglast í tÖfraljúfum grun um hið fyrstai vor. En það sem setur sérstæðan bl,æ á þessa. sýningu Magnúsar eru, blómamyndirnar, hátt á þriðja tug, flesti íslensk villiblóm. Myndir þessar leita, á mann eins og lýrisk Ijóð, yfirlætislaus og hjartanleg, og, maður fyllist un- aðarkend þeirra Eggerts og Jón- asar: »Smávinir fagrir foldar- skart«, — og finnur með Einari Ben., að »með nýrri sjóni yfir haiuður og haf sá horfir, sem blómin skilur«. Magnús hefir með þessuro smágervu, ástúð- Frh. á 4. síðu. Randu pennarnir Timamótin í íslenskri feshmas^80*" A??5 Si . ‘ ■ , ' IV. Jóhannes úr ICötlum. Eftir Kristinn Andrésson. Proskasaga Jóhannesar úr Kötl,um, írá því hann gaf út í'yrstu Ijóðábók sína »Bí, bí og blaka« og þar til 1935, að »Samt mun ég vaka« kom út, er mjög andstæðurík og merkileg. 1 »Bí, bí og bla,ka« á Jóhannes heima inni í blámóðu i'ómantískra drauma, í »Samt mun ég vaka«, er hann koroinn út á brautir raunsærrar hugsunar. Það er hraður þroski á jafn skömmum tíma. Eins og mikill hluti þjóð- arinnar ljfði hann fram til 1930 drukkinn af þjóðlegum hátíð- leika, í margvíslegum hugræn- um blekkingum, sem kostað hef- ir mikið átak að slíta af sér. En veruleikinn hjálpaði þar drjúg- um til. Hann kom með stað- reyndir inn í líf þjóðarinnar og skál,dsins svo harkalegar, að skýjaborgirnar hrundu. 1 stað- inn fyrir fylling óska, kom kreppan, atvinnuleysi, stétta- stríð, jafnvel götubardagar. Með hverju árinu. sá skáldið' dýpra í. andstæður tíroanna. Hver Ijóðabók Jóhannesar ber vitni um fyllri þroska., Með hverri þeirra, slítur hann af sér fl,eiri fjötra blekkinganna, þar til útsýni sósíalismans blasir við fyrir augum hans. Þá eign- ast skáldið nýjan skilning á að- stöðu, sjálfs sín, hverjum a.t- burði, allri sögu, þjóðar sinnar. Þennan nýja skilning birtir »Samt mun ég vaka«. Það er vandalaust að’ rekja, þessa, sögu í fáum oiðum. En hún hefir kostað skáldið, sem lifði hana:, sitt af hverju. Hafá átt brennandi cskir, hafa, borið þær fraro í einlægni hjartans, fyrir þjóð sína, séð traðkað á þeim, einni af annari, heyrt alt hrynja, sem líf manns var bygt Jóhannes úr Kötlum. á, borft á kalt glott hinna. nöktu staðreynda, hafa orðið að tæta af sér blekkingavefinn, möskva fyrir möskva: alt þetta er eng- inn gamanl,eikur. Það er sárt. Sárindi þessarar reynslu, finn- ast víðá í Ijóðum Jóihannesar. En einn bjartan d,ag er gangan á enda, út úr myrkviðinum. Ný braut blasir við framundan, greið og bein: Skáldið er frjálst, er sjáandi, skynjar í nýju Ijósi alt imhverfið. Þá vikja sárind- in fyrir varfærinni gleði nýrra vona., sem í fyrstu er ekki full,- komlega treyst, Þær eru eins og í fálmandi, og gleði þeirra titr- andi í kvæðum skáldsins. En seinna glæðast vonirnar sterku lífi, veruleikinn staðfestir þær. Hinn, nýi skilningur festist. Þá er komið fram í »Samt mun ég vaka«. Skál,d,ið er ekki lengur í vafa uiro, hvert stefnan liggur, fyrir þjóð sína, fyrir sjálí'an sig. Það gengur einart til liðs við alþýðu.na, til að berj- ast með Henni fyrir fyllingu hinna nýju. óska., um sköpun hamingjusamara lífs. Og hinn nýi skilningur hefir gefið Jó- hannesi nánari tengsl við þjóð siina, gréitt ' honum leiðíiro inn j að'hjarta alþýðurinar, vakið hjá honum hrennandi 'samúð', gert hann samgrönari öllu. lífi henn- ár og allri sogú hennar frá byrj- un. Þetta, vitna, kvæði eins og »Vér öreigar« og »Frelsi«. Þessi skilningur hefir líka opnað hug hans enn betur fyrir Ijóðum eldri skáldanna, svo líf þeirra. tendrast í nýrri myr.d í Ijóðum Jóhannesar. Þainnig hefir skál,d- skapur hans eignast dýpri ræt- ur í veruleik samtiðarinnar og jafnframt íslenskri þjóðarsögu. Það hefir verið gaman að fylgj- ast með því, hvað ört skáldið hefir þroskast. Og þó er eftir að minnast á, hvað hugur þessa skálds hefir verið næmur fyrir öllum viðburðum í heimssögu ÁR SHÁTIÐ IDNSAMBAWDS BYpÍNGAMANNA verður haldin að Hótel Borg laugar- daginn 28. nóvember kl. 8 síðdegis. FJÖLBREITT SKEMTIATRIÐI. Adgöngum. á skrifstofunni Suðurgötu 8. SKEMTINEFNDIIV. Látlaus en kærkomin jólagjöf er fullgerö mynd en 15 Foto| fæst að- eins hjá LOFTI, Nýja Bíó. síðustu ára„ Jóhannes hefir ort storbrotin kvæði um ymsa af þessúm viðburðum, t. d. Brúna höndin, Heilagt stríð, Dimitroff. Hjarta skáldáins hatar og elsk- ar méð alþýðimni í heiminúm, hún á samú'ö þess alla. Þanriig hefir hiö nýja sjónar- mið eins og það birtist í. »Samt mujn, ég vaka«, gefið lífi og' ljóð- um Jóhannesar úr Kötlum auði og dýpt, og jafnframt styrkt og þroskað hans skáldlegu hæfi- l,eika. Nú stendur hann sem mesta ljóðskáld þjóðarinnar, arftaki hinna bestu sósíalistisku höf- unda, Þorsteins Erlingssonar og. Stephans G. Stephanssonar, í brjóstfylkingui þeirrar vaxandi alþýðuhreyfingar, sem á mátt- inn til. að gera óskir skáldsins að véru],eika. HELSKIPIÐ eftir B. Traven 15 — Það heldj ég, herra minn? — Hvað eigum við að gjöra við yður. Hverjum þeim, sem finst vegabréí'slaus í Hollandi er varpað í sex mánaða fangelsi og svo er hann, fluttur heim til síns lands. En nú vitum við' ekkert frá hvaða landi þér eruð. En við geturo ekki drepið yður eins og' hund. Viljið þér fara til Þýskalands? — Mig langar ekkert til þess að fara þangað. Þeg- ar Þjcðverjuro er sýndur reikningur þá------ — Nú þér viljið ekki fara til, Þýskalands. Ég get vel skilið það. Þessi lögregluþjónn var augsýnilega skynsamur ná- ungi. Þvínæst hrópaði hann til eins lögregl,uþjónsins og, sagði: -— Fa.rið með þennan mann inn í. einhvern klefa og gefið honum einhvern morgunverð. Farið síðan og kaupio énskt blað og tímarit handia honum til þess að lesa, honum líður þá skár og fyrir alla. muni, látið hann hafa nokkra vindlinga.. VIII. Seint um kvöldið var ég; sóttur aftur og var mér þá skipað að fylgjast með tveimur mönnum, sem hvor- ugur var í lögreglubúningi. Við gengpm rakl,eiðis til járnbrautarstöðvarinnar og ókum eitthvað út í busk- ann. Að lítilli stundu liðinni stigum við út úr járn- brautinni í litlu þorpi. Var nú farið með mig til lþg- reglustöðvarinnar. Ég var látinn setjast á bekk og lögregluþjónarnir gláptu á mig um leið og þeir komu á vörð eða fóru af verði. Einn og einn tal,aði við mig. En þegar klukkan var orðin nærri tíu, komu tveir menn til mín og sögðu: —: Það er kominn tími til þess að fara, Við gengum lengi, lengi yfir akra og engjar. Að lokum námum við staðar og; anjnar maðurinn sagði hljótt. — Farið nú í þessa átt, sem ég bendi yður. Þér rnætið engum á þessari leið. En ef svo skildi fara, að einhver yrði á ferðinni, þá' gætið þess vei, að víkja úr vegi, Þegar þér hafið gengið um stund, komið þér að járnbrautinni. Þér fylgið henni, uns þér komio til stöðvarinnar. Bíðið þar,. uns morgnar. Strax þegar lestin fer af stað í'Jýtið þér yður að aðgöngumiðasöl- •unni og ségið: — Un troisiéme á AnversJ') — Munið þér þetta. — Það vona ég. Það ætti að vera auðvelt. — En þér megið ekki segja neitt annað. Þér fáið farseðil og farið til Antwerpen.. Þar verður yður ekki skotaskuld úr því að komast í skipsrúm. Þá vantar altaf sjómenn. Hér hafið þér ofurlitinn nestisbita og eitthvað til þess að reykja. Þér megið ekkert kaupa, fyr en þér komið til Antwerpen. Hér hafið þér 30 belgiska franka. Maðurinn rétti mér böggu.1 með smiurðu' bi auði, pakka af vindlingum og eldspýtustokk. — Komið svo aldrei aftur til Hollands. Þá fáið þér *) Far á þriðja farrými til, Antwerpen, sex mánaða fangelsi og verðið þar að auki reknir úr landi. Þér hafið verið aðvaraðir í votta viðurvist. Verið þér sælir og góða ferð. Þarna stóð ég þá aí'tur um miðja nótt og vissi ekk- ert hvar ég var staddur eða, hvert ég skyldi halda. Ég gekk spottakorn í áttina, sem þeir bentu mér, uns ég var genginn úr skugga um, að förunautar mínir sæjui ekki lengur til ferða minna. Þá nam ég staðar og íhugaði ráð mitt. Átti ég að fara til Belgíu? Þar beið min, æfilangt fangelsi, Eða átti ég að snúa aftur við til Hollands. Þar bíða mín aðeins sex miánuðir.i Það var miklu betra. En við þetta bættist burtrekstur úr landinu, og guð mátti vita, hvað þeir gerðu, við mig fyrst ég hafði ekkert vegabréf. Þetta var ljóta, klípan. Hefði ég aðeins haft vit á að spyrjast í'yrir um til hvaða lands þeir ætluðu að senda mig. Varla yrðu IIol,- lendingar mikið betri viðskiptis en Belgíumenn. Þó komst ég að þeirri niðurstöðu, að líklega væri mér best að snúa, við aftur. Að minsta kosti gat ég bjargað mér í hollensku og það er meira en ég gat sagt uim frönskuna hjá þeim í Belgíu. Ég hélt áfram um hríð, en settist svo niður á þúfu, til þess að borða,, svo sneri ég við. Mig hrylti við æfi- löngiu. fangelsi.i Þetta gekk ágætlega, og.ég hélt fram. — Nemið staðar, annars verður skotið. Það er virkilega óþægilegt, þegar kallað er utan úr myrkrinu. — Annars verður skotið. Maðurinn getur ekki miðað og ekki sér hann mig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.